spenna a glodarkerti a 2.8 nissan

User avatar

Höfundur þráðar
-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

spenna a glodarkerti a 2.8 nissan

Postfrá -Hjalti- » 01.okt 2011, 18:19

Getur eitthver sagt mer hversu mikil spenna a ad fara innà glodarkertin a 2.8 nissan?


Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


soðlappinn
Innlegg: 8
Skráður: 28.des 2010, 22:29
Fullt nafn: vignir m sigurðsson

Re: spenna a glodarkerti a 2.8 nissan

Postfrá soðlappinn » 01.okt 2011, 18:49

Sæll ef þú amper mælir öll kertin í einu þá eiga þau að draga milli 70-80 amp

kv vignir


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: spenna a glodarkerti a 2.8 nissan

Postfrá olei » 01.okt 2011, 19:54

Ef ég man rétt þá eru kertin tengd saman í tvo klasa. Þrjú í hvorn.
Í startinu fá þau 12v en eftir einhverjar sek þá eru klasarnir raðtengdir þannig að kertin fá 6v (eftirhitun) í nokkrar sekúndur í viðbót. Ég man ekki tímana á þessu.

Þetta var allavega svona í einhverjum gömlu patta sem ég gerði við fyrir margt löngu.

User avatar

TF3HTH
Innlegg: 127
Skráður: 01.feb 2010, 14:57
Fullt nafn: Hafsteinn Þór Hafsteinsson

Re: spenna a glodarkerti a 2.8 nissan

Postfrá TF3HTH » 01.okt 2011, 20:46

Viðhengin með þessum pósti eru nokkrar síður úr Patrol handbókum og er þar sennilega meira en nokkur vill vita um glóðarkerti í RD28T :)

-haffi
Viðhengi
DSC02318.JPG
DSC02317.JPG
DSC02316.JPG
DSC02315.JPG

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: spenna a glodarkerti a 2.8 nissan

Postfrá jeepson » 01.okt 2011, 21:41

Það er þannig á mínum að hann fær 12V inná öll 6 kertin í forhitun og á svo að gefa 12V inná seinni 3 kertin í eftirhitun. Allavega samkvæmt því sem að ég fékk að vita hjá einhverjum sérfræðing Ingvari Helgasyni. Ég er með 96 mótor í mínum bíl. Þetta fer eitthvað eftir árgerðum veit ég og hann sem að ég talaði við talaði einmitt um það að menn hafa verið að eyðileggja tölvurnar sem stýra þessu með því að nota vitlaus kerti. Það eru víst einhverjir lita kóðar á þessu. Ég er með 3 græn og 3 gul. Eftir hitunin virkar ekki hjá mér þar sem að ég er með rafkerfi úr 4,2diesel vélinni. enda var minn bíll upprunalega með þeirri vél.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

TF3HTH
Innlegg: 127
Skráður: 01.feb 2010, 14:57
Fullt nafn: Hafsteinn Þór Hafsteinsson

Re: spenna a glodarkerti a 2.8 nissan

Postfrá TF3HTH » 01.okt 2011, 21:47

Sæll Gísli. Við ættum kannski að býtta á glóðarstýrikerfum. Minn er með með 4.2 vél en 2.8 stýringu :) En annars er þetta eins og Ólafur lýsti og sést á mynd númer 2 sem ég setti inn. Byrjar í 12V og skiptir siðan yfir í 6V.

-haffi

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: spenna a glodarkerti a 2.8 nissan

Postfrá jeepson » 01.okt 2011, 21:56

ég nenni nú ekki að fara að skipta um rafkerfi í bílnum. Það er búið að bjóða mér komplett kerfi úr 95 bíl með rafmagnsrúðum og einhverju meira í skiptum fyrir mitt. En ég nenni bara ekki útí þennan pakka. En takk samt. Svo er aldrei að vita nema að maður kanski verði sér útum 4,2 vél seinna :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: spenna a glodarkerti a 2.8 nissan

Postfrá Freyr » 01.okt 2011, 22:41

Ég hef nokkrum sinnum átt við forhitun í 2,8 patrol. Eitt skiptið var niðurstaðan sú að tölvan væri biluð, a.m.k. fann ég engar aðrar bilanir, kerti, lagnir og relay í lagi. Þá ákvað ég að einfalda kerfið alveg mjög mikið og gera það áreiðanlegra um leið. Ég skipti út öftustu 3 kertunum fyrir kerti eins og þau fremri (einföld kerti sem fá + í toppinn og jörð gegnum heddið) og fjarlægði greiðuna sem tengdi aftari 3 kertin og festi löngu greiðuna beint á öll 6 kertin. Síðan tengdi ég lítinn flauturofa (rofi sem verður að halda inni til að hleypa gegnum hann) inn á annað forhitunarrelayið sem er 80 A (staðsett innan á miðju frambrettinu hm. undir blikkhlíf). Síðan tengdi ég straum gegnum 70 A öryggi inn á relayið og þaðan beint á greiðuna. Þá er búnaðurinn laus við haug af vírum og tölvu sem stýringu og ef hann bilar t.d. á fjöllum er ofureinfallt að græja málið. Síðan lærir maður bara hversu mikla hitun þarf. Halda takkanum inni í t.d. 8 sek í frosti, 5 sek á sumrin og ekkert ef bíllinn er heitur sem dæmi.

Freyr

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: spenna a glodarkerti a 2.8 nissan

Postfrá jeepson » 02.okt 2011, 01:21

Ertu í bænum freyr? Ég er hérna í bænum og verð sennilega í 1 eða 2 mánuði. Það væri gaman að fá að kíkja á þetta hjá þér. Þá er aldrei að vita nema að ég geri þetta líka hjá mér. annars virðist tölvan vera í lagi samkvæmt mælingum. En það er sennilega farið kerti eða 2 þannig að hann er hundleiðinlegur í frostinu. En hefur alveg til friðs í sumar.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: spenna a glodarkerti a 2.8 nissan

Postfrá olei » 02.okt 2011, 01:49

Freyr wrote:Ég hef nokkrum sinnum átt við forhitun í 2,8 patrol. Eitt skiptið var niðurstaðan sú að tölvan væri biluð, a.m.k. fann ég engar aðrar bilanir, kerti, lagnir og relay í lagi. Þá ákvað ég að einfalda kerfið alveg mjög mikið og gera það áreiðanlegra um leið. Ég skipti út öftustu 3 kertunum fyrir kerti eins og þau fremri (einföld kerti sem fá + í toppinn og jörð gegnum heddið) og fjarlægði greiðuna sem tengdi aftari 3 kertin og festi löngu greiðuna beint á öll 6 kertin. Síðan tengdi ég lítinn flauturofa (rofi sem verður að halda inni til að hleypa gegnum hann) inn á annað forhitunarrelayið sem er 80 A (staðsett innan á miðju frambrettinu hm. undir blikkhlíf). Síðan tengdi ég straum gegnum 70 A öryggi inn á relayið og þaðan beint á greiðuna. Þá er búnaðurinn laus við haug af vírum og tölvu sem stýringu og ef hann bilar t.d. á fjöllum er ofureinfallt að græja málið. Síðan lærir maður bara hversu mikla hitun þarf. Halda takkanum inni í t.d. 8 sek í frosti, 5 sek á sumrin og ekkert ef bíllinn er heitur sem dæmi.

Freyr

Flott lausn.

Er samt ekki nauðsynleg í patrol með öll þessi flök út um allt með nóg af varahlutum. Það er samt ekki auðvelt að bilanagreina þetta ef stýringin er í rugli. Ef verið er að setja þessar vélar í aðra bíla þurfa menn að vera sérlega þrjóskir og nokkuð vel að sér í rafmagnsfræðum til að nenna að púsla original hitakerfinu saman. Þar kemur þessi útfærsla þín nokkuð sterk inn. Hættan er samt sú að það sé hitað of lengi og kertin steikt.

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: spenna a glodarkerti a 2.8 nissan

Postfrá StefánDal » 02.okt 2011, 13:07

Ég hef notað utanáliggjandi startpung í svona æfingar. Svo bara takki inn í bíl og telja.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: spenna a glodarkerti a 2.8 nissan

Postfrá Freyr » 02.okt 2011, 17:21

jeepson wrote:Ertu í bænum freyr? Ég er hérna í bænum og verð sennilega í 1 eða 2 mánuði. Það væri gaman að fá að kíkja á þetta hjá þér. Þá er aldrei að vita nema að ég geri þetta líka hjá mér. annars virðist tölvan vera í lagi samkvæmt mælingum. En það er sennilega farið kerti eða 2 þannig að hann er hundleiðinlegur í frostinu. En hefur alveg til friðs í sumar.


Ég á ekki bílinn sme ég gerði þetta við en það er alveg sjálfsagt mál að sýna þér þetta í húddinu hjá þér ef þú vilt. Getur litið til mín við tækifæri í vesturbænum í rvk eftir vinnu eða í hádeginu milli 12.30 - 13.00.

Kv. Freyr

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2491
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: spenna a glodarkerti a 2.8 nissan

Postfrá hobo » 02.okt 2011, 17:27

jeepson wrote: Ég er hérna í bænum og verð sennilega í 1 eða 2 mánuði.


Þetta þýðir að þú ert skipaður í næstu ferð, en ég geri ráð fyrir að þú ert ekki á jeppanum..


Kalli
Innlegg: 410
Skráður: 27.júl 2010, 18:28
Fullt nafn: Karl Guð
Bíltegund: Cherokee 2007

Re: spenna a glodarkerti a 2.8 nissan

Postfrá Kalli » 02.okt 2011, 21:01

Freyr wrote:
jeepson wrote:Ertu í bænum freyr? Ég er hérna í bænum og verð sennilega í 1 eða 2 mánuði. Það væri gaman að fá að kíkja á þetta hjá þér. Þá er aldrei að vita nema að ég geri þetta líka hjá mér. annars virðist tölvan vera í lagi samkvæmt mælingum. En það er sennilega farið kerti eða 2 þannig að hann er hundleiðinlegur í frostinu. En hefur alveg til friðs í sumar.


Ég á ekki bílinn sme ég gerði þetta við en það er alveg sjálfsagt mál að sýna þér þetta í húddinu hjá þér ef þú vilt. Getur litið til mín við tækifæri í vesturbænum í rvk eftir vinnu eða í hádeginu milli 12.30 - 13.00.

Kv. Freyr

Freyr áttu ekki myndir af þessum gjörningi.

kv. Kalli

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: spenna a glodarkerti a 2.8 nissan

Postfrá jeepson » 02.okt 2011, 22:09

hobo wrote:
jeepson wrote: Ég er hérna í bænum og verð sennilega í 1 eða 2 mánuði.


Þetta þýðir að þú ert skipaður í næstu ferð, en ég geri ráð fyrir að þú ert ekki á jeppanum..


Hehe. Ég er sko alveg game í ferð. En því miður er ég ekki á jeppanum.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: spenna a glodarkerti a 2.8 nissan

Postfrá Freyr » 02.okt 2011, 23:20

Kalli wrote:
Freyr wrote:
jeepson wrote:Ertu í bænum freyr? Ég er hérna í bænum og verð sennilega í 1 eða 2 mánuði. Það væri gaman að fá að kíkja á þetta hjá þér. Þá er aldrei að vita nema að ég geri þetta líka hjá mér. annars virðist tölvan vera í lagi samkvæmt mælingum. En það er sennilega farið kerti eða 2 þannig að hann er hundleiðinlegur í frostinu. En hefur alveg til friðs í sumar.


Ég á ekki bílinn sme ég gerði þetta við en það er alveg sjálfsagt mál að sýna þér þetta í húddinu hjá þér ef þú vilt. Getur litið til mín við tækifæri í vesturbænum í rvk eftir vinnu eða í hádeginu milli 12.30 - 13.00.

Kv. Freyr

Freyr áttu ekki myndir af þessum gjörningi.

kv. Kalli


Nei, því miður. En þú færð sama tilboð og jeepson, mátt kíkja til mín og fá leiðbeiningar.

Kv. Freyr

User avatar

Höfundur þráðar
-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: spenna a glodarkerti a 2.8 nissan

Postfrá -Hjalti- » 03.okt 2011, 05:32

Freyr ertu þá semsagt ekki lengur med þennan eftirá hitara búnad?
Gengur þa ekki jeppinn frekar tussulega alltaf fyrstu minotuna eftir kaldstart?
Minn gerir þad allavega.

Freyr wrote:Ég hef nokkrum sinnum átt við forhitun í 2,8 patrol. Eitt skiptið var niðurstaðan sú að tölvan væri biluð, a.m.k. fann ég engar aðrar bilanir, kerti, lagnir og relay í lagi. Þá ákvað ég að einfalda kerfið alveg mjög mikið og gera það áreiðanlegra um leið. Ég skipti út öftustu 3 kertunum fyrir kerti eins og þau fremri (einföld kerti sem fá + í toppinn og jörð gegnum heddið) og fjarlægði greiðuna sem tengdi aftari 3 kertin og festi löngu greiðuna beint á öll 6 kertin. Síðan tengdi ég lítinn flauturofa (rofi sem verður að halda inni til að hleypa gegnum hann) inn á annað forhitunarrelayið sem er 80 A (staðsett innan á miðju frambrettinu hm. undir blikkhlíf). Síðan tengdi ég straum gegnum 70 A öryggi inn á relayið og þaðan beint á greiðuna. Þá er búnaðurinn laus við haug af vírum og tölvu sem stýringu og ef hann bilar t.d. á fjöllum er ofureinfallt að græja málið. Síðan lærir maður bara hversu mikla hitun þarf. Halda takkanum inni í t.d. 8 sek í frosti, 5 sek á sumrin og ekkert ef bíllinn er heitur sem dæmi.

Freyr
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: spenna a glodarkerti a 2.8 nissan

Postfrá jeepson » 03.okt 2011, 17:22

Min gengur tussulega svona fyrstu hálfu mínútuna svo er það búið. En ég var reyndar að pæla í að setja jafnvel bara takka á eftirhitunina. og geta stýrt því sjálfur hvað hann hitar þá lengi. Mér skyldist á Ingvari Helgasyni að þessi eftir hitun hjá mér ætti að vera virk í alt að 5 mínútur. ef að hún væri til staðar.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: spenna a glodarkerti a 2.8 nissan

Postfrá StefánDal » 03.okt 2011, 21:09

Þessvegna er svo gott að hafa þetta bara á takka inn í bíl. Maður getur hitað eftir start eftir þörfum. Það þarf samt að fara varlega ef maður er með kerti undir 10volt.


Kalli
Innlegg: 410
Skráður: 27.júl 2010, 18:28
Fullt nafn: Karl Guð
Bíltegund: Cherokee 2007

Re: spenna a glodarkerti a 2.8 nissan

Postfrá Kalli » 03.okt 2011, 22:17

Takk fyrir það Freyr, ég mun kíkja á þig við tækifæri.
Ég er í vesturbænum :O)
kv. Kalli


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 37 gestir