Spjallið á F4x4
Posted: 31.mar 2010, 11:16
frá Brjótur
Sælir jæja sumum virðist farið að róast á spjallinu hjá F4x4 og segja að betra væri að opna aftur á utanfélagsmenn ;) en enn eru spéhræddar raddir á sveimi sem vilja ekki opna og ég hef velt því fyrir mér hversvegna menn vilja skrifa en ekki fá svar? og annað það eru þónokkrir sem nú tjá sig hjá F4x4 sem voru ekki að tjá sig áður, skrítið að vilja ekki tjá sig þegar allt var opið og menn gátu vænst svars.
kveðja Helgi
Re: Spjallið á F4x4
Posted: 07.apr 2010, 00:37
frá arnijr
Ég ætla nú bara að skrifa um þetta einu sinni og svo ekki meir. Ég var einn af þessum utanfélagsmönnum á vef f4x4. Var nú duglegri að lesa en skrifa en held að það sem ég skrifaði hafi nú bara allt verið í fínu lagi, þú ég væri ekki fullgildur félagsmaður. Núna í kvöld langaði mig til að bera upp spurningu þar og fór að leita að "Nýr þráður" takkanum. Fann hann ekki en fann á endanum nokkrar umræður um þessar lokanir þeirra.
Nú var ég búinn að ákveða að ganga í félagið, en stundum dragast svona hlutir hjá manni og ég var ekki búinn að koma því í verk. Það verður að segjast að skítkastið í þessum umræðum sparaði mér sexþúsund kallinn, allavega í bili. Ég þarf að telja nokkuð oft upp í tíu áður en ég tek það mál upp aftur á stjórnarfundi með sjálfum mér.
Það var ekki sexþúsund kallinn, það var ekki ákvörðunin um að loka á skrifaðgang utanfélagsmanna, svo fáránleg sem mér fannst hún, heldur skítkastið og leiðindin í umræðunni um málið. Það var vægast sagt ömurleg auglýsing fyrir klúbbinn. Tek fram að mörg innlegg í þá umræðu voru málefnaleg og kurteisisleg, en það þarf ekki mikið af hinu til að menn fái óbragð í munninn. Ég sé svo til aftur þegar ég er búinn að telja nokkrum sinnum upp í tíu.
Að sama skapi finnst mér æðislegt að sjá hvað hér er mikið líf, miklu meira en var á spjallborði f4x4. Ég hef fulla trú á að þetta spjallborð sé komið til að vera og spjallborð f4x4 eigi eftir að þróast yfir í umræðu um félagsmál eingöngu. Það er líka kannski allt í lagi, fyrst þeir vilja ekki reka almennt og opið spjallborð um jeppa og málefni þeim tengd. Það er þeirra ákvörðun, eins röng og mér finnst hún vera.
Re: Spjallið á F4x4
Posted: 08.apr 2010, 23:27
frá Brjótur
Ég legg til að spjallið á F4x4 verði gefið nýtt nafn BARNALAND hehehe