Síða 1 af 1

4Runner

Posted: 20.okt 2011, 20:28
frá Hjörvar Orri
Sælir/ar
Ég verslaði mér helvíti laglegan runner síðasta vor, og er fjári ánægður með gripinn. Hvernig er best að festa drullutjakkinn, skófluna og járnkallinn utan á hann, þá er ég að tala um smíði á festingum allar hugmyndir/útfærslur vel þegnar. Og viti menn, nú er afturrúðan hætt að virka. Það hlýtur að vera einhver sem hefur smíðað hlera á þetta. Ég veit að þetta er meira en að segja það, og ég trúi ekki öðru en einhver hefur látið á það reyna!
Kv.Hjörvar

Re: 4Runner

Posted: 20.okt 2011, 20:45
frá kjartanbj
ekki fyrsti sem lendir í því að afturrúðan hættir að virka í 4runner ;)

Re: 4Runner

Posted: 20.okt 2011, 20:57
frá KÁRIMAGG
Ég skar ferkantað gat í stuðarahornið á mínum gamla og setti þar í gegn 50 x 50 prófíl sem ég sauð í grindina. Ofan á prófílendann setti ég svo festingu einsog menn eru með aftan á mörgum bílum við hlið geymslukassans það eru engar góðar myndir til af þessu en reyni að setja þá bestu sem ég finn hjérna með.

Re: 4Runner

Posted: 20.okt 2011, 21:00
frá KÁRIMAGG
önnur

Re: 4Runner

Posted: 21.okt 2011, 20:44
frá Hjörvar Orri
kjartanbj wrote:ekki fyrsti sem lendir í því að afturrúðan hættir að virka í 4runner ;)

Nú er það ;)

Re: 4Runner

Posted: 21.okt 2011, 20:48
frá Hjörvar Orri
Kári, hvað var bilið milli bíls og tjakks c.a. mykið? Slóst tjakkurinn aldrei í bílinn hjá þér?

Re: 4Runner

Posted: 22.okt 2011, 21:33
frá Hjörvar Orri
Gengur klafa dót úr bensín hilux undir diesel runner, er þetta það sama?

Re: 4Runner

Posted: 22.okt 2011, 22:06
frá KÁRIMAGG
Hjörvar Orri wrote:Kári, hvað var bilið milli bíls og tjakks c.a. mykið? Slóst tjakkurinn aldrei í bílinn hjá þér?

það var ekki mikið bil og tjakkurinn stóð lóðrétt en hallaði ekki með boddyinu en nei tjakkurinn snerti aldrei bílinn en það voru meiri sveiflur á honum fram og aftur

Re: 4Runner

Posted: 22.okt 2011, 22:07
frá KÁRIMAGG
Hjörvar Orri wrote:Gengur klafa dót úr bensín hilux undir diesel runner, er þetta það sama?

Ég held alveg örugglega að það sé sama undir þeim

Re: 4Runner

Posted: 23.okt 2011, 06:19
frá ellisnorra
svopni wrote:S+a +a dögunum bláann runner með skemmtilegri útfærslu á afturenda. Hálfgerður landrover rass.


Hvernig á það að geta verið skemmtilegt? :)

Re: 4Runner

Posted: 23.okt 2011, 17:59
frá -Hjalti-
ImageImage

Re: 4Runner

Posted: 23.okt 2011, 18:49
frá siggi.almera
þetta er bara snilld

Re: 4Runner

Posted: 23.okt 2011, 19:09
frá Svenni30
Þetta finst mér ekki flott. En það er bara ég.