Síða 1 af 1
eyðsla á 80 land cruser
Posted: 02.okt 2011, 09:17
frá hjalti18
góðan daginn mér langar að vita hvort einhver herna getur sagt mér hvað bensín land cruserinn 80 er að eyða og er mikil munur á eyðslu á dísel og bensín billnum ????
kv hjalti
Re: eyðsla á 80 land cruser
Posted: 02.okt 2011, 12:20
frá olei
Lausleg þumalregla er að bensínvél eyðir 30% meira en turbo diesel að öðru óbreyttu.
Re: eyðsla á 80 land cruser
Posted: 02.okt 2011, 18:07
frá smaris
Ég á 94 módel af bensínbíl sem er með 4,5 lítra 24 ventla vélinni. Hann er á 38" dekkjum, sjálfskiptur og á 4.10 hlutföllum. Hjá mér er hann að eyða um 20 lítrum á hundraði.
Síðan hef ég verið mikið á 98 módel af díselbíl með 4,2 24 ventla vélinni. Hann er beinskiptur á 38" dekkjum og var með 3.58 hlutföll.
Sá bíll var yfirleitt með 16 lítra á hundraði en hann er líka talsvert þyngri en minn bíll og með toppgrind með mörgum ljósum og loftnetum auk 38" varadekks sem alltaf er á toppnum. Dísellinn er björgunarsveitarbíll og var oftast mikið lestaður af mannskap og búnaði og eru 16 lítrarnir mældir með bílinn lestaðan en eyðslan á bensín bílnum mæld með mér einum um borð.
Maður hefur verið að heyra tölur niður í 11 lítra á beinskiptum díselbíl sem er sambærilega búinn og bensínbíllinn hjá mér.
Ef þú ætlar að keyra bílinn dags daglega væri talsvert gáfulegra að fá sér díselbíl. En ef þetta er bara sparibíll eins og hjá mér er bensínbíllinn talsvert ódýrari í innkaupum.
Kv. Smári.