Síða 1 af 1

Nissan Terrano

Posted: 24.mar 2010, 18:49
frá olistef
Daginn.

Getur einhver sagt mér hvað gott sé að hafa í huga við kaup á 10 ára gömlum Terrano disel. Er eithvað sérstakt í viðhaldi þessara bíla sem ber að athuga? Einhverjir veikir punktar?
Kveðja Óli

Re: Nissan Terrano

Posted: 24.mar 2010, 19:22
frá Rúnarinn
Sæll

það er bara að skoða alla slitfleti, stýrisenda, spindilkúlur efri og neðri, legur, athuga líka með þjónustubók bílsins hvort hann hafi verið smurður reglulega og skipt um síur, það hefur mikið að segja.

Veit samt ekki um neina veika punkta nema að ef hann er á stærri en 35" þá segja sumir að klafabúnaðurinn þoli það ekki, en það getur verið lygi einsog margt annað :D Ég hef alla veganna ekki aldrei orðið stopp á mínum, hugsa bara um hann og hann gengur einsog klukka.

Re: Nissan Terrano

Posted: 24.mar 2010, 19:41
frá Geiri
Það fer nú svolítið eftir akstri og meðferð. Er nú enginn sérfræðingur en á einn 99árg og þurfti að skipta um olíuverk í 120þ, en það er eitthvað misjafnt milli bíla hvað þau endast ég fékk t.d notað verk úr svipað mikið keyrðum bíl og það var og er enn í lagi(og verður vonandi). Síðan fór vatnsdælan í 130, annað hefur verið í þokkalegu lagi. Kv Geiri

Re: Nissan Terrano

Posted: 24.mar 2010, 21:01
frá olistef
Takk fyrir.