33" General grabber eða BFGoodrich

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 250
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

33" General grabber eða BFGoodrich

Postfrá muggur » 14.okt 2011, 14:23

Sælir,
Er að velta fyrir mér kaupum á 33x12.5R15 dekkjum. Þetta er hugsað undir pajero 1998 (langan) og ekki til neinna aflrauna, bara malbik og svo Þórsmörk, Kjölur og svoleiðis næsta sumar. Hverju mælið þið með?

Samkvæmt verðlista hjá dekkverk.is þá munar nærri 20 þús kalli þar sem General Grabber er ódýrari en BFGoodrich. Mér finnst grabberinn flottari en á móti kemur að Leó M rakkar þau niður á síðunni sinni. En hvað segið þið spekingar um val á dekkjum í þessum stærðarflokki.

kv. Muggur


----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


Snúlli
Innlegg: 1
Skráður: 14.okt 2011, 15:08
Fullt nafn: Björn Steinarsson

Re: 33" General grabber eða BFGoodrich

Postfrá Snúlli » 14.okt 2011, 15:18

Miðað við þína notkun þá sýnist mér réttast að þú fáir þér Yaris
Snúlli

User avatar

Höfundur þráðar
muggur
Innlegg: 250
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: 33" General grabber eða BFGoodrich

Postfrá muggur » 14.okt 2011, 15:39

Hmm Snúlli, vera málefnalegur!
Kannski að maður fari líka eitthvað að brölta með 'litlu deildinni' og svona. En jú líkt og hjá mörgum þá myndi Yaris duga fyrir 90-95% af eknum km. Jeppaeign er visst bruðl.
Kv. muggur
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


stebbi83
Innlegg: 34
Skráður: 01.apr 2011, 20:55
Fullt nafn: stefán ingi daníelsson

Re: 33" General grabber eða BFGoodrich

Postfrá stebbi83 » 14.okt 2011, 16:01

Ég get lofað þér því að það sem LeoM segir um General dekkin eigi ekki við um General grabber at2
Það var fyrir nokkrum árum sem þetta átti við um eldri gerðir af general dekkjunum en það er búið að laga það núna.

Googlaðu dekkin og ég get lofað þér því að General Grabber AT2 kemur vel út
Það er líka komið nýtt munstur sem heitir Grabber AT þau hafa komið vel út líka,
en það er ekki komin mikil reynsla á þau þar sem þau voru bara flutt inn síðasta vetur
Bf Goodrich eru líka góð dekk því er ekki hægt að neita, en þau hafa átt það til að vírslitna.
Ég hef ekki séð það á AT2 dekkjunum frá general

Ég er reindar ekki hlutlaus þar sem ég er að selja General dekkin.


Offari
Innlegg: 199
Skráður: 16.des 2010, 12:06
Fullt nafn: Starri Hjartarson

Re: 33" General grabber eða BFGoodrich

Postfrá Offari » 14.okt 2011, 17:00

Hér áður fyrr tolldu graber dekkinn ekki á felgunum. Þetta fannst mér afar óheppilegt í snjóakstri en ég veit ekki hvort þetta hefur lagast.

User avatar

Refur
Innlegg: 239
Skráður: 13.aug 2010, 09:33
Fullt nafn: Vilhjálmur Arnórsson

Re: 33" General grabber eða BFGoodrich

Postfrá Refur » 15.okt 2011, 09:17

Allavega fyrir nokkrum árum síðan, þá voru General dekkin nokkuð vinsæl, voru ódýrari en BFG, þau slitnuðu hraðar en BFG en mér fannst þau virka betur í snjó, BFG voru svo hörð og sprungu og fúnuðu leiðinlega hratt, í minningunni var líka mikið opnara mynstur á General dekkjunum og þegar það var búið að skera í miðjukubbana og setja 2+1 neglingu ásamt aukaneglingu í miðju kubbana þá stóðu þau líka mjög vel í hálku.
Svo gerði pabbi gamli út 2 Econoline 350 í skólakeyrslu sem voru á 35" á 16,5" felgu, General kom mikið betur út en BFG, og belgurinn dugði út mynstrið, það var hinsvegar ekki hægt að segja um BFG, tvisvar sinnum hvellsprungu svoleiðis dekk þannig að ytri hliðin fór úr, og felgurnar eyðilögðust í bæði skiptin, þetta skeði löngu áður en dekkin voru orðin hálfslitin og það var alltaf 25-30psi í þeim. Reyndar er dekk fyrir 16,5" stífara og meira burðardekk heldur en venjulegt dekk fyrir 15" felgu, en mér finnst þetta segja talsvert um muninn á þessum dekkjum.

Veit ekkert hvernig þessi dekk eru í dag, en miðað við fyrri reynslu veldi ég General alla daga.

Kv. Villi


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 4 gestir