Síða 1 af 1

Mig vantar brotna bílrúðu.

Posted: 23.sep 2011, 20:36
frá Haukur litli
Vinnur ekki einhver ykkar á réttingaverkstæði eða partasölu?

Mig vantar festingarnar af öftustu hliðarrúðunni farþegamegin í Land Crusier 90. Ég er að setja álplötur í staðinn og tími ekki að brjóta heilu rúðuna mína til að ná festingunum af henni.

Mig vantar bara festingarnar sem boltast á C-bitann farþegamegin (aftan við afturhurðar). Þetta er áfast rúðunni og kemur með nýjum rúðum þannig að gömlu festingarnar eru í rauninni rusl.

Ég setti þetta hérna frekar en í "varahlutir" vegna þess að mig grunar að enginn lumi á þessu í geymslu og frekar að menn geti haft mig í huga ef þeir rekast á þetta.

Þetta eru tvær festingar með snitt-tein og plastlisti, allt kíttað fallega saman.