Síða 1 af 1
Myndagetraun
Posted: 27.sep 2011, 22:28
frá Hjörvar Orri
Hvar er þessi mynd tekin?
Re: Myndagetraun
Posted: 27.sep 2011, 22:33
frá Hjörvar Orri
Þessi er tekin á sömu slóðum, og hvar er þetta?
Re: Myndagetraun
Posted: 27.sep 2011, 22:47
frá vidart
Er þetta Grundarfjörður?
Re: Myndagetraun
Posted: 28.sep 2011, 01:58
frá stebbiþ
Er þetta ekki tekið á Trékyllisheiði á Ströndum? Sést í Reykjarfjörðinn vinstra megin og Kambur í Veiðileysufirði gnæfir yfir hægra megin.
Kv, Stebbi Þ.
Re: Myndagetraun
Posted: 28.sep 2011, 08:41
frá JoiVidd
þessi fyrri er tekinn uppá fjöllum;) heheh
Re: Myndagetraun
Posted: 28.sep 2011, 09:03
frá Arsaell
Já, seinni myndin minnir mjög á stað sem ég keyrði fram hjá í sumar á leið minni í Norðurfjörð, þess vegna ég myndi segja að Stebbi Þ, væri með svarið.
Re: Myndagetraun
Posted: 28.sep 2011, 13:09
frá Hjörvar Orri
Jú, Þetta er allt komið, neðri myndin er úr veiðileysu. En mér langar að setja inn aðra myndagetraun. Þetta er Reykjafjörður. Fjallið hægra megin heitir Sætranesfjall í gamla daga var labbað upp með þessu fjalli, og niður hinu megin. Gömlu strandamennirnir tala alltaf um þessa leið, og kalla hana ákveðnu nafni, og hvert er það?
Re: Myndagetraun
Posted: 28.sep 2011, 17:12
frá hobo
Starði í smá tíma á neðri myndina án þess að kveikja. Var fljótur að fatta þegar svarið kom þar sem ég fór norður í Ófeigsfjörð síðasta sumar. Sjónarhornið er bara ekki það sem maður á að venjast þegar maður horfir úr bíl :)
En hvað varðar neðstu myndina þá man ég eftir þessarri leið. Hvort ég las um hana í bók eða hún sé merkt á skilti við veginn, man ég ekki.
Re: Myndagetraun
Posted: 29.sep 2011, 12:50
frá Hjörvar Orri
Þetta er nú kannski fjandi erfið spurning. En þetta var kölluð skólagangan. Í gamla daga var siglt frá kúvíkum með krakka frá djúpuvík, veiðileysu, kambi, yfir í Naustvík. Þaðan var labbað í gilinu upp með Sætranesfjalli og endað í finnbogastaðarskóla.