Panta varahluti frá útlöndum
Posted: 11.sep 2011, 13:45
frá Maggi
Sælir
Lumar einhver á vefsíðu þar sem hægt er að panta varahluti í japanska jeppa?
Mig vantar mótorpúða í Land Cruiser 80 4.2 og vil helst ekki borga toyota kópavogi heilan handlegg fyrir þá.
Ef einhver á notaða púða væri ég líka til í að skoða það.
kv
Maggi
magnusblo@gmail.com
Re: Panta varahluti frá útlöndum
Posted: 11.sep 2011, 20:08
frá Freysi
Sæll prófaðu carpartswholesale.com hef verslað þar tvisvar fín þjónusta er reyndar í californiu svo einhver aukakostnaður að koma þessu til NY en samt bara brot af kostnaðinum að flytja þetta til íslands,það er svo skrítið því þetta er jafn löng leið,kannski okur á flutningi til íslands nei það getur ekki verið.
Re: Panta varahluti frá útlöndum
Posted: 11.sep 2011, 21:45
frá Heiðar Brodda
sælir veit um nokkra sem hafa pantað varahluti frá kína t.d. túrbínur og allt innvolsið í þær dæmi: túrbína með öllu og inní því var auka innvols í aðra bínu 70,000 komið inná borð til hans,það er með öllum kostnaði það stendur það sama á dótinu eins og það væri keypt í toyotu, í ganni hringdi hann í toyotu og það var reyndar bara til bína í 3,0ltr dísel 4runner og hún átti að kosta 400,000 takk fyrir
hann sendi póst til kína manna og spurði þá hort þeir ættu olíverk í 80 krúser? svarið sendu okkur olíuverk og við kóperum það........
snillingar á ferð..
kv Heiðar