Renault Kangoo startar ílla


Höfundur þráðar
Laffy
Innlegg: 16
Skráður: 21.feb 2011, 09:52
Fullt nafn: Róbert þórir Sigurðsson

Renault Kangoo startar ílla

Postfrá Laffy » 20.sep 2011, 23:37

Sælir

Ég er búin að vera í miklum vandræðum með Renault minn undafarna mánuði. stundum þegar ég er að reyna setja hann í gang þá startar hann en vill ekki fyrir sitt littla líf fara í gang og þá þarf ég að láta hann rúlla í gang. Svo getur hann verið góður í nokkrar vikur og jafnvel mánuð og starta alltaf í fyrsta. en svo einn daginn boom og þá er hann orðinn svona aftur. Það skiptir engu máli hvort hann sé kaldur, heitur blautu eða þurr ég hef prófað þetta alt en samt skéður þetta

Það sem ég er búin að gera er að láta skipta um startara og eftir það var hann góður í 2-3 cikur og svo byrjar þetta aftur.
Einnig er ég búin að setja í hann nýjan rafgeymir og svo var einhver sem sagði mér að athuga með jarðtengingu á startara sem var svo gert en ekkert lagaðist.
Eftir að ég læt hann renna í gang þá get ég startað honum nánast eins oft og ég vill og þá rýkur hann í gang í hvert skipti í einhvern smá tíma. en svo kannski frá 3-12 tímum seinna þá er aldrei að vita hvort hann fari í gang eða ekki.
Ég er búin að fara með bílinn á 4 mismunandi verkstæði og það hefur enginn híngað til geta greint þetta eða sagt mér hvað gæti verið að. þeir hafa skoðað alla mögulega hluti sem koma að þessu en ekkert hefur lagað þetta....

Nú bið ég ykkur snillinga um að aðstoða mig og koma með hugmyndir um hvað gæti verið að eða hvort þið hafi heyrt um þetta áður.


Með fyrirfram þökk

Róbert




olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Renault Kangoo startar ílla

Postfrá olei » 21.sep 2011, 00:33

Þegar þú "rúllar" honum í gang - dettur hann þá strax í gang eða hvernig gerist það?


Höfundur þráðar
Laffy
Innlegg: 16
Skráður: 21.feb 2011, 09:52
Fullt nafn: Róbert þórir Sigurðsson

Re: Renault Kangoo startar ílla

Postfrá Laffy » 21.sep 2011, 00:35

olei wrote:Þegar þú "rúllar" honum í gang - dettur hann þá strax í gang eða hvernig gerist það?


Já hann fer strax i gang þegar ég læt hann rúlla í


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Renault Kangoo startar ílla

Postfrá olei » 21.sep 2011, 00:57

Sum kveikjukerfi og jafvel vélartölvur eru viðkvæm fyrir spennufalli.
Þegar þú startar verður talsvert spennufall á rafkerfinu og því meira eftir því sem vélin er kaldari því að þá er erfiðara að snúa henni - startarinn þarf meiri straum.

Þegar þú rúllar honum í gang er startarinn ekki að taka neinn straum og spennan á kerfinu því hærri. Fyrst að hann dettur í gang við þetta þá berast böndin að við start fái kveikjukerfi eða vélartölva ekki nægilegan straum. Fyrst að bíllinn lagaðist tímabundið við að fá nýjan rafgeymi sem væntanlega heldur betur uppi spennu við start en sá gamli þá styður það lauslega við þessa kenningu.

Fyrst að bilunin kemur og fer eftir atvikum þá er líklegt að slæmt samband sé einhversstaðar í kerfinu fremur en bilaður íhlutur, tært jarðsamband, laust tengi eða þvíumlíkt. En um það er ekki hægt að fullyrða án mælinga.

Fyrsta vers er að mæla hver er spennan á rafgeyminum og hversu mikið fellur hún við kalt start. Mæla hvort að hleðslan sé í lagi þannig að rafgeymirinn sé örugglega full hlaðinn. Mæla síðan áfram hvort að spennufall sé á milli vélar og mínuspóls. Í framhaldi þarf síðan fara skipulega yfir fæðistrauma að vélartölvu og kveikjukerfi til að rannsaka hvort að þau fái nægilega háa spennu við start. Það innifelur að mæla út hvort að jarðtengingar séu í lagi fyrir hvorutveggja.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Renault Kangoo startar ílla

Postfrá Freyr » 21.sep 2011, 08:08

Árgerð og vélarstærð???

Er umboðið eitt af þessum 4 verkstæðum? Veit að tíminn hjá umboðunum kostar meira en á flestum öðrum verkstæðum en í svona málum borgar það sig yfirleitt því þar er í flestum tilfellum lang mesta þekkingin á bílunum auk þess að hafa fullkomnar greiningartölvur við höndina o.s.frv. Af því leiðir að bilanaleit getur styst margfallt og þ.a.l. sparað töluverð fjárútlát.

Annars ætla ég að skjóta á að sveifarásskynjarinn sé að hrekkja þig.

Kv. Freyr Þórsson, Renault bifvélavirki hjá IH.


Höfundur þráðar
Laffy
Innlegg: 16
Skráður: 21.feb 2011, 09:52
Fullt nafn: Róbert þórir Sigurðsson

Re: Renault Kangoo startar ílla

Postfrá Laffy » 21.sep 2011, 18:40

Sælir og takk fyrir góð svör

Auðvitað klikkaði ég á árgerð og Vélarstærð :) þetta er 99 model og er 1400 vél í honum

Gleymdi einnig að taka það fram að bíllinn hefur verið tengdur við tölvu og ekkert athugavert kom þar fram.
Ég hef ekki farið með hann í umboðið enþá enda vill ég reyna halda sem flestum útlimum :)

Með Rafgeymirinn þá skiptir það engu máli hvort það var nýr eða gamall refgeymir hann er að starta jafn illa og með gamla geymirinn, eini munurinn er ða ég get reynt að starta lengur því að stundum (mjög sjaldan) þá kem ég honum í gang ef ég reyni að starta í smá stund og svo reyni aftir eftir ca 5-10 mín

Endilega ef þið viljið einhver fleirri svör þá skal ég glaður svara þeim af bestu getu.

Kveðja Róbert

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Renault Kangoo startar ílla

Postfrá Stebbi » 21.sep 2011, 21:55

Er ekki þjófavörnin í bílnum að stríða þér, ég hef heyrt af svona Kangoo láta svipað og þú lýsir og þá var lykillinn orðinn eitthvað skrýtinn. Það fylgdi söguni að lykillinn kostaði hvítuna úr öðru auganu og sál viðkomandi að eilífu.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Renault Kangoo startar ílla

Postfrá Freyr » 22.sep 2011, 01:57

Það getur borgað sig margfalt að borga örfá tíma í dýru verkstæði sem leysir málið í stað þess að fara oft á ódýrari staði sem ráða ekki fram úr vandanum, en nóg um það, hættur að predika fyrir vinnustaðnum mínum ;-)

Það kemur oft fyrir að tölvan í bílum skrái ekki hjá sér villu þó eitthvað sé að. Ég stend við það sem ég sagði með sveifarásskynjarann þó engin villa sé í tölvunni.

Kv. Freyr


Höfundur þráðar
Laffy
Innlegg: 16
Skráður: 21.feb 2011, 09:52
Fullt nafn: Róbert þórir Sigurðsson

Re: Renault Kangoo startar ílla

Postfrá Laffy » 22.sep 2011, 20:45

Stebbi wrote:Er ekki þjófavörnin í bílnum að stríða þér, ég hef heyrt af svona Kangoo láta svipað og þú lýsir og þá var lykillinn orðinn eitthvað skrýtinn. Það fylgdi söguni að lykillinn kostaði hvítuna úr öðru auganu og sál viðkomandi að eilífu.



Þetta er nákvæmlega það sem einn viðgerðakall sagði við mig en mér fannst það hálf ótrúlegt og gerði ekkert í þvi..... Held að það sé enginn þjófavörn í honum en batteríið fyrir fjærlæsinguna er búið, ætti kannski að skoða það....


Höfundur þráðar
Laffy
Innlegg: 16
Skráður: 21.feb 2011, 09:52
Fullt nafn: Róbert þórir Sigurðsson

Re: Renault Kangoo startar ílla

Postfrá Laffy » 22.sep 2011, 20:54

Freyr wrote:Það getur borgað sig margfalt að borga örfá tíma í dýru verkstæði sem leysir málið í stað þess að fara oft á ódýrari staði sem ráða ekki fram úr vandanum, en nóg um það, hættur að predika fyrir vinnustaðnum mínum ;-)

Það kemur oft fyrir að tölvan í bílum skrái ekki hjá sér villu þó eitthvað sé að. Ég stend við það sem ég sagði með sveifarásskynjarann þó engin villa sé í tölvunni.

Kv. Freyr



Eitt vandamál er líka að stundum þegar ég fer með bílinn á verkstæði þá auðvitað startar hann eins og enginn sé morgundagurinn, "lánaði" meira segja einum viðgerðamanni honum í eina vika og hann startaði alltaf hjá honum..... Vinna mín er því miður þannig að ég get ekki verið bíllaus og þessvegna hef ég ekki geta sett hann í lengri tíma á verkstæði.


Hvernig er það ef ég set bílinn í viðgerð hja umboði og þeir eru með hann í viku og þetta skeður ekki á þeim tíma . þarf ég þá að punga út einhverjum kostnaði eða hvað?

User avatar

Egill
Innlegg: 31
Skráður: 05.apr 2010, 11:44
Fullt nafn: Egill Sandholt
Bíltegund: Grand Cherokee

Re: Renault Kangoo startar ílla

Postfrá Egill » 22.sep 2011, 21:28

Getur verið að blaðkan á soggreininni sé orðin stirð? það var allavega svipað vandamál í Kangoo sem ég hafði sem vinnubíl. Kv, Egill


Ofsi
Innlegg: 278
Skráður: 31.jan 2010, 22:32
Fullt nafn: Jón Garðar Snæland

Re: Renault Kangoo startar ílla

Postfrá Ofsi » 22.sep 2011, 21:52

Þetta fer að verða verulega spennandi. PS hvað með særingamann ef allt þrýtur :-)


Höfundur þráðar
Laffy
Innlegg: 16
Skráður: 21.feb 2011, 09:52
Fullt nafn: Róbert þórir Sigurðsson

Re: Renault Kangoo startar ílla

Postfrá Laffy » 22.sep 2011, 22:01

Ofsi wrote:Þetta fer að verða verulega spennandi. PS hvað með særingamann ef allt þrýtur :-)



Miðað við mín fyrri kynni á þér þá mundi ég telja þig göldróttan í bílamálum :) ertu að bjóða þig fram?

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Renault Kangoo startar ílla

Postfrá Freyr » 23.sep 2011, 00:46

Laffy wrote:
Stebbi wrote:Er ekki þjófavörnin í bílnum að stríða þér, ég hef heyrt af svona Kangoo láta svipað og þú lýsir og þá var lykillinn orðinn eitthvað skrýtinn. Það fylgdi söguni að lykillinn kostaði hvítuna úr öðru auganu og sál viðkomandi að eilífu.



Þetta er nákvæmlega það sem einn viðgerðakall sagði við mig en mér fannst það hálf ótrúlegt og gerði ekkert í þvi..... Held að það sé enginn þjófavörn í honum en batteríið fyrir fjærlæsinguna er búið, ætti kannski að skoða það....


Það er ræsivörn í þessum bíl, flaga í lyklinum sem hefur samskipti við bílinn. Batteríið fyrir fjarstýringuna hefur ekkert með ræsivörnina að gera, hefur bara áhrif á samlæsinguna. Þessi lykill kemur kóðaður frá verksmiðju og því er ekki hægt að kóða hann, sú kóðun sem hægt er að framkvæma á þessum lykli er bara að láta hann virka á samlæsingarnar. Ég er ekki 100% viss en mig minnir að nýr lykill kosti kringum 26.000 kr. Og til að forða þér frá óþarfa útgjöldum, ekki kaupa lykil í Neyðarþjónustunni þó þeir fullyrði að hann virki. Man ekki hvort það er einhverskonar flaga í honum eða ekki en við höfum oft fengið kúnna með lykla frá þeim og það gengur einfaldlega ekki þó þeir selji lykla sem virka í ýmsa aðra bílameð ræsivörn, t.d. Subaru Impreza, hef kynnst því sjálfur.
Annars hef ég ekki trú á að þetta sé þjófavörnin sem er að hrekkja þig. Það er rauð ljósdíóða í miðju mælaborðinu, þegar ræsivörnin er á og enginn lykill í svissinum blikkar hún hægt, þegar svissað er á með lykli sem virkar lýsir hún stöðugt í smá tíma og hverfur svo. En þegar svissað er á með lykli sem virkar ekki blikkar hún hratt.

Stend við fyrri ágiskun um sveifarásskynjarann.

Kv. Freyr

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Renault Kangoo startar ílla

Postfrá Freyr » 23.sep 2011, 00:49

Hvernig er það ef ég set bílinn í viðgerð hja umboði og þeir eru með hann í viku og þetta skeður ekki á þeim tíma . þarf ég þá að punga út einhverjum kostnaði eða hvað?


Þú borgar fyrir þann tíma sem fer í bílinn. Mæli með að byrja á að bóka hann í 1 klst. bilanagreiningu og sjá hvað gerist.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 10 gestir