Nýliði með valkvíða.


Höfundur þráðar
Bessi
Innlegg: 29
Skráður: 08.mar 2010, 09:08
Fullt nafn: Þráinn Bessi Gunnarsson

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá Bessi » 01.apr 2010, 15:31

Sælir þetta er óðum að þrengjast hehe.Þetta er að verða skemmtilegasti þráður,takk Ofsi ég trúi þessu alveg eins og nýju neti.Er 3l mótorinn í Pattanum eitthvað endingarbetri en 2,8 og er gírkassinn eitthvað öflugri í 3l? Bara smá forvitni. Og Hrólfur þetta er/var cj5´68 v6 Dauntless 80´s beittur,eitthverstaðar er til gömul mynd aldrei að vita með það.


Kveðja Bessi Gunnarsson


oddur
Innlegg: 80
Skráður: 19.feb 2010, 10:47
Fullt nafn: Oddur Grétarsson

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá oddur » 01.apr 2010, 16:52

Ofsi , þú hefur varla átt 80 cruiser fyrst að þú segir að þeir séu ekki eyðslugrannir. Átti bensín Hilux áður og Cruiserinn er að eyða jafnmikið , milli 13 - 16 l/100 km. En rétt þeir eru dýrir.


Ofsi
Innlegg: 278
Skráður: 31.jan 2010, 22:32
Fullt nafn: Jón Garðar Snæland

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá Ofsi » 01.apr 2010, 17:02

Hef ekki átt Cruser Oddur, ég er alltaf svo blankur. En mér finnst þeir bara eyða svo miklum tíma við dælurnar . En 13-16 l er slatti í samhenginu við það að V8 jeppinn minn er með þetta 16-17l . 16.3 l innanbæjar samkvæmt síðustu mælingu á 4.7l vélinni. að vísu er ég farinn að keyra einsog gömul kona eftir kreppuna
En ég kemst að þessu þegar ég hef efni á því að kaupa Krílið af honu Gústa. Sem er auðvita sá lang flottasti

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá jeepcj7 » 01.apr 2010, 18:58

Endilega mynd ef hún er til af svona alvöru tuxedo park þetta var alveg rjóminn hérna í denn.: )
Þætti nú enn í dag nokkuð gott að vera með orginal 160 hö í jeppa sem rétt losar tonnið.
Heilagur Henry rúlar öllu.


Stjáni Blái
Innlegg: 357
Skráður: 04.feb 2010, 08:36
Fullt nafn: Kristján Stefánsson

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá Stjáni Blái » 01.apr 2010, 19:04

Þessi listun hjá þér Ofsi er algjör snilld.
Og ekki ætla ég að rengja þessa lýsingu um Willis-inn :-)

User avatar

joisnaer
Innlegg: 482
Skráður: 03.feb 2010, 16:03
Fullt nafn: Jóhann Snær Arnaldsson

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá joisnaer » 02.apr 2010, 01:52

ég mæli alveg eindregið með toyotu (hilux, 4runner, cruiser, tacomu) gott að gera við, endist og gott að ná í varahluti.
ég er samt alveg dollfallinn land rover aðdáandi svo ég mæli líka með þeim.

en þetta er bara smekksatriði, strax og þú finnur þér einhvern jeppa þá ertu bara sáttur.

en þetta er góður listi hjá þér ofsi. ég skellti uppúr nokkrum sinnum :)
Land Rover Defender tdi300 næstum 44" breyttur

User avatar

Ingaling
Innlegg: 124
Skráður: 01.feb 2010, 18:45
Fullt nafn: Ingi Björnsson
Bíltegund: Toyota LC90
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá Ingaling » 03.apr 2010, 21:30

Núna skoraðir þú nú nokkra punkta hjá mér, Jón G Snæland. Snildar pistill.
Toyota LC90 VX. 32"
Jeppi er ekki jeppi nema á honum standi Jeep..!


Höfundur þráðar
Bessi
Innlegg: 29
Skráður: 08.mar 2010, 09:08
Fullt nafn: Þráinn Bessi Gunnarsson

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá Bessi » 03.apr 2010, 22:27

Já þetta er ekkert leiðinleg lesning hjá honum,hann minntist ekkert á Pajero eða Musso.Ætli þeir séu í snýtuklúta hópnum?
Kveðja Bessi Gunnarsson


maxi
Innlegg: 88
Skráður: 23.mar 2010, 12:03
Fullt nafn: Magnús Pálmarsson
Bíltegund: 2007 Navigator

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá maxi » 04.apr 2010, 09:35

Já, ég er forvitinn á skoðun manna á Pajero. Þó að 38" breyting á þeim sé lítið annað en að skera brettin af þeim og aflið ekki nema 100 hestar eða 100 og kvart..........eru þetta ekki ágætis bílar til að byrja á, frekar léttir (rétt rúm 2 ton), rúmgóðir, eyða litlu...nóg til af varahlutum? Nú svo má ekki gleyma innbyggða áttavitanum...................

Reka þessir bílar alltaf lestina?

Maxi


maxi
Innlegg: 88
Skráður: 23.mar 2010, 12:03
Fullt nafn: Magnús Pálmarsson
Bíltegund: 2007 Navigator

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá maxi » 04.apr 2010, 11:00

...svo ég taki þetta aðeins lengra þá er annar jeppi sem mér finnst áhugaverður kostur og þætti líka gaman að heyra álit manna á.....en þar er LR Disco....er hannn ekki alvöru....

http://www.blyfotur.is/viewtopic.php?t= ... c344198a4d

M


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá Izan » 04.apr 2010, 11:30

Sælir

Ég er hrifinn af lesefninu hans nafna en mér finnst eitt athugavert við hann. Það fá allir jepparnir of háa einkunn, nema kannski 80 krúserinn, hann á kannski skilið að fá einn af fimm.

Þessi ágæti nýliði er með þessari einföldu spurningu búinn að finna hjartað í íslenskri jeppamenningu og er að velta nákvæmlega sama hlut fyrir sér og þeir sem hafa staði í þessu í áratugi.

Mín ráðlegging er sú að ef þú ert að leita að bíl undir milljón skiptir tegundin litlu sem engu máli. Byrjaðu á að átta þig á hversu mikið breyttan bíl þú vilt og hugsaðu þannig að mikið breyttur bíll þarf framhásingu, meðaljeppi getur notað klafa og smájeppi getur haft ótrúlega marga kosti á við mikið breyttan jeppa en aldrei alla og öfugt. Dekkkjastærð er ekki höfuðatriði þarna, mikiðbreyttur 38" jeppi er allt annað en meðaljeppi á 38" og smájeppi á 35" dekkjum er býsna mikið breyttur jeppi.

Næst er það að því meira sem jepparnir eru breytti = því meira viðhald. Þarf ekki endilega að kosta mikið af peningum en þeim mun meiri tíma og pælingum. Þetta er stór hluti af stemningunni, leysa vandamálin á einfaldari, ódýrari og betri hátt en náunginn.

Athugaðu hvað fylgir jeppanum. Skyldubúnaður jeppans er sjúkrapúði, slökkvitæki, GPS, VHF, spotti, skófla og loftdæla. Allt kostar þetta pening og ef þetta fylgir getur þú verið að gera betri kaup. Læsingar eru dýrar, milligírar fokdýrir o.s.frv. Einfaldir hlutir eins og ljóskastarar kosta augun úr, það er bara þannig.

Athugaðu fyrst grindina. Haugriðguð grind er ónýt og ekkert hægt að eiga við hana. Riðbætur á grind eru ekki fyrir hvern sem er og ekkert spaug að eiga við. Næst er að kíkja í smurbækurnar. Ef hvergi kemur fram að drif, millikassi, gírkassi hafi fengið nýja olíu af og til er það trúlega rétt og búnaðurinn er við það að hrynja. Það er ótrúlega algengt vandamál að smurstöðvar þefi af olíum á kössum í áratugi. Ég á jeppa sem millikassinn var eyðilagður nákvæmlega svona. Hann var ekinn 170.000 km á sömu olíunni.

Það er viðhald á öllum jeppum og mér hefur reynst best að sinna því áður en illa fer. S.s. reynt að vera búinn að skipta um framhjólalegurnar áður en þær fara o.s.frv. því að á svona bílum skemmist hratt út frá smábileríi. Síðan er bara að velja bíl sem er við þitt hæfi að gera við. Gömlu ameríkutryllitækin eru þeim kostum gædd að það er ódýrt að kaupa varahluti, gömlu hrísgrjónadollurnar eru mun dýrari og ef eitthvað bilar í nýjum jeppa er varla fyrir launþega að fá það viðgert. Þá eru eldsneytissparnaðatölvubúnaðurinn orðinn hrikalega kostnaðarsamur. Einn velur sér að kaupa ódýrann bíl sem eyðir, annar kaupir dýran bíl sem sparar olíu og tekur sénsinn á að ekket bili, málið er í hvað þú vilt að peningarnir þínir fara.

Kv Jón Garðar Helgason

User avatar

ofursuzuki
Innlegg: 270
Skráður: 31.jan 2010, 15:47
Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
Staðsetning: Skagaströnd
Hafa samband:

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá ofursuzuki » 04.apr 2010, 12:41

Sæll Bessi, mér sýnist á þessari upptalningu að ég verði bara að selja þér Súkkuna þegar ég verð búinn að klára hana (hvenær sem það verður nú). Léttur, drífur andskotanum meira, bilar næstum aldrei (örugglega ennþá minna þegar komið er Toyotudót í hann), sterkur, það er fullt af böðlum búið að eiga þennan bíl og hann er enn á meðal oss, kraftur og eyðsla eru afstæð hugtök og skipta ekki máli þegar þú stingur alla hina af hvort sem er. Það er bara eitt sem Súkka hefur ekki mikið af og það er pláss og ef hún væri föl yrði það langt langt undir miljóninni ;-)
Súkkukveðjur
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur

User avatar

SiggiHall
Innlegg: 93
Skráður: 01.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Sigurður Sverrir Ólafur Hallgrímsso

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá SiggiHall » 05.apr 2010, 06:46

Ég er nokkuð viss um að Bessi passar ekki í súkku

User avatar

ofursuzuki
Innlegg: 270
Skráður: 31.jan 2010, 15:47
Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
Staðsetning: Skagaströnd
Hafa samband:

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá ofursuzuki » 05.apr 2010, 10:59

Nei enda sagði ég að það vantaði plássið, það er annaðhvort að minnka Bessa eða stækka bílinn og hvorugt er framkvæmanlegt af nokkru viti. Hann myndi passa betur í Ford :-)
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur


Premium
Innlegg: 9
Skráður: 08.apr 2010, 10:13
Fullt nafn: Sighvatur Fannar Nathanaelsson

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá Premium » 08.apr 2010, 10:36

Sælir allir.

Ég er í svipuðum pælingum og Bessi og Magnús og frekar en að stofna nýjan þráð leyfi ég mér að blanda mér inn í þessa umræðu. Vona að það sé í lagi.

Ég er með ansi fastmótaðar hugmyndir um hvað ég vil fá út úr jeppa. Ég vil hafa hann 38", fimm dyra, pallbíll kæmi ekki til greina né heldur Willys eða slíkt þar sem bíllinn yrði daily driver og fjölskyldubíllinn, þ.e. eini bíll heimilisins. Diesel skal það vera, sjálfskiptur helst og ekki myndi cruise-control skemma fyrir þó svo að það sé ekki skilyrði.
S.s. fjölskyldubíll sem hægt væri að fara á á fjöll og jökla og almenn ferðalög til að vinda ofan af sér og sínum.

Þeir sem virðast helst koma til greina eru Patrol (ca. 2000 módel +) og Land Cruiser. Hér að ofan var fjallað á stórskemmtilegan hátt um eldri Patta og kosti hans og galla en hvergi minnst á nýrri Pattana. Væri einhver fróður um þá til í að koma með ámóta lýsingu um kosti þeirra og galla, hvað ber að varast o.s.f.v. Og sömuleiðis um Cruiserana, ég er helst að horfa til 90 Cruisers. Og hvað í ósköpunum útskýrir þennan ofboðslega verðmun á þessum þó nokkuð sambærilegu bílum?


Defender
Innlegg: 18
Skráður: 03.feb 2010, 13:21
Fullt nafn: Sigtryggur Klemensson

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá Defender » 08.apr 2010, 13:10

Það sem útskýrir þennan ofboðslega verðmun er að einhverra hluta vegna eru íslendingar tilbúnir að borga miklu hærra verð fyrir bíla sem eru með Toyota merkið á húddinu, sé samt ekki að toyoturnar hafi neitt framyfir aðra bíla nema kannski gott umboð.


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá Izan » 11.apr 2010, 16:11

Sæll

Ég á gamla pattan og hef ekki kynnst þeim nýja að gagni en....

Mér hefur fundist menn tiltölulega hrifnir af T6 s.s. 2,8 bílnum enda eru það sömu vélar og voru í gamla nema olíuverkinu er stjórnað með tölvu í þeim nýrri. Tölvubúnaðurinn er að skila sér í minnkandi eldsneytisnotkun en á það til að bila. Bílarnir eru á sömu grind að mestu leyti en sá nýrri er allur mun glæsilegri hljóðlátari og smekklegri. 3 l. vélin er ekki eins vinsæl. Hún hefur ekki reynst nærri eins vel og sú eldri er máttlausari og endist verr. Þá spyr maður hvort Patrolinn hafi mátt við þeirri þróun. Hinsvegar finnst mér eins og Nissan gamli hafi girt fyrir gírkassavandann í þessum bíl. Eins fannst honum nauðsynlegt að stækka risastór nær óbrjótanleg drifin á milli árgerða og eru 9,5" drifin orðin 9,5 að framan og 10 eða 10,5 að aftan. Það er breyting sem enginn verður var við.

Kv Jón Garðar

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá Stebbi » 11.apr 2010, 16:42

maxi wrote:Já, ég er forvitinn á skoðun manna á Pajero. Þó að 38" breyting á þeim sé lítið annað en að skera brettin af þeim og aflið ekki nema 100 hestar eða 100 og kvart..........eru þetta ekki ágætis bílar til að byrja á, frekar léttir (rétt rúm 2 ton), rúmgóðir, eyða litlu...nóg til af varahlutum? Nú svo má ekki gleyma innbyggða áttavitanum...................

Reka þessir bílar alltaf lestina?

Maxi



Helsta vandamálið með Pajero er að finna sér jafnoka til að ferðast með, þegar maður er fastur í skafli þá komast krúserarnir ekki einusinni til að sækja mann. Maður verður að treysta á sjálfan sig eða vorið til að losna. :)
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Doror
Innlegg: 323
Skráður: 10.apr 2010, 23:02
Fullt nafn: Davíð Örn Svavarsson

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá Doror » 17.mar 2011, 18:19

Varð bara að bumpa þessum frábæra þráð þar sem ég þurfti að sækja hann á síðu 13. Þetta ætti að vera sticky.
Davíð Örn

User avatar

ofursuzuki
Innlegg: 270
Skráður: 31.jan 2010, 15:47
Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
Staðsetning: Skagaströnd
Hafa samband:

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá ofursuzuki » 18.mar 2011, 22:35

Jæja Bessi minn, nú er að verða komið ár síðan þú startaðir þessum þræði og spurningin er þessi, er eitthvað að
gerast hjá þér í þessum málum eða ertu bara hættur að pæla í þessu, væri nú ekki hissa þó að svo væri enda ekki að verða fyrir meðalmanninn að reka bíl í dag hvað þá breyttan jeppa.
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur


Trudurinn
Innlegg: 98
Skráður: 16.nóv 2010, 10:20
Fullt nafn: Gunnar Gunnarsson

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá Trudurinn » 19.mar 2011, 13:25

Er ekki framhald? af fleiri jeppa tegundum, þetta er snild og fær hvern mann til að brosa.
Ofsi meiri sögur.

Kv Gunni Gunn


Offari
Innlegg: 200
Skráður: 16.des 2010, 12:06
Fullt nafn: Starri Hjartarson

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá Offari » 19.mar 2011, 15:18

Það var margt til í því sem Ofsi sagði. :) Það hafa alli bílar sína kosti og galla og það verður bara að meta hvaða bílar hafa fleiri kosta en galla. Ég tel að hagkvæmustu kaupin séu í gömlum patrol en þá þarftu að sætta þig við aflleysið og að eiga það á hættu að þurfa að skipta um hedd á 200 þúsund kílómetra fresti.

Ég tel þá galla smávægilega miðað við galla í öðrum bílum þótt aðgerðin kosti jafnvel bílverðið þá er það sjaldgæft að menn eig bíla svo lengi að þetta gerist oftar en einu sinni hjá hverjum bíleiganda. (Hef reyndar heyrt af nokkrum patrolum eknum 3-400 þús ennþá með upprunalegt hedd þannig að reglan er ekki algild)

Landcruser er líka sterkur bíll en verðmunurinn á milli Patrols og Crusers ætti allveg að þola nokkur heddskipti. Cherokie er léttur og aflmikill en viðhaldið meira. Toyota picupinn kom vel út fyrir utan það að yfirleitt var fljótlegra að labba upp brekurnar en að fara akandu upp þær. Svo er nátturlega til fullt af klafabílum sem ég tel ekki æskilega til breytinga.

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá Einar » 19.mar 2011, 18:20

Varðandi þessar Patrol dósir (sem eru örugglega ágætir þó þeir séu ekki Jeep) af hverju eru menn að eltast við þessar handónýtu (hvort sem þær ganga eða ekki) vélardruslur, af hverju eru menn ekki duglegri að setja einhverjar almennilegar vélar í þetta þó að það standi ekki endilega Nissan á þeim? Ryðgar þetta og hverfur ofan í jörðina ef það eru ekki orginal vélar í þeim? Nógu sterkt virðist kramið vera til að þola almennilegar vélar.
Ég er handviss um að fyrir þær upphæðir sem maður hefur heyrt að menn séu að eyða í uppgerðir á þessu dóti má setja Chevy Small Block eða Ford Winstor ofaní og kaupa margra ára byrgðir af bensíni með. Ef menn vilja endilega diesel þá eru til fullt af góðum vélum sem má nota.
Ég bara skil ekki þennan eltingarleik við ónýtt dót sem virkar ekki einu sinni þegar það er nýtt.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá jeepson » 19.mar 2011, 18:33

Maður setur ekki chevy ofan í neitt. Það er bara eyðilegging. en auðvitað má kanski deila um þessar 2,8 vélar. Þær eru vissulega of litlar í stóra og þunga trukka. Og skil ég ekki afhverju þessir bílar koma ekki bara með 4,2TD vélum. eins og þeir gera í ástralíu t.d
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá Stebbi » 19.mar 2011, 20:36

jeepson wrote:Maður setur ekki chevy ofan í neitt. Það er bara eyðilegging. en auðvitað má kanski deila um þessar 2,8 vélar. Þær eru vissulega of litlar í stóra og þunga trukka. Og skil ég ekki afhverju þessir bílar koma ekki bara með 4,2TD vélum. eins og þeir gera í ástralíu t.d


Þegar Patrol á í hlut þá á maður ekkert efni á því að fara í einhvern tegundaríg með vélar. Allt er betra en það sem er í húddinu á þeim þegar þeir eru seldir nýjir.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


G,J.
Innlegg: 91
Skráður: 20.feb 2011, 13:51
Fullt nafn: Guðmann Jónasson
Staðsetning: Blönduós

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá G,J. » 19.mar 2011, 21:32

Einar wrote:Varðandi þessar Patrol dósir (sem eru örugglega ágætir þó þeir séu ekki Jeep) af hverju eru menn að eltast við þessar handónýtu (hvort sem þær ganga eða ekki) vélardruslur, af hverju eru menn ekki duglegri að setja einhverjar almennilegar vélar í þetta þó að það standi ekki endilega Nissan á þeim? Ryðgar þetta og hverfur ofan í jörðina ef það eru ekki orginal vélar í þeim? Nógu sterkt virðist kramið vera til að þola almennilegar vélar.
Ég er handviss um að fyrir þær upphæðir sem maður hefur heyrt að menn séu að eyða í uppgerðir á þessu dóti má setja Chevy Small Block eða Ford Winstor ofaní og kaupa margra ára byrgðir af bensíni með. Ef menn vilja endilega diesel þá eru til fullt af góðum vélum sem má nota.
Ég bara skil ekki þennan eltingarleik við ónýtt dót sem virkar ekki einu sinni þegar það er nýtt.


Ég hef stundum velt fyrir mér afhverju menn séu ekki að nota Benz dísilvélar í meiri mæli en virðist vera,
nú er t.d.5 cyl vélin í Sprinternum nokkuð góð :)

Kv.Guðmann
Toyota Hilux DC 89. 36"
Grand Cherokee 94. 38"
Daewoo Musso 98. 35"
Segway i2


arni hilux
Innlegg: 462
Skráður: 22.okt 2010, 20:38
Fullt nafn: Árni Páll Jóhannesson

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá arni hilux » 19.mar 2011, 21:39

hilux og málið dautt;) en þú ert nú kanski búinn að áhveða þig en mér var bent á luxan því maður væri laus við allt vese eða þar að segja að skipta um legur og flest allt viðhald og ég fjárfesti mér í einum luxa og það er búið að sanna að ég hef ekki þurft að sinna miklu við haldi á honum
BMW e36 325i (í uppgerð)
Mitsubishi lancer 91 (í notkun)
Mitsubishi lancer evo9 (seldur)
Mitsubishi lancer stadion (seldur)
chrysler sebring (seldur)
(BRUSSAN) toyota hilux 2,4 bensin (seldur)
golf 1,4 (seldur)
subaru impreza gl (seldur)


Höfundur þráðar
Bessi
Innlegg: 29
Skráður: 08.mar 2010, 09:08
Fullt nafn: Þráinn Bessi Gunnarsson

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá Bessi » 19.mar 2011, 22:36

ofursuzuki wrote:Jæja Bessi minn, nú er að verða komið ár síðan þú startaðir þessum þræði og spurningin er þessi, er eitthvað að
gerast hjá þér í þessum málum eða ertu bara hættur að pæla í þessu, væri nú ekki hissa þó að svo væri enda ekki að verða fyrir meðalmanninn að reka bíl í dag hvað þá breyttan jeppa.


Sæll BIÓ ég bíð bara eftir því að Ofsi klári upptalninguna svo að maður geti farið að gera eitthvað.Djók,þessi þráður hefur öðlast eigið líf og nýtist fleirum í svipuðum hugleiðingum.
Það sem er að gerast í augnablikinu er að stækka fjölskildu bílinn og leiktækið kemur seinna:)Maður losnar ekki svo auðveldlega við jeppa áhugann þótt eldsneitis verðið sé kannski í hærra lagi.Þannig að ætli ég skoði ekki gömlu ljótu bíla deildina þegar að því kemur og sjái hvað er í boði.
Kveðja Bessi Gunnarsson

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá -Hjalti- » 20.mar 2011, 00:47

Bessi wrote:
ofursuzuki wrote:Jæja Bessi minn, nú er að verða komið ár síðan þú startaðir þessum þræði og spurningin er þessi, er eitthvað að
gerast hjá þér í þessum málum eða ertu bara hættur að pæla í þessu, væri nú ekki hissa þó að svo væri enda ekki að verða fyrir meðalmanninn að reka bíl í dag hvað þá breyttan jeppa.


Sæll BIÓ ég bíð bara eftir því að Ofsi klári upptalninguna svo að maður geti farið að gera eitthvað.Djók,þessi þráður hefur öðlast eigið líf og nýtist fleirum í svipuðum hugleiðingum.
Það sem er að gerast í augnablikinu er að stækka fjölskildu bílinn og leiktækið kemur seinna:)Maður losnar ekki svo auðveldlega við jeppa áhugann þótt eldsneitis verðið sé kannski í hærra lagi.Þannig að ætli ég skoði ekki gömlu ljótu bíla deildina þegar að því kemur og sjái hvað er í boði.


fáðu þér 4runner.. þá getur sameinað tvo hluti. Semsagt að stækka fjölskildubílinn og kaupa þér leiktæki því að auk þess að þeir eru lang bestu jepparnir og bilanaminstu þá er 4runnerinn er nátturulega lang fallegasti jeppinn ,
það nennir engin að aka um á boxi eins og patrol eða Pajero og þannig mjög lengi.. og efast stórlega að konan þín samþykki það :D
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá jeepson » 20.mar 2011, 11:29

ja mundu bara að grindin í 4runner er ekkert sérlega góð. Annars flottir bílar. en ég vel þá patrolin framyfir þar sem að hann er en stærri fjölskyldu jeppi :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Grímur Gísla
Innlegg: 233
Skráður: 22.mar 2010, 20:52
Fullt nafn: Hallgrimur Hrafn Gíslason
Bíltegund: Mussó, VW , MMC
Staðsetning: Fellabær

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá Grímur Gísla » 20.mar 2011, 13:34

Fáðu þér Mússó, þeir eru á góðu verði, vélin er endingargóð, þegar búið er að skifta um heddpakningu sú kóreska virðist ekki endast nema rúma 120 þúsund, eyðslan er ásættanleg, diesel, rafkerfið gerur verið að stríða aðalega í sambandi við þjófavörn og samlæsingar. Þú getur lagt niður framsætabökin og bakið á aftursætinu aftur og gert fleti til að sofa á sem nær frá stýri og aftur fyrir afturhjól og verið samt með gott dótapláss aftan við. Vélin étur olíu, steinolíu, matarolíu og biodiesel.
Varahlutaverð er gott hjá umboði og ég hef fengið allt sem ég hef þurft í umboðinu. Mússóinn er mjög mjúkur á fjöðrun ef ekki er búið að skrúfa of mikið fjöðrunina upp að framann, þá verður hann hastur og stífur að framann. Málið er bara að prufukeyra allt sem þér lýst á með opnum hug.

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá -Hjalti- » 20.mar 2011, 21:41

jeepson wrote:ja mundu bara að grindin í 4runner er ekkert sérlega góð. Annars flottir bílar. en ég vel þá patrolin framyfir þar sem að hann er en stærri fjölskyldu jeppi :)


Það er alldeilis að menn eru að kasta grjóti úr glerhúsinum sínu haha

held að menn sem keyra um á Patrol eigi ekkert að vera að setja út á grind í 4runner.. Pattinn koma nefilega ryðgaðir fyrir aftan hásingu útúr verksmiðju
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá jeepson » 20.mar 2011, 22:15

Hjalti_gto wrote:
jeepson wrote:ja mundu bara að grindin í 4runner er ekkert sérlega góð. Annars flottir bílar. en ég vel þá patrolin framyfir þar sem að hann er en stærri fjölskyldu jeppi :)


Það er alldeilis að menn eru að kasta grjóti úr glerhúsinum sínu haha

held að menn sem keyra um á Patrol eigi ekkert að vera að setja út á grind í 4runner.. Pattinn koma nefilega ryðgaðir fyrir aftan hásingu útúr verksmiðju


úff hitti ég á veikan blett. haha. 4 runner er með lélegar grindur rétt eins og patrol og pajero..
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


þórarinn
Innlegg: 88
Skráður: 03.feb 2011, 21:07
Fullt nafn: þórarinn Pétursson
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá þórarinn » 20.mar 2011, 22:38

Eru ekki flestir jeppar með veikar grindur fyrir aftan hásingu sem er alltaf baðað í salti ?
1993 HILUX

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá jeepson » 21.mar 2011, 16:42

þórarinn wrote:Eru ekki flestir jeppar með veikar grindur fyrir aftan hásingu sem er alltaf baðað í salti ?


Jú ætli það ekki. Saltið er allavega ekki að hlífa þessu dóti.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Dodge
Innlegg: 288
Skráður: 05.okt 2010, 15:05
Fullt nafn: Stefán Örn Steinþórsson
Bíltegund: Jeep Wrangler
Staðsetning: Akureyri

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá Dodge » 22.mar 2011, 12:27

Spurning um að hætta að baða þetta í salti og þá er þetta allt ágætt :)


trebor
Innlegg: 23
Skráður: 01.júl 2010, 19:44
Fullt nafn: Róbert Ólafsson

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá trebor » 23.mar 2011, 08:54

Enginn minnst á trooper? :) Eru þeir alveg úti hjá mönnum?

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá jeepcj7 » 23.mar 2011, 14:58

Það þarf ekkert að minnast á Trooper allir sammála að hann ber höfuð og herðar yfir aðra. ;o)
En annars alveg fínir vagnar svona heilt yfir,ef menn ætla að lækka hlutföll sem þarf ekki fyrr en á 36" + þá er ekki hægt að fá hlutföll í þá lengur svo þá er bara að smella Patrol hásingum undir og allt er gott.
Heilagur Henry rúlar öllu.


Turboboy
Innlegg: 266
Skráður: 10.feb 2011, 03:08
Fullt nafn: Kjartan Steinar Lorange
Bíltegund: 2 jafn fljótir
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá Turboboy » 24.mar 2011, 04:00

hahahahahahahahaha OFSI, Þú gerðir daginn minn með þessum ritum þínum ! SNILLD !
Kjartan Steinar Lorange
7766056

User avatar

HjalliSig
Innlegg: 22
Skráður: 21.okt 2010, 14:33
Fullt nafn: Hjálmar Sigurðsson
Staðsetning: Reykjanesbær

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá HjalliSig » 02.apr 2011, 10:37

Eins og vanalega þá eru ráðin jafn mörg og jeppamenn eru margir. :)


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 36 gestir