Nissan Terrano V6 1994-1996
Posted: 23.okt 2011, 12:18
Sælir félagar
Mig langar að vita hvað þið vitið um þessa bíla, bæði gott og slæmt. Veit þeir hafa verið að endast
nokkuð vel og ég hef ekki heyrt mikið slæmt um þá nema þá kannski það að þeir eyði dálítið en af
því fara tvennar sögur. Maður hefur heyrt tölur eins og 11-14 í beinni keyrslu og 15-18 í snattinu,
er þetta eitthvað sem er að marka eða bara bull. Ég veit um nokkra sem hafa átt svona bíla og
sumir eru búnir að eiga þá í mjög langan tíma og ef það segir manni eitthvað þá er það að þetta
séu kannski ekki svo slæmir bílar.
Mér stendur til boða svona bíll á mjög góðu verði og í góðu lagi svo að maður er að
velta þessu fyrir sér og er þar kannski hræddastur við eyðslu. Endilega ef þið þekkið eitthvað
til þessara vagna þá hellið úr skálum visku ykkar hér.
Takk fyrir
Mig langar að vita hvað þið vitið um þessa bíla, bæði gott og slæmt. Veit þeir hafa verið að endast
nokkuð vel og ég hef ekki heyrt mikið slæmt um þá nema þá kannski það að þeir eyði dálítið en af
því fara tvennar sögur. Maður hefur heyrt tölur eins og 11-14 í beinni keyrslu og 15-18 í snattinu,
er þetta eitthvað sem er að marka eða bara bull. Ég veit um nokkra sem hafa átt svona bíla og
sumir eru búnir að eiga þá í mjög langan tíma og ef það segir manni eitthvað þá er það að þetta
séu kannski ekki svo slæmir bílar.
Mér stendur til boða svona bíll á mjög góðu verði og í góðu lagi svo að maður er að
velta þessu fyrir sér og er þar kannski hræddastur við eyðslu. Endilega ef þið þekkið eitthvað
til þessara vagna þá hellið úr skálum visku ykkar hér.
Takk fyrir