Vökvabremsur á kerru

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Vökvabremsur á kerru

Postfrá ellisnorra » 07.nóv 2011, 21:32

Sælir félagar.
Nú eru spekuleringar um að vökvabremsuvæða bílakerruna. Flexitorarnir eru ónýtir og allt sem í þeim er, hvort sem það eru legur, bremsur eða fóðringar. Ég á fín nöf undan saab sem ég tel að séu feiki nógu sterk og gott að koma því við að útbúa rör á milli og svo er ég búinn að panta fjaðrir að utan. Kúplingin (tengið við bílinn) er í ágætu standi og því ekkert til fyrirstöðu að nota hana.
Saab dótinu fylgja mjög góðar vökvabremsur, og til að vera ekki að finna upp hjólið og reka mig á þá ætla ég að spurja menn hvort þeir þekki svona kerfi, hafa smíðað það sjálfir eða séð það virka.
Myndir endilega boðnar velkomnar :)


http://www.jeppafelgur.is/


spámaður
Innlegg: 291
Skráður: 19.des 2010, 09:51
Fullt nafn: hlynur þór birgisson

Re: Vökvabremsur á kerru

Postfrá spámaður » 07.nóv 2011, 22:37

skella góðri höfudælu á beislið..svo er þetta bara spurning um að vera með réttan stífleika á gorminum sem sem er á milli.hef séð svona mix.ef þú ert með of linan gorm þá klossast draslið ef það er mikið farg á kerruni.þetta er allt spurning uma útfærslu og stilla saman.svo er spurnig með skoðun á svona...ef þetta er ekki vottað og stimplað CE og svoleiðis.
Hlynur þór birgisson
'46 willys 460 bbf
Ford F250 35" 5.4L D'74
Mmc outlander turbo
Bmw 323 coupe
Ford ranger 4.0 35"

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Vökvabremsur á kerru

Postfrá ellisnorra » 07.nóv 2011, 22:55

Jám þá er bara spurning hvaða höfuðdælu maður ætti að nota. Sennilegast einhver fólksbílahöfuðdæla sem er gerð fyrir svipaða rýmd og dælurnar.
Ég á stafasett til að slá í með bæði C og E :)
Efast um að það verði sett útá það í venjulegri skoðun ef þetta virkar eins og til er ætlast. Ég ætla að vera með handbremsuna (og neyðarbremsuna) á öðrum ásnum víratengt einsog venjuleg handbremsa, það er víst nóg að hafa handbremsu bara á einum ás.
http://www.jeppafelgur.is/


spámaður
Innlegg: 291
Skráður: 19.des 2010, 09:51
Fullt nafn: hlynur þór birgisson

Re: Vökvabremsur á kerru

Postfrá spámaður » 08.nóv 2011, 00:10

eru aftur dælur undan saab ekki með innbyggðri handbremsu??eins og framdælur úr subaru.áttu ekki ennþá 9000 saabinn?
notar bara komplett settið úr honum.
svo má gramsa bara úr einhverjum bíl.
Hlynur þór birgisson
'46 willys 460 bbf
Ford F250 35" 5.4L D'74
Mmc outlander turbo
Bmw 323 coupe
Ford ranger 4.0 35"

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Vökvabremsur á kerru

Postfrá ellisnorra » 08.nóv 2011, 06:47

spámaður wrote:eru aftur dælur undan saab ekki með innbyggðri handbremsu??eins og framdælur úr subaru.áttu ekki ennþá 9000 saabinn?
notar bara komplett settið úr honum.
svo má gramsa bara úr einhverjum bíl.


Júm það er nákvæmlega svoleiðis. Saabinn er farinn og höfuðdælan með en ég á dót úr toy camry.
Ég er aðallega að spá í útfærsluna þar sem beisliskúplingin kemur í höfuðdæluna, hugsanlegan gorm þar á milli og fleira.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Vökvabremsur á kerru

Postfrá Startarinn » 08.nóv 2011, 17:35

Það er hægt að fá beisli með glussadælu, engin ástæða til að mixa þetta með tilheyrandi veseni og prófunum ef það er hægt að fá þetta klárt.
Ég veit reyndar ekkert hvað það kostar
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur