Fara með fótafúið fólk að gosinu
Posted: 27.mar 2010, 00:04
frá btg
Kveldið,
stefni á að fara á morgun með nokkra gamlingja sem eru fótafúnir og geta því ekki labbað langt en dauðlangar að sjá þetta. Ég er á 33" Pajero.
Langaði að forvitnast um hvert væri best að fara til að þau sæu sem mest miðað við farartækið og þurfa að labba sem minnst til að fá þokkalegt sjónarspil.
Takk.
Re: Fara með fótafúið fólk að gosinu
Posted: 27.mar 2010, 18:48
frá Járni
Það er bara ein leið opin núna, upp hjá Sólheimahjáleigu. Það væri vissara fyrir þig að vera í samfloti með öðrum (meira breyttum) og fylgja leiðinni sem er komin.
Vísa í þennan þráð -
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=2&t=635Langar einnig að benda á að upplifunin er mikið sterkari að nóttu til.
Re: Fara með fótafúið fólk að gosinu
Posted: 28.mar 2010, 00:11
frá btg
Sælir,
takk fyrir þetta, kannski maður reyni þessa leið og fái að fljóta með einhverjum stærri.
En ég fór seinnipartinn inn Fljótshlíðina og var að koma heim um kl 23, ók í svona 30 mín frá bílastæðinu sem er þarna. Fór yfir einhverjar 4 eða 5 sprænur og það voru margir að fara þarna á fólksbílum. Sáum gosið vel úr fjarska, sáum eldtungurnar og það. Sá þetta bæði í björtu og í myrkri, alveg magnað. Mikil flugumferð þarna líka.
Það voru tugir ef ekki bara á annað hundrað bílar þarna þegar við vorum. Og þegar við vorum að fara var ekkert lát á straumi fólks þarna inneftir, fólksbílar, jeppar og litlar 4x4 rútur.