Síða 1 af 1

olíuverk tjúningar

Posted: 28.okt 2011, 15:21
frá sigurdurk
Sæl, hvernig hafa menn farið að því að skrúfa upp í olíuverkum eins og eru á rocky TD ? og hilux turbo þeas. olíuverk með membruni ofaná,
ég lenti í því með gamla olíuverkið að það fór í rugl þegar ég skrúfaði upp í magnskrúfuni
hann byrjaði að gefa í niður brekkur um leið og hann fór yfir cs 2000 snúninga og félagi minn lenti einnig í þessu með turbo hilux sem að hann skrúfaði upp magnskrúfuna,
hvernig er best að snúa sér í þessu ?

Re: olíuverk tjúningar

Posted: 28.okt 2011, 20:59
frá sigurdurk
enginn með neitt? og kanski skýringu á afhverju olíuverkin fóru svona á því að skrúfa í þeim?

Re: olíuverk tjúningar

Posted: 28.okt 2011, 21:40
frá Sævar Örn
Hvað skrúfaðirðu langt inn?

Þegar verið er að skrúfa inn olíuskrúfur og reykskrúfur er ætlast til að menn skrúfi aldrei meira en 1/16 úr hring í hvert skipti milli prufuaksturs, með vélina heita og tilbúinn að kæfa vélina ef hún fer að ganga undir sjálfri sér vegna þess að verkið flýtir sér of mikið sjálfkrafa

Re: olíuverk tjúningar

Posted: 28.okt 2011, 23:28
frá sigurdurk
það var bara eitthvað pínulítið og ég setti það á nákvæmlega sama stað og það var á orginal eftir þetta og samt lét það svona, en hvaða reykskrúfu ertu að tala um ég átti bara við olíumagnskrúfuna.

Re: olíuverk tjúningar

Posted: 29.okt 2011, 09:16
frá Sævar Örn
Á öllum þeim olíuverkum sem ég hef eitthvað átt við, að vísu flest amerísk eru alltaf 2 innsiglaðar skrúfur, olíuþrýstingur og olíumagn, oft kallað smoke screw og power screw

Þumalputtaregla er að færa olíuþrýstiskrúfuna 1/16 og magnskrúfuna 2/16 í hvert skipti, til þess að eiga ekki í hættu að skemma dísurnar í spíssunum, nú er ég enginn sérfræðingur í þessum málum en hef gert þetta td á Cummins diesel með ágætum árangri, þá skipti ég reyndar líka um olíupinna í verkinu og setti stærri með lengra flæði og stífari governor til að leyfa meiri snúning á vélina.

Re: olíuverk tjúningar

Posted: 29.okt 2011, 21:42
frá sigurdurk
jæjja endaði með að taka séensin og skrúfa allt í botn, virkar fínt núna :D