Síða 1 af 1

SOS Bensíndæla í Audi

Posted: 30.aug 2011, 16:48
frá Hagalín
Sælir félagar.
Það fór bensíndæla hjá bróður mínum í Audi A4 og kostar hún 80þ kall í umboðinu.
Hvar væri hægt að panta þetta að utan? Einni ef einhver veit um staði sem selja þetta hér heima fyrir eitthvað minna en báða handleggina mætti hann láta mig vita.

Re: SOS Bensíndæla í Audi

Posted: 30.aug 2011, 17:08
frá Sævar Örn
Er ekki eins dæla í VW og Skoda, þetta er allt orðið sama batterýið, rífðu dæluna úr, yfirleitt er þetta bara heilt brakket með mælinum og öllu sem kemur uppúr tankinum og mættu með það á vw skoda partasölu og fáðu að gramsa

Re: SOS Bensíndæla í Audi

Posted: 30.aug 2011, 17:10
frá Sævar Örn
Dettur í hug VW Passat, svipar mjög til Audi A4 í ýmsu, eins Octavían

Re: SOS Bensíndæla í Audi

Posted: 30.aug 2011, 17:38
frá Hagalín
Ja. Ætlum að rífa hana úr og sjá nr á henni og panta nýja að utan.

Re: SOS Bensíndæla í Audi

Posted: 30.aug 2011, 20:04
frá villig
Ég keypti dælu hjá Tækniþjónustu Bifreiða í Audi 100 fyrir nokkrum árum. Þeir voru með á hreinu hvað gæti passað, án þess að líta í bók.