Sælir: Hvernig væri að taka aðeins umræðu um vetrarvökvann, semsagt frostlöginn. Bláan, rauðan, glæran. Kostir, gallar og allt heila klabbið. Maður hefur heyrt að ekki megi blanda saman bláum og rauðum, þá hlaupi allt í kekki en líka að það sé allt í góðu að blanda saman svo hverju á að trúa. Nú væri gaman að fá ausið úr viskubrunni spjallverja.
Kveðja.
Vetrarvökvi
Re: Vetrarvökvi
Rauði frostlögurinn gefur betri tæringarvörn og er ætlaður fyrir álhedd og annað sem gæti verið úr áli í vatnsganginum. Það má ekki blanda rauðum frostlög við aðra, þá myndast tæring. Var einmitt að rífa mótor sem hafði blandast rauður og blár eða eitthvað álíka og hann var skelfilegur að innan.
Hinsvegar ef menn þurfa að bæta á og vantar það mikið á kerfið að vafi leikur á hvort það er rauður eða blár, þá er til gulur kælivökvi sem má blandast við bæði.
...sem til dæmis ég er að selja :)
Hinsvegar ef menn þurfa að bæta á og vantar það mikið á kerfið að vafi leikur á hvort það er rauður eða blár, þá er til gulur kælivökvi sem má blandast við bæði.
...sem til dæmis ég er að selja :)
Prodject Toylett Hilux Longcap eða hvað á að kalla það...
Re: Vetrarvökvi
Ef það leikur einhver vafi um það hvaða frostlögur er á bilnum þá borgar sig að skola út kælikerfið og byrja með nýjan frostlög, oft ákveðnir staðlar sem framleiðendur eru með, hvað á að fara á bílana.
Skipta reglulega um hann, á 2 ára fresti eða svo.
Skipta reglulega um hann, á 2 ára fresti eða svo.
LC 120, 2004
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur