Nýliði með valkvíða.


Höfundur þráðar
Bessi
Innlegg: 29
Skráður: 08.mar 2010, 09:08
Fullt nafn: Þráinn Bessi Gunnarsson

Nýliði með valkvíða.

Postfrá Bessi » 31.mar 2010, 14:49

Eftir að hafa staðið á hliðarlínunni í nokkurn tíma þá ætla ég að leita ráða hjá reyndari mönnum um jeppa kaup.Eiginleikar sem ökutækið þyrfti að upfylla.Hann þarf að vera rúmgóður,léttur,sterkur,kraftmikill og eiðslugrannur,bila lítið og náttúrulega drífa jeppa mest.Ekki væri verra að tækið kostaði ekki augun úr.Kafið nú í reynslu bankann og ausið úr visku brunnunum.Það ætti að vera auðvelt að vera auðvelt að ráðleggja þar sem kröfurnar eru ekki miklar :)


Kveðja Bessi Gunnarsson

User avatar

Alpinus
Innlegg: 218
Skráður: 01.feb 2010, 13:00
Fullt nafn: Hans Magnússon
Bíltegund: Lexus LX470

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá Alpinus » 31.mar 2010, 15:19

Sæll
Fer sennilga bara eftir því hvað þú ætla að nota hann í. Þessi jeppaheimur snýst að miklu leyti um trúarbrögð og þú getur fengið mörg mismunandi svör og skoðanir yfir sama bílinn. Því þrátt fyrir allt þá bila allir bílar og jeppar kannski aðeins meira því við leggjum meira á þá en venjulega bíla.
Veldu bara þann sem þér líst best á og skoðaðu hann vel og vandlega. Taktu þér góðan tíma því það er nóg af þeim til sölu og flestir eru bara í miðlungsástandi. Því meiri viðgerðarsaga því betra(kannski ekki um nýlega bíla).

Ég á Patrol og hef lent í allskonar veseni. Þú getur séð það ef þú skoðar "Jeppinn minn - Datsun Patrol". Þar er smá viðgerðarsaga. Láttu engan ljúga að þér að einhver tegund sé best... þeir bila allir! Ef ég þyrfti að fá mér annan jeppa hefði ég ekki hugmynd um hvað ég myndi kaupa.... sennilega bara Yaris;)

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá HaffiTopp » 31.mar 2010, 16:10

Já það er ekki lítið sem þú biður um kallinn ;)

Bessi wrote:Hann þarf að vera rúmgóður,léttur,sterkur,kraftmikill og eiðslugrannur,bila lítið og náttúrulega drífa jeppa mest. Ekki væri verra að tækið kostaði ekki augun úr. Kafið nú í reynslu bankann og ausið úr visku brunnunum.Það ætti að vera auðvelt að vera auðvelt að ráðleggja þar sem kröfurnar eru ekki miklar :)


Ef eitthað á við þessa lýsingu þá er það helst gamli xj Cherokee, þessi kassalaga með 4L HO vélinni og sjálfskiftingu. Einnig eru flestir þessir "klassísku" asísku jeppar góðir til síns brúks nema hvað léttleikann og aflið varðar. En á móti kemur að togið almennt í svona dísel dollum er hæfilegt og eyðslan ekki svo mikil þótt krafturinn sé ekki þeim mun meiri. Patrol er yfirleitt aftast í lestinni hvað léttleika og afl varðar en stór er hann og með þessar sívinsælu hásingar að aftan og framan, eins og Cherokee. Hér var einn að selja 38" breyttann Pajero og svo er Terrano alltaf góður kostur þótt hann sé ekki það fallegur :D Ef þú vilt hinsvegar léttann bíl þótt plássið sé ekki mikið þá stendur Suzuki Vitara alltaf fyrir sínu. Góð fjöðrun, þokkalega aflmikil vél (í grandinum) og merkilega þæginlegur.
Kv. Haffi

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1184
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Jeep
Staðsetning: Westurland

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá StefánDal » 31.mar 2010, 17:46

Ég myndi frekar horfa í áttina að Toyota Hilux eða 4Runner. Sérstaklega þar sem að allt annað er handónýtt og þá sérstaklega hásingarnar undir þessu ameríska eins og þær eru orginal.

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá Hagalín » 31.mar 2010, 21:57

Ég mundi líka skoða Patrol 38" 91-97módelið. Hægt að fá þá á góðum prís. Hásingar,drifbúnaður og fjöðrun ein sú besta sem fæst orginal með bíl. Nóg til af varahlutum í þetta. Það sem þú þarft að passa á þeim bíl er að fá bíl með 3-laga vatnskassa og hedd-skiptum. Annars var minn fyrsti bíll Hilux SR-5 38" 2.4 bensín turbo og var hann helvíti góður en ekki fannst mér gott að ferðast í honum lengi........
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870

User avatar

JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá JonHrafn » 31.mar 2010, 22:12

Þessi óskalisti hljómar nú bara eins og himnaríki, er ekki rétt að bæta nokkrum hreinum meyjum á listan?

En on topic,,,,, þetta eyðir allt fullt af eldsneyti. Hi-Runnerinn fór t.d. í 118 l á hundraði á jökli um liðna helgi,, er í 18-20 í langkeyrslu, 3L v6 4runner vél sjálfskipt. En er léttur og flýtur ofan á flestu, rúmgóður,,,,, jújú nóg pláss á pallinum.

Varðandi viðhald þá var réttilega bent á það að við bjóðum þessu bílum svoldið mikið meira en yaris. T.d. eftir veturinn þá er dempari farinn, millikassakælir farinn að leka, báðar ventlalokspakkningarnar leka og fleira og fleira :þ


Stjáni Blái
Innlegg: 343
Skráður: 04.feb 2010, 08:36
Fullt nafn: Kristján Stefánsson

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá Stjáni Blái » 31.mar 2010, 22:25

stedal wrote:Ég myndi frekar horfa í áttina að Toyota Hilux eða 4Runner. Sérstaklega þar sem að allt annað er handónýtt og þá sérstaklega hásingarnar undir þessu ameríska eins og þær eru orginal.


Hvað er svona slæmt við hásingarnar undir Cherokee og Wrangler til dæmis ?
Og hvað annað er ónýtt við þetta, nema kannski jú að flatjárn hringinn eru kannski ekki alveg "up for it" miðað við standarda nútímans.

Annars líst mér einna best á Patrolinn upp að '97 eða Dísel Toyotu !
En þeir henta þér kannski ekki nógu vel þar sem þú vilt kraftmikinn bíl.

User avatar

Ingaling
Innlegg: 124
Skráður: 01.feb 2010, 18:45
Fullt nafn: Ingi Björnsson
Bíltegund: Toyota LC90
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá Ingaling » 31.mar 2010, 22:51

Svo vantar líka smá info um í hvað þú ætlar að nota bílinn. ætlaru í hardcore jeppaferðir upp á jökul eða fínan bíl í mörkina í sumar???
Toyota LC90 VX. 32"
Jeppi er ekki jeppi nema á honum standi Jeep..!

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1674
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá jeepcj7 » 01.apr 2010, 00:17

Ef þú vilt jeppa þá þarf að standa á honum JEEP og helst WILLYS hann uppfyllir flestar kröfur alvöru jeppamanna. : )
Er þaggi?
Heilagur Henry rúlar öllu.


Höfundur þráðar
Bessi
Innlegg: 29
Skráður: 08.mar 2010, 09:08
Fullt nafn: Þráinn Bessi Gunnarsson

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá Bessi » 01.apr 2010, 00:54

Sælir strákar það er ekki dauft spjallið hérna.Með þessum óskalista er ég svolítið að gera grín að sjálfum mér,það er enginn jeppi sem sameinar allt þetta.Sennilega ekki búið að framleiða hann enn þá.Svo er bara hvað maður sættir sig við.Ég er búinn að þvælast svolítið á fjöll aðallega í gegnum Slysó.LC 90 eða Patti hafa plássið en annar er með klafa og hinn með lítið spennandi mótor.Held áfram að fylgjast með og bíð eftir að rétta eintakið poppi upp.Og Hrólfur eitthverstaðar á ég farartæki með báðum þessum nöfnum á,á hraðri leið til glötunar..En takk fyrir svörin.
Kveðja Bessi Gunnarsson


Ofsi
Innlegg: 278
Skráður: 31.jan 2010, 22:32
Fullt nafn: Jón Garðar Snæland

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá Ofsi » 01.apr 2010, 09:28

Þessi jeppi sem þú er að óska eftir út gömlu ljótubíladeildinni, hefur ekki enn verið framleiddur held ég.
Það er nú kannski þess vegna sem við eru að breyta þessum jeppum svo mikið, við erum alltaf að reyna að smíða þennan eina sanna sem uppfyllir öll skilyrði. Eins og ég sé þetta með mínum gleraugum og þá með algjörleg óvísindalega með mikilli vanþekkingu. Þá dettur mér eftirfarandi í hug:

Gamli Patinn er með léleg hedd og þarf nýjan vatnskassa ( kemur fram hér að ofan )
Þess vegna koma fram hedd skipti ávalt fram í Pattaauglýsingum. Riðsækin aftur grindin.
En er dýrara að afla sé varahluti en t.d í Toyota. Umboðið handónýtt (kallast pöntunarfélagið) ef það vildi svo til að varahlutirnir séu til, þá kostar þeir kúlulán og raðgreiðslur í 7 ár. Eitt sem ég hef takið eftir hjá Pattakörlum er að driflokuskipti er ansi tíð. Svo er þetta svo hland máttlaust að maður verður eiginlega hálf hissa þegar maður situr í þessu og ekið er af stað. Það gerist bara nánast ekkert. Patti er fyrir þá sem ekkert eru að flýta sér og dagatal er nauðsinlegur staðalbúnaður. Já og svo mok eyðir kvikindið með gírkassa sem endast 100.000 km, en þá er stokkið til legukaupmannsins. PS gott að eiga hedd og þriggja laga vatnskassa í hanskahólfinu... já og pakkningarsett.
Kostirnir eru að Pattinn er fjandi duglegur og er að skila sér á áfangastað oft betur en aðrir. Fer einstaklega vel með farþega á ósléttu undirlagi. Og það þarf sjaldan að heimsækja fyrrnefnd Pöntunarfélag. Með hásingar og drif búnað sem er draumur allra Toyotu eiganda. Rúmgóður og afturhurðarnar eru hreinlega frábærar. Mælaborðið með þeim hætti að þegar þarf að bæta við tækjum, þá þarf aldrei að fjarlæga gömlu græjuna. Heldur er alltaf hægt að bæta við mæli eða takka. Jafnvel hægt að vera með nokkrar kynslóðir g.p.s tækja í mælaborðinu einsog maður hefur stundum séð.
Pattinn uppfyllir 4.5 skilyrði: sterkur, bilar lítið, rúmgóður og ódýr. Og fær hálfa stjörnu fyrir léttleika.

Toyota Runner.
Kostur að kunna sjálfur að gera við. Varahlutaverð hefur verið gott hjá umboðinu en hefur farið verulega hækkandi og ekki í takt við krónuna heldur hefur hækkunin verið meiri. Þetta var helsti kostur Toyotu áður ef borið var saman við Patta. Nú hefur munurinn minnkað. Kostur umboðsins er sá að maður verður mjög hissa ef varahluturinn er ekki til, það þarf eiginlega að segja manni það tvisvar. En auðvita þarf Toyota góðan varahlutalager enda rata Toyota eigendur fljótlega vel í austurhluta Kópavogs og eignast nýja vini á Feisbook sem eru varahlutasalar Toyota. Bilerí og annað sem pirrar Toyota eigendur er t.d rifið og slitið bílstjórasæti, ef sætið er ekki rifið, þá má vera nokkur viss um að það sé ekki úr Toyota. Afturhlerinn er framleiddur ónýtur og þegar ekki er lengur hægt að opna hann. Þá er bara að henda teygjuspottanum snjóugum inn í aftursætið eða kaupa tengdamömmu box. Afturstuðarahornin voru framleidd með þeim eiginleika að á færibandinu fóru að sjást riðbólur í þeim. Þeim er passlega að skipa út þegar hægt er að setja krepptan hnefa í riðgatið. Og þá er gott að hafa aðgang að kúluláni. Hásingar og drifbúnaður, sérstaklega drifinn. Eru þannig útbúinn að gott er að vera með símanúmerið hjá Breyti í gemsanum, en þeir taka aðsér að skipta um hlutföll. Aron hjá Breyti á t,d magra Toyota vini með 5:71 hlutföll og 44” dekkjum. Ég held stundum að Aron sé gamall fjölskyldu vinur eða ættingi. Klafa á Runner eru mikill kostur, fyrir þá sem á eftir koma. Þeir geta nánast ekið um förin á harðpumpuðu og þakkað fyrir ruðninginn. Afturhásingin í Runner hefur sennilega lent of framarlega fyrir mistök í byrjun. Sennilega þunnum, mánudagsstarfsmanni að kenna. Hey ég var nærri búinn að gleyma mælaborðinu. Því fylgja þeir kostir að eigandinn þarf að nýta heilasellurnar ef koma á fyrir takka eða gaumljósi. Ég hef átt góðar stundir í framsætinu við vangaveltur um hvar megi haglega koma fyrir aukabúnaði í mælaborðinu. Yfirleitt endar það með því að það pláss sem er laust er nýtt. Þetta hefur þó þann löst að stundum er verið að reka sig í ýmsa takka á ferð. Ef þú ert með fartölvu í bílnum, þá er kostur að eiga litla konu.
Kostirnir við Runner
Hann er ódýr, dokkalega kraftmikill (þ.e ef miðað er við Patrol og gamla Landrover ).
Varahlutir á þokkalega verð, Jamil partasali verður fjölskildu meðlimur. Flottur að inna, klárlega flottari en Patti. Getur sent Patrol körlum fock merki á harðfelli. Hinsvegar lætur þú einsog þú sért upptekinn í ónýta NMT símanum er þú færð amerískan jeppa við hliðina á þér sem geri sig líklega í spyrnu. Því er nmt símatól nauðsinlegt. Fjölskildu vænn jeppi og passa vel fyrir þá sem eiga konu og tvö börn. Ef þú ert með sjálfskiptan V6. Láttu þá konuna ekki vita hversu oft þú ferð á bensínstöðina, reyndu frekar að finna beinskipta kassa í leyni.
Runner uppfyllir 3.5 skilyrði: rúmgóður, ódýr, léttur, kraftmikill (spurning við hvað er miðað )

Cherokke
Haffi kemst örugglega næst því að hafa strax hitt naglann á höfuðið með hvað jeppa þú átt að fá þér. Þarna er auðvita hægt að velja um 3 gerðir af boddýum fram að því nýjasta, enda eru þau öll orðin ódýr. Cherokke er auðvita með öllum aukatökkunum. Bara þokkalega rúmgóður. Umboðið ?, man ekki hver er með það. Þrátt fyrir að eiga tvo þessa stundina, þ.e einn V8 1995 og annan V8 1999. H. Jónson hefur reddað mér og þeir láta alltaf fylgja með varahlutunum ýmis heilræði. Svo er Cherokke verkstæðið við hliðina ef þér fallast hendur í viðgerðunum. Í Cherokke þarf ekki nmt símatól eða afsökunarbók ef hætt er á að þú lendir í spyrnu. Heldur er bara að taka þátt og gefa dauðan og djöfulinn í bensínreikninginn því 2007 kemur aftur.
Gallarnir: það gleymdist að setja í þá grind og láttu taka varlega í spottann þegar þú ert fastur, sérstaklega ef 49” ford er að kippa í þig. Þú færð suð fyrir eyrum þegar talað eru um alla millikassa hásingar og annað sem kaninn hefur búið til í þetta. Spindilkúlur og stýrisendar eru eitthvað sem kaninn hefur aldrei náð lagi á að framleiða. Hjöruliðskrossar eru líka stórkostlegt vandamál í ameríku. Ef þú þarf að kaupa hjörulið í amerískan, þá á alltaf að kaupa einn til vara og hafa kláran í hanskahólfinu, jafnvel tvo ef þú átt pening.
Í húddinu getur verið ýmislegt viðkvæmt dót sem ekki kann við íslenskan snjó. Þá geta hin ýmsu viðgerðarljós farið að lýsa í mælaborðinu, þá máttu ekki láta þér bregða. Ekki heldur þegar gula ljósið sem segir “tékkaðu á vélinni” kemur. Þetta er bara liður í áherslu kanans að bæta lestrarkunnáttu í ameríku. Ef þú pissar ekki í þig við viðvörunarljósin, þá er bara að halda kúlinu og ekki fara með jeppann í tölvu til þess að núll stilla bílinn. Heldur er til ódýrari leið. Bara að taka af plúsinn af rafgeiminum og bingó, þú ert búinn að spar nokkra þúsundkalla, sem þú getur lagt í bensínsjóð, því hann þarf sitt.
Cherokke uppfyllir 3.5 skilyrði: léttur, kraftmikill, ódýr, rúmgóður Cherokke fær hálfan gírkassa fyrir það

Landrover
Bilar mikið, ónýtir afturhlerar, dýr, allt sem eru úr járnir ryðgar á ljóshraða. Ónýtir öxlar, miðstöð og hiti er eitthvað sem Landrover menn kynnast bara sem kóarar hjá öðrum. Framrúða í dvergastærð, vinnukonublöð í barnastærðum. Bílstjórastóll snúin. Varahlutasala kominn í Ingvar Helga sem þýðir 10 mínusar. Framleiddur beyglaður. Riðtaumar niður með hurðalömum staðalbúnaður. Afturhlerar opnast bara af Landroversérfræðingum. Þú getur aldrei fengið lánað dekk á felgu í fjallatúrum.
Skiptu um miðstöðvarmótor sjálfur, en fáðu þér þá róandi áður. Ef ekki lekur úr drifbúnaði, þá vanta olíu á drifbúnaðinn. Kuldagalli á famelíunna notast innandyra. Ískafa alltaf við höndina einsog í VW bjöllu. Viðgerðir í vélarsal kosta blóðuga fingur, fimleika og góð liðarmót.
Úpps gleymdi nánast kostunum. Alltaf í fremstu röð á fjöllum þegar færð fer að þyngjast, þ.e ef ökumaðurinn sér út um framrúðuna. Allan aukabúnað hægt að fá, vafalaust sláttuvélaúttak og heyþyrlu. Fjaðrar meir en aðrir og góður í teygjukeppnum. Hægt að smúla hann að innan með garðslöngunni. Pláss fyrir tvær ær og eina gimbur aftur í.
Hægt að hlaða niður börnum og troða inn í farartækið tveim til þrem vísitölufjölskildum. Því er stórsparnaður í smokkakaupum og gelding óþörf. Bílastæðisbeygla sést ekki og pjatt algjörleg óþarft. Landróver eign fylgir aðkoma í sértrúarsöfnuð og bræðralag fáeinna sérvitringa. Landrover uppfyllir 4.5 skilyrði: Rúmgóður, eyðslugrannur, sterkur, drífur, 0.5 fyrir léttleika

Willis
Kostirnir við Willis eru auðvita að þú ert flottastur á bílastæðinu og á harðfelli í glampandi sól þegar á að spyrna. Þú er líka flottur og vekur athygli á jökli, þá allir eru svo hissa að sjá Willis í fjallaferð. Þegar þú þarft að leigja stæði í skúr, þá þarft þú bara að borga fyrir hálft stæði.
Ókostirnir
Þannig jeppa finnur þú eiginleg bara í bílskúrum. Er þá ýmist verið að taka vélarnar úr eða setja nýja vél í og spá og spögulera. Þú þarft að setja þig vel inn í Willissöguna, þá kemst þú elítugengi sem í eru handfylli af sérvitringum. Þá verður þú líka að tala um V8 og 300+ hross. Aðrir eru auðvita ekki marktækir. Þú mátt aldrei tala um dísel og ekki láta þér detta í hug að blanda sama dísel og Willis, þá verður þú gerður útlægur úr félagi hinna útvöldu. Gott er líka að fara fljótlega að safna 20L bensínbrúsum en það þarf að koma fyrir allnokkrum stafla af slíkum utaná jeppanum. Ekki þarf að hugsa um að taka með sér verkfæri eða varahluti, enda ekki pláss fyrir slíkt. Eina sem þarf ef lítið samlokubox og tóm kókflaska fyrir vatn úr næsta læk. Enda er einungis farið dagstúrar á Willis. Þú þarft að kunna deili á Eyjafjallajökli og Mýrdalsjökli og smávegis um Syðra fjallabak. Þá þekkir þú allar Willisleiðirnar. Það hjálpar að vera í góðu líkamlegu formi og þola hristing og illan aðbúnað. Því mæli ég með líkamsrækt hjá einkaþjálfara.
Willis uppfyllir 1 skilyrði: léttleika

Það hefði nú verið skemmtilegt að fjalla um fleiri tegundir. T.d Trobber, en þá værum við komnir út í svo sorglega hluti, grát og snýtuklúta. Svo ég þorði því bara ekki.
Afsakið þessa langloku og óráðshjal
Kv Ofsi

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1052
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá gislisveri » 01.apr 2010, 09:51

Þarna hló ég upphátt, þrisvar í það minnsta.


oddur
Innlegg: 79
Skráður: 19.feb 2010, 10:47
Fullt nafn: Oddur Grétarsson

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá oddur » 01.apr 2010, 10:32

Síðan er líka Cruiser 80, þeir kosta reyndar helling en hafa alla þessa kosti sem þú sækist eftir. Eru vísu aðeins þyngri en 4unner og Cherokee en svona bíll er á milli 2,5 - 3 tonn.

Ég fór gegnum þessa sömu pælingar og þú og endaði á að kaupa Cruiser 80. Komst reyndar fljótlega að því að þeir þurfa að vera a.m.k. á 44" til að eiga einhvern möguleika í t.d. Hilux á 38" :)

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1181
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Selfoss
Hafa samband:

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá Járni » 01.apr 2010, 10:44

Daginn,
Ég vona að eitthvað af þessu minnki valkvíðann hjá þér. Eitt sem mig langar að nefna líka, ótengt tegund, er magn breytinga. Ef þetta er fyrsti jéppinn þinn og þú hefur takmarkaða aðtöðu til viðgerða og takmarkaðann áhuga á því myndi ég forðast mjög mixaða bila. Og ef þig langar í 38" breyttan bíl, ekki fá þér 35" breyttan bíl... þig mun strax langa í 38".
Svo verður billinn sem þú færð sér sjálfkrafa mestur og bestur ;)
2000 Land Rover Defender 130 38"

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1674
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá jeepcj7 » 01.apr 2010, 11:05

Hvernig Jeep er þetta sem þú átt Bessi?
Er til mynd?

Jeep kveðjur (úrskúrnum)
Heilagur Henry rúlar öllu.


Ofsi
Innlegg: 278
Skráður: 31.jan 2010, 22:32
Fullt nafn: Jón Garðar Snæland

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá Ofsi » 01.apr 2010, 11:11

Samkvæmt mjög svo vísindalegum útreikningur, þá kosta grammið af járni mest í 80 Cruser eða sambærilegt við antik fornbíl af fágætir tegund. Þú færð að vísu mjög mikinn þunga að mjög gömlu járni fyrir peninginn. Reynda þarft þú að punga út svo miklum peningum í 80 Crusers forngripin að þú gætir allt eins farið að gjóa augunum að einhverjum nýlegum jeppa. Þú gætir hugsanlega keypt þér 6-8 gamla Patta á 38 tommu fyrir það sama og ofmetnu Cruseranna. Sá einmitt einn mikið breyttan Patta á f4x4.is á 600 þús

Cruserinn er semsagt þungur, það vildir þú ekki
Cruserinn er dýr það vildir þú ekki
Cruserinn er ekki eyðslugrannur
Cruserinn er með liðónýtt framhjólastell og drif. Þ.e ekki sterkur en það er auðvita hægt að græja hann fyrir millu að framan ( tvö Pattaverð ) og gera hann góðan.


EinarR
Innlegg: 86
Skráður: 31.jan 2010, 17:30
Fullt nafn: Einar Sveinn Kristjánsson

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá EinarR » 01.apr 2010, 11:22

eðslugrannur->súkka, Léttur -> Súkka, Létt að gera við -> Súkka, Ódýrt að gera við -> Súkka. Ef þú ert að reyna að byrja á þessu er alveg klárlega málið að byrja á Súkku, Margir gamlir refir sem viðurkenna það að þeir fíluðu súkkurnar á sínum tíma. svo þegar nægur peningur er til og alveg bullandi della er hægt að fara út í eitthverja þungavikt
Image
Suzuki LJ10-Suzuki Samurai-Honda Prelude-Subaru Justy-Suzuki SJ413
Sukka.is -:Sukkum Samann:-


Ofsi
Innlegg: 278
Skráður: 31.jan 2010, 22:32
Fullt nafn: Jón Garðar Snæland

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá Ofsi » 01.apr 2010, 11:50

Hvernig gat maður gleymt Súkku. Sorrý :-)


trooper
Innlegg: 114
Skráður: 29.mar 2010, 20:12
Fullt nafn: Hjalti Steinþórsson

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá trooper » 01.apr 2010, 12:33

Ég var hrifinn af listanum hjá þér Ofsi og hló nokkuð oft, þá sérstaklega þegar þú skrifaðir um landrover. ég sem var einmitt að láta mig dreyma um landrover í morgun.. ;)

kv. Hjalti
Santa Fe
35" Patrol - Seldur
35" Trooper - Seldur
35" CrewCab - Seldur


66 Bronco
Innlegg: 166
Skráður: 10.feb 2010, 21:12
Fullt nafn: Hjörleifur Helgi Stefánsson

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá 66 Bronco » 01.apr 2010, 12:42

Sæll.

Ég er búinn með Hilux, Patrol og Land Rover. Allt fínir bílar. Hitt er annað að þú þarft klárlega að gefa í þetta dauðann og djö.. og finna þér gamlan Bronco. Mátturinn og dýrðin og þú ert á augabragði orðinn ryðbætingarséní og öllum hnútum kunnugur í allra handa jeppaviðgerðum. Og hananú.

Kveðja, Hjörleifur.


Höfundur þráðar
Bessi
Innlegg: 29
Skráður: 08.mar 2010, 09:08
Fullt nafn: Þráinn Bessi Gunnarsson

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá Bessi » 01.apr 2010, 15:31

Sælir þetta er óðum að þrengjast hehe.Þetta er að verða skemmtilegasti þráður,takk Ofsi ég trúi þessu alveg eins og nýju neti.Er 3l mótorinn í Pattanum eitthvað endingarbetri en 2,8 og er gírkassinn eitthvað öflugri í 3l? Bara smá forvitni. Og Hrólfur þetta er/var cj5´68 v6 Dauntless 80´s beittur,eitthverstaðar er til gömul mynd aldrei að vita með það.
Kveðja Bessi Gunnarsson


oddur
Innlegg: 79
Skráður: 19.feb 2010, 10:47
Fullt nafn: Oddur Grétarsson

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá oddur » 01.apr 2010, 16:52

Ofsi , þú hefur varla átt 80 cruiser fyrst að þú segir að þeir séu ekki eyðslugrannir. Átti bensín Hilux áður og Cruiserinn er að eyða jafnmikið , milli 13 - 16 l/100 km. En rétt þeir eru dýrir.


Ofsi
Innlegg: 278
Skráður: 31.jan 2010, 22:32
Fullt nafn: Jón Garðar Snæland

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá Ofsi » 01.apr 2010, 17:02

Hef ekki átt Cruser Oddur, ég er alltaf svo blankur. En mér finnst þeir bara eyða svo miklum tíma við dælurnar . En 13-16 l er slatti í samhenginu við það að V8 jeppinn minn er með þetta 16-17l . 16.3 l innanbæjar samkvæmt síðustu mælingu á 4.7l vélinni. að vísu er ég farinn að keyra einsog gömul kona eftir kreppuna
En ég kemst að þessu þegar ég hef efni á því að kaupa Krílið af honu Gústa. Sem er auðvita sá lang flottasti

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1674
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá jeepcj7 » 01.apr 2010, 18:58

Endilega mynd ef hún er til af svona alvöru tuxedo park þetta var alveg rjóminn hérna í denn.: )
Þætti nú enn í dag nokkuð gott að vera með orginal 160 hö í jeppa sem rétt losar tonnið.
Heilagur Henry rúlar öllu.


Stjáni Blái
Innlegg: 343
Skráður: 04.feb 2010, 08:36
Fullt nafn: Kristján Stefánsson

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá Stjáni Blái » 01.apr 2010, 19:04

Þessi listun hjá þér Ofsi er algjör snilld.
Og ekki ætla ég að rengja þessa lýsingu um Willis-inn :-)

User avatar

joisnaer
Innlegg: 472
Skráður: 03.feb 2010, 16:03
Fullt nafn: Jóhann Snær Arnaldsson

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá joisnaer » 02.apr 2010, 01:52

ég mæli alveg eindregið með toyotu (hilux, 4runner, cruiser, tacomu) gott að gera við, endist og gott að ná í varahluti.
ég er samt alveg dollfallinn land rover aðdáandi svo ég mæli líka með þeim.

en þetta er bara smekksatriði, strax og þú finnur þér einhvern jeppa þá ertu bara sáttur.

en þetta er góður listi hjá þér ofsi. ég skellti uppúr nokkrum sinnum :)
Land Rover Defender tdi300 næstum 44" breyttur

User avatar

Ingaling
Innlegg: 124
Skráður: 01.feb 2010, 18:45
Fullt nafn: Ingi Björnsson
Bíltegund: Toyota LC90
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá Ingaling » 03.apr 2010, 21:30

Núna skoraðir þú nú nokkra punkta hjá mér, Jón G Snæland. Snildar pistill.
Toyota LC90 VX. 32"
Jeppi er ekki jeppi nema á honum standi Jeep..!


Höfundur þráðar
Bessi
Innlegg: 29
Skráður: 08.mar 2010, 09:08
Fullt nafn: Þráinn Bessi Gunnarsson

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá Bessi » 03.apr 2010, 22:27

Já þetta er ekkert leiðinleg lesning hjá honum,hann minntist ekkert á Pajero eða Musso.Ætli þeir séu í snýtuklúta hópnum?
Kveðja Bessi Gunnarsson


maxi
Innlegg: 78
Skráður: 23.mar 2010, 12:03
Fullt nafn: Magnús Pálmarsson

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá maxi » 04.apr 2010, 09:35

Já, ég er forvitinn á skoðun manna á Pajero. Þó að 38" breyting á þeim sé lítið annað en að skera brettin af þeim og aflið ekki nema 100 hestar eða 100 og kvart..........eru þetta ekki ágætis bílar til að byrja á, frekar léttir (rétt rúm 2 ton), rúmgóðir, eyða litlu...nóg til af varahlutum? Nú svo má ekki gleyma innbyggða áttavitanum...................

Reka þessir bílar alltaf lestina?

Maxi


maxi
Innlegg: 78
Skráður: 23.mar 2010, 12:03
Fullt nafn: Magnús Pálmarsson

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá maxi » 04.apr 2010, 11:00

...svo ég taki þetta aðeins lengra þá er annar jeppi sem mér finnst áhugaverður kostur og þætti líka gaman að heyra álit manna á.....en þar er LR Disco....er hannn ekki alvöru....

http://www.blyfotur.is/viewtopic.php?t= ... c344198a4d

M


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá Izan » 04.apr 2010, 11:30

Sælir

Ég er hrifinn af lesefninu hans nafna en mér finnst eitt athugavert við hann. Það fá allir jepparnir of háa einkunn, nema kannski 80 krúserinn, hann á kannski skilið að fá einn af fimm.

Þessi ágæti nýliði er með þessari einföldu spurningu búinn að finna hjartað í íslenskri jeppamenningu og er að velta nákvæmlega sama hlut fyrir sér og þeir sem hafa staði í þessu í áratugi.

Mín ráðlegging er sú að ef þú ert að leita að bíl undir milljón skiptir tegundin litlu sem engu máli. Byrjaðu á að átta þig á hversu mikið breyttan bíl þú vilt og hugsaðu þannig að mikið breyttur bíll þarf framhásingu, meðaljeppi getur notað klafa og smájeppi getur haft ótrúlega marga kosti á við mikið breyttan jeppa en aldrei alla og öfugt. Dekkkjastærð er ekki höfuðatriði þarna, mikiðbreyttur 38" jeppi er allt annað en meðaljeppi á 38" og smájeppi á 35" dekkjum er býsna mikið breyttur jeppi.

Næst er það að því meira sem jepparnir eru breytti = því meira viðhald. Þarf ekki endilega að kosta mikið af peningum en þeim mun meiri tíma og pælingum. Þetta er stór hluti af stemningunni, leysa vandamálin á einfaldari, ódýrari og betri hátt en náunginn.

Athugaðu hvað fylgir jeppanum. Skyldubúnaður jeppans er sjúkrapúði, slökkvitæki, GPS, VHF, spotti, skófla og loftdæla. Allt kostar þetta pening og ef þetta fylgir getur þú verið að gera betri kaup. Læsingar eru dýrar, milligírar fokdýrir o.s.frv. Einfaldir hlutir eins og ljóskastarar kosta augun úr, það er bara þannig.

Athugaðu fyrst grindina. Haugriðguð grind er ónýt og ekkert hægt að eiga við hana. Riðbætur á grind eru ekki fyrir hvern sem er og ekkert spaug að eiga við. Næst er að kíkja í smurbækurnar. Ef hvergi kemur fram að drif, millikassi, gírkassi hafi fengið nýja olíu af og til er það trúlega rétt og búnaðurinn er við það að hrynja. Það er ótrúlega algengt vandamál að smurstöðvar þefi af olíum á kössum í áratugi. Ég á jeppa sem millikassinn var eyðilagður nákvæmlega svona. Hann var ekinn 170.000 km á sömu olíunni.

Það er viðhald á öllum jeppum og mér hefur reynst best að sinna því áður en illa fer. S.s. reynt að vera búinn að skipta um framhjólalegurnar áður en þær fara o.s.frv. því að á svona bílum skemmist hratt út frá smábileríi. Síðan er bara að velja bíl sem er við þitt hæfi að gera við. Gömlu ameríkutryllitækin eru þeim kostum gædd að það er ódýrt að kaupa varahluti, gömlu hrísgrjónadollurnar eru mun dýrari og ef eitthvað bilar í nýjum jeppa er varla fyrir launþega að fá það viðgert. Þá eru eldsneytissparnaðatölvubúnaðurinn orðinn hrikalega kostnaðarsamur. Einn velur sér að kaupa ódýrann bíl sem eyðir, annar kaupir dýran bíl sem sparar olíu og tekur sénsinn á að ekket bili, málið er í hvað þú vilt að peningarnir þínir fara.

Kv Jón Garðar Helgason

User avatar

ofursuzuki
Innlegg: 270
Skráður: 31.jan 2010, 15:47
Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
Staðsetning: Skagaströnd
Hafa samband:

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá ofursuzuki » 04.apr 2010, 12:41

Sæll Bessi, mér sýnist á þessari upptalningu að ég verði bara að selja þér Súkkuna þegar ég verð búinn að klára hana (hvenær sem það verður nú). Léttur, drífur andskotanum meira, bilar næstum aldrei (örugglega ennþá minna þegar komið er Toyotudót í hann), sterkur, það er fullt af böðlum búið að eiga þennan bíl og hann er enn á meðal oss, kraftur og eyðsla eru afstæð hugtök og skipta ekki máli þegar þú stingur alla hina af hvort sem er. Það er bara eitt sem Súkka hefur ekki mikið af og það er pláss og ef hún væri föl yrði það langt langt undir miljóninni ;-)
Súkkukveðjur
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur

User avatar

SiggiHall
Innlegg: 93
Skráður: 01.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Sigurður Sverrir Ólafur Hallgrímsso

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá SiggiHall » 05.apr 2010, 06:46

Ég er nokkuð viss um að Bessi passar ekki í súkku

User avatar

ofursuzuki
Innlegg: 270
Skráður: 31.jan 2010, 15:47
Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
Staðsetning: Skagaströnd
Hafa samband:

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá ofursuzuki » 05.apr 2010, 10:59

Nei enda sagði ég að það vantaði plássið, það er annaðhvort að minnka Bessa eða stækka bílinn og hvorugt er framkvæmanlegt af nokkru viti. Hann myndi passa betur í Ford :-)
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur


Premium
Innlegg: 9
Skráður: 08.apr 2010, 10:13
Fullt nafn: Sighvatur Fannar Nathanaelsson

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá Premium » 08.apr 2010, 10:36

Sælir allir.

Ég er í svipuðum pælingum og Bessi og Magnús og frekar en að stofna nýjan þráð leyfi ég mér að blanda mér inn í þessa umræðu. Vona að það sé í lagi.

Ég er með ansi fastmótaðar hugmyndir um hvað ég vil fá út úr jeppa. Ég vil hafa hann 38", fimm dyra, pallbíll kæmi ekki til greina né heldur Willys eða slíkt þar sem bíllinn yrði daily driver og fjölskyldubíllinn, þ.e. eini bíll heimilisins. Diesel skal það vera, sjálfskiptur helst og ekki myndi cruise-control skemma fyrir þó svo að það sé ekki skilyrði.
S.s. fjölskyldubíll sem hægt væri að fara á á fjöll og jökla og almenn ferðalög til að vinda ofan af sér og sínum.

Þeir sem virðast helst koma til greina eru Patrol (ca. 2000 módel +) og Land Cruiser. Hér að ofan var fjallað á stórskemmtilegan hátt um eldri Patta og kosti hans og galla en hvergi minnst á nýrri Pattana. Væri einhver fróður um þá til í að koma með ámóta lýsingu um kosti þeirra og galla, hvað ber að varast o.s.f.v. Og sömuleiðis um Cruiserana, ég er helst að horfa til 90 Cruisers. Og hvað í ósköpunum útskýrir þennan ofboðslega verðmun á þessum þó nokkuð sambærilegu bílum?


Defender
Innlegg: 18
Skráður: 03.feb 2010, 13:21
Fullt nafn: Sigtryggur Klemensson

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá Defender » 08.apr 2010, 13:10

Það sem útskýrir þennan ofboðslega verðmun er að einhverra hluta vegna eru íslendingar tilbúnir að borga miklu hærra verð fyrir bíla sem eru með Toyota merkið á húddinu, sé samt ekki að toyoturnar hafi neitt framyfir aðra bíla nema kannski gott umboð.


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá Izan » 11.apr 2010, 16:11

Sæll

Ég á gamla pattan og hef ekki kynnst þeim nýja að gagni en....

Mér hefur fundist menn tiltölulega hrifnir af T6 s.s. 2,8 bílnum enda eru það sömu vélar og voru í gamla nema olíuverkinu er stjórnað með tölvu í þeim nýrri. Tölvubúnaðurinn er að skila sér í minnkandi eldsneytisnotkun en á það til að bila. Bílarnir eru á sömu grind að mestu leyti en sá nýrri er allur mun glæsilegri hljóðlátari og smekklegri. 3 l. vélin er ekki eins vinsæl. Hún hefur ekki reynst nærri eins vel og sú eldri er máttlausari og endist verr. Þá spyr maður hvort Patrolinn hafi mátt við þeirri þróun. Hinsvegar finnst mér eins og Nissan gamli hafi girt fyrir gírkassavandann í þessum bíl. Eins fannst honum nauðsynlegt að stækka risastór nær óbrjótanleg drifin á milli árgerða og eru 9,5" drifin orðin 9,5 að framan og 10 eða 10,5 að aftan. Það er breyting sem enginn verður var við.

Kv Jón Garðar

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá Stebbi » 11.apr 2010, 16:42

maxi wrote:Já, ég er forvitinn á skoðun manna á Pajero. Þó að 38" breyting á þeim sé lítið annað en að skera brettin af þeim og aflið ekki nema 100 hestar eða 100 og kvart..........eru þetta ekki ágætis bílar til að byrja á, frekar léttir (rétt rúm 2 ton), rúmgóðir, eyða litlu...nóg til af varahlutum? Nú svo má ekki gleyma innbyggða áttavitanum...................

Reka þessir bílar alltaf lestina?

MaxiHelsta vandamálið með Pajero er að finna sér jafnoka til að ferðast með, þegar maður er fastur í skafli þá komast krúserarnir ekki einusinni til að sækja mann. Maður verður að treysta á sjálfan sig eða vorið til að losna. :)
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Doror
Innlegg: 320
Skráður: 10.apr 2010, 23:02
Fullt nafn: Davíð Örn Svavarsson

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá Doror » 17.mar 2011, 18:19

Varð bara að bumpa þessum frábæra þráð þar sem ég þurfti að sækja hann á síðu 13. Þetta ætti að vera sticky.
Davíð Örn - Cherokee XJ '91

User avatar

ofursuzuki
Innlegg: 270
Skráður: 31.jan 2010, 15:47
Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
Staðsetning: Skagaströnd
Hafa samband:

Re: Nýliði með valkvíða.

Postfrá ofursuzuki » 18.mar 2011, 22:35

Jæja Bessi minn, nú er að verða komið ár síðan þú startaðir þessum þræði og spurningin er þessi, er eitthvað að
gerast hjá þér í þessum málum eða ertu bara hættur að pæla í þessu, væri nú ekki hissa þó að svo væri enda ekki að verða fyrir meðalmanninn að reka bíl í dag hvað þá breyttan jeppa.
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 3 gestir