Ljóskastarar og rely


Höfundur þráðar
ási
Innlegg: 34
Skráður: 20.mar 2010, 23:51
Fullt nafn: Ásgrímur Þór Benjamínsson

Ljóskastarar og rely

Postfrá ási » 02.apr 2010, 17:08

Góðan dag
Eru ekki fróðir menn sem geta leiðbeint í vali á aukaljósum, vantar ljóskastara sem lýsa vel framm fyrir bílinn og gjarnan meira en háu ljósin og hvernig á að tengja ljósin í relyið finn hvergi skýringamynd og efnisnotkun fyrir tengingar á ljósum á netinu.



User avatar

ofursuzuki
Innlegg: 270
Skráður: 31.jan 2010, 15:47
Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
Staðsetning: Skagaströnd
Hafa samband:

Re: Ljóskastarar og rely

Postfrá ofursuzuki » 02.apr 2010, 17:30

Með val á aukaljósum þá er um margt að velja og misjafnt hvað mönnum sýnist í þeim efnum. IPF 930 eru án efa með þeim betri á markaðinum en þeir kosta líka sitt, þú getur skoðað þá hér http://www.k2icehobby.is/default.asp?co ... lun&fl=180 Hér er skýringarmynd af tengingum á kösturum á síðunni snjójeppar Image
vonandi hjálpar þetta eitthvað.
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur


Höfundur þráðar
ási
Innlegg: 34
Skráður: 20.mar 2010, 23:51
Fullt nafn: Ásgrímur Þór Benjamínsson

Re: Ljóskastarar og rely

Postfrá ási » 02.apr 2010, 17:44

Sæll Björn tak fyrir teikninguna en hvað varða ljóskastarana þá er þetta pakki upp á 70,000 hvað með ódyrari ljós.

kv
ási

User avatar

JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Re: Ljóskastarar og rely

Postfrá JonHrafn » 02.apr 2010, 18:16

Það er nú hægt að fá ljóskastara niður í 20-25þús parið. Fékk mína á 6þús parið hérna fyrir hrun :þ N1 stilling ArcticTrucks er svona það sem mér dettur í hug í fljótu bragði. Spurning með Aukaraf.


Grétar
Innlegg: 25
Skráður: 28.feb 2010, 14:07
Fullt nafn: Grétar Skarphéðinsson
Staðsetning: Svalbarðseyri

Re: Ljóskastarar og rely

Postfrá Grétar » 03.apr 2010, 09:08

Hér er betri mynd.
Image
toyota landcruiser 80 1994
isuzu crew cab 3.1 1996


Höfundur þráðar
ási
Innlegg: 34
Skráður: 20.mar 2010, 23:51
Fullt nafn: Ásgrímur Þór Benjamínsson

Re: Ljóskastarar og rely

Postfrá ási » 03.apr 2010, 11:58

Gretar þetta er flott það er eingin hætta að menn villist í tengingum þeð þessa mynd.

takk fyrir mig
ási


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Ljóskastarar og rely

Postfrá Izan » 03.apr 2010, 16:43

Asskoti eru þessar myndir fallegar en þær eiga það sameiginlegt að vera þannig að bíllinn fær ekki skoðun ef þessar tengingar eru notaðar.

Þú verður að tryggja að það séu ljós aftan á bílnum þegar kastararnir eru notaðir s.s. finna parkljósastraum og tengja hann inn á rofa með gaumljósi sem kveikir á relýi. Síðan tekurðu helst 2,5q vír frá geymi í gegnum öryggi og snertuna á relýinu og þaðan inn á kastara.

Ef þetta er tryggt eru skoðunarkarlarnir venjulega ekki með neitt meira múður en þó eru fáeinar reglur sem varða hvernig ljósin eru pungtar eða dreifi og þá hvort þau eiga að kvikna með parki eða háuljósum.

Bara gaman, Jón Garðar


Lindi
Innlegg: 33
Skráður: 06.mar 2010, 19:46
Fullt nafn: Erlendur Sigurðsson

Re: Ljóskastarar og rely

Postfrá Lindi » 03.apr 2010, 18:03

Sá þetta á síðu umferðarstofu um dagin.

http://www.umferdarrad.is/Apps/WebObjec ... 3%B0um.pdf


Höfundur þráðar
ási
Innlegg: 34
Skráður: 20.mar 2010, 23:51
Fullt nafn: Ásgrímur Þór Benjamínsson

Re: Ljóskastarar og rely

Postfrá ási » 03.apr 2010, 20:49

Ja hver fjandinn á einhver góða mynd eins og Gretar var með með viðbótinni svo þetta sé nú löglegt.

kv
ási


Grétar
Innlegg: 25
Skráður: 28.feb 2010, 14:07
Fullt nafn: Grétar Skarphéðinsson
Staðsetning: Svalbarðseyri

Re: Ljóskastarar og rely

Postfrá Grétar » 03.apr 2010, 22:21

Þú tengir leiðsluna í rofann í straum frá háuljósunum, ef þú ert með kastara. En ef þú ert með þokuljós sem mega loga með parkljósunum, þá tengirðu þessa leiðslu í parkljósastraum.
Oft er hægt að finna þennan straum í öryggjaboxinu, en stundum er bara einfaldast að leggja leiðslu frá háuljósunum.
Image
toyota landcruiser 80 1994
isuzu crew cab 3.1 1996


Höfundur þráðar
ási
Innlegg: 34
Skráður: 20.mar 2010, 23:51
Fullt nafn: Ásgrímur Þór Benjamínsson

Re: Ljóskastarar og rely

Postfrá ási » 04.apr 2010, 00:44

Gretar þetta var ekki lengi gert takk fyrir mig,

kv
ási


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Ljóskastarar og rely

Postfrá Izan » 04.apr 2010, 10:03

Sælir

Þetta er að verða helvíti gott nema það verður að vera gaumljós í rofanum. Skoðunaratriði. Best að finna rofa sem er ekki með mjög sterku ljósi því að það pirrar mann við aksturinn.

Kv Jón Garðar

User avatar

Haffi
Innlegg: 313
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hafsteinn Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyhatsu Rocky

Re: Ljóskastarar og rely

Postfrá Haffi » 04.apr 2010, 21:34

Myndin sem Björn Ingi setti inn er fullkomlega lögleg. Þar má sjá hvernig parkljósin eru tengd inn á relay-ið og þannig fæst straumur á kastarana. (sbr neðri partur tengingarinnar)
Toyhatsu Rocky 38" - Kvekindið
Volvo 240, 740, S70 ofl


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Ljóskastarar og rely

Postfrá Izan » 05.apr 2010, 01:52

Sælir.

Nei, teikningin hans Inga er ekki rétt að því leyti að það er hægt með þessari tengingu að kveikja á kösturunum án þess að nokkur önnur ljós logi á bílnum. Það er bannað.

Ég skellti með mynd af svona tengingu sem ég nota og finnst góð. Hún uppfyllir ekki öll skoðunarskilyrði vegna þess að ákveðin ljós mega bara kvikna á háa geisla og ákveðin ljós með parki en það er alveg kristaltært að ef það kemst upp í skoðun að þú getir kveikt aukaljósin án þess að það logi afturljós er kominn endurskoðunarmiði.

Það er fyrst og fremst öryggisatriði fyrir bæði þig og náungann að þetta sé ekki hægt og það er nákvæmlega jafnmikið mál að tengja þetta rétt eins og rangt. Þessi tenging er góð að því leyti að stundum er gott að nota kastarana eintóma og þá eru parkljósin ekkert að hrella mann t.d. í þoku eða skafrenningi en í góðu skyggni vill maður nota kastarana til að lýsa upp veginn og þá er gott að geta lækkað öll ljósin á sama tíma með sömu hreyfingunni t.d. ef maður mætir bíl.

Kv Jón Garðar
Viðhengi
aukaljós.jpg

User avatar

ofursuzuki
Innlegg: 270
Skráður: 31.jan 2010, 15:47
Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
Staðsetning: Skagaströnd
Hafa samband:

Re: Ljóskastarar og rely

Postfrá ofursuzuki » 05.apr 2010, 11:26

Ég veit þess mörg dæmi að menn eru með aukarofa til að geta notað kastarana eina og sér sem getur verið
mikill kostur. Fyrir mörgum árum þá átti ég gamlan Range Rover og var með aukaljós á honum sem voru tengd svona og
lenti svo í því að aðalljósarofinn bilað hjá mér á keyrslu í svarta myrkri, sprengdi öryggi þannig að öll ljós fóru af bílnum (já LUCAS fann upp myrkrið). Þá var nú gott að geta kveikt aukaljósin sér og komist á þeim heim. Það gera þetta margir sérstaklega með kastara sem nota á með háuljósunum það getur verið mjög gott að geta kveikt þá sér við ákveðnar aðstæður. Þetta er ekki alltaf spurningin um hvað sé löglegt eða ólöglegt heldur að hafa sem mest notagildi af þessum ljósum og aukið öryggi. Bara ekki hafa aukarofana á áberandi stað. Þessi teikning sem ég setti hér inn er að öðru leiti fullkomlega lögleg, bara sleppa þessum aukarofum og þá er þetta í lagi.
Image
Hér er betri teikning og "lögleg"
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Ljóskastarar og rely

Postfrá Einar » 05.apr 2010, 13:04

Svo maður upplýsi nú heiminn um sín lögbrot þá hef ég alltaf tengt mína kastara með tveimur rofum, einum venjulegum rofa til að kveikja og slökkva á ljósunum eins og á teikningunni hérna að ofan og síðan öðrum skiptirofa (ekki venjulegum af/á heldur með tveimur inngöngum og einum útgangi), inn á þann rofa kemur annarsvegar straumur frá parkljósum og hins vegar frá háuljósum, útgangurinn tengist hins vegar inn á fyrri rofan. Með þessu er hægt að velja hvort ljósin koma eingöngu með háuljósunum eða hvort hægt er að kveikja á þeim sér en tryggir samt að ekki sé verið að aka bílnum án afturljósa.
Þetta er ekki alveg lögleg útfærsla fyrir kastara.

Það á ALDREI að taka fullan straum á neitt straumfrekt tæki hvorki kastara né annað upp í gegnum mælaborðið nema menn vilji endilega kveikja í bílnum sínum, heldur nota reley og eins stutta lögn að tækinu og hægt er og taka bara stýristraum upp í mælaborð.

User avatar

Haffi
Innlegg: 313
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hafsteinn Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyhatsu Rocky

Re: Ljóskastarar og rely

Postfrá Haffi » 09.apr 2010, 11:46

Mér leiddist þannig að ég henti upp einni einfaldri skýringamynd af svona tengingu.
Image
Toyhatsu Rocky 38" - Kvekindið
Volvo 240, 740, S70 ofl

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Ljóskastarar og rely

Postfrá Stebbi » 09.apr 2010, 22:02

Lang einfaldast er að útfæra þetta eins og Einar stakk uppá, vera með veltirofa sem velur á milli háuljósa og parkljósa inná rofana fyrir þá kastara sem maður vill geta haft logandi án aðaljósa, td stór dreifiljós framan á bílnum. Þá er ekkert annað en að passa uppá að hafa stillt á háuljósin þegar maður fer í skoðun.
Sama má gera við bakkljós og tengja þá bakkljósastraum frá gírkassa og svo parkljós í veltirofa og svo í rofa til að kveikja á bakk-kösturum. Ég var með það sett svoleiðis upp í hilux sem ég átti og það var mjög þægilegt þegar maður var í einhverju skaki að geta haft bakk-kastarana tengda í stöngina og svo í hjakkinu að getað kveikt þá full time.
Svo er eitt með þessa efstu mynd sem er kolrangt og það er að taka stýristrauminn í gegnum relay og kraftinn í gegnum 10A takka, þetta á að vera akkúrat öfugt því maður vill ekki vera með allan þennan straum í mælaborðinu hjá sér. Relay í húddinu og stýristraum inní bíl.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
ási
Innlegg: 34
Skráður: 20.mar 2010, 23:51
Fullt nafn: Ásgrímur Þór Benjamínsson

Re: Ljóskastarar og rely

Postfrá ási » 10.apr 2010, 15:33

Jæja teikningin frá ofursuzuki er mjög skýr og góð, það sem vantar er viðbótin sem Einar talar um inná hana eru við þá ekki komin með fullkomna teikningu.
Gott væri að vera með sverleika á vír miðað við perustærðir, þannig að menn viti hvað má lesta kerfið, miðað við 12 volta kerfi.

kv
ási

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Ljóskastarar og rely

Postfrá Stebbi » 10.apr 2010, 17:30

Vír = Max Amp (eftir minni)

1.5q = 16A
2.5q = 20A
4q = 25A
6q = 32A
10q = 63A
16q = 80A

Svo er auðvelt að finna út strauminn með því að deila með voltum í Wött. Td. 100w á 12voltum eru 8.3A, 120w á 12v eru 10A.

Þó að rofi ráði við 10A eða 20A þá er samt aldrei ráðlagt að fæða kraftinn fyrir kastarana í gegnum rofan, til þess voru relay fundin upp og þá getum við stytt kraftlagnirnar mikið með því að fara styðstu leið frá geymi að ljósi með relay á milli. Ef að það þarf að fara lengri leiðir þá er gott að fara upp um einn flokk í vír til að vera öruggur með að valda ekki spennufalli. DC spenna þarf í flestum tilfellum sverari lagnir en AC þannig að ljós eins og tvö 100w bakkljós sem þurfa kanski 6-7m af vír frá húddi og upp á topp að aftan draga 16A en þá er ráðlegt að fara í 2.5q vír til að losna við óþarfa spennufall og hitamyndun. Frekar fúlt ef að flottu 100W ljósin ganga bara á 10v og gefa ekki nema 80% af ljósinu sem þau geta.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Ljóskastarar og rely

Postfrá Izan » 10.apr 2010, 17:44

Sælir.

Val á gildleika víra fer ekki beint eftir því hversu öflugir kastararnir eru. Óbeint að sjálfsögðu en aflið í kösturunum segir til um hversu stórt öryggið á að vera sem ákvarðar sverleikann á vírnum. Það verður að nálgast það þannig að öryggið ræður vírnum.

Tökum dæmi 2x100W kastara á 12V bíl.

P=U*I = I=P/U = 100/12= 8,3 amper.
Straumurinn sem hvor pera tekur á 12V

U=I*R = R=U/I = 12/8,33= 1,44ohm
Raunviðnám perunnar

Málið er nefninlega að rafkerfi bílsins gengur á ca 14 voltum en ekki 12 þegar bíllinn er í gangi.

I=U/R = 14/1,44 = 9,7 Amper. ATH hvor pera. 14x9,7= 136W

Það er ekkert mál að finna töflur sem sýna hvað vírar mega flytja mikinn straum en í jeppum er venjulega næg kæling svo að þessvegna þarf ekki að fara í miklar yfirstærðir. 1,5q vír 16A, 2,5q vír 20A, 4q 25A, 6q 35A, 10q 63A o.s.frv. Man þetta ekki nákvæmlega en þetta er nálægt því að vera rétt.

fyrir 100W kastara er þ.a.l. fínt að draga út 1,5q vír í hvort ljós. 2,5q er tæplega nóg fyrir bæði en er líklega innan marka.

Ég skal reyndar játa á mig þá sök að ég veit ekki hvort framleiðendur peranna segi til um aflið á 12 eða 14V. Það er að muna tölverðu. Með því að nota vír sem rétt sleppur fyrir ljósin ertu að búa til spennufall sem dregur úr virkni ljósanna en gæti sparað perurnar lítillega. Örlítið undirspennt pera endist margfalt á við aðrar og þessvegna finnst mér alltaf svolítið skondið þegar men eru að taka bílana sína og svera upp alla víra til að fá meira ljós. Að mínu viti er þetta eingöngu gert til að láta perurnar endast verr. Of grannur vír hinsvegar getur hitnað og á endanum brunnið og eyðilagt í kringum sig.

Ég er ekki endilega sammála því sem var sagt áður að taka ekki kraftinn inn í bíl því að ef rafkerfið er vel unnið tengingar góðar og inní tregbrennanlegum kassa o.s.frv. þá er lítið meiri hætta þar heldur en á heimilum fólks. Menn þurfa hinsvegar að átta sig á að í 12V kerfum þarf mun fleiri amper per watt og þess vegna er 100W kastarar mjög straumfrekir í bílum en ekkert til að tala um heima. 2x100 w kastarapar er að taka svipað mikinn straum og meðal eldavél á jólunum.

Aftur að dæminu. Hver pera tekur max 9,7 amper ef 14V skila sér út á peru. ef við notum 20A öryggi getum við líka notað 2.5q vír en ef við förum í 25A öryggi notum við 4q vír. Ég hef notað 2x100W kastara á 20A og 2,5q vír áfallalaust og finnst líklegt að það sé að duga. Mér finnst reyndar ákveðinn kostur við að yfirskjóta vírastærðir o.s.frv. til þess að losna við hitamyndun við tengingar. Menn fara líka að sjá það hvað það er asnalegt að tengja saman 4q vír frá rafkerfinu og 1q vírinn sem stendur út úr perunni.

Kv Jón Garðar


Grétar
Innlegg: 25
Skráður: 28.feb 2010, 14:07
Fullt nafn: Grétar Skarphéðinsson
Staðsetning: Svalbarðseyri

Re: Ljóskastarar og rely

Postfrá Grétar » 10.apr 2010, 18:06

Stebbi wrote: Frekar fúlt ef að flottu 100W ljósin ganga bara á 10v og gefa ekki nema 80% af ljósinu sem þau geta.


Þetta er ekki alveg rétt hjá þér Stebbi :)

5% spennufall , ljósstyrkur minnkar um 20%
10% spennufall , ljósstyrkur minnkar um 35%
15% spennufall , ljósstyrkur minnkar um 50%
toyota landcruiser 80 1994
isuzu crew cab 3.1 1996

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Ljóskastarar og rely

Postfrá Stebbi » 10.apr 2010, 20:22

Izan wrote:Menn fara líka að sjá það hvað það er asnalegt að tengja saman 4q vír frá rafkerfinu og 1q vírinn sem stendur út úr perunni.


Er þá ekki jafn bjánalegt að vera með 25q ál heimtaug þegar þú notar bara 1.5q í allt nema eldavélina? Að hafa sverari vír að peru heldur en stendur aftan úr henni er gott, 5cm stubbur af 1q vír í endanum veldur ekki spennufalli í rásini. Þetta snýst allt um lengd vírsins þegar spennan er svona lág, td er ekki gott að hafa 1q vír lengri en 2 metra frá 12v spenni í 35w halogen peru. Ég hef séð 12v lýsingu í lofti þar sem 3 perur eru á sama spenni og spennirinn er hafður í öðrum endanum og engin taug jafn löng í perurnar, þar var þrepaskipt birtustigið á þessum 3 perum.

Frekar að nota sverari víra en maður þarf ef maður er ekki viss og ef maður getur notað relay í húddi þá er það bara betra. Það er ekkert mál að kveikja í bíl með 20 amperum og á miðað við fráganginn sem ég hef séð í gegnum tíðina á sumum jeppum þá kemur mér á óvart hvað er lítið um að það kvikni í.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Ljóskastarar og rely

Postfrá Einar » 10.apr 2010, 20:41

Svona fyrir þá sem sem ekki átta sig á hvað allar þessar tölur þýða þá er hérna svona "alþýðuskýring" á hvað þetta allt þýðir:
Hugsum okkur að vírinn að ljósinu framan á bílnum séu sé umferðargata t.d Miklabrautinn.

Watt (W): Fjöldi þeirra bíla sem komast eftir götunni á t.d. klukkutíma.
Volt (V): Umferðarhraðinn.
Amper (A): Fjöldi bíla sem staddir eru á götunni.
Viðnám (Ω): Skurður sem nær út í götuna og lokar einni akreininni.
Mjór vír: Fáar akreinar, færri bílar komast á ákveðnum tíma t.d. klukkutíma nema hraðinn sé aukinn.
Sver vír: Margar akgreinar, engin áhrif ef fáir bílar eru á götunni (fá Amper) en mikil áhrif ef þeir eru margir. Hægt er að lækka hraðann (V) og fjölga bílum sem komast fyrir á götunni (A) og fá sama fjölda í gegn (W).

Þeim mun meiri umferðarhraði þeim mun færri akreinar eru nauðsynlegar á sama hátt þarf mjórri vír fyrir hærri spennu.
Formúlan er: W=V x A Það þýðir að eftir því sem spennan er hærri þarf færri Amper til að ná sömu orku (Watt) og þess vegna er hægt að nota grennri víra ef spennan er hærri.

100W=12V x 8,33A
100W=14V x 7,14A
100W=24V x 4,17A
100W=120V x 0,83A
100W=220V x 0,45A

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Ljóskastarar og rely

Postfrá Stebbi » 10.apr 2010, 21:31

Þetta verð ég að segja er með betri útskýringum á þessu máli sem ég hef séð.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Ljóskastarar og rely

Postfrá Izan » 11.apr 2010, 16:01

Sælir

Þessi umferðarskýring er skemmtileg en prófiði þá að útskýra fyrir bændum. Þá notar maður kindur í staðin fyrir bíla og hlið fyrir vegi og viðnámið er hversu stórt hliðið er.

Einar er samt að gleyma því að pera sem afkastar 100W á 12 voltum er að afkasta 130W á 14 voltum en ekki 100W, smáatriði en eins og hefur verið tíðrætt hér skiptir hvert og eitt watt mun meira máli í 12V kerfum heldur en t.d. 220V. Peran skilar s.s. 100W við 12V.

Stebbi, þú ert hinsvegar að teygja lopann. Ef þú færð 25q ál heimtaug (svipað og 16q koparheimtaugarnar sem ég fæ) þá liggur hún í dreifikassa sem kallast rafmagnstafla. Hún dreifir orkunni á marga litla notendur og eins og menn vita gerir markt smátt eitt stórt.

Það sem ég talaði um var að legja 4q að einu kastarapari og þá sjá menn hvað það er kauðslegt að tengja saman 4q vír og 1q vír sem stendur út úr perunni. Hinsvegar var ég búinn að reikna í þaula að 4q vírinn væri ekkert mikil yfirstærð og í raun eðlilegt að nota hann þrátt fyrir það hve asnaleg tengingin er.

Ég er að dudda við jeppan minn og lagði nýtt fyrir öll ljós að framan. Til að losna við öll vandamál lagði ég 2,5q víra fyrir hvert ljós s.s. 4 2,5q víra í hvert par bæði + og-. Þá losna ég við að tengja saman annað hvort undir stuðaranum eða taka vírana inn í annað ljósið og þaðan í hitt. Rafkerfið verður inní bíl í kassa undir farþegasætinu. 50 til 60 A öryggi við geymi og 16q vír í kassann. Rofabox keypti ég dýrum dómum hjá Bílasmiðnum í litlum kassa með baklýsingu og litlum díóðum sem gaumljós. Felldi það í miðstöðvar úttakið og er þannig fellt í mælaborðið á fínum stað til að nota. Þetta box getur stjórnað mínusnum svo að ég get valið hvaðan plúsinn kemur inn á releyin. Parki, háu, releyi sem skiptir á milli, bakkljósum, útvarpinu eða rúðuþurrkunum.

Kv Jón Garðar


Höfundur þráðar
ási
Innlegg: 34
Skráður: 20.mar 2010, 23:51
Fullt nafn: Ásgrímur Þór Benjamínsson

Re: Ljóskastarar og rely

Postfrá ási » 18.apr 2010, 13:43

Góðan dag nú er komn niðurstaða í teingingar
En hvar eru allir reinsluboltarnir með sýna þekkingu á ljósavali hvað á að vera með framan á jéppanum.
Gul ljós
Hvít ljós
Blá ljós
Þoka skafrenningur eða hríð.
Mirkur akstursljós bæta ljósmagn í vegköntun og framm fyrir háuljósin.
Þá er ég að tala um verð á ljósum sem flestir ráða við.

kv
ási

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Ljóskastarar og rely

Postfrá HaffiTopp » 18.apr 2010, 14:31

Izan wrote:Sælir.
Málið er nefninlega að rafkerfi bílsins gengur á ca 14 voltum en ekki 12 þegar bíllinn er í gangi.
Kv Jón Garðar

Er það ekki frekar þannig að Alternatorinn hleður tæplega 14 volt inn á geyminn, nánar til tekið 13,8 volt en allt neyslurafmagn er tekið sem 12 útaf geyminum?
Kv. Haffi


Höfundur þráðar
ási
Innlegg: 34
Skráður: 20.mar 2010, 23:51
Fullt nafn: Ásgrímur Þór Benjamínsson

Re: Ljóskastarar og rely

Postfrá ási » 18.apr 2010, 16:14

Góðan dag

Nú er komn niðurstaða í teingingar
En hvar eru allir reinsluboltarnir með sýna þekkingu á ljósavali hvað á að vera með framan á jéppanum.
Gul ljós
Hvít ljós
Blá ljós
Þoka skafrenningur eða hríð.
Mirkur akstursljós bæta ljósmagn í vegköntun og framm fyrir háuljósin.
Þá er ég að tala um verð á ljósum sem flestir ráða við.

kv
ási


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Ljóskastarar og rely

Postfrá Izan » 18.apr 2010, 22:20

Sælinú.

Haffi. Alltaf sama spenna í hliðtengingu. Finndu þér spennumæli og mældu spennuna á kerrutenglinum. Hún ætti að vera nákvæmlega sú sama og altarnetorinn skilar.

Litir á ljósum, já sæll, ætli það séu til meiri trúabrögð. Ég hef talað við nokkra alvana jeppamenn um þetta og fengið nákvæmlega jafnmörg svör. Einn sagði að best væri að vera með hvíta kastara bara nógu sterka og helst með svolítið ákveðnum pungti. Þannig er möguleiki á að sjá yfir hvað þú keyrir í snjóblindu. Næsti sagði sterkar rallygold perur í gulum kösturum. Gula birtan brýtur upp landslagið og þú sérð til. Þriðji sagði HID ljós því að þau eru sterkust og birtan kemst til jarðar. Málið er að trúlega hafa þeir allir rétt fyrir sér. Ég nota pínulítið bláleit ljós 100W perur og það virkar ágætlega sem akstursljós og í hríð en gera ekkert mikið í heiðblindu.

2 mögulleikar, fá sér gommu af kastarapörum og setja allar gerðir af perum og glerjum eða hugsa sig um að munurinn er ekki svo mikill að það borgi sig.

Hugmyndirnar mínar eru reyndar að bæta við gulum þokuljósum svona ekta sem lýsa bara upp línu og láta það duga. Eitt af því sem ég reyndar gerði er að setja lélega pungtkastara sem vinnuljós og læt þau lýsa upp svæðið beggja megin við bílinn. Stundum virkar þetta í svartri þoku þannig að maður sér útlínur vegarins.

Kv Jón Garðar

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Ljóskastarar og rely

Postfrá Stebbi » 19.apr 2010, 07:49

En hvar eru allir reinsluboltarnir með sýna þekkingu á ljósavali hvað á að vera með framan á jéppanum.
Gul ljós
Hvít ljós
Blá ljós


Umræðan um Halogen eða HID er á villigötum þegar kemur að lit ljósa, það er hægt að fá HID og Halogen frá 2700K° uppí 3800-4000K°en ef maður ætlar upp fyrir það sem þjónar frekar litlum tilgangi þá er bara HID sem kemur til greina. Aftur á móti eru HID ljós algjörlega málið ef þig langar í sterkar perur sem breyta nótt í dag og þá fara í 55w eða nýju 70w kittin og lit á milli 3200K°og 5200K°. Allur litur fyrir ofan 6000K°í Xenon ljósum er komin á það háa tíðni að það er hætt að nýtast augum mannsins að einhverju gagni og þeimur hærra sem farið er þarf fleiri wött til að ná nýtilegu ljósi þar sem við sjáum bara hluta þess sem peran gefur af sér. Tala nú ekki um þessi 16000K°kit sem hondusnáðarnir eru sólgnir í, liggur við að það þurfi að keyra með nætursjónauka til að sjá eitthvað.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

stjani39
Innlegg: 65
Skráður: 12.des 2011, 13:23
Fullt nafn: Kristján Guðmundsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: Ljóskastarar og rely

Postfrá stjani39 » 03.des 2012, 00:38

Auka ljós ég er að gera smá tilraun með led kastara á bílnum hjá mér og það verður spennandi að sjá hvernig það virkar
þetta eru 220v inná spennir sem skilar akkurat 12 V en þá er ekkert mál að stýra þeim ég get valið um nokkur mismunandi birtustig og liti það verður gaman að sjá hvernig þetta virkar þegar keirt verður í miklu kófi
einnig er ég méð led leitarljós Marine útfærslu og verður líka gaman að sjá hvernig þetta virkar
en er mikið á sjó og hef ekki fengið tækifæri til að prófa enþá en pósta inn hérna þegar ég er búin að því
Musso, 1998, 3.0L OM 606 TD, 35", 12000 punda spil.
Stjáni


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 36 gestir