LAND ROVER DISCOVERY


Höfundur þráðar
einarkrh
Innlegg: 3
Skráður: 22.okt 2011, 19:23
Fullt nafn: Einar Haraldsson

LAND ROVER DISCOVERY

Postfrá einarkrh » 22.okt 2011, 20:34

getur einhver sagt mér hvernig þessir bílar hafa reynst og þá helst hvernig 2,5ltr 5 silitra dísel vélin hefur plummað sig



User avatar

joisnaer
Innlegg: 482
Skráður: 03.feb 2010, 16:03
Fullt nafn: Jóhann Snær Arnaldsson

Re: LAND ROVER DISCOVERY

Postfrá joisnaer » 22.okt 2011, 21:32

ég á svona bíl með 4 cylendra vél (td300) og ég er bara mjög sáttur við hann og hef heyrt mjög góða hluti almennt um þessa bíla.
Persónulega finnst mér td300 motorinn mikið skemmtilegri fyrir fjallajeppa útaf torqi. en samt sem bara óbreyttan götubíl er 5 cylendra motorinn örugglega mjög skemmtilegur. kraftar mjög vel.
Land Rover Defender tdi300 næstum 44" breyttur

User avatar

oggi
Innlegg: 130
Skráður: 31.jan 2010, 22:35
Fullt nafn: johann oddgeir johannsson
Staðsetning: skagafjörður

Re: LAND ROVER DISCOVERY

Postfrá oggi » 22.okt 2011, 23:10

http://islandrover.is/ þarna er mikið fjallað um þessa bíla á sjálfur eldri bílinn með 300 vélinni þar að segja discovery1 en 5cyl vélin kom í discovery2 ég er mjög ánægður með minn en þessir bílar eru svolitið bilanagjarnir en maður fyrirgefur þeim það þar sem þatta eru góðar sálir þótt halda mætti að sumir væru andsetnir:) svo er mjög góð varahlutaverslun sem er eingöngu með varahluti í Land/Rang Rover sem heitir BSA topp þjónusta þar

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: LAND ROVER DISCOVERY

Postfrá Einar » 23.okt 2011, 10:13

oggi wrote:.....en þessir bílar eru svolitið bilanagjarnir en maður fyrirgefur þeim það þar sem þatta eru góðar sálir þótt halda mætti að sumir væru andsetnir:).....

Bretar hanna hreint út sagt frábæra bíla en mikið væri gott ef þeir létu einhverja aðra setja þá saman, stór hluti af vandamálunum við breska bíla má rekja til óvandaðra vinnubragða í framleiðslu.
Kannski þurfa þeir líka bara japain til að stjórna, bresksmíðuðu Toyota fólksbílarnir virðast koma ágætlega út.
Síðast breytt af Einar þann 23.okt 2011, 10:21, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: LAND ROVER DISCOVERY

Postfrá hobo » 23.okt 2011, 10:20

Einar wrote:Bretar hanna hreint út sagt frábæra bíla en mikið væri gott ef þeir létu einhverja aðra setja þá saman, stór hluti af vandamálunum við breska bíla má rekja til óvandaðra vinnubragða í framleiðslu.


Undir það get ég tekið.
Hef allnokkra reynslu úr jarðvinnugeiranum og þær vinnuvélar sem voru settar saman í Bretlandi voru svo miklu meira til vandræða en þær sem komu frá öðrum samsetningarverksmiðjum í Evrópu.
Það var nú gert grín að þessu og sagt að bretarnir væru farnir að hugsa um pöbbinn strax eftir hádegi. Þunnir á morgnana og fullir seinni partinn.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 36 gestir