Skoðunarstöðvar

Hvort ferð þú með bílinn í skoðun hjá Frumherja eða Aðalskoðun?

Frumherja
49
32%
Aðalskoðun
106
68%
 
Fjöldi atkvæða: 155

User avatar

Höfundur þráðar
HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Skoðunarstöðvar

Postfrá HaffiTopp » 30.mar 2010, 19:27

Langar gjarnan að setja upp þessa könnun á hvorn skoðunaraðilann menn kjósa að eiga í viðskiftum við. Í ljósi þess að undanfarin 2 ár eða svo hef ég ekki verið sáttur með það viðmót sem Frumherji veitir manni hérna á Akranesi. Hef því beitt mínum viðskiftum við Aðalskoðun í Reykjavík.
Kv. Haffi
Síðast breytt af HaffiTopp þann 31.mar 2010, 00:49, breytt 1 sinni samtals.



User avatar

arni87
Innlegg: 305
Skráður: 01.feb 2010, 19:49
Fullt nafn: Árni Freyr Rúnarsson
Bíltegund: 38" Musso
Hafa samband:

Re: Skoðunarstöðvar

Postfrá arni87 » 30.mar 2010, 19:39

Ég fór með bílin minn í skoðun hjá Frumherja í Njarðvík og var enganvegin sáttur við frammkomu skoðunaramannsins svo ég ákvað að fara í Aðalskoðun í HFJ en það var næsta skoðunarstöð þeirra við mig og var ég mjög sáttur við viðmótið þar.
Skoðunarkarlarnir vinalegri og bentu manni á hlutina sem voru athugaverðir og þeir settu útá og eða eithvað sem væri skinsamlegt að athuga þegar heim væri komið en ekki þessi hortugheit og leiðindi sem ég lenti í hjá Frumherja.
En þess má geta að ég fékk endurskoðun hjá báðum aðilum.
Árni F
Lækurinn
Musso 97 38"

Flickr


kiatoys
Innlegg: 4
Skráður: 10.mar 2010, 20:22
Fullt nafn: Sigurður Grétar Marinósson

Re: Skoðunarstöðvar

Postfrá kiatoys » 30.mar 2010, 23:23

Ég ætla næst með alla mína bíla"3" í Aðalskoðun í Ólafsfirði, ca 220-250 kílómetrar í ferð en þess virði samt.

User avatar

JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Re: Skoðunarstöðvar

Postfrá JonHrafn » 30.mar 2010, 23:24

Það eru 2 aðalleikarar í Frumherja í Njarðvík, annar þeirra er fínn , hinn ekki :þ Ætla nú ekki að nefna nein nöfn en ég nenni ekki að versla við fyrirtæki þar sem það er happa glappa hvor maður lendi á og er ég eiginlega alfarið farinn að versla við Aðalskoðun í Hafnafirði, allt hressir strákar þar.


Ofsi
Innlegg: 278
Skráður: 31.jan 2010, 22:32
Fullt nafn: Jón Garðar Snæland

Re: Skoðunarstöðvar

Postfrá Ofsi » 30.mar 2010, 23:30

Ég fer í Aðalskoðu til þess að þurfa ekki að eiga viðskipti við Finn "Gift 30 miljarðar sem hurfu" Ingólfsson

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Skoðunarstöðvar

Postfrá Freyr » 31.mar 2010, 00:05

Ég er menntaður bifvélavirki og starfa sem slíkur. Gegnum vinnuna sé ég reglulega bíla koma á verkstæði með endurskoðun út af einhverjum fáránlegum ath.semdum. Það er mjög mikill munur milli skoðunarstöðva hvað þetta varðar. Skiptingin er sennilega eitthvað á þessa leið:

Frumherji Hesthálsi ber höfuð og herðar yfir allar aðrar stövar hvað varðar rugl og vitleysu og frá þeirri einu stöð kemur meira en helmingur allra "bull" athugasemda.

Næst eru hinar ýmsu skoðunarstöðvar Frumherja en þó er ein þeirra sem ég er ánægðari með en hinar, það er í Klettagörðum.

Að lokum eru það stöðvarnar hjá Aðalskoðun. Þekki reyndar mjög lítið til vinnubragðana hjá þeim í Hafnarfirði en er mjög ánægður með þá bæði í Skeifunni og á Skemmuvegi og fer alla jafna ánægður þaðan út. Þar er maður laus við rugl og vitleysu en fær athugasemdir á þá hluti sem raunverulega þarfnast lagfæringar.

Freyr

User avatar

Höfundur þráðar
HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Skoðunarstöðvar

Postfrá HaffiTopp » 31.mar 2010, 00:34

Já þessi útkoma hingað til er svona nokkurn veginn sú sem maður bjóst við. Maður hefur einmitt talað við marga um þetta og vilja sumir meina að skoðunin sé ekki eins nákvæm og örugg hjá Aðalskoðun miðað við ítarleg og fagleg vinnubrögð Frumerja. Það er eitt að hrista bílinn eitthvað til svo hægt sé að sjá markvert slit í fjöðrunar og stýrisbúnaði en annað að hamast undir honum með kúbein að vopni í fleiri mínútur til að nánast búa til slit í bílnum sem svo hægt er að setja útá. Ég fór með minn jeppa til aðalskoðunar hjá Aðalskoðun í Skeifunni. Þar þarf ekki að panta tíma og maður fær 15% 4x4 afslátt í þokkabót. Ég fékk einn mínus í kladdann sem var ónýt parkljósapera að framan og mér bent á að peran hinumegin að framan væri orðin slöpp. Að auki hafði ég þurft að taka númerplötuna framan af bílnum er ég gerði við stuðarann að framan og slugsað við að setja hana aftur á. Ég setti hana í framrúðuna og að öllu jöfnu hefði ég átt að fá enduskoðun en starfsmaðurinn sá ekki mikla ástæðu til að standa í þannig veseni og ég lofaði númerið framan á bílinn við fyrsta tækifæri. Ég ók glaður út og yfir götuna í búðina hjá Poulsen og keypti þar 2 nýjar parkljósaperur. Skifti um þær á planinu fyrir utan verslunina. Númeraplatan var komin framan á bílinn stuttu eftir að ég var kominn heim.
Veit ekki hvernig dramatík skoðunarmaðurinn hjá Frumherja hérna uppi á Skaganum hefði skellt á mig. Miðað við "stórhættulegt" ástandi bílsins míns en örugglega skellt á hann enduskoðun, bara til að græða meiri pening. En peningurinn kemur ekki í kassann ef viðskiftin fara annað.
Kv. Haffi


lukku.laki
Innlegg: 33
Skráður: 01.feb 2010, 01:37
Fullt nafn: Daði Rafn Brynjarsson
Staðsetning: hveragerði

Re: Skoðunarstöðvar

Postfrá lukku.laki » 31.mar 2010, 01:09

ég versla við frumherjaa í klettagörðum einfaldlega vegna þess að mennirnir þar eru bara kureisir og hafa gaman af lífinu....
toyota hilux 38'' 1990 (í uppgerð)
opel vectra 2.0 D 2000 (í notkun)

User avatar

Tómas Þröstur
Innlegg: 330
Skráður: 19.mar 2010, 10:03
Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson

Re: Skoðunarstöðvar

Postfrá Tómas Þröstur » 31.mar 2010, 10:38

Ég hef farið upp á vörubílabraut hjá Frumherja frá því að það var opnað þarna uppfrá og þekki lítið annað fyrir utan gömlu Bifreiðaskoðuna upp á Bíldshöfða sem var nú ótrúlegt aðstöðuleysisdæmi sem maður talar nú ekkert um. Mér hefur fundist þetta bara verið í lagi þarna á Hesthálsi þó svo að ég hafi ekki fengið fulla skoðun í hvert skifti. Fór í Aðalskoðun í Hafnarfirði til prófa þar. Fór þangað líka vegna þess að ég var að fara með bíl í sérskoðun/aðalskoðun og þurfti ekki að vera með hraðamælavottorð þar. Þeir mæla hraðamæli með GPS. Það kom mér óvart hvað þeir voru fljótir bæði að skoða bíllinn lögbundna ársskoðun 17 ára gamlan og svo einnig sérskoðun. Allir eitthvað að flýta sér og mikið um að vera og skoðunarmaðurinn ekkert sérstaklega almmennilegur allavega til að byrja með. Ætli hann sé ekki ýmsu vanur frá jeppamönnum og ekki öfundsverður. Eftir þetta hef ég haldið mig ennþá við Frumherja á Hesthálsi því ég held að þeir fari vel yfir bílana þar sem er nátturulega minn hagur og annara í umferðinni að bíllinn minn sé í lagi.
Síðast breytt af Tómas Þröstur þann 13.sep 2011, 11:54, breytt 1 sinni samtals.


agustulfar
Innlegg: 2
Skráður: 24.apr 2011, 18:59
Fullt nafn: Ágúst Úlfar Sigurðsson

Re: Skoðunarstöðvar

Postfrá agustulfar » 13.sep 2011, 10:05

Viðskipti mín við Frumherja hafa verið á þann veg að ég mun aldrei oftar skipta við þá ótilneyddur.
Hins vegar hef ég fengið frábæra þjónustu hjá Aðalskoðun og nefni sérstaklega eitt tilvik þegar ég fékk þá til að mengunarmæla mótor sem ég hafði keypt í partasölu og svaraði ekki væntingum mínum. Þá var mælt og skrifuð skýrsla með niðurstöðunum, stimpluð og undirrituð. Fyrir það allt tóku þeir ekki krónu !!!

Ágúst

User avatar

khs
Innlegg: 150
Skráður: 06.feb 2010, 22:37
Fullt nafn: Kristinn Helgi Sveinsson

Re: Skoðunarstöðvar

Postfrá khs » 13.sep 2011, 10:13

Frumherji auglýsa sjálfa sig mjög "nákvæma" við skoðun ökutækja. Þeir sem vilja fara þangað... verði þeim að góðu.

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Skoðunarstöðvar

Postfrá AgnarBen » 13.sep 2011, 10:49

Þið gleymið einu skoðunarfyrirtæki, Tékklandi.

Ég verslaði í mörg ár við Frumherja á Hesthálsi og þeir eru vissulega mjög nákvæmir, kannski einum of á köflum en ég varð aldrei var við neitt bull hjá þeim. Ég held að það sé bara gott að þeir séu svona almennt þar sem flestum er skítsama um ástand bílsins síns og sleppa því að sinna viðhaldi á honum ef þeir komast upp með það.

Núna versla ég við Aðalskoðun í Hafnarfirði, fín þjónusta þar á bæ og mér finnst þeir skoða jeppann ágætlega.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


helgiaxel
Innlegg: 259
Skráður: 27.maí 2010, 19:27
Fullt nafn: Helgi Axel Svavarsson
Staðsetning: Akranes

Re: Skoðunarstöðvar

Postfrá helgiaxel » 13.sep 2011, 11:04

Ég bý á skaganum og keyri til Hafnarfjarða í Aðalskoðun með alla mína bíla, ég myndi ekki fara til þess "græna" hjá frumherja á skaganum þótt mér yrði borgað fyrir það. Enda er annarhver bíll á skaganum með endurskoðun út á dellu og hugaróra skoðunarmannsins þar. Lyggur við að hann setji endurskoðunarmiða á bíla ef honum líka ekki við bíltegundina.

Svo í þokkabót skifti ég ekki við ræningja eins og finn ingólfsson


Kv
Helgi Axel

User avatar

Höfundur þráðar
HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Skoðunarstöðvar

Postfrá HaffiTopp » 13.sep 2011, 11:35

helgiaxel wrote:Ég bý á skaganum og keyri til Hafnarfjarða í Aðalskoðun með alla mína bíla, ég myndi ekki fara til þess "græna" hjá frumherja á skaganum þótt mér yrði borgað fyrir það. Enda er annarhver bíll á skaganum með endurskoðun út á dellu og hugaróra skoðunarmannsins þar. Lyggur við að hann setji endurskoðunarmiða á bíla ef honum líka ekki við bíltegundina.

Svo í þokkabót skifti ég ekki við ræningja eins og finn ingólfsson


Kv
Helgi Axel


Ég er í akkúrat sömu stöðu, bý á Skaganum og keyri í bæinn í skoðun nema finnst nógu langt að fara alla leið niður í Hafnarförð þannig að ég fer í Skeifuna og læt skoða hann þar hjá Aðalskoðun. Finnst kallinn hjá Frumherja uppi á Akranesi voðalega dindóttur og tekur sínar geðþóttarákvarðanir eftir því hver bíltegundin er og í hvaða skapi hann er í hverju sinni.
Kv. Haffi

User avatar

Tómas Þröstur
Innlegg: 330
Skráður: 19.mar 2010, 10:03
Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson

Re: Skoðunarstöðvar

Postfrá Tómas Þröstur » 13.sep 2011, 11:58

fyrir utan þennan fornleifauppgröft þá er bara svoooo skemmtilegt að ná fullri skoðun á bílana sína

User avatar

Alpinus
Innlegg: 221
Skráður: 01.feb 2010, 13:00
Fullt nafn: Hans Magnússon
Bíltegund: Lexus LX470

Re: Skoðunarstöðvar

Postfrá Alpinus » 13.sep 2011, 12:07

Áhugavert spjall.
Ég vil endilega vita ef eitthvað er að bílnum hjá mér. Síðustur 4-5 árin hef ég farið í Frumherja Hesthálsi og alltaf mætt mikilli kurteisi. Hef aldrei, fyrir utan eitt skipti, fengið fulla skoðun og þá stundum fyrir einhverja smámuni, en ég myndi ekki ganga svo langt að kalla það bull. Einu sinni kom ég til þeirra (ekki til að skoða) bara til að láta athuga með hljóð sem ég heyrði undir bílnum og þeir voru allir komnir undir hann á augabragði til að athuga málið og tóku síðan ekki krónu fyrir. Þar með var tryggt að ég kæmi þangað næst í skoðun.

Ég er ekki erfiður kúnni en þjónustan hjá mjög mörgum fyrirtækjum er slæm og stundum bara dónaleg. Oft er þetta bara bundið við einhvern einn starfsmann þó svo fyrirtækið sjálft sé kannski að gera góða hluti, en þessi eini starfsmaður getur orðið til þess að ég versla aldrei aftur við viðkomandi fyrirtæki.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Skoðunarstöðvar

Postfrá Startarinn » 13.sep 2011, 12:50

Ég fer með bílana mína og hjólin í skoðun í Njarðvík hjá Frumherja.
Ég spurði nokkurra spurninga varðandi mengunarmælingar á Benzanum mínum vegna vandamáls með hvarfakúta, ég var að velta fyrir mér hvort ég þyrfti að skipta um þá fyrir skoðun.
Þeir buðu mér að fyrra bragði að koma með bílinn í mengunarmælingu, ég mætti með bílinn nokkru seinna og bað þá að hrista hann fyrir mig líka því ég heyrði einhver óhljóð í fjöðruninni að framan og í ljós kom ónýt spindilkúla, léleg bremsuslanga, og ónýt öxulhosa. Fyrir þetta var ég ekki rukkaður um krónu. Þess má geta að bíllinn stóðst mengunarmælinguna.
Eins er ekki smámunasemin hjá þeim með mótorhjólin, hávaðamæling og drullusokkur að aftan er bara eitthvað sem skiptir litlu sem engu máli á mótorhjólum og þeir gera ekki veður útaf svoleiðis smámunum sem hafa engin áhrif á akstursöryggi.
Ég hef allavega ekki lent í neinu hjá þeim sem hefur ekki átt fullan rétt á sér
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

nobrks
Innlegg: 327
Skráður: 31.jan 2010, 21:12
Fullt nafn: Kristján Arnór Gretarsson

Re: Skoðunarstöðvar

Postfrá nobrks » 13.sep 2011, 13:23

Ég hef farið með nokkra bíla í Tékkland í Hafnarfirði, og hef ekkert útá þá að setja (gott kaffi).
Einnig fór ég oft í Frumherja Grafarvogi, þar sem maður fær persónulega þjónustu og þeir eyða ekki númerunum sem maður leggur í geymslu.
Á Hesthálsinn hef ég farið 2svar, og í bæði skiptin farið þaðan út verulega pirraður, í annað skiptið með endurskoðun út af hlutum sem aldrei hafði verið sett út á síðustu 7ár á undan(á mismunandi skoðunarstöðvum) , og í seinna skiptið með fulla skoðun, en viðmótið og athugasemdirnar á þann hátt að ég hef enga lyst á að koma þangað aftur.

User avatar

elfar94
Innlegg: 445
Skráður: 08.feb 2011, 13:58
Fullt nafn: elfar þór helgason
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: kópavogur

Re: Skoðunarstöðvar

Postfrá elfar94 » 13.sep 2011, 21:27

Ladan mín fór í skoðun hjá Tékklandi og einhvernvegin komst í gegnum skoðun með báða afturdemparana ónýta, stórt gat á pústinu, bremsudælur að aftan ónýtar, loft inná bremsukerfinu, bílstjórasætið laust(það var hægt að hrista það með annari hendi) laus hjóllega v/m að framan, vatnskassalokið ónýtt. einu athugasemdirnar voru : parkljósapera og hangandi dropi í framdrifi. bíllin fékk fulla skoðun
'90 hilux extra dc 2.4 turbo 44"
"If i can't crawl over it, i'll fly over it"


jonogm
Innlegg: 104
Skráður: 11.jún 2010, 14:03
Fullt nafn: Jón Ögmundsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: Skoðunarstöðvar

Postfrá jonogm » 13.sep 2011, 21:41

elfar94 wrote:Ladan mín fór í skoðun hjá Tékklandi og einhvernvegin komst í gegnum skoðun með báða afturdemparana ónýta, stórt gat á pústinu, bremsudælur að aftan ónýtar, loft inná bremsukerfinu, bílstjórasætið laust(það var hægt að hrista það með annari hendi) laus hjóllega v/m að framan, vatnskassalokið ónýtt. einu athugasemdirnar voru : parkljósapera og hangandi dropi í framdrifi. bíllin fékk fulla skoðun


Og þú fórst í skoðun með bílinn í slíku ástandi!

User avatar

elfar94
Innlegg: 445
Skráður: 08.feb 2011, 13:58
Fullt nafn: elfar þór helgason
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: kópavogur

Re: Skoðunarstöðvar

Postfrá elfar94 » 13.sep 2011, 21:42

nei, fyrri eigandi. ekki myndi mér detta það í hug að fara með bílinn í skoðun í þessu ástandi
'90 hilux extra dc 2.4 turbo 44"
"If i can't crawl over it, i'll fly over it"


Hrannifox
Innlegg: 374
Skráður: 19.sep 2011, 20:14
Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
Bíltegund: Musso Sport 37''
Staðsetning: Hveragerði

Re: Skoðunarstöðvar

Postfrá Hrannifox » 29.mar 2012, 00:56

ég fór nú alltaf með mína bíla í skoðun hjá frumherja hesthálsi einfaldlega útaf góðri þjónustu
skoðunarmennirnir alltaf rosalega fínir og oft bara að spjalla í leiðinni um lífið og tilveruna oftast þó
biltengdahluti, ég einfaldlega bið skoðunarmanninn að skoða bílana mína vél var oft á tíðum smá lengi
í skoðun skoðunarmanninum leiddist ekki spjallið.

fekk endurskoðun útá stýrisenda fór kl 8 um morgunin í skoðun, ég brunaði niðri n1 höfða
keyfti stýrisendann og skifti um hann í hádeginu litið að gera i vinnuni og beint með bílinn í skoðun
sama dag, svipurinn a skoðunarmanninum var góóður.

En þvi miður undanfarið hefur mér fundist viðmótið ömurlegt uppá hesthálsi
þannig ég færði mig til frumherja grafarvogi konan í afgreiðsluni ekkert nema æðislegheitin!
mjög svo persónuleg þjónusta gat ekki annað en þakkað fyrir mig og þangað mun ég fara með
alla mína bíla í skoðun.

kv hrannar
Hranni Fúsa
Ssangyong Musso sport 37''
Jeep Grand Cherokee WJ

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Skoðunarstöðvar

Postfrá Freyr » 29.mar 2012, 01:22

Er bifvélavirki og fæst oft við bíla vegna endurskoðunnar. Mín skoðun er þessi:

Frumherji Hesthálsi eru oft á tíðum stórkostlega ósanngjarnir og veruleikafirrtir á margan hátt þegar kemur að bifreiðaskoðun. Aldrei, og þá meina ég ALDREI fara með bíla þangað nema þig langi til að fást við fjandsamlegt viðmót og fá ósanngjarna endurskoðun og jafnvel enduskoðun sem stangast á við skoðunarhandbókina......

Aðrar skoðunarstöðvar frumherja eru mikið "happa glappa", fínustu menn inn á milli en einnig mikið um menn sem ættu að snúa sér að öðru (menn sem virðast hata bíla og þá sérstaklega ef þeir eru ekki 100% orginal).

Aðalskoðun hefur almennt séð reynst vel sama hvaða stöð er farið á með einhverjum undantekningum.

Aðalskoðun í Skeifunni fær A+ frá mér fyrir fagleg vinnubrögð og ég hef ekki enn farið þaðan ósáttur og hef í 3 ár farið þangað með alla mína bíla.

Hef enga reynslu af Tékklandi sjálfur en hef ekki heyrt neitt slæmt um þá svo þar til annað kemur í ljós er ég jákvæður gagnvart þeim.

Kv. Freyr


Lada
Innlegg: 171
Skráður: 31.jan 2010, 23:38
Fullt nafn: Ásgeir Bjarnason
Bíltegund: Subaru Outback
Staðsetning: Reykjavík

Re: Skoðunarstöðvar

Postfrá Lada » 29.mar 2012, 08:54

Eftir að skoðunarmaður Frumherja í Klettagörðum stakk gat á heila öxulhosu með skrúfjárni fyrir framan mig, hef ég ekki verslað við Frumherja og mun sennilega aldrei gera.
Ég fer með mína bíla til Aðalskoðunar og er alsæll með þjónustuna. Hef farið bæði í Hafnarfirði, Kópavogi og í Skeifunni og alltaf verið sáttur þó ég hafi ekki alltaf fengið fulla skoðun í fyrstu atrennu enda á maður ekki að vera í áskrift að fullri skoðun.

Kv.
Ásgeir


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Skoðunarstöðvar

Postfrá ivar » 29.mar 2012, 09:15

Búinn að fara 2x í Tékkland núna í borgartúni og er mjög sáttur.
Ódýrari en aðalskoðun og bara hressir og sangjarnir

User avatar

ssjo
Innlegg: 56
Skráður: 05.apr 2010, 10:27
Fullt nafn: Sigurður Sveinn Jónsson
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavík

Re: Skoðunarstöðvar

Postfrá ssjo » 29.mar 2012, 09:21

Tek undir með Ívari, sáttur við skoðanir hjá Tékklandi í Borgartúni, Hef farið þanga með breyttan bíl, lítinn fólksbíl og fellihýsi. Allt gott um það að segja.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Skoðunarstöðvar

Postfrá jeepson » 29.mar 2012, 16:32

Ég hef ekki ikla valmöguleika hér fyrir vestan. Þannig að ég fer til Frumherja á Ísafirði. ca 50km fyrir mig. Ég hef heyrt marga segja að kallin þar sem afar strangur og leiðinlegur. Hann er altaf voða fínn við mig. Og setur ekki út á hlutina nema að eitthvað sé að þeim. Mín skoðun er sú að ef eitthvað er að bílnum og það er sett útá það, lagar maður það. Það er ekki flóknara. En menn hafa lent í veseni og leiðindum við kallinn á Ísafirði og bölva honum mikið. Mér fynnst hann bara sangjarn og hef ekkert útá hann að setja.. Ég kýs frekar að fara til þeirra sem hafa orð á sér fyrir að vera strangir. Ég veit þá frekar að þeir setja útá eitthvað sem að aðrir myndu jafnvel ekki setja útá. Og ég bið altaf um að láta skoða alt extra vel. Enda vill ég hafa alt í LAGI :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Skoðunarstöðvar

Postfrá ivar » 29.mar 2012, 17:01

Þetta eru þessir afstæðu hlutir með lagi og ekki í lagi.
Ef það er farinn spindill, settu út á það.
Ef kasthornið frá dekki og upp í drullusokk reynist vera 37°en ekki 35°eins og stendur í evrópureglugerð... troddu því máli þá þar sem sólin skín ekki.

Þetta er helst dæmi um þann mun sem ég er að tala um.
Stendur smá millimeter útfyrir brettakannta?
Kasthorn á drullusokka, filmur í framrúðum, tvítóna flauta, virka rúðuupphalarinn fyrir afturrúðuna o.s.fv.
Þetta eru atriði sem ég vil ekki að séu sett útá.

Ívar

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Skoðunarstöðvar

Postfrá jeepson » 29.mar 2012, 17:12

Því miður er bara bannað að vera með filmur í framrúðum. Mér fynst nú að maður mætti vera með miðlungs eða ljósar filmur í framrúðunum. Ég get ekki séð að það skaði neitt.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Höfundur þráðar
HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Skoðunarstöðvar

Postfrá HaffiTopp » 29.mar 2012, 18:58

jeepson wrote:Því miður er bara bannað að vera með filmur í framrúðum. Mér fynst nú að maður mætti vera með miðlungs eða ljósar filmur í framrúðunum. Ég get ekki séð að það skaði neitt.

Þá skrúfarðu bara rúðurnar niður að framan og tekur öryggin úr á meðan bíllinn er skoðaður. Ekkert sem segir að þú verðir a vera með rúðurnar uppi á meðan bíllinn er skoðaður ;)
Kv. Haffi


Ofsi
Innlegg: 278
Skráður: 31.jan 2010, 22:32
Fullt nafn: Jón Garðar Snæland

Re: Skoðunarstöðvar

Postfrá Ofsi » 29.mar 2012, 19:11

Læk á Haffa :-)

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Skoðunarstöðvar

Postfrá jeepson » 29.mar 2012, 19:32

Ofsi wrote:Læk á Haffa :-)


Í þessu tilfelli er þetta ekki læk þar sem að ég er ekki með rafmagns rúður. hehe :) En ég skrúfaði niður rúðurnar á skodanum sem að ég átti og gleymdi að taka öryggin úr og það komst auðvitað upp um mig. En ég ætla ekki að dekkja fyrr en ég verð kominn með auka rúður Maður er enga stund að skipta um rúðurnar þetta eina skipti á árinu sem að bíllinn fer í skoðun :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Skoðunarstöðvar

Postfrá Startarinn » 30.mar 2012, 00:28

jeepson wrote:Því miður er bara bannað að vera með filmur í framrúðum. Mér fynst nú að maður mætti vera með miðlungs eða ljósar filmur í framrúðunum. Ég get ekki séð að það skaði neitt.


Það er bannað samkvæmt reglugerð að vera með filmur (algjörlega óháð lit) í rúðum sem eru framar en höfuð ökumanns með sæti í öftustu stöðu. Ef rúða er dekkt orginal er það leyfilegt uppað vissu marki, svo lengi sem það er ekki filma á rúðunni, þetta snýst um að það sé hægt að brjóta rúðuna í neyðartilviki

Í eldri reglugerð stóð fremst opnanlega fag, en þeirri glufu var lokað eftir að yfirvöld föttuðu hvað sú rúða er lítil í t.d. Lada sport


Úr reglugerð 822/2004 Um gerð og búnað ökutækja

9 gr
9.01 Rúður
(3) Ljósgegnumstreymi framrúðu og fremstu hliðarrúða skal innan eðlilegs sjónsviðs vera a.m.k.70%.

9.10 Bifreið
(5) Óheimilt er að þekja framrúðu og hliðarrúður sem eru framar en bak ökumannssætis í öftustu stöðu að hluta til eða alveg með litarefnum eða plasthimnu.
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Ingójp
Innlegg: 149
Skráður: 09.des 2010, 04:00
Fullt nafn: Ingólfur Pétursson

Re: Skoðunarstöðvar

Postfrá Ingójp » 30.mar 2012, 01:04

Ég er nú ekki að eltast mikið við þessar stöðvar versla mikið við þá í Klettagörðum enda vinnur frændi minn þar og gaman að kíkja á hann í kaffi. Svo fer ég stundum í Aðalskoðun í Hafnarfirði útaf ég bý þar. En ég forðast Frumherja uppá hálsum eftir að hafa farið með bíl þar í gegn.

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Skoðunarstöðvar

Postfrá -Hjalti- » 30.mar 2012, 01:11

HaffiTopp wrote:
jeepson wrote:Því miður er bara bannað að vera með filmur í framrúðum. Mér fynst nú að maður mætti vera með miðlungs eða ljósar filmur í framrúðunum. Ég get ekki séð að það skaði neitt.

Þá skrúfarðu bara rúðurnar niður að framan og tekur öryggin úr á meðan bíllinn er skoðaður. Ekkert sem segir að þú verðir a vera með rúðurnar uppi á meðan bíllinn er skoðaður ;)
Kv. Haffi



Þetta virkar bara ekki svona lengur. Ætti að vita það enda hef ég filmað alla mína bíla frammí síðustu 10ár.
Ef rúðan er í bílnum þá á hún að virka. Hinsvegar þá er engin skilda að vera með hliðarrúður.
Þannig að best er að rífa filmuðu hliðarrúðurnar úr fyrir skoðun á góðum sumardegi og skella sér í skoðun þannig.
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

Walter Ehrat
Innlegg: 5
Skráður: 09.feb 2012, 20:54
Fullt nafn: Walter Ehrat
Bíltegund: Unimog og Defender

Re: Skoðunarstöðvar

Postfrá Walter Ehrat » 31.mar 2012, 10:57

Lada wrote:Eftir að skoðunarmaður Frumherja í Klettagörðum stakk gat á heila öxulhosu með skrúfjárni fyrir framan mig, hef ég ekki verslað við Frumherja og mun sennilega aldrei gera.



Lenti einmitt í þessu með RangeRover í Tékklandi. Það var nú samt alveg óvart og vandræðalegt óhapp. Skoðunarmaður var að sýna mér slit í spindilkúlu með kúbeini sem skrikaði til og stakk gat á öxulhosu.

Svona óhöpp geta gerst hjá hvaða fyrirtæki sem er en skoðunarmenn eiga að passa að skemma ekki bílana.
LandRover Defender 130


Hrannifox
Innlegg: 374
Skráður: 19.sep 2011, 20:14
Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
Bíltegund: Musso Sport 37''
Staðsetning: Hveragerði

Re: Skoðunarstöðvar

Postfrá Hrannifox » 17.maí 2012, 00:12

Hef aldrei lent í leiðinlegum skoðunarmanni hjá frumherja uppá hálsum, annað mál með þetta
blessaða fólk í afgreiðsluni.

Núna seinasta föstudag ákvað ég að skella mér með hilux í skoðun svona fyrst hann var kominn með
nýtt púst og búinn að yfirfara flesta hluti einsog öxulholsur og svona smotterí og allt í fínu standi
fór niðri skeifu í aðalskoðun var smá biðröð og ég eitthvað óþolinmóður svo brunað var í frumherja
uppá hálsum þar fór ég inná vörubíladeildina ? skildi það ekki alveg þar sem luxinn er á orginal dekkjum
en jæja brummaði inn sagði þeim svo að tjékka vel og vandlega á legum dempurum og fara vel yfir þetta
fyrir mig allt samann mér fyndist ekkert leiðinlegt að gera við og vildi hafa hlutina í lagi.

ljósin voru eitthvað vanstillt skoðunarmaðurinn reddaði því ekkert vandamál svo hristu þeir bílinn einsog
einginn væri morgundagurinn hömuðust með kúbeininu og allt sem þeim datt í hug

fékk svo að vita að það vantaði glitaugunn að aftan sem eru á hornunum á pallinum og auðvita
fekk ég fulla skoðun.

Gott viðmót og eingin vandræði brummaði sáttur niðri toyota og keyfti glitaugun
Hranni Fúsa
Ssangyong Musso sport 37''
Jeep Grand Cherokee WJ


s.f
Innlegg: 308
Skráður: 08.feb 2010, 20:50
Fullt nafn: steinþór friðriksson

Re: Skoðunarstöðvar

Postfrá s.f » 17.maí 2012, 00:36

hvað er það sem menn eru ósátir við að sé sett úttá hjá þeim


Fordinn
Innlegg: 377
Skráður: 03.feb 2010, 21:47
Fullt nafn: Mikkjal Agnar Þórsson

Re: Skoðunarstöðvar

Postfrá Fordinn » 17.maí 2012, 11:32

Það er tvennt sem madur gerir þegar madur fer med bil í skoðun.... madur hefur öll ljós i lagi!!!! ekki fara med bilinn ljoslausan... þetta er otrulega algengt..... og hafið hann snyrtilegan og hreinan... ekki láta skoðunarmanninn kafa i gegnum rusl og drasl.

Ég vil fá að vita ef það er eitthvða meiriháttar ad styris eða hjólabúnaði bílsins.... enn svo veit madur um ath semdir eins og madur sem fór med toyota hiace i skoðun, einn fjolskyldumedlimurinn er bundinn i hjolastol svo það var buið að kippa einum bekknum úr bilnum.... og var buið að setja sliskjur á bilinn og for ekki a milli mala hvað var i gangi...


enn það datt einhverjum snillingnum um að rofla að það vantaði sætið i bilinn.... hlutur sem skiptir engu fjandans máli.....

eg hef einu sinni farið til frumherja uppa hálsi med 38" hilux.... og það var heilt blað af athugasemdum sem var að mestu leiti bull lagaði það sem sannlega var að og for svo uppi aðalskodun og fekk skoðun á bilinn...

eftir það hef eg bara skipt við aðalskoðun og fengið sanngjarna og góða meðferð.


Reyndar fór eg einu sinni med 77 arg af bronco á 38 á dalveginn... þar lennti ég á manni sem hafði áhuga á gomlum jeppum hann skoðaði bilinn hátt og lágt og var allt i góðu standi nema hann fann að styrisvélin var laus.... hann leit á mig og spyr hvort hann geti treyst mer til að fixa þetta strax.... Já segi ég undireins. hann gaf mer skoðun og eg keyrði bilinn út á plan reif ut verkfæratoskuna og skreið undir og herti þetta saman hann stóð og brosti þegar eg hoppaði inn og keyrði i burtu.....


s.f
Innlegg: 308
Skráður: 08.feb 2010, 20:50
Fullt nafn: steinþór friðriksson

Re: Skoðunarstöðvar

Postfrá s.f » 17.maí 2012, 11:43

það eru bara ekki allir sem myndu laga hluti sem er sett útá strax eins og þú nefnir svo held ég að það sé ekki nema 1 símtal að látta breita sæta fjölda í bíl ef það er verið að fæka þeim


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 22 gestir