hvaða vél myndi teljast versta vél sem framleid hefur verið


Höfundur þráðar
gaz69m
Innlegg: 665
Skráður: 10.mar 2010, 11:54
Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
Bíltegund: gaz69m
Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata

hvaða vél myndi teljast versta vél sem framleid hefur verið

Postfrá gaz69m » 10.okt 2011, 17:00

hef afskaplega gaman af því þegar menn ræða vélar mál hvað virkar og hvað ekki ofan í hinn eða þennan bíl , en spurning dagsins er hvað er versta vél sem menn hafa haft ofaní húddinu hjá sér .
Síðast breytt af gaz69m þann 10.okt 2011, 17:09, breytt 1 sinni samtals.


sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.

User avatar

JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Re: hvaða vél myndi teljast versta vél sem framleif hefur verið

Postfrá JonHrafn » 10.okt 2011, 17:07

3vze v6 bensín vél, eyðir álíka og v10magnum en bíllinn hreyfist varla.

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: hvaða vél myndi teljast versta vél sem framleid hefur verið

Postfrá Óskar - Einfari » 10.okt 2011, 17:11

Hehehe...

Þá er það komið... þarf ekki að ræða þetta neitt frekar. Er ekki hægt að loka bara þræðinum :D
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

LFS
Innlegg: 579
Skráður: 10.apr 2010, 11:39
Fullt nafn: lúðvik freyr sverrisson
Bíltegund: nissan patrol y60

Re: hvaða vél myndi teljast versta vél sem framleid hefur verið

Postfrá LFS » 10.okt 2011, 17:14

350 olds diesel grutmáttlaust og endist ekki hringveginn !
Síðast breytt af LFS þann 10.okt 2011, 19:40, breytt 1 sinni samtals.
1994 nissan patrol 2.8l 44"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"

User avatar

Bóndinn
Innlegg: 197
Skráður: 02.maí 2010, 10:28
Fullt nafn: Sigurgeir Runólfsson

Re: hvaða vél myndi teljast versta vél sem framleid hefur verið

Postfrá Bóndinn » 10.okt 2011, 17:21

Ó nei!!!!

ZD30 frá Nissan á örugglega fyrsta sætið í þessari keppni.....

Kv Geiri
Nissan Patrol 5.9 Cummins twin turbo 46"


Höfundur þráðar
gaz69m
Innlegg: 665
Skráður: 10.mar 2010, 11:54
Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
Bíltegund: gaz69m
Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata

Re: hvaða vél myndi teljast versta vél sem framleid hefur verið

Postfrá gaz69m » 10.okt 2011, 17:36

Bóndinn wrote:Ó nei!!!!

ZD30 frá Nissan á örugglega fyrsta sætið í þessari keppni.....

Kv Geiri



hvað meinaru geiri minn ég hélt að þú myndir dásama þær vélar , meina eithvað varðstu að hafa að gera og hugsaðu um allt eldsneytið sem sparaðist á meðan þú varst með þá vél í dadsún
sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: hvaða vél myndi teljast versta vél sem framleid hefur verið

Postfrá Startarinn » 10.okt 2011, 17:50

Uppá endingu og viðhald = Nissan RD28
Uppá eyðslu og almennt kraftleysi = Toyota 3VZ-E
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: hvaða vél myndi teljast versta vél sem framleid hefur verið

Postfrá -Hjalti- » 10.okt 2011, 17:50

Alveg klarlega gm 305. Alveg glatadar velar.
og svo 2.5 diesel mitsubishi. Alltaf raudgloandi.
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: hvaða vél myndi teljast versta vél sem framleid hefur verið

Postfrá Einar » 10.okt 2011, 18:39

49cm wrote:350 detroit diesel grutmáttlaust og endist ekki hringveginn !

Held að þú sért að tala um Oldsmobile Diesel 350 sem kom 1978, hún var ekki frá Detroit Diesel heldur eigin framleiðsla hjá GM, var byggð á Oldsmobile 350 bensínblokk sem þoldi ekki átökin, fyrstu eintökinn áttu það til að slá sveifarásinn niður úr blokkinni og heddin af og annað eftir því.
Komu seinast um 1985 og þá var búið að endurbæta hana heilmikið og hún gat gengið ágætlega í höndunum á mönnum sem pössuðu upp á hana en hafði engu að síður alvarlega veikleika sérstaklega voru hedd og heddboltar vandamál.
Þetta voru raunar 3 mismunandi vélar, tvær stærðir af V8 5.7L (350) og minni 4.3L og síðan 4.3L V6 en V8 350 vélin var lang þekktust allavega á Íslandi.
Hún er væntanlega verðugur kandidat fyrir þennan titil ásamt brotajárninu sem Nissan setti í húddið á þeim annars ágæta bíl Patrol og reyndi að telja kaupendunum trú um að væri vél.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: hvaða vél myndi teljast versta vél sem framleid hefur verið

Postfrá jeepson » 10.okt 2011, 19:03

Startarinn wrote:Uppá endingu og viðhald = Nissan RD28
Uppá eyðslu og almennt kraftleysi = Toyota 3VZ-E


Ég myndi nú segja að Rd30 væri nú talsvert verri en 28. allavega heyrir maður meira um ónýtar 3l vélar heldur en 2,8.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: hvaða vél myndi teljast versta vél sem framleid hefur verið

Postfrá Startarinn » 10.okt 2011, 19:31

Ég fór 4 sinnum í heddpakkninguna á þessari vél í þessi 4 ár sem ég átti bílinn. ég hef aldrei séð jafn illa farið hedd bara eftir heddpakkninguna, það varð að plana heddið um heilan millimeter áður en förin eftir pakkninguna voru farin. taktu eftir að þetta var RD28, ekki RD28T

Enn sem komið er hefur 3vz-E vélin alltaf skilað mér heim

RD30 vélina þekki ég ekki
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

RunarG
Innlegg: 194
Skráður: 24.sep 2010, 08:55
Fullt nafn: Rúnar Þór Gestsson

Re: hvaða vél myndi teljast versta vél sem framleid hefur verið

Postfrá RunarG » 10.okt 2011, 19:59

Mér finnst nú alveg magnað hvað menn eru alltaf að segja hvað 2.8 patrol mótorinn sé lélegur og lifi ekki daginn af!
ef menn hugsa um þessa mótora, skipta um kælivatn 1x á ári og passi það að hann hitni ekki, t.d með stærri vatnskössum og svoleiðis búnaði þá er ekkert að þessum mótor!
jú hann er hefur nú ekki mikið afl, en þó nokkuð tog,!
en jújú það eru alltaf til skemtilegri mótorar og kraftmeiri og með meira tog og allt það.. en ég bara hef ekki enþá séð þennan stóra veikleika i þessum mótor hja mér!

ég hef líka séð 1 og sama mótorinn fara með 3 svona hedd, en ég veit líka hvernig hann var keyrður og fékk að hitna, þessir mótorar þola ekki að hitna, og þess vegna setja menn 3" púst, stærri vatnskassa og fleira tilheyrandi til að losna við það vandamál!
Nissan Patrol 44" fulllæstur með lógír og öllu draslinu

User avatar

LFS
Innlegg: 579
Skráður: 10.apr 2010, 11:39
Fullt nafn: lúðvik freyr sverrisson
Bíltegund: nissan patrol y60

Re: hvaða vél myndi teljast versta vél sem framleid hefur verið

Postfrá LFS » 10.okt 2011, 20:32

RunarG wrote:Mér finnst nú alveg magnað hvað menn eru alltaf að segja hvað 2.8 patrol mótorinn sé lélegur og lifi ekki daginn af!
ef menn hugsa um þessa mótora, skipta um kælivatn 1x á ári og passi það að hann hitni ekki, t.d með stærri vatnskössum og svoleiðis búnaði þá er ekkert að þessum mótor!
jú hann er hefur nú ekki mikið afl, en þó nokkuð tog,!
en jújú það eru alltaf til skemtilegri mótorar og kraftmeiri og með meira tog og allt það.. en ég bara hef ekki enþá séð þennan stóra veikleika i þessum mótor hja mér!

ég hef líka séð 1 og sama mótorinn fara með 3 svona hedd, en ég veit líka hvernig hann var keyrður og fékk að hitna, þessir mótorar þola ekki að hitna, og þess vegna setja menn 3" púst, stærri vatnskassa og fleira tilheyrandi til að losna við það vandamál!


eg er sammala þessu atti bil með svona motor og vann hann mjog skemmtilega a hagum snuning en vantaði torq a lagum snuning annars var eg mjog anægður með hana !
1994 nissan patrol 2.8l 44"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: hvaða vél myndi teljast versta vél sem framleid hefur verið

Postfrá jeepson » 10.okt 2011, 21:02

49cm wrote:
RunarG wrote:Mér finnst nú alveg magnað hvað menn eru alltaf að segja hvað 2.8 patrol mótorinn sé lélegur og lifi ekki daginn af!
ef menn hugsa um þessa mótora, skipta um kælivatn 1x á ári og passi það að hann hitni ekki, t.d með stærri vatnskössum og svoleiðis búnaði þá er ekkert að þessum mótor!
jú hann er hefur nú ekki mikið afl, en þó nokkuð tog,!
en jújú það eru alltaf til skemtilegri mótorar og kraftmeiri og með meira tog og allt það.. en ég bara hef ekki enþá séð þennan stóra veikleika i þessum mótor hja mér!

ég hef líka séð 1 og sama mótorinn fara með 3 svona hedd, en ég veit líka hvernig hann var keyrður og fékk að hitna, þessir mótorar þola ekki að hitna, og þess vegna setja menn 3" púst, stærri vatnskassa og fleira tilheyrandi til að losna við það vandamál!


eg er sammala þessu atti bil með svona motor og vann hann mjog skemmtilega a hagum snuning en vantaði torq a lagum snuning annars var eg mjog anægður með hana !


Djöfull er ég sammála ykkur strákar. Þetta eru fínir mótorar ef það er passað uppá þá. Mér fynst bara pottinn minn nokkuð hress miðað við stærð og þyngd. Og eyðslan er bara alveg ásættanleg. Það má heldur ekki gleyma því þegar menn eru að tala um kraftleysi að jeppar eru ekki kvartmílutæki. allavega ekki í mínum augum.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: hvaða vél myndi teljast versta vél sem framleid hefur verið

Postfrá -Hjalti- » 10.okt 2011, 21:08

Startarinn wrote:Ég fór 4 sinnum í heddpakkninguna á þessari vél í þessi 4 ár sem ég átti bílinn. ég hef aldrei séð jafn illa farið hedd bara eftir heddpakkninguna, það varð að plana heddið um heilan millimeter áður en förin eftir pakkninguna voru farin. taktu eftir að þetta var RD28, ekki RD28T

Enn sem komið er hefur 3vz-E vélin alltaf skilað mér heim

RD30 vélina þekki ég ekki

Startarinn wrote:

ég átti bíl með Nissan RD28 vél, heddpakkningin fór 4 sinnum í honum, vegna skemmdrar blokkar, þar kom aldrei reykur samhliða biluninni.

+



Þarna kemur það fram að það var aulagangurin hja þer ad setja ny hedd a onyta blokk 4sinnum en ekki það að velin væri eitthvað slæm.. Veit ekki um nokkra vel sem þolir það lengi ad vera með skemmda blokk.
Þessi margsagða dæmisaga þin er nu fallin um sjalfa sig.

svona fyrst að þu talar svona mikið um aræðanleika v6 toyota velarinnar.þa veit ekki betur en að þær hafi verið með kroniskt heddpakkningarvandamal.
Síðast breytt af -Hjalti- þann 10.okt 2011, 21:20, breytt 2 sinnum samtals.
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: hvaða vél myndi teljast versta vél sem framleid hefur verið

Postfrá -Hjalti- » 10.okt 2011, 21:18

xzxz
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: hvaða vél myndi teljast versta vél sem framleid hefur verið

Postfrá jeepson » 10.okt 2011, 21:24

Var það bara heddpakninga vandamál á V6 eða voru ekki heddin eitthvað líka að stríða þeim?
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: hvaða vél myndi teljast versta vél sem framleid hefur verið

Postfrá -Hjalti- » 10.okt 2011, 21:28

Held ekki
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: hvaða vél myndi teljast versta vél sem framleid hefur verið

Postfrá Startarinn » 10.okt 2011, 21:41

Hjalti_gto wrote:
Startarinn wrote:Ég fór 4 sinnum í heddpakkninguna á þessari vél í þessi 4 ár sem ég átti bílinn. ég hef aldrei séð jafn illa farið hedd bara eftir heddpakkninguna, það varð að plana heddið um heilan millimeter áður en förin eftir pakkninguna voru farin. taktu eftir að þetta var RD28, ekki RD28T

Enn sem komið er hefur 3vz-E vélin alltaf skilað mér heim

RD30 vélina þekki ég ekki

Startarinn wrote:

ég átti bíl með Nissan RD28 vél, heddpakkningin fór 4 sinnum í honum, vegna skemmdrar blokkar, þar kom aldrei reykur samhliða biluninni.

+




Þarna kemur það fram að það var aulagangurin hja þer ad setja ny hedd a onyta blokk 4sinnum en ekki það að velin væri eitthvað slæm.. Veit ekki um nokkra vel sem þolir það lengi ad vera með skemmda blokk.
Þessi margsagða dæmisaga þin er nu fallin um sjalfa sig.

svona fyrst að þu talar svona mikið um aræðanleika v6 toyota velarinnar.þa veit ekki betur en að þær hafi verið með kroniskt heddpakkningarvandamal.



Ég þurfti aldrei að kaupa nýtt hedd, það sprakk aldrei eins og það gerir á túrbóvélunum. Enda hefði ég frekar hent bílnum en að kaupa nýtt hedd, bíllinn var ekki það verðmikill.
Málið var nú ekki bara blokkin, grafítpakkningarnar grafa sig inní drulludeiga álið sem er í þessum heddum, vélin getur aldrei orðið til friðs fyrr en það er búið að plana blokk og hedd og setja stálpakkningu, hiti var aldrei orsökin fyrir mínum vandamálum, og skmmdin í blokkinni var ekki ástæðan fyrir upprunalega vandamálinu.
Vandamálið við blokkina var ryð undir þéttihringnum kring um sílender, kom kælivatni ekkert við, á endanum sauð ég í þá skemmd, en þá var heddið orðið of lélegt eftir grafít pakkningarnar til að ég gæti sett stálpakkningu, og heddið þoldi ekki aðra plönun.
Til samanburðar fór ég með vasahlíf á hedd af bens sem ég skipti um pakkningu í. Ég náði ekki að marka í það hedd

Fyrir utan þetta allt saman, þá hef ég aldrei séð jafn svakalegar slitbrúnir í nokkurri blokk eins og var komið í þessa eftir 230þús km akstur, ég sá aldrei neitt gott við þessa vél annað en að hún togaði ágætlega á lágum snúning


Varðandi V6 vélina, þá hefur hún eins og áður sagt alltaf skilað mér heim, sem er meira en ég get sagt með hina,ég man í fljótu bragði ekki eftir að hafa heyrt að þær hafi farið trekk í trekk, en það hef ég aftur á móti heyrt með patta vélina.

Ekki það að ég er ekkert ánægður með þessa V6u ún fer út þegar ég hef tíma aflögu og hin vélin verður klár
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: hvaða vél myndi teljast versta vél sem framleid hefur verið

Postfrá Freyr » 10.okt 2011, 22:50

350 sbc. Grunnurinn var blokk úr gömlum van en með einhverjum heddum sem ég veit ekki hver eru. Á henni var TBI innspíting. Þessi vél eyddi fáránlega mikklu m.v. afköst og svo ákvað rocker armur að yfirgefa samkvæmið í rólegheitakeyrslu innanbæjar með tilheyrandi skemmdum.

Svo er annað mál að það eru líka til alveg hrikalega skemmtilegar sbc og mun eyðslugrennri en mín var en spurningin var jú sú hver væri versta vél ofaní bíl sem maður hefur átt.

Freyr

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: hvaða vél myndi teljast versta vél sem framleid hefur verið

Postfrá Sævar Örn » 10.okt 2011, 23:06

258 AMC, þessi vél lak 4 lítrum af olíu á tankinum, sem var 60 lítrar en maður komst samt ekki nema 270km á honum í rólegum innanbæjarakstri, restinni af olíunni brenndi vélin, þess má geta að þó hún hafi verið 28 ára gömul var hún ekki ekin nema 80þ km og er enn þann dag í dag í AMC Eagle 1982 módeli
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: hvaða vél myndi teljast versta vél sem framleid hefur verið

Postfrá Freyr » 10.okt 2011, 23:28

En svona almennt séð, ekki e-ð sem maður hefur átt þá detta mér í hug eftirfarandi vélar:
-Renault diesel vélarnar sem voru í gömlu cherokee jeppunum. Hriiiiiiiikalega máttlausrar og biluðu mikið.
-V6 2,8 GM sem voru t.d. í S-10 blazer, eyddu svakalega og biluðu mikið (hef ég heyrt, hef ekki persónulega reynslu af þeim)

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: hvaða vél myndi teljast versta vél sem framleid hefur verið

Postfrá jeepcj7 » 11.okt 2011, 00:07

4.0 diesel í 60 cruiser brenndi bara smurolíu og eyddi fullt af diesel líka grútmáttlaus og svo brotnaði sveifarásinn eftir nokkra kílómetra alversta reynsla sem ég hef átt í bílaeign ef bíl skal kalla.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Atlasinn
Innlegg: 54
Skráður: 30.sep 2011, 18:11
Fullt nafn: Ægir Óskar Gunnarsson
Bíltegund: Tacoma
Staðsetning: selfoss

Re: hvaða vél myndi teljast versta vél sem framleid hefur verið

Postfrá Atlasinn » 11.okt 2011, 14:25

49cm wrote:350 olds diesel grutmáttlaust og endist ekki hringveginn !

ekki rétt hér með farið 350 olds er grútmáttlaust en endist og endist
Kv.Ægir Óskar Gunnarsson

User avatar

LFS
Innlegg: 579
Skráður: 10.apr 2010, 11:39
Fullt nafn: lúðvik freyr sverrisson
Bíltegund: nissan patrol y60

Re: hvaða vél myndi teljast versta vél sem framleid hefur verið

Postfrá LFS » 11.okt 2011, 15:01

rangt kannski siðustu modelin hafi kannski einhvað endst en þær eru þekktir gallagripir !

http://www.forgottendiesels.com/5.7_oldsmobile.html
1994 nissan patrol 2.8l 44"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"


steinarxe
Innlegg: 195
Skráður: 09.mar 2010, 21:16
Fullt nafn: Steinar Amble Gíslason

Re: hvaða vél myndi teljast versta vél sem framleid hefur verið

Postfrá steinarxe » 11.okt 2011, 15:16

6.6 duramax,ojbara ullabjakk!


jongunnar
Innlegg: 220
Skráður: 14.jún 2011, 21:03
Fullt nafn: Jón Gunnar Mýrdal

Re: hvaða vél myndi teljast versta vél sem framleid hefur verið

Postfrá jongunnar » 11.okt 2011, 15:38

2,5 Nissan vél sem er í Navara bílunum ég ´fekk stimpilstöng útúr blokkinni bara á þjóðvegarakstri..
2,8 nissan í Patrol eru fínarvélar.......
kv. Jón Gunnar
Ef það er ekki olía undir enskum bílum þá er ekki olía á þeim

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: hvaða vél myndi teljast versta vél sem framleid hefur verið

Postfrá AgnarBen » 11.okt 2011, 16:20

Ef ég skoða bara vélarnar í mínum jeppum þá er 3.0T Patrol vélin líklega sú versta þar sem hún hrundi (gat á stimpil) eftir aðeins 2 þús.km í minni eigu en þá var vélin keyrð 155 þús og rúmlega 6 ára gömul (sem þykir nú helv góð ending fyrir fyrstu 3ja lítra mótorana frá Nissan). IH viðurkenndi reyndar gallann og ég fékk nýja vél sem var flott hjá þeim. Annars var þetta þokkaleg vél.

Ég átti einu sinni sjsk 33" Pajero með 2.8T vél og það er líklega sú haugmáttlausasta vél sem ég hef átt og ekki var sjálfskiptingin að hjálpa til, alveg glötuð.

Pabbi á gamlan Patrol með RD28 (ekki túrbó) sem er búinn að vera í hans eigu í langan tíma og er keyrð 330 þús.km. Einu sinni hefur verið skipt um pakkningu á þeirri vél fyrir ekki svo löngu síðan og munum við ekki eftir neinu viðhaldi á þeirri vél í okkar eigu, solid vél en haugmáttlaus. Við ræstum hana um helgina í fyrsta skipti í rúmlega ár og hún malaði eins og köttur :)

Ég hef átt nokkra Patrola með RD28T og hef bara verið þokkalega sáttur með þær fyrir utan vöntun á togi á lágum snúningi, hef aldrei lent í neinu veseni með þá mótora enda var búið að skipta um hedd eða pakkningu á þeim öllum áður ég eignaðist þá :)
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: hvaða vél myndi teljast versta vél sem framleid hefur verið

Postfrá Einar » 11.okt 2011, 17:13

Dálítið merkilegt að þráður um verstu vélarnar er farinn að snúast um Nissan vélar, einkennilegt :)

En fyrir mína parta er á vél með eðlilegum olíuskiptum og engu vatnsleysis slysi að endast algjört lágmark 200 þús. Km (og meira ef hún er diesel) án þess að vera með neitt vesen og þá meina ég ENGU veseni. Ef hún getur það ekki þá er hún einfaldlega ekki góð. Það eru hins vegar til fullt af vélum sem standast þessar kröfur vandræðalaust.


juddi
Innlegg: 1242
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: hvaða vél myndi teljast versta vél sem framleid hefur verið

Postfrá juddi » 11.okt 2011, 22:17

4 cyl bensín vélin í Land Rover freelander það er meira seigja til sér heimasíða um þetta undur, heddpakningar fara iðulega einnig stimpilhringir og svo til að toppa þetta þá er mjög algengt að þegar heddið er tekið af fylgja slífarnar með til mikillar hamingju
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is

User avatar

elfar94
Innlegg: 445
Skráður: 08.feb 2011, 13:58
Fullt nafn: elfar þór helgason
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: kópavogur

Re: hvaða vél myndi teljast versta vél sem framleid hefur verið

Postfrá elfar94 » 12.okt 2011, 08:03

juddi wrote:4 cyl bensín vélin í Land Rover freelander það er meira seigja til sér heimasíða um þetta undur, heddpakningar fara iðulega einnig stimpilhringir og svo til að toppa þetta þá er mjög algengt að þegar heddið er tekið af fylgja slífarnar með til mikillar hamingju

alveg sammála því að þetta er skelfileg vél, frændi minn átti freelander með svona vél, hún gaf sig eftir hálft ár af eðlilegri notkun
'90 hilux extra dc 2.4 turbo 44"
"If i can't crawl over it, i'll fly over it"


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 59 gestir