Síða 1 af 1

Nissan Terrano V6 1994-1996

Posted: 23.okt 2011, 12:18
frá ofursuzuki
Sælir félagar
Mig langar að vita hvað þið vitið um þessa bíla, bæði gott og slæmt. Veit þeir hafa verið að endast
nokkuð vel og ég hef ekki heyrt mikið slæmt um þá nema þá kannski það að þeir eyði dálítið en af
því fara tvennar sögur. Maður hefur heyrt tölur eins og 11-14 í beinni keyrslu og 15-18 í snattinu,
er þetta eitthvað sem er að marka eða bara bull. Ég veit um nokkra sem hafa átt svona bíla og
sumir eru búnir að eiga þá í mjög langan tíma og ef það segir manni eitthvað þá er það að þetta
séu kannski ekki svo slæmir bílar.
Mér stendur til boða svona bíll á mjög góðu verði og í góðu lagi svo að maður er að
velta þessu fyrir sér og er þar kannski hræddastur við eyðslu. Endilega ef þið þekkið eitthvað
til þessara vagna þá hellið úr skálum visku ykkar hér.

Takk fyrir

Re: Nissan Terrano V6 1994-1996

Posted: 23.okt 2011, 20:24
frá ofursuzuki
Velti því fyrir mér hvort það sé gott eða slæmt að enginn skuli hafa komentað
á þessa fyrirspurn.
Það væri örugglega búið að því ef ég væri að spyrja um
Nissan Patrol að ég tali nú ekki um Toyotu. :-)

Re: Nissan Terrano V6 1994-1996

Posted: 24.okt 2011, 14:46
frá ofursuzuki
Hmmm, ekkert að gerast hér.

Re: Nissan Terrano V6 1994-1996

Posted: 24.okt 2011, 14:57
frá gaz69m
systir mín og mágur áttu svona bíl og eftir sem ég veit best þá voru þau mjög sátt við hann
þar til að hann hitti söltunarbílin hjá kópavogsbæ en hann var góður í drætti og eyðsla var já frá 11 l upp í 18 í snatti og þungum drætti

Re: Nissan Terrano V6 1994-1996

Posted: 24.okt 2011, 15:19
frá muggur
Sæll,
Væntanlega er kramið í bensín og dísel Terrano mjög svipað þannig að allar 'sérviskur' um terrano hljóta að gilda mínus vélin. Allavega á frændfólk mitt svona bíl og er mjög sátt. Varðandi bensín og disel þá má náttúrulega gera góð kaup í bensínbílum, oft minna keyrðir og sumir segja ódýrari í viðhaldi. Ég fór þessa leið en reyndar í mmc pajero (v6 3000 24v) en er ekki viss um hversu sniðugt það var. Reikningsdæmið gengur upp miðað við mína keyrslu en ég fæ engu að síður hnút í magann þegar ég tek bensín og stend mig að því að hika við að nota hann.
kv. Muggur

Re: Nissan Terrano V6 1994-1996

Posted: 24.okt 2011, 17:18
frá ofursuzuki
Takk fyrir þetta strákar, já þetta er sjálfsagt alltaf spurning með hvað maður keyrir mikið.
Þekki eyðsluna á dísill Terrano II (33"breyttur) og var hún um 11-12 í langkeyrslu og eitthvað meiri í snattinu þannig
að það er kannski ekki allur munur á, bensínið er örlítið ódýrara eins og er. Bensín bíllinn er eitthvað léttari en
dísill bíllinn og í því liggur hugsanlega að ekki virðist vera mikill munur á eyðslu en mér fannst 2,7 vélin ekki vera
neitt sérstaklega eyðslugrönn.

Re: Nissan Terrano V6 1994-1996

Posted: 24.okt 2011, 17:50
frá gaz69m
svo er líka sá kosturin að þú getur sett metangas búnað á bensínbíl