Síða 1 af 2
Jeppaspjalls hittingur/samkoma
Posted: 06.okt 2011, 19:03
frá jeepson
Sælir spjallverjar. Mér datt í hug að kann áhugan á jeppaspjalls hitting. eða semsagt samkomu. Ég fór nokkur skipti á benz samkomur þegar ég átti benz og hafði gaman af. Hvernig lýst ykkur á að hittast svona. Mér datt í hug að hittast t.d á einhverju bíla plani eða eitthvað. T.d í smáralind eða bara hvar sem er. Þetta gæti orðið gaman og altaf gaman að skoða jeppana hjá hvor öðrum og spjalla saman. endilega tjáið ykkur um þetta. Hægt væri að hafa svona samkomu einusinni í mánuði.
Re: Jeppaspjalls hittingur
Posted: 06.okt 2011, 19:18
frá elfar94
þetta er alveg snilldar hugmynd, það væri gaman að sjá t.d. breytingar á jeppum á milli mánaða
Re: Jeppaspjalls hittingur
Posted: 06.okt 2011, 19:51
frá jeepson
Akkúrat. Vona bara að sem flestir séu opnir fyrir þessu.
Re: Jeppaspjalls hittingur/samkoma
Posted: 06.okt 2011, 20:32
frá jonni187
Það gæti verið gaman, þeir eru mikið að þessu hjá t.d stjörnunni (bens menn) og live2cruize krakkarnir. Það er hægt að hafa samband við t.d kringluna/smáralind eða fleirri staði þar sem hægt er að komast í smá skjól og skoða og forvitnast hjá hvor öðrum :)
Re: Jeppaspjalls hittingur/samkoma
Posted: 06.okt 2011, 21:27
frá KÁRIMAGG
Lýst vel á en mæta menn þá ekki á jeppunum ?
Re: Jeppaspjalls hittingur/samkoma
Posted: 06.okt 2011, 21:29
frá Svenni30
Snildar hugmynd hjá þér Gísli. Ég myndi koma ef maður væri ekki fyrir norðan.
Re: Jeppaspjalls hittingur/samkoma
Posted: 06.okt 2011, 21:45
frá Hansi
Þetta er sniðugt :)
Jeppakallar/konur :) að sparka í dekk.
Svo eru mótorhjólaklúbbar með swapmeet svokallað.
Þá hittast menn/konur með vara og aukahluti sem þeir hafa ekki not fyrir og skipta eða selja/kaupa.
Þetta er líka hægt að gera á bílaplani eða einhversstaðar með dótið í skottinu :)
En hittingur hljómar vel.
Mbk.
Hans
Re: Jeppaspjalls hittingur/samkoma
Posted: 06.okt 2011, 22:16
frá jeepson
Gaman að sjá að þið takið vel í þetta. Auðvitað mæta menn á jeppunum ef menn geta. Mér datt í hug að vera á bílastæðinu fyrir utan hagkaup í Við stjörnumenn vorum að hittast einmitt þarna í öðru bílastæða húsi hjá smáralindi semsagt við eða á bakvið shell. Ég ætla að láta þetta hanga aðeins hérna uppi og sjá hvort að fleiri taki ekki vel í þetta. Og þá reynum við að setja upp einhverja dagsetningu. Það væri t.d gaman ef að menn gætu séð fram á að kíkja núna um helgina. Addi litli hérna á spjallinu er í bænum þannig að hann gæti t.d sýnt hiluxinn sem að hann er búinn að vera að taka í gegn. Svo vona ég auðvitað að menn haldi þessu gangandi. Ég hefði vilja hafa þetta eins og hjá stjörnu mönnum. Samkoma einusinnu í viku og jafnvel rúntur um bæinn í lok samkomu og svo hittast menn á ákveðnum stað og kveðja. eða jafnvel að hafa hafa þá rúnt plan kanski 4 sinnum á ári. Þar sem ða sem flestir taka þátt í rúntinum. Og auðvitað vonum við að sem flestir séu með jeppaspjall.is miða á jeppunum til að geta auglýst þegar menn hittast eða taka hóp rúnt. :) En látum þetta mjatla eitthvað og sjáum svo til að hvað gerist. Mér lýst á hugmydina hjá Hansa að vera jafnvel með svona swapmeet :)
Re: Jeppaspjalls hittingur/samkoma
Posted: 06.okt 2011, 22:19
frá jonni187
Þetta hljómar bara mjög vel, ég held að Hiluxnum mínum langi í jeppaspjall.is miða á sig. Hvar nálgast ég hann :) ?
Jón
Re: Jeppaspjalls hittingur/samkoma
Posted: 06.okt 2011, 22:30
frá jeepson
jonni187 wrote:Þetta hljómar bara mjög vel, ég held að Hiluxnum mínum langi í jeppaspjall.is miða á sig. Hvar nálgast ég hann :) ?
Jón
Leibbarinn hérna á spjallinu var að búa svona til. En það er eitthvað að klikka hjá honum. Þannig að það er spurning um að reyna að fá einhvern annan til að gera svona miða ef að hann kemst ekki meir í þetta.
Re: Jeppaspjalls hittingur/samkoma
Posted: 06.okt 2011, 23:28
frá elfar94
hvernig væri bara að reyna að negla niður einhverja dagsetningu seinna í mánuðinum? bara svona til að hafa smá fyrirvara
Re: Jeppaspjalls hittingur/samkoma
Posted: 07.okt 2011, 00:03
frá Addi_litli
Líst alveg svaðalega vel á þetta ;) er eimmit í bænum núna á nýsprautuðum bílnum ;) En væri alveg til að fá eitthverja dagsetnigu og stað og stund.. Verð eitthvað herna yfir helgina og kannski eitthvað fram í næstu viku ;)
Re: Jeppaspjalls hittingur/samkoma
Posted: 07.okt 2011, 09:06
frá peturin
Líst vel á að hittast mæli með svona swapmeet eins og Hans er að tala um
KV PI
Re: Jeppaspjalls hittingur/samkoma
Posted: 07.okt 2011, 16:10
frá jeepson
Hvernig lýst ykkur á sunnudagskvöldið núna um helgina klukkan 20:00?? Þá væri fínt að sem flestir gætu komið og þá væri hægt að ræða betur með að hafa þetta bara einn fastann dag í mánuði. Benz klúbburinn er t.d með síðasta mánudag í hverjum mánuði klukkan 20:00 En ég hefði vilja hafa þetta í byrjun hvers mánaðar. Menn eru oft ornir blankir í lok mánaðar þannig að mér fynst það kanski ekki henta vel. En ég hefði viljað sjá sem flesta mæta núna á sunnudaginn. Miðað við spánna um helgina þá hefði verið mjög hentugt að hafa þetta á bílastæðinu á neðri hæðinni í smáralindinni. Þá eru menn í rigningu og möguleiki á betra skjóli. Ef að menn hafa betri uppá stungur um staðsetningu þá er um að gera að koma með ábendingu. Ég hafði svona hugsað mér að koma þessu af stað í fyrsta skipti og jafnvel annað skipti svo ætti þetta að rúlla að sjálfu sér bara.
Re: Jeppaspjalls hittingur/samkoma
Posted: 07.okt 2011, 16:26
frá elfar94
mér lýst vel á þessa tímasetningu
Re: Jeppaspjalls hittingur/samkoma
Posted: 07.okt 2011, 19:20
frá StefánDal
Lyst vel a tetta en tad borgar sig ad hafa samband vid yfirøryggisvørd hja Smaralind ef tad a ad hittast tar. Bara til ad vera save:)
Re: Jeppaspjalls hittingur/samkoma
Posted: 07.okt 2011, 19:31
frá jeepson
Okey. Ég skal reyna að redda því á morgun.
Re: Jeppaspjalls hittingur/samkoma
Posted: 07.okt 2011, 19:39
frá Járni
Enn og aftur er einstaklingsframtakið hér á spjallinu að gera góða hluti, ánægður með ykkur!
Re: Jeppaspjalls hittingur/samkoma
Posted: 07.okt 2011, 19:43
frá jeepson
Þakka þér fyrir það Járni. Þú mætir er það ekki? Vona nú að sem flestir mæti svona í fyrsta skiptið. Enda kjafta allir mikið saman hérna á spjallinu og ekki er verra að við fáum að sjá aðeins framan í hvort annan :) endilega kommentið þið sem ætlið að mæta. Vona nú að sem flestir mæti :)
Re: Jeppaspjalls hittingur/samkoma
Posted: 07.okt 2011, 19:53
frá Groddi
Líst vel á þetta hjá ykkur, leiðinlegt að bíllinn er ekki tilbúinn þá hefði ég geta mætt á honum :S ... En verð bara að láta frúarbílinn duga (:
Re: Jeppaspjalls hittingur/samkoma
Posted: 07.okt 2011, 19:56
frá elfar94
ég mæti mjög líklega
Re: Jeppaspjalls hittingur/samkoma
Posted: 07.okt 2011, 20:39
frá biggi72
Mæti mjög líklega þar sem ég sé ykkur ekki út um gluggann hjá mér, þarf að flytja á 3ðju hæðina til þess. :)
Re: Jeppaspjalls hittingur/samkoma
Posted: 07.okt 2011, 22:23
frá jeepson
Flott. vona að sem flestir láti sjá sig. Það er auðvitað ekki skylda að mæta á jeppanum þó svo að það sé vissulega skemtilegra.. Ég mæti annaðhvort með Adda litla á lúxanum eða á frúar bílnum.
Re: Jeppaspjalls hittingur/samkoma
Posted: 08.okt 2011, 09:02
frá Kölski
Sæll jeepson/Gísli Ég vinn hjá ÖMí er reyndar ekki að vinna í öryggisgæslu Smáralindar en erum að vinna með þeim í Smáralindini. Leyfi þarf að koma frá framkvæmdastjóra (er að kanna það) Þá yrði þetta mögulega hægt á Sunnudaginn en það er afmæli Smáralindar á mánudaginn og opið til 22:10 þannig að við getum gleymt þessu þá. Til að fá leyfi þarf að öllu jafna skila inn umsókn á virkum degi. ætla kanna þetta í dag en lofa engu. ;-) Er menn til í Sunnudaginn. ????
Re: Jeppaspjalls hittingur/samkoma
Posted: 08.okt 2011, 09:26
frá HaffiTopp
Strákar, Smáralindin er ofmetin :D Komiði frekar hingað upp á Skaga þar sem öll fjöllin eru og ég skal lofa ykkur fínni aðstöðu þar sem engin leyfi þarf og nóg er af góða veðrinu hérna uppfrá um helgina hehe.
Kv. Haffi
Re: Jeppaspjalls hittingur/samkoma
Posted: 08.okt 2011, 11:30
frá jeepson
Kölski wrote:Sæll jeepson/Gísli Ég vinn hjá ÖMí er reyndar ekki að vinna í öryggisgæslu Smáralindar en erum að vinna með þeim í Smáralindini. Leyfi þarf að koma frá framkvæmdastjóra (er að kanna það) Þá yrði þetta mögulega hægt á Sunnudaginn en það er afmæli Smáralindar á mánudaginn og opið til 22:10 þannig að við getum gleymt þessu þá. Til að fá leyfi þarf að öllu jafna skila inn umsókn á virkum degi. ætla kanna þetta í dag en lofa engu. ;-) Er menn til í Sunnudaginn. ????
Ég var alveg búinn að steingleyma þessu afmæli smáralindar. Þá er jafnvel spurning um að við kanski myndum fá að halda þetta í kringluni.
Re: Jeppaspjalls hittingur/samkoma
Posted: 08.okt 2011, 11:49
frá petal
Sælir jeppaspjallarar!
Lýst mjög vel á að hitta aðra áhugamenn um jeppa og ferðamennsku,þannig að ég mæti það er öruggt.
Er sjálfur nýbúinn að kaupa Patrol á 38.
Kveðja
Re: Jeppaspjalls hittingur/samkoma
Posted: 08.okt 2011, 12:34
frá jeepson
Flott. Mér dettur í hug að nota bílastæðahúsið sem er þarna við shell í smáralindinni. Semsagt nýja bílahúsið við vesturenda Smáralindar. Læt fylgja mðe kort hérna frá MBKI Við hittumst í þessu húsi man ég. Þetta er semsagt þar sem ða Benz merkið er. Hvernig lýst á þetta Kölski?

Fengið að láni frá okkur félögum í MBKI
St
Re: Jeppaspjalls hittingur/samkoma
Posted: 08.okt 2011, 12:44
frá frikki
Hvaða dagssetningu á að hittast
Re: Jeppaspjalls hittingur/samkoma
Posted: 08.okt 2011, 12:50
frá Hansi
frikki wrote:Hvaða dagssetningu á að hittast
Er ekki verið að tala um á morgun kl. 20.00
Við mætum að sjálfsögðu Frikki og drögum Bjarka með :)
Re: Jeppaspjalls hittingur/samkoma
Posted: 08.okt 2011, 13:07
frá jeepson
Sunnudagurinn 9okt klukkan 20:00. En þetta fer auðvitað alt eftir því hvort að við fáum grænt ljós á afnot af bílastæðahúsinu eða ekki. Ef ég skyldi kölska rétt að þá var hann að kanna þetta.
Re: Jeppaspjalls hittingur/samkoma
Posted: 08.okt 2011, 14:45
frá Kölski
Sælir allir.
Það er komið grænt ljós á þetta í bílastæðahúsinu hjá shell.
Vorum beðnir um að ganga snyrtilega um og vera ekki skilja eftir rusl.
Sunnudaginn 9 okt kl.20:00 nýja bílastæðahúsið hjá Select. ;-) Sjáumst.
Re: Jeppaspjalls hittingur/samkoma
Posted: 08.okt 2011, 15:47
frá elfar94
frábært ég mæti pottþétt, og vonandi kemst ég á löduni
Re: Jeppaspjalls hittingur/samkoma
Posted: 08.okt 2011, 16:17
frá jeepson
Og ég ætla að biðja menn um að vera ekki með neitt spól eða glannaskap þarna heldur þar sem að það minkar líkurnar alveg helling um að fá afnot af bílastæðahúsinu aftur. En ætla ekki fleiri að mæta eða? Mér fynst voða fáir hafa skráð sig á mætinguna. Auðvitað verður næsta samkoma auglýst betur næst og mæting vonandi góð. :)
Re: Jeppaspjalls hittingur/samkoma
Posted: 08.okt 2011, 17:01
frá Kölski
Já verð að taka undir með jeepson með spól og glannaskap. Þeir myndu ekki leyfa okkur að koma aftur ef menn verða í svoleiðis tilraunum. En sjáumst hressir. Ætla mæta á mínum óbreytta patrol sem fer í breytingu og yfirhalningu á MIÐVIKUDAGINN ;-)
Re: Jeppaspjalls hittingur/samkoma
Posted: 08.okt 2011, 20:05
frá jeepson
Hvernig lýst ykkur á að ég auglýsi þetta á fleiri spjöllum?
Re: Jeppaspjalls hittingur/samkoma
Posted: 08.okt 2011, 20:10
frá Kölski
Vel þar sem ég er hræddur um að þetta verði dræm mæting eins og stendur. En kanski auglýsa þetta sem jeppaspjalls hitting.
Re: Jeppaspjalls hittingur/samkoma
Posted: 08.okt 2011, 20:12
frá jeepson
Ég geri það. Hendi þessu inná torfæru spjallið og jeepclub spjallið og súkkuspjallið :)
ef einhver hefur aðgang á að pósta inná f4x4 þá væri fínt ef hin sami myndi vilja láta vita af þessu þar :)
Re: Jeppaspjalls hittingur/samkoma
Posted: 08.okt 2011, 22:34
frá Kölski
Glæsilegt
Re: Jeppaspjalls hittingur/samkoma
Posted: 08.okt 2011, 23:19
frá gislisveri
Mæti ef ég á heimangengt, dreg Járna vonandi með mér líka.
Kv.
Gísli Súkkusveri.