Síða 1 af 1
Góður álfelguhreinsir hvað er best í þvi
Posted: 11.nóv 2011, 17:24
frá gormur27
Ég er að leita eftir góðum álfelguhreinsir og einhverju til að pólera á eftir og fá flotta glansandi húð,,,, ráðleggingar ????????
Re: Góður álfelguhreinsir hvað er best í þvi
Posted: 11.nóv 2011, 18:20
frá cocacola
Frá WHURTH hann virkar best
Re: Góður álfelguhreinsir hvað er best í þvi
Posted: 11.nóv 2011, 19:04
frá gormur27
og einhverjar vinnuaðferðir við þetta, endilega deila
Re: Góður álfelguhreinsir hvað er best í þvi
Posted: 11.nóv 2011, 23:29
frá Freyr
Wurt álfelgusýra, úða henni á og bursta með uppþvottabursta ef óhreinindin eru föst. Þeir vara við því á brúsanum að sýran skemmi lakk en ég hef ekki séð það gerast.
Freyr
Re: Góður álfelguhreinsir hvað er best í þvi
Posted: 11.nóv 2011, 23:53
frá Burri
Thu ert vaentallega ad meina efni til ad pólera bert álid svo thad glansi eins og chrome. En ekki til ad þrífa lakkaðar eða pólíhúðadar álfelgur... Ef svo er byrjaðu þa með sandpappír of svo fínni sandpappír og svo ennþá fínni sandpappír, Allt löðrandi í vatni. svo grófan massa og svo fínni massa og endar á álhreinsi. Polisher . Sem er bara eins og mjog fínn massi tekur fvertuna upp.. Svo er gott að taka mer brasso sídustu umferðina.. P.s bláum brasso ekki med rauða tappanum á. Ps. Tetta er ógeds vinna og hraedinlega subbulegt og leiðinlegt.. En útkoman verdur eins og glæ ny chrome húð..
Re: Góður álfelguhreinsir hvað er best í þvi
Posted: 12.nóv 2011, 16:44
frá LFS
getur maður flytt fyrir sem með þvi að nota glerblastur eða einhvað slikt ?
Re: Góður álfelguhreinsir hvað er best í þvi
Posted: 13.nóv 2011, 01:43
frá DABBI SIG
Burri wrote:Thu ert vaentallega ad meina efni til ad pólera bert álid svo thad glansi eins og chrome. En ekki til ad þrífa lakkaðar eða pólíhúðadar álfelgur... Ef svo er byrjaðu þa með sandpappír of svo fínni sandpappír og svo ennþá fínni sandpappír, Allt löðrandi í vatni. svo grófan massa og svo fínni massa og endar á álhreinsi. Polisher . Sem er bara eins og mjog fínn massi tekur fvertuna upp.. Svo er gott að taka mer brasso sídustu umferðina.. P.s bláum brasso ekki med rauða tappanum á. Ps. Tetta er ógeds vinna og hraedinlega subbulegt og leiðinlegt.. En útkoman verdur eins og glæ ny chrome húð..
Nota bene ef notuð er þessi aðferð hér sem Magne bendir á þá þarf líka að viðhalda húðinni (póleringunni) með því að þrífa þetta reglulega og nota svo álhreinsinn af og til aftur til að ná aftur upp glanshúð og koma í veg fyrir myndun á tæringu.
Þetta er virkilega flott þegar þetta er gert en eins og er bent á er þetta algjör horbjóður þessi vinna og jafnframt krefst þess að vera mjög duglegur að sinna felgunum eftirá. Það er að vísu alltaf möguleikinn að húða/glæra felgurnar eftir að búið er að pólera þær en svonleiðis húðun gefur sig alltaf á endanum og ef það kemst vatn og óhreinindi undir húðina er þetta búið spil eins og sést á mörgum illa förnum álfelgum.
Re: Góður álfelguhreinsir hvað er best í þvi
Posted: 13.nóv 2011, 02:24
frá vippi
Stálull, virkaði þokkalega á mínar :D
Re: Góður álfelguhreinsir hvað er best í þvi
Posted: 13.nóv 2011, 16:39
frá gormur27
Ég er búinn að sýruþvo þær og það er að virka svakalega nú er bara eftir að massa og fínisera
Re: Góður álfelguhreinsir hvað er best í þvi
Posted: 13.nóv 2011, 17:12
frá StefánDal
Allt annað en Túrbó Sámur allavegana.
Re: Góður álfelguhreinsir hvað er best í þvi
Posted: 14.nóv 2011, 14:43
frá patrolkall
Sælir.
Ég notaði MEKLÓ UPPLEYSIR frá málningu til að losna við glæru á álfelgum frá Arctic trucks. Virkaði mjög vel.
Hvað mæla menn með fínum pappír áður en farið er í álmassa??
Re: Góður álfelguhreinsir hvað er best í þvi
Posted: 15.nóv 2011, 10:45
frá muggur
Hér er enska pajero leiðin....
http://www.pocuk.com/forums/viewtopic.php?t=58616Spurningin er bara hvar maður fær 'autosol'
Re: Góður álfelguhreinsir hvað er best í þvi
Posted: 15.nóv 2011, 11:12
frá bragig
Hefur reynst mér best að nota stálull og autosol massa (fæst hjá N1). Byrja á grófri stálull bleytta með sápuvatni ef felgan er ljót og svo fínni stálull þannig að yfirborðið er laust við drullu og tæringu. Síðan nudda vel með Autosol massa, fljótlegast að nota borvél með svona púða til að nudda, en tusku þar sem púðinn kemst ekki að. Álfelgan verður eins og ný en þetta er pínu vinna en alveg þess virði.
Re: Góður álfelguhreinsir hvað er best í þvi
Posted: 24.nóv 2011, 14:47
frá patrolkall
Nú er ég búinn að pólera AT felgurnar mínar og munurinn er svakalegur!!
Ég notaði lakkleysi, vatnssandpappír 240-1200 og svo autoglym metal polish(með púða á borvél).
Þá er spurning, hvernig er best að halda þessu við? Álfelguhreinsir?? Bón??