Stærri dekk, ástandsskoðun og tryggingar
Posted: 19.okt 2011, 13:52
Sælir allir
Þessi þráður er framhald af Mitsubishi þræðinum um breytingu fyrri 33". Umræðan snýst um hvort pajero sem er skráður fyrir 265/70r15 eða 29.5 tommu dekk sé löglegur á 33". Leyfð eru 10% frávik samkvæmt reglugerð sem þýðir að þessi pajero má vera á 32.56" dekkjum. Það virðist því að hann þurfi sérskoðun fyrir þessi dekk, en svo virðist sem að margir hafi fengið skoðun (árlega ástandsskoðun) á bílana sína þrátt fyrir að dekk hafi verið stærri en þessi 10% vikmörk frá því sem stendur í skráningarskírteini.
En nú kemur megin spurningin: Fari svo að bíll sem er á stærri dekkjum lendi í árekstri (hvort sem hann fékk ástandsskoðun með slík dekk eða ekki), hvernig taka tryggingafélög á slíku? Neita þau að borga? Er einhver sem lumar á slíkum reynslusögum?
kv. Muggur
Þessi þráður er framhald af Mitsubishi þræðinum um breytingu fyrri 33". Umræðan snýst um hvort pajero sem er skráður fyrir 265/70r15 eða 29.5 tommu dekk sé löglegur á 33". Leyfð eru 10% frávik samkvæmt reglugerð sem þýðir að þessi pajero má vera á 32.56" dekkjum. Það virðist því að hann þurfi sérskoðun fyrir þessi dekk, en svo virðist sem að margir hafi fengið skoðun (árlega ástandsskoðun) á bílana sína þrátt fyrir að dekk hafi verið stærri en þessi 10% vikmörk frá því sem stendur í skráningarskírteini.
En nú kemur megin spurningin: Fari svo að bíll sem er á stærri dekkjum lendi í árekstri (hvort sem hann fékk ástandsskoðun með slík dekk eða ekki), hvernig taka tryggingafélög á slíku? Neita þau að borga? Er einhver sem lumar á slíkum reynslusögum?
kv. Muggur