Síða 1 af 1

Ný útgáfa af Garmin MapSource

Posted: 29.mar 2010, 13:45
frá Tóti
Sælir

Út er komin beta útgáfa af Mapsource (6.16.0.3 Beta) þar sem Ísland er ekki lengur teygt í vestur-austur. Þó þetta sé bara beta útgáfa mæli ég með að menn nái í uppfærsluna og sjái Ísland aftur í nýju ljósi.

Linkur á uppfærsluna:
http://www8.garmin.com/support/download ... sp?id=4879

Re: Ný útgáfa af Garmin MapSource

Posted: 29.mar 2010, 17:10
frá Kiddi
Það er langt síðan þeir löguðu þetta og það var ekkert í neinni prufu útgáfu eða neitt...

Re: Ný útgáfa af Garmin MapSource

Posted: 29.mar 2010, 17:26
frá Tóti
Varstu ekki bara með gamalt Mapsource? Þetta breyttist til hins verra þegar þeir gáfu út Basecamp forritið og hefur verið umtalað vandamál síðan.

Hér eru upplýsingar um hvenær þetta kom út:

Changes made from version 6.15.11 to 6.16.0.2:
Fixed memory issues and crashes when running MapSource under Windows 7.
Map projection for many map products was improved. The projection angle is now based on the extents of the map product.


Miðað við að 6.15.11 kom út 1. febrúar síðastliðinn þá er þetta nýleg breyting :)

Ég hef sett Mapsource upp á nokkrar tölvur undanfarið ár og nánast alltaf náð í nýja útgáfu í hvert skipti. Ísland hefur alltaf verið teygt 2:1 í austur-vestur í þau skipti.
En athugaðu endilega fyrri mig Kiddi hvaða útgáfu þú ert með, mig langar að vita hvort ég fari með fleypur.

Re: Ný útgáfa af Garmin MapSource

Posted: 29.mar 2010, 22:05
frá Stebbi
Ég er með 6.13.5 og þetta er í fínu lagi þar. Útgáfan sem ég var með þar á undan var með kortið teygt vestur austur.

Re: Ný útgáfa af Garmin MapSource

Posted: 01.apr 2010, 00:57
frá ofursuzuki
Ég held að útgáfa 6.13.7 hafi verið síðasta útgáfa sem var í lagi hvað varðar vandamál með teygð kort. Prófaði einhverja 6.15 útgáfu ekki als fyrir löngu og þá var þetta vandamál en til staðar. Þessi beta útgáfa virkar fínt og maður notast við hana þar til full útgáfa af þessu kemur út. Gæti verið eins og Tóti segir að þetta hafi verið komið í lag í 6.15.11 þó að mér hálf minni að það hafi ekki virkað hjá öllum sem settu þessa útgáfu upp.