Síða 1 af 1
24V loftdæla
Posted: 03.okt 2011, 21:28
frá sukkaturbo
Sælir er að leita eftir 24 volta loftdælu í Volvo Valpinn álika og Fini að gæðum eða betri hvar get ég fengið svona dælu kveðja guðni
Re: 24V loftdæla
Posted: 04.okt 2011, 12:05
frá sukkaturbo
veit einhver um aðila sem selur alvöru 24 loftdælur
Re: 24V loftdæla
Posted: 04.okt 2011, 12:15
frá HaffiTopp
Sæll Guðni. Athugaðu hjá þeim í Verkfærasölunni í Síðumúlanum. Þeir voru með tveggja stimpla dælu fyrir um 6 árum sem var bæði gefin fyrir 12 og 24 volt og afköstin sögð 220 lítrar/mín miðað við 12 voltin, en lækkar eitthvað á 24 voltunum. Var alveg helvíti þung og verkleg þegar ég skoðaði hana á sínum tíma.
Kv. Haffi
http://vfs.is/
Re: 24V loftdæla
Posted: 04.okt 2011, 12:59
frá sukkaturbo
sæll takk fyrir þetta félagi
Re: 24V loftdæla
Posted: 04.okt 2011, 15:38
frá Hjörturinn
Re: 24V loftdæla
Posted: 04.okt 2011, 17:07
frá sukkaturbo
fjandi flott þessi stóra en dýr er hún arb dælan er athyglisverð
Re: 24V loftdæla
Posted: 04.okt 2011, 19:38
frá Bóndinn
Kaupa 2 Fini og raðtengja þær :-) fult af lofti....
Kv Geiri
Re: 24V loftdæla
Posted: 04.okt 2011, 19:46
frá Hjörturinn
Kaupa 2 Fini og raðtengja þær :-) fult af lofti....
Talaði við mjög vanann rafmagnsmann um þennan möguleika, mjög hentugt að gera þetta ef manni langar mikið að eyðileggja dælurnar :)
Re: 24V loftdæla
Posted: 04.okt 2011, 20:18
frá sukkaturbo
Sæl reyndi að ná í þá hjá stýrisvélum ætli þeir selji 24 volta pumpur.Er kominn með eina handpumpu úr Lada Sport en hafði ekki úthald nema í fimm dekk 0 í 25 pund þá var þrekið búið og komið myrkur.
Re: 24V loftdæla
Posted: 04.okt 2011, 20:22
frá Ingi
Svo má kanski bara kaupa spennubreitir 24/12 og nota fini dælu
Re: 24V loftdæla
Posted: 04.okt 2011, 21:25
frá Stebbi
spennubreytir sem þolir Fini væri í dýrari kantinum .
Re: 24V loftdæla
Posted: 04.okt 2011, 21:37
frá Brjótur
Mig minnti að Fini væri til fyrir 24v, talaðu við Fossberg :)
Re: 24V loftdæla
Posted: 04.okt 2011, 22:04
frá Izan
Sæll
Ætti ekki að vera leikur einn að finna reindrifna loftdælu, ekki AC dælu, úr vörubíl?
Kv Jón Garðar
Re: 24V loftdæla
Posted: 04.okt 2011, 22:06
frá sukkaturbo
ekki séns að koma henni við nema rífa framhúsið af og ég nenni því ekki fyrr en ég fer í að skipta um vél í druslunni
Re: 24V loftdæla
Posted: 04.okt 2011, 23:04
frá Hjörturinn
Mig minnti að Fini væri til fyrir 24v, talaðu við Fossberg :)
Þær eru flestar 12V en hægt að fá þær 24V, bara ekki lagervara held ég, þeir hjá Verkfærasölunni ku geta pantað þetta.
Gætir verið með spennubreyti og svo nettan neyslugeymi, ert varla að láta dæluna malla allan daginn.
Annars er töluvert einfaldara bara að panta Fini 24volta
Re: 24V loftdæla
Posted: 05.okt 2011, 08:16
frá sukkaturbo
Ætli það sé ekki best að fá sér 24volta Fini og selja 12 volta fini í staðinn en ætla að heyra í Tryggva hjá Stýrisvélum kveðja guðni
Re: 24V loftdæla
Posted: 05.okt 2011, 08:28
frá ellisnorra
Hversu klikkað er samt að vera með 12v aukarafkerfi? Auka alternator og geymi fyrir allt aukarafmagnsdótið í staðinn fyrir endalausa spennubreyta og vesen fyrir 12v dótið.
Kemst auka alternator kannski ekki fyrir?