Síða 1 af 1

Kerru stolið!!

Posted: 27.okt 2011, 15:22
frá Klemmi
Sælir félagar.

Síðustu nótt eða seint í gærkvöld var stolið frá mér yfirbyggðri farangurskerru þaðan sem hún stóð í Kaplahrauni í Hafnarfirði. Kerran er grá að lit og var upphaflega smíðuð sem vélsleðakerra. Afturendanum hefur verið breytt og er hann úr áli með hurð á miðjunni. Kerran er á 38" Parnelly Jones dekkjum og með svört Parlok blastbretti. Kerran er rúmir 3 metrar að lengd.
Ef þig hafið séð kerruna eða hafið einhverjar upplýsingar um hver tók hana þá þætti mér vænt um að þið hefðuð samband í síma 6993413. Kerrunnar er sárt saknað.

Kær kveðja,
Klemmi.

Re: Kerru stolið!!

Posted: 28.okt 2011, 00:59
frá Klemmi
Kerran fundin eftir ábendingar á facebook.

Re: Kerru stolið!!

Posted: 28.okt 2011, 03:39
frá Oskar K
þekkt trússkerra hér á ferð, gott að hún fannst

Re: Kerru stolið!!

Posted: 28.okt 2011, 08:42
frá Freyr
Það er tvennt sem mér og sjálfsagt mörgum öðrum þykir áhugavert að vita:
-Hvar fanst kerran?
-Er vitað hver stal henni?

Ánægjulegt að sjá hvað það gekk hratt fyrir sig að endurheimta hana, er hún óskemmd?

Kv. Freyr

Re: Kerru stolið!!

Posted: 16.nóv 2011, 23:32
frá Klemmi
Fyrirgefið hvað ég svara þessu seint. Kerran var skilin eftir á almenningsstæði í Efstalandi. Sást til ferða bíls með hana í eftirdragi en náðist ekki í númerið. Grár Musso en veit ekki meira.
Kerran er algerlega óskemmd.

Kveðja,
Klemmi.

Re: Kerru stolið!!

Posted: 16.nóv 2011, 23:47
frá Freyr
Gott að það varð ekkert tjón en verst að það náðist ekki númerið á þjófinum.....

Re: Kerru stolið!!

Posted: 17.nóv 2011, 00:36
frá Hfsd037
Klemmi wrote:Fyrirgefið hvað ég svara þessu seint. Kerran var skilin eftir á almenningsstæði í Efstalandi. Sást til ferða bíls með hana í eftirdragi en náðist ekki í númerið. Grár Musso en veit ekki meira.
Kerran er algerlega óskemmd.

Kveðja,
Klemmi.


ég sá 2 musso og einn sendil keyra frá krýsuvík kl 4 að nóttu til fyrir ca 3 vikum síðan, þeir voru ansi flóttalegir að sjá þegar ég keyrði nálægt þeim

annar mussoinn var vínrauður og hinn var grár og númerslaus að framan