Síða 1 af 1
Snúningshraðamælir í Hilux
Posted: 08.nóv 2011, 23:38
frá gormur27
Getur einhver sagt mér hvað snúningshraðamælir í 98 árg af hilux er tengdur þá meina ég við mótor
Re: Snúningshraðamælir í Hilux
Posted: 08.nóv 2011, 23:46
frá StefánDal
Sæll Binni. Hann er tengdur í plögg ofan á olíuverkinu ef ég man rétt. En í umræddum bíl (ef þú ert Binninn sem ég held þú sért og við séum að tala um sama Hiluxinn) var búið að rugla til í húddinu því að þar var vél sem var '87 árgerð. Ég myndi reyna að kíkja í húddið á öðrum Hilux til samanburðar.
Re: Snúningshraðamælir í Hilux
Posted: 09.nóv 2011, 10:13
frá sigurdurk
það er 3 pinna plug á olíuverkinu, 2 þeirra eru hlið við hlið það er snúningsmælirinn
Re: Snúningshraðamælir í Hilux
Posted: 09.nóv 2011, 18:45
frá gormur27
stedal wrote:Sæll Binni. Hann er tengdur í plögg ofan á olíuverkinu ef ég man rétt. En í umræddum bíl (ef þú ert Binninn sem ég held þú sért og við séum að tala um sama Hiluxinn) var búið að rugla til í húddinu því að þar var vél sem var '87 árgerð. Ég myndi reyna að kíkja í húddið á öðrum Hilux til samanburðar.
Það var reyndar 97 árgerð af vél í honum, og svo er eftir því sem mér er sagt þá eru þetta sömu tengingar það sem ég er að leita af eru tengingarnar í bílnum finn þær ekki.
Re: Snúningshraðamælir í Hilux
Posted: 09.nóv 2011, 20:28
frá StefánDal
Vélin sem fór úr honum var miklu eldri en ´97, hún var 2-L með eftir á settri túrbínu.
Það sem að mig grunar að málið sé er að sá sem setti gömlu vélina í hafi notað hluta rafkerfis sem fylgdi henni (ekki skil ég það samt) og því vanti plöggið fyrir snúnginshraðamælinn og egr dótið.