Síða 1 af 1

afhverju eru hjólbogar á jeppagrindum

Posted: 24.okt 2011, 13:24
frá gaz69m
er sífellt að skoða spá og spuglera og spurning dagsins er afhverju eru hafðir hjólbogar á jeppa grindum er hægt og í lagi að gera grind sem er í raun alveg bein eingir hjólbogar
og ekkert vesen, sá svona jeppa á netinu og hann kemur orginal svona frá verksmiðjunum. reyndar bíll framleidur í rúmeníu uppúr 1960 . en það er sama er það eithvað sem tapast eða ávinst við að hafa grindina beina ,

Re: afhverju eru hjólbogar á jeppagrindum

Posted: 24.okt 2011, 14:29
frá gaz69m
hmm er eithvað meirilíkur á að bíll með hjólbogalausri grind brotni undir álagi en grind með hjólboga

Re: afhverju eru hjólbogar á jeppagrindum

Posted: 24.okt 2011, 15:15
frá ivar
Eru menn ekki almennt bara að ná sér í pláss til að fjaðra?
Ef það er ekki issue held ég að grindin geti bara verið bein, en ég er s.s. ekkert búinn að leggjast yfir þetta og reikna

Re: afhverju eru hjólbogar á jeppagrindum

Posted: 24.okt 2011, 18:21
frá Sævar Örn
Vörubílagrindur eru yfirleitt beinar, þetta er bara spurning um að klessa grindinni eins nálægt boddíinu og hægt er til að spara pláss og auka fjöðrunargetu án þess að hafa bílinn allt of háann

Re: afhverju eru hjólbogar á jeppagrindum

Posted: 24.okt 2011, 18:23
frá juddi
Þetta snýst bara um pláss fyrir hásingu til að fjaðra td er Ýktur smíðaður á beina heimasmíðaða grind

Re: afhverju eru hjólbogar á jeppagrindum

Posted: 24.okt 2011, 18:26
frá ofursuzuki
Þetta er klárlega gert til að fá meira pláss fyrir fjöðrun en það getur svo verið að það
sé líka einhver önnur ástæða. Held ég fari rétt með að Volvo Lapplander sé með beina grind og
einnig elstu Unimog bílarnir, man ekki eftir öðrum í augnablikinu en það eru eflaust einhverjir fleiri.

Re: afhverju eru hjólbogar á jeppagrindum

Posted: 24.okt 2011, 18:36
frá Sævar Örn
og allir þekkjast þessir bein-a-grindar bílar á því að vera talsvert háir

Re: afhverju eru hjólbogar á jeppagrindum

Posted: 24.okt 2011, 19:07
frá Raggi B.
ofursuzuki wrote:Þetta er klárlega gert til að fá meira pláss fyrir fjöðrun en það getur svo verið að það
sé líka einhver önnur ástæða. Held ég fari rétt með að Volvo Lapplander sé með beina grind og
einnig elstu Unimog bílarnir, man ekki eftir öðrum í augnablikinu en það eru eflaust einhverjir fleiri.


Jú lappinn var með beina grind :

http://www.zztosh.de/volvo.html

Re: afhverju eru hjólbogar á jeppagrindum

Posted: 24.okt 2011, 20:51
frá Stebbi
juddi wrote:Þetta snýst bara um pláss fyrir hásingu til að fjaðra td er Ýktur smíðaður á beina heimasmíðaða grind


Þetta snýst líka um það að lækka boddýið til að gera mannlegra aðgengi og halda gólfinu fyrir neðan sæti.

Re: afhverju eru hjólbogar á jeppagrindum

Posted: 25.okt 2011, 00:04
frá DABBI SIG
...og þá væntanlega um leið að halda þyngdarpunkt neðarlega...