Síða 1 af 1
Hvað tekur langann tíma að keyra að gosinu?
Posted: 28.mar 2010, 03:19
frá joias
Hvað er þetta löng leið úr Rvk að Sólheimasandi og hvað er maður sirka lengi að hjakkast upp jökulinn að gosinu?
Re: Hvað tekur langann tíma að keyra að gosinu?
Posted: 28.mar 2010, 03:54
frá bragi
Frá Sólheimajökli að gosinu eru ca. 24 km. Rvík-að Sólheima jökli eru um 160km.
Hvað það tekur langan tíma, fer bara eftir því hversu hratt þú keyrir ;)
Re: Hvað tekur langann tíma að keyra að gosinu?
Posted: 28.mar 2010, 08:48
frá JonHrafn
1-4klst að keyra jökulinn, aðra leið.
Re: Hvað tekur langann tíma að keyra að gosinu?
Posted: 28.mar 2010, 10:58
frá Sævar Örn
Á vélsleða ættirðu ekki að vera nema um hálftíma frá sólheimum, og ef þú hefur nóg af hestöflum og brjálæði á bíl nærðu því á undir klukkutíma, GPSið sagði 49 mín í gær og meðalhraðinn um 60 hjá okkur a takomu, en 2 tima ur bænum og 2 tíma uppað gosi geri ég ráð fyrir að megi búast við, skyggnið í gær var eins gott og það gerist og gerði það að verkum að hægt var að keyra greitt
Re: Hvað tekur langann tíma að keyra að gosinu?
Posted: 28.mar 2010, 14:39
frá Freyr
Fór tvær ferðir yfir jökulinn í gær (vaknaði 6 í gærmorgun og kominn heim að sofa kl 4). Í fyrri ferðinni vorum við 4 í bílnum og skottið fullt af dóti, þá var ég innan við klukkutíma hvora leið. Seinni ferðina vorum við bara 2 í bílnum og minna bensín að burðast með. Þá fór ég hraðar ef ég bjó til ný för heldur en að hossast í gömlum förum og gat þá haldið 30 - 70 á jöklinum. Hinsvegar tók seinni ferðin mun lengri tíma því ég var þá með 35" 80 cruiser í samfloti. Hann keyrði þetta að mestu sjálfur en varð að halda sig við vel þjöppuð för og þurfti af og til að þiggja spotta.
Freyr
Re: Hvað tekur langann tíma að keyra að gosinu?
Posted: 28.mar 2010, 17:26
frá JonHrafn
Miklu þægilegra að bruna í slétta snjónum og bara gaman :þ
Re: Hvað tekur langann tíma að keyra að gosinu?
Posted: 28.mar 2010, 20:03
frá Birkir
Er hægt að skælast þetta á 33" Trooper?
Re: Hvað tekur langann tíma að keyra að gosinu?
Posted: 28.mar 2010, 23:22
frá JonHrafn
Birkir wrote:Er hægt að skælast þetta á 33" Trooper?
Mæli alls ekki með því án þess að hafa 38" bíl með.
Re: Hvað tekur langann tíma að keyra að gosinu?
Posted: 02.apr 2010, 22:58
frá Rixx
Ég fór þetta á 35" Hilux með 34.5" Patrol með mér og það gekk stórslysalaust. Vorum ca. 3 klst. hvora leið á jöklinum. Ég myndi ekki fara á minni bíl.
Re: Hvað tekur langann tíma að keyra að gosinu?
Posted: 04.apr 2010, 16:55
frá Brjótur
Rixx ég hef nú grun um að ég hafi allavega einu sinni dregið ykkur upp báða þar sem þið voruð að þvælast fyrir utan þjöppuðu óslettu slóðina á sléttu óþjöppuðu sleðaslóðinni og ég myndi nú ekki tala um að þetta hafi gengið mjög vel hjá ykkur ,,3 tímar ,, já sæll. ;)
á 12 pundunum ekki satt?
Re: Hvað tekur langann tíma að keyra að gosinu?
Posted: 04.apr 2010, 18:04
frá Fordinn
fór upp í dag reyndar á fjórhjóli þetta er allt grjóthart alla leið innað gosi