Síða 1 af 1

Hver er með góðan díl á kolsýrukútum?

Posted: 27.sep 2011, 13:02
frá olei
Vantar kút fyrir rafsuðuna og það væri ekki verra ef þetta væri meðfærilegur álkútur sem væri þægilegt að nota til að pumpa í dekk líka. T.d kútur sem tekur 4-5 kg af gasi.

Eða borgar sig bara að leigja sér kút?

Re: Hver er með góðan díl á kolsýrukútum?

Posted: 27.sep 2011, 14:47
frá Startarinn
Ég held að það sé lang hagstæðast að fá sér CO2 slökkvitæki, ég er allavega búinn að sjóða helling þannig útbúinn.
Þú borgar ekki leigu af kútnum og áfyllingin kostar ekki nema nokkra þúsundkalla, ef þú ferð vel með kútinn geturu átt hann í áratugi, leigulaust

Re: Hver er með góðan díl á kolsýrukútum?

Posted: 27.sep 2011, 18:07
frá Offari
Slökkvitæki ehf S: 844-5222 Hafa verið að breyta slökkvitækjum í kolsýrukúta.