Síða 1 af 1

Vélaskipti í Pajero ´96

Posted: 13.okt 2011, 22:41
frá kubbur67
Góðan daginn.
Ég á Pajero ´96 2800 disel. Mig langar til að vita ef vélin færi í honum er þá hægt að setja stærri vél í hann ?
Án þess að skipta um kassa og þvíum líkt.
Kveðja Kubbur

Re: Vélaskipti í Pajero ´96

Posted: 16.okt 2011, 22:39
frá arnijr
3.2 vélin passar við kassann, en hún er tölvustýrð, svo allt það dót þarf að fara yfir með vélinni, alveg upp í sviss. Sömu vélarfestingar trúi ég, fyrir utan rafmagnið á þetta að vera "drop in".

Re: Vélaskipti í Pajero ´96

Posted: 17.okt 2011, 10:00
frá kubbur67
Ok takk fyrir það maður hefur þá eitthvað til að skoða framm að vélaskiptum, væri gaman að fá meiri kraft í hann því hann er frekar latur á 38" eins og er.

Re: Vélaskipti í Pajero ´96

Posted: 17.okt 2011, 12:22
frá HaffiTopp
Tekur túrbínuna af 3,2 vélinni og skellir henni á 2,8, skrúfar aðeins upp í olíuverkinu, setur 2,5" púst og verður sælli en nokkru sinni áður.
Kv. Haffi

Re: Vélaskipti í Pajero ´96

Posted: 20.okt 2011, 06:37
frá kubbur67
Ok, það er mikklu auðveldara er nú þegar með 2,5" púst. Þá er bara að finna einhvern sem getur gert þetta fyrir mann.