Síða 1 af 1
Olíuverk í Terrano árg. 2000
Posted: 07.sep 2011, 10:07
frá klett
er í vandræðum með olíuverkið í bilnum. Málið er að bíllinn hálfdeyr í hægagangi og kemur svo aftur inn. Gæti þetta verið e-h annað? Veit einhver eitthvað um þetta? Eða á einhver nothæft verk.
Númerið er Zexel 16700 7F410.
Re: Olíuverk í Terrano árg. 2000
Posted: 07.sep 2011, 10:54
frá ofursuzuki
Sæll, ég veit að það er þekkt vandamál í olíuverki á þessum bílum að gangráðurinn
í þeim á það til að bila með svipuðum afleiðingum og þú lýsir hér. Þá er víst fátt annað
til ráða en að skifta um olíuverk.
Kv. Björn Ingi
Re: Olíuverk í Terrano árg. 2000
Posted: 09.sep 2011, 00:37
frá olei
Ég á 99 terrano sem tók upp á því að ganga mjög ójafnan hægagang - hann rólaði upp og niður og átti til að drepa á sér þegar smellt var í drive (ssk) og jafnvel án þess þó að ég þori ekki alveg að fara með það enda nokkuð um liðið. Hann gerði þetta reyndar eftir að ég var búinn að sulla "smá" (les. 70%) steinolíu á hann og ég kenndi því um. Skömmu síðar tók ég eftir olíuleka við olíutankinn, ekki miklum en þó.. Ég þurfti að taka tankinn niður til að komast í lagnir sem liggja milli tanks og grindar. Lögnin frá tanknum var morkin af ryði og götug og ljóst að eldsneytiskerfið hefur fengið þar drgjúgan slurk af lofti með eldsneytinu síðustu mánuðina áður en lekinn uppgötvaðist. Ég skipti lögnunum út fyrir olíuþolnar gúmíslöngur frá Barka enda var ég hálfþunnur og í engu stuði til að fara í að smíða stál-lagnir í anda Nissan undir rassgatið á kauða.
Örskömmu síðar kviknaði gaumljós í mælaborði sem sagði mér þær fregnir að vatn væri í olíusíunni og ég tappaði undan henni góðum kaffibolla af vatni mér til hugarhægðar og einskærrar gleði. Við lestur upphafsinleggs þessa þráðar ryfjast upp fyrir mér að hægagangsvesenið er horfið eins og dögg fyrir sólu þrátt fyrir allnokkuð og ítrekað steinolíusull.
Ég veit ekki alveg hvaða ályktanir má draga af þessu, en ein slík gæti verið á þá leið að olíuverkið hjá þér sé ekki endilega laskað eða ónýtt þó svo að hægagangur sé ójafn og stopull. Sú var í það minnsta ekki raunin hjá mér (7-9-13).
Ég mundi prófa þrennt í þínum sporum.
#1 Athuga lagnirnar frá olíuverki og aftur í tank, hvort að hann sé að draga loft.
#2 Skipta út olíusíunni
#3 Hella eins hálfum lítra af smurolíu eða öðru smurefni að eigin smekk í tankinn og sjá hvað gerist.
Loks er rétt að minnast á atriði sem mér fróðari menn hafa rekist á í þessum bílum - ég veit ekki alveg af hvaða árgerðum, né heldur nákvæmlega með hvaða olíuverkum - en einhverjir Terrano eru með oggu-ponsu litla netsíu undir banjóbolta þar sem fæðilögnin kemur inn á olíuverkið. Hún ku eiga það til að stíflast og jafnvel svo hressilega að hún kiknar undan þrýstingi og hverfur inn í olíuverkið sem japlar á henni af einstakri lyst og tortímir sjálfu sér við átið. Ég á tvo 99 Terrano sem mér sýnist báðir vera með Zyxel verkinu og mér er lífsins ómögulegt að finna þessa síu í þeim þrátt fyrir að hafa tekið banjó-boltann úr og dorgað í holunni daglangt með ýmsum verkfærum. Það er reyndar ekki fyrir andskotann að skyggnast ofan í gatið og sjá hvað er á ferðinni þannig að það er erfitt að fullvissa sig um að hvort eitthvað og þá hvað sé þar að finna. Mér skilst að nefnd sía sé í Bosch olíuverkum sem koma í einhverjum árgerðum.
Ef slík sía er til staðar og er stífluð þá er nærtækt að álykta sem svo að það hefði fyrst og fremst áhrif á topp afl vélarinnar fremur en hægagang. Ef hún hefur stíflast og er horfinn inn í olíuverkið er hugsanleg að eitt einkennanna sé ójafn og vondur hægagangur.
Mér fróðari menn hér á Jeppaspjallinu geta e.t.v. varpað skýrara ljósi á þetta atriði.
Re: Olíuverk í Terrano árg. 2000
Posted: 09.sep 2011, 07:56
frá Freyr
Ég á '98 terrano og er einmitt nýbúinn að smíða nýja fæðilögn frá tank undir miðjan bíl u.þ.b. Það er enginn þörf á að taka tankinn úr, það er heilmikið pláss í kringum þar sem rörið mætið gúmmíslöngu ofaná tankinum. Ég náði mér í 8 mm koparlögn í Landvélar og þræddi hana svipaða leið og orginal lögnin liggur, passa bara að teipa vel fyrir endann svo drulla fari ekki inn í rörið. Þetta tók innan við 2 tíma en ég var reyndar með bílinn á lyftu.
Freyr