Smurolía á AC dælu

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Smurolía á AC dælu

Postfrá hobo » 08.okt 2011, 16:20

Hvaða smurolíu eru menn að nota á AC loftdælur? Loftpressuolíu líklega?



User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Smurolía á AC dælu

Postfrá jeepson » 08.okt 2011, 16:29

Ég held að það hafi bara verið 10/40 á dæluni sem var cherokee sem að ég átti einusinni.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


stjanib
Innlegg: 270
Skráður: 01.feb 2010, 04:35
Fullt nafn: Kristján Y. Brynjólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Smurolía á AC dælu

Postfrá stjanib » 08.okt 2011, 16:50

Prófaðu að tala við þá í Alkul upp á höfða. Þeir settu einhverja olíu í a/c kerfið hjá mér sem hafði þann tilgang að smyrja dæluna..

K.v
Stjáni

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Smurolía á AC dælu

Postfrá Sævar Örn » 08.okt 2011, 17:04

Ég hef margoft séð menn bora fyrir smurkopp í dæluhúsið og setja þangað síðan bara bláa koppafeiti
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Smurolía á AC dælu

Postfrá olei » 08.okt 2011, 17:25

Hvernig dælu ertu með?
Í svipinn man ég eftir þremur útgáfum af AC dælum.
Ein er byggð eins og hefðbundin bílvél, með lokaðan kjallra og stimpla sem vísa (yfirleitt) upp á við. T.d York sem þrífst vel á sjálfskiptivökva.
Önnur er byggð eins og stjörnuhreyfill með stimpla sem vísa radialt út frá miðjunni. Einhverjir vísa niður og ef sett er þunn olía í sveifarhúsið þá lekur hún út með stimplunum ansi hratt. Koppafeiti eftir smekk virkar á þær.
Síðan er það skáplans útgáfan sem er sennilega algengust. Menn hafa duddað við ýmsar æfingar við að smyrja þær og sumir farið í að fæða smá olíu inn á þær með loftinu og notað olíuskiljur. Annar möguleiki er að komast á bak við skáplanið og setja þar þykka olíu, eða hreinlega koppafeiti.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Smurolía á AC dælu

Postfrá Startarinn » 08.okt 2011, 17:52

Ég er með litla olíuskilju á loftinu frá dælunni, og blæði bara niður úr henni inná inntakið, olían sem ég nota er Mobil rarus SHC 1026, alltof dýr olía í þetta, en þetta er loftpressu og túrbínuolía.
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Guðjón S
Innlegg: 76
Skráður: 20.júl 2010, 16:43
Fullt nafn: Guðjón Smári Guðjónsson

Re: Smurolía á AC dælu

Postfrá Guðjón S » 08.okt 2011, 17:53

Ég hef notað sjálfskiptiolíu og dass af Militec, blandað þessu saman, þetta klikkar ekki.

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Smurolía á AC dælu

Postfrá hobo » 08.okt 2011, 20:18

Ég veit ekkert hvers konar dæla þetta er en hún lítur svona út

Image

Image

Svona er uppsetningin á þessu, sýnist þetta bara vera einfalt og gott kerfi. Efsta slangan er loftið frá dælu og tengist kútnum að ofan og liggur rör frá þeim nippli neðarlega í kútinn. Í botninum liggur olían. Neðan á kútnum er lítill rafmagnsstýrður loki með 1mm gati sem opnar fyrir þegar dælan fer í gang. Þrýstingurinn í kútnum sér síðan um að þrýsta olíunni í gegn um lokann, síðan með nettri slöngu sem liggur inn í inntakið á dælunni. Olían fer síðan með loftinu frá dælu í kútinn og sest í botninn. Úttökin eru svo ofarlega á kútnum til að olían slysist ekki þangað.
Image

Ég er búinn að taka kútinn úr og er að yfirfara þetta allt saman og vildi bara vita hvort það væri einhver spes olía sem menn eru að nota. Sýnist það vera allur gangur á því.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Smurolía á AC dælu

Postfrá ellisnorra » 08.okt 2011, 20:30

Þetta er svolítið sniðugt system Hörður.

Ég er með þetta mjög einfalt, ég smelli bara dassi af þeirri olíu sem næst mér er (yfirleitt sjálfskiptivökva og stundum mótorolíu) í loftinntakið á dælunni öðru hverju :)
Pabbi er búinn að vera með sama setup í um 15 ár og ekki klikkað ennþá.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Smurolía á AC dælu

Postfrá hobo » 08.okt 2011, 20:38

En ertu þá ekki með eitthvað til að fanga olíuna aftur Elli?


stjanib
Innlegg: 270
Skráður: 01.feb 2010, 04:35
Fullt nafn: Kristján Y. Brynjólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Smurolía á AC dælu

Postfrá stjanib » 08.okt 2011, 20:38

Það stendur þarna á myndinni hvaða olíu þú átt að nota, Densoil 6

K.v
Stjáni

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Smurolía á AC dælu

Postfrá hobo » 08.okt 2011, 20:44

stjanib wrote:Það stendur þarna á myndinni hvaða olíu þú átt að nota, Densoil 6

K.v
Stjáni


Ætli það hafi ekki verið freon eða sambærilegt sem sá um að smyrja dæluna upphaflega, ég las þetta sem denso il 6.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Smurolía á AC dælu

Postfrá ellisnorra » 08.okt 2011, 20:48

hobo wrote:En ertu þá ekki með eitthvað til að fanga olíuna aftur Elli?


Jú bara loftkút með botnkrana. Loftið fer beint af dælu inn á kútinn og svo af kútnum til neyslu, svipað system og hjá þér í raun og veru bara óreglulegri smurning og olían ekki endurnýtt.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Smurolía á AC dælu

Postfrá hobo » 08.okt 2011, 20:53

Skil þig.

En að máli málanna, þá á ég á til dýrindis syntetíska loftpressuolíu upp í hillu. Er það ekki bara málið?


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Smurolía á AC dælu

Postfrá olei » 08.okt 2011, 22:12

hobo wrote:Skil þig.

En að máli málanna, þá á ég á til dýrindis syntetíska loftpressuolíu upp í hillu. Er það ekki bara málið?

Það sýnist mér.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Smurolía á AC dælu

Postfrá Freyr » 09.okt 2011, 01:24

Startarinn wrote:Ég er með litla olíuskilju á loftinu frá dælunni, og blæði bara niður úr henni inná inntakið, olían sem ég nota er Mobil rarus SHC 1026, alltof dýr olía í þetta, en þetta er loftpressu og túrbínuolía.


Þetta er ekki alvge nógu góð aðferð. Málið er að allar dælur þétta töluverðan raka þegar þær þjappa loftinu saman og sá raki blandast smurningunni í olíuskiljunni og með tímanum eykst vatnshlutfallið í blöndunni. Síðan hringsólar þessi vatnsblandaða olía gegnum dæluna hring eftir hring.

Ég er með smurglas á inntakinu og þar set ég Rarius loftþjöppuolíu með örlitlu af Millitec. Smurmagnið úr glasinu saman við loftið er stillanlegt, minnir að ég þurfi að fylla á glasið eftir hverjar 4-5 ferðir (sem er sennilega of mikil smurning samt). Á lögninni frá dælunni er ég með olíu/rakaglas sem á að taka vatn og olíu úr loftinu og þeim kokteil hendi ég þar sem hann er vatnsblandaður. Dælan mín er með öxul þvert á viftureimina, á öxlinum er skáplata sem hreyfir 5 stk. liggjandi stimpla. Ég klikkaði á því þegar ég gerði upp dæluna að græja smurningu á skáplötuna (kjallarann í dælunni). Ætla að taka dæluna sundur fyrir veturinn til að smyrja aftur í legurnar í henni auk þess að setja tappa á sveifarhúsið svo ég geti sett olíu þar inn.

Freyr


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Smurolía á AC dælu

Postfrá olei » 09.okt 2011, 07:48

Freyr wrote:
Startarinn wrote: Ég klikkaði á því þegar ég gerði upp dæluna að græja smurningu á skáplötuna (kjallarann í dælunni). Ætla að taka dæluna sundur fyrir veturinn til að smyrja aftur í legurnar í henni auk þess að setja tappa á sveifarhúsið svo ég geti sett olíu þar inn.

Freyr

Ef þú setur olíu eða jafnvel slummu af feiti inn í sveifarhúsið þá býst ég við að það smiti eitthvað með stimplunum og það er spurning hvort að það sé þá nóg smurning fyrir þá þannig að hitt olíukerfið verði óþarft. Þó skömm sé frá að segja hef ég aldrei lagst í rannsókn á skáplansdælunum varðandi smurningu en þegar þú segir það þá er augljóst að kjallarinn í þeim lifir ekki endalaust ef dælan er eingöngu smurð með loftinu.

Hvað sýnist þér?

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Smurolía á AC dælu

Postfrá Startarinn » 09.okt 2011, 13:49

Freyr wrote:
Startarinn wrote:Ég er með litla olíuskilju á loftinu frá dælunni, og blæði bara niður úr henni inná inntakið, olían sem ég nota er Mobil rarus SHC 1026, alltof dýr olía í þetta, en þetta er loftpressu og túrbínuolía.


Þetta er ekki alvge nógu góð aðferð. Málið er að allar dælur þétta töluverðan raka þegar þær þjappa loftinu saman og sá raki blandast smurningunni í olíuskiljunni og með tímanum eykst vatnshlutfallið í blöndunni. Síðan hringsólar þessi vatnsblandaða olía gegnum dæluna hring eftir hring.


Það er nákvæmlega ekkert að þessari aðferð, það er ekki eins og olían eigi að duga að eilífu, glasið er glært og þar sér maður vel ástandið á olíunni, magnið er ekki nema u.þ.b. 2dl, þegar olían er orðin slöpp skiptir maður, simples
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Smurolía á AC dælu

Postfrá Freyr » 09.okt 2011, 14:16

Dælan mín kemur úr Renault Megane. Hún var í drasli þegar ég reif hana sundur og m.a. voru stimplarnir nær fastir í strokkunum. Eftir að hafa losað þá og slípað strokkana og stimplana með 400 pappír setti ég stimplana neðarlega í strokkana og fyllti svo strokkana ofan við stimplana af ssk. olíu til að sjá hversu hratt hún læki niður og hversu mikill munur væri á þéttleika stimplanna. 2 tímum seinna var ekki einn einasti dropi lekinn niður sem þýðir að dælan er mjög þétt og þ.a.l. fer sáralítil sem enginn smurning milli strokka og sveifarhúss. Reyndar var eitt stk gat, um 6 mm svert, sem lá milli "heddsins" og sveifarhússins en ég lokaði því út af öðru vandamáli sem ég átti við (en það að loka gatinu breytti engu). Eftirá að hyggja var þetta gat sennilega smurrás milli hedds og sveifarhúss því einhvernveginn fer smurninginn úr AC kælimiðlinum í sveifarhúsið í þessum dælum þegar þær sinna sínu upphaflega hlutverki.

Freyr

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Smurolía á AC dælu

Postfrá hobo » 10.okt 2011, 11:38

Nú er ég búinn að skoða þennan loka sem er neðan á kútnum hjá mér. Hann virkar eiginlega öfugt finnst mér, er lokaður þegar straumur er á og opnar þegar straumur fer af.
Fékk mér annan loka sem virkar eins og mér finnst að hann eigi að gera, eða öfugt við hinn.

Eini gallinn núna finnst mér að báðir lokarnir hleypa of miklu í gegn um sig. Þegar fullur þrýstingur er á kútnum og straumur fer á nýja lokann, fyllir maður glas af olíu á no time.
Er ekki nóg að það séu skammtaðir dropar inná dæluna?? .. allavega ekki svaka buna..
Ætli það séu til brjóstnipplar með nálargati??

User avatar

Tómas Þröstur
Innlegg: 330
Skráður: 19.mar 2010, 10:03
Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson

Re: Smurolía á AC dælu

Postfrá Tómas Þröstur » 10.okt 2011, 14:09

hobo wrote:Nú er ég búinn að skoða þennan loka sem er neðan á kútnum hjá mér. Hann virkar eiginlega öfugt finnst mér, er lokaður þegar straumur er á og opnar þegar straumur fer af.
Fékk mér annan loka sem virkar eins og mér finnst að hann eigi að gera, eða öfugt við hinn.

Eini gallinn núna finnst mér að báðir lokarnir hleypa of miklu í gegn um sig. Þegar fullur þrýstingur er á kútnum og straumur fer á nýja lokann, fyllir maður glas af olíu á no time.
Er ekki nóg að það séu skammtaðir dropar inná dæluna?? .. allavega ekki svaka buna..
Ætli það séu til brjóstnipplar með nálargati??


Keypti nyja AC Ford hliðarstimpla dælu á sínum tíma sem dugði spræk í tíu ár. Var hvorki með dropaskamtara eða síu á kerfinu heldur bara helti smá ATF olíu í soglögn fyrir hverja notkun. Eftir að ég setti dropaskamtara sogmegin og olíuskilju þrýstimegin byrjaði endingarvandamál með næstu dælur og þær dugðu varla veturinn (að vísu keyptar notaðar). Er nú nýlega komin með enn eina dælu notaða og er búinn að henda smurskamtara og olíuskiljunni í Furu þar sem það á heima. Þetta kerfi heftir bæði loftflæði að og frá dælu og veldur hitavandamálum. Dælan varð líka mun kraftmeiri við að taka þetta dót úr og taka aftur upp gamla góða smurkerfið.


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Smurolía á AC dælu

Postfrá olei » 10.okt 2011, 15:54

Förum aðeins yfir þetta. AC dælur eru smurðar með kælimiðlinum sem þær dæla. Bæði stimplar og "kjallarinn" í þeim. Ef það á að nota þær sem loftdælur þá þarf væntanlega að smyrja bæði stimpla og kjallara ef til stendur að þær endist eitthvað.

Hér er York AC dæla sem er með lokuðu sveifarhúsi, útfærslan er eins og bílvél með sinn sveifarás og stimplana upp. Þessar dælur hafa enst mjög vel án þess að bætt sé olíu inn á loftið að þeim og eru nokkuð eftirsóttar sem loftdælur af því að þær eru með lokaðan kjallara. Hann er einfaldlega fylltur af olíu upp undir tappann á hliðinni á dælunni. Ef sett er of mikið á þær þá æla þær olíunni út af sér fyrstu skiptin með loftinu. Síðan ná þær jafnvægi og þá er nóg að tékka á olíunni á þeim einu sinni á ári eða svo.
Image

Hvað er það þá sem smyr stimplana í þeim?
Svar: það er gusugangur úr kjallaranum sem slettist upp í neðanverða sílyndrana og stimplarnir fá þannig smá smurning neðan frá rétt eins og í hefðbundinni bílvél. Og fyrst að dælurnar endast jafn vel og raun ber vitni þá myndast greinilega olíufilma upp eftir sílindrunum sem nægir til að smyrja þá . Með öðrum orðum: þó að stimplarnir séu þéttir þá fá þeir smuringu neðan frá.

Það er líka augljóst að þessar dælur bræða úr sveifaráslegunum ef það er engin olía í kjallaranum á þeim. Sem aftur þýðir að það gengur ekki að tengja við þær olíu inn á soglögnina og ætla að láta þar við sitja. Aftur á móti þarf ekki olíu inn á soglögnina af því að það kemur nógur smurningur úr kjallaranum fyrir stimplana sé þar nóg af olíu á annað borð.

Spurningin er þá; af hverju ætti þetta að vera eitthvað öðruvísi með dælur sem eru byggðar eins og stjörnuhreyfill, eða skáplansdælurnar sem eru með liggjandi stimpla? Ég kem ekki auga á það.

Ef þetta er svona þá liggur beint við að álykta sem svo: Að olíudripp inn á soglögnina á AC dælu er ekki nóg smurning fyrir hana. Ef menn hinsvegar gusa vel af olíu inn á soglögnina fyrir hverja notkun þá endar eitthvað af þeirri olíu í kjallaranum á dælunni sem lengir líf hennar, því meira því betra væntanlega.

Í beinu framhaldi þá er það spurningin hvort að rétta leiðin til að smyrja skáplansdælurnar sé að reyna að koma þykkri olíu eða hreinlega feiti í kjallarann á þeim og vona að við hreyfingu og hita þá smiti næglega mikil olía innan frá að stimplunum til að smyrja þá - í stað þess að vera að smíða drip-feed smurkerfi með olíuskilju sem smyr kjallarann of lítið, eða jafvel ekki neitt?

Besta lausnin, e.t.v sú eina sem dugar til langframa er að gera hvoru tveggja eins og Freyr er að pæla. Ég er samt ekki viss um að drip feed sé nauðsynlegt ef það tekst að útfæra nóga smurningu á kjallarann. Smurkoppur gæti reddað málinu.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Smurolía á AC dælu

Postfrá Freyr » 10.okt 2011, 16:27

Án þess að vera viss þá hugsa ég að koppafeiti sé of þykk til að smyrja kjallarann, ég geri ráð fyrir að miðflóttaaflið myndi skila feitinni frá snertiflötunum út í húsið og þar sæti hún svo. Ég vona að þegar ég tek mína dælu í sundur komi í ljós að það sé hægt að hafa smá olíu í botninun á kjallaranum sem skáplanið sér svo um að sulla um allt.

Freyr

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Smurolía á AC dælu

Postfrá Startarinn » 10.okt 2011, 16:31

olei wrote:Förum aðeins yfir þetta. AC dælur eru smurðar með kælimiðlinum sem þær dæla


Þetta er ekki rétt.
Kælimiðillinn hefur nákvæmlega enga smureiginleika, sem er ástæðan fyrir að það er smurolía á þessum kerfum líka, hún hringrásar með kælimiðlinum sýnist mér þar sem ég hef aldrei séð olíuskiljur í svona litlum kerfum.
Flest kælikerfi eru með olíuskilju eftir pressuna til að fanga olíu sem hefur komið upp með stimlunum, eina undantekningin sem ég hef séð eru þessi pínulitlu kerfi eins og aircondition kerfin og ísskáparnir þar sem kerfið er það lítið að það breytir engu þá olían fari með, hún skilar sér til baka.
Í stærri kerfum væri það vandamál þar sem olían myndi setjast til einhversstaðar út í kerfinu og valda truflunum.

En það er klárt mál að það er smurolía á þessum dælum
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Smurolía á AC dælu

Postfrá olei » 10.okt 2011, 16:33

Laukrétt Ástmar, þetta var ónákvæmt orðalag, takk!


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Smurolía á AC dælu

Postfrá olei » 10.okt 2011, 16:51

Freyr wrote:Án þess að vera viss þá hugsa ég að koppafeiti sé of þykk til að smyrja kjallarann, ég geri ráð fyrir að miðflóttaaflið myndi skila feitinni frá snertiflötunum út í húsið og þar sæti hún svo. Ég vona að þegar ég tek mína dælu í sundur komi í ljós að það sé hægt að hafa smá olíu í botninun á kjallaranum sem skáplanið sér svo um að sulla um allt.

Freyr

Skil þig. Ég tók stjörnudælu sem var búið að nota sem loftpressu þó nokkuð lengi og sá að menn höfðu laumað feiti inn í sveifaráshúsið í henni. Það var enginn önnur smuring á dælunni. Ég sullaði slurk af feiti inn á hana og gusaði góðum tappa af ATF á eftir. Dælan var ekki notuð mikið eftir þessa aðgerð og því takmarkaðan lærdóm hægt að draga af því hvernig þetta virkaði til langframa.

Það er mjög líklegt að það sé búið að finna fínar lausnir á því að smyrja þessar skáplansdælur þó að mér sé ekki kunnugt um það. Hinsvegar sé ég að menn eru enn að grilla þær vegna smurningsleysis og þessvegna væri nú flott að finna einhverja einfalda og klára lausn á þessu smurningsmáli. Skáplansdælurnar eru jú oft það eina sem hægt er að koma fyrir með góðu móti og jafnvel það eina sem hægt er að finna á skikkanlegu verði.

User avatar

Tómas Þröstur
Innlegg: 330
Skráður: 19.mar 2010, 10:03
Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson

Re: Smurolía á AC dælu

Postfrá Tómas Þröstur » 10.okt 2011, 16:54

AC dælur sem loftpressur eru í raun málamiðlun. Varla verða slíkar dælur nokkurn tíma alvöru loftpressu búnaður þó svo slíkt sé nothæft í einhvern tíma því oft vantar bæði kælingu og smurningu á þann hátt sem AC dælan er hönnuð fyrir. Alvöru loftpressa í jeppa væri með gegnumstreymi um sig bæði frá smur- og kælikerfi bílvélarinnar. T.d. væri tveggja stimpla vatnskæld og olíusmurð Bendix TU-FLOW 500 pottpressa - eða eitthvað annað sambærilegt - draumurinn fyrir utan stærð, þyngd og verð.


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Smurolía á AC dælu

Postfrá olei » 10.okt 2011, 17:10

Tómas Þröstur wrote:AC dælur sem loftpressur eru í raun málamiðlun. Varla verða slíkar dælur nokkurn tíma alvöru loftpressu búnaður þó svo slíkt sé nothæft í einhvern tíma því oft vantar bæði kælingu og smurningu á þann hátt sem AC dælan er hönnuð fyrir. Alvöru loftpressa í jeppa væri með gegnumstreymi um sig bæði frá smur- og kælikerfi bílvélarinnar. T.d. væri tveggja stimpla vatnskæld og olíusmurð Bendix TU-FLOW 500 pottpressa - eða eitthvað annað sambærilegt - draumurinn fyrir utan stærð, þyngd og verð.

Út af fyrir sig rétt.

Samt sýnist mér að York dæla hafi burði til að endast flesta jeppa. Það eru helst bílar með loftpúpakerfi á hæðarventlum sem ná að klára þær og þá oftast af því að það klárast af þeim olían. Það er engin tilviljun að kaninn er að smíða rafdrifnar loftælur sem eru bara York drifnar áfram með startaramótorum.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Smurolía á AC dælu

Postfrá ellisnorra » 10.okt 2011, 17:30

En að setja 100ml af atf í ílát og láta dæluna sjúga það í einum slurk? Þá ætti nú aldeilis að sullast um inní henni og jafnvel að leka niður í kjallara á henni
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Smurolía á AC dælu

Postfrá hobo » 11.okt 2011, 09:25

Þetta hefur greinilega verið þarft málefni, hehe.

Þegar ég hvolfdi úr kútnum hjá mér kom bara vatn og brún vatnsblönduð olía út.
Svo var brot á mjóu slöngunni frá lokanum neðan á kútnum sem liggur í inntakið, þannig að dælan hefur verið að fá eitthvað lítið af smurningu.

Núna er hausverkurinn hjá mér hvernig ég get minnkað flæðið frá olíulokanum neðan á kútnum..

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Smurolía á AC dælu

Postfrá hobo » 11.okt 2011, 11:55

Afgreitt!

Image

Image

Stillanlegur tregðuloki :)


emmibe
Innlegg: 250
Skráður: 20.mar 2013, 08:43
Fullt nafn: Elmar þór Benediktsson
Bíltegund: ssangyong musso

Re: Smurolía á AC dælu

Postfrá emmibe » 26.nóv 2014, 13:26

Langaði að bæta aðeins við þó þráðurinn sér orðinn gamall, ég hef notað koppafeiti á AC dæluna (skáplan) hjá mér í sumar og smá smurolíu með. Reif hana núna fyrir veturinn og koppafeitin er greinilega ekki nóg smurning var orðin var við stirðleika í dælingu. Kúlubotnarnir á stöngunum í stimplana voru mjög stífir og úr einum kom járnflís. Á pinnalegunni á skáplaninu var engin feiti en slatti af olíu var í dælunni. Lokaði núna gatinu milli húsana http://www.grungle.com/endlessair.html og Olían+Milliteck helst skáplans megin núna. Vona bara að þetta hafi sloppið hún er liðugri núna.
Kv. Elmar
Elmar Þór Benediktsson
emmibe@gmail.com
SsangYong Musso E32

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Smurolía á AC dælu

Postfrá jeepson » 26.nóv 2014, 21:24

Gaman að lesa þessa umræðu. Ég var að komast yfir York 210 dælu. Hvaða olíu væri best að nota á hana? Dugar smurolía eða þarf ég sérstaka loftpressu olíu. Einnig sá ég að menn eru að blind eitt smurgatið í kjallaranum á henni til að hún æli minna af olíu útúr sér. á maður eitthvað að pæla í þessu eða vera bara með olíu gleypir á henni og tappa reglulega af honum og hella því svo aftur á dæluna??
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Smurolía á AC dælu

Postfrá olei » 26.nóv 2014, 21:31

York virkar vel og mjög lengi á sjálfskiptivökva.
Það fer eftir því hvernig dælan snýr hversu mikil olía tollir í kjallaranum. Mín reynsla er að ef maður setur of mikið þá frussar hún því út mjög fljótlega og síðan stendur magnið bara í stað eftir það. Ég fylli þær upp undir hæðartappann á hliðinni ef þær standa uppréttar. Þá kemur smá slumma af þeim strax og svo mjög lítið eftir það. Hef ekki séð ástæðu til að vera með olíuskilju, það litla sem kemur sest í neðst í kútinn.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Smurolía á AC dælu

Postfrá jeepson » 26.nóv 2014, 22:38

Ég reikna með að ég láti hana standa upprétta. Hinsvegar á alveg eftir að sjá hversu mikið vesen verður að smíða þetta í 2.8 patrol Ef að einhver hefur sett york 210 í patrol, þá yrði ég afar þakklátur fyrir að sjá myndir og jafnvel mælingar af festingu fyrir dæluna. Nenni ekki að finna upp hjólið ef að einhver annað hefur fundið gott hjól.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


dorijons90
Innlegg: 86
Skráður: 11.des 2012, 11:58
Fullt nafn: Halldór Jónsson
Bíltegund: patrol y60
Staðsetning: Þórshöfn

Re: Smurolía á AC dælu

Postfrá dorijons90 » 27.nóv 2014, 11:29

eg er með aircondision dælu sem er úr patrol Y60 og hvað eru svona dæla að na miklum börum eða rettara sagt hvað eru menn að lata pressa mikið i kútinn ? setja menn alveg óhykað 8bör svo hun erfiði ekki ?

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Smurolía á AC dælu

Postfrá Startarinn » 27.nóv 2014, 15:53

8 bar er nokkuð nálægt því sem aircon dælurnar þurftu að dæla í orginal hlutverkinu. 8-12 bar er ekkert óeðlilegur þrýstingur á þrýstihlið kælikerfis, fer eftir kælimiðli. R-22 er t.d. kringum 10 bar, fer eftir því hver hitinn er á kælinum
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


dorijons90
Innlegg: 86
Skráður: 11.des 2012, 11:58
Fullt nafn: Halldór Jónsson
Bíltegund: patrol y60
Staðsetning: Þórshöfn

Re: Smurolía á AC dælu

Postfrá dorijons90 » 27.nóv 2014, 22:24

þannig að 8bör er bara mjög gott og ekkert að erfiða a þvi ?:)

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Smurolía á AC dælu

Postfrá Startarinn » 28.nóv 2014, 12:25

Þær ættu að ráða vel við það, en svo er alltaf spurning um endingu þar sem smurkerfin eru ekkert til að hrópa húrra fyrir þegar þetta er orðið að loftdælu, ég verð með þetta í kringum 8 bar í mínum bíl, ég keypti pressostat hjá Arctic trucks sem er með fastri stillingu
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 22 gestir