Hilux hoppar þegar er bakkað??
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 335
- Skráður: 01.feb 2010, 11:48
- Fullt nafn: Kári Gunnarsson
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Varmahlíð
Hilux hoppar þegar er bakkað??
Kann einhver skýringu á af hverju Hilux hoppar þegar er bakkað? Hann hoppar ekki hátt, meira að hann titri, þetta eru bara fyrstu sentimetrarnir, en pirrandi samt. Bíllinn er á nýlegum blaðfjöðrum að aftan og öll gúmmí í lagi. Með von um gáfulega skýringu á þessu og ráðum við vandamálinu. Kv, Kári.
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Hilux hoppar þegar er bakkað??
Þú átt bara svona hoppandi kátan hilux hehe :D
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
-
- Innlegg: 357
- Skráður: 04.feb 2010, 08:36
- Fullt nafn: Kristján Stefánsson
Re: Hilux hoppar þegar er bakkað??
Hvernig er ástand á hjöruliðskrossum hjá þér ?
-
- Innlegg: 322
- Skráður: 02.feb 2010, 12:55
- Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
- Bíltegund: Musso cherokee ofl
Re: Hilux hoppar þegar er bakkað??
Ég átti beinskiptan jeppa sem gerði þetta þegar kúplaði saman. Þetta byrjaði afturábak og jókst svo jafnt og þétt skalf allur þegar maður tók af stað þá var kúplingsdiskurinn brotinn. Hvort þetta á við í þínu tilfelli veit ég ekki en ef ekkert er að krossum og fóðringum þá gæti þetta verið vandamálið.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 335
- Skráður: 01.feb 2010, 11:48
- Fullt nafn: Kári Gunnarsson
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Varmahlíð
Re: Hilux hoppar þegar er bakkað??
Þessi hoppandi kæti hefur verið í bílnum í a.m.k. tvö ár, það er í fínu lagi með hjöruliði og kúplingin er nýleg.... en auðvitað getur alltaf brotnað gormur í disk. Mér hafði dottið í hug að hásingin væri að vinda um á sig og þvingaði hjöruliðinn.... er það ólíklegt? Kv, Kári.
Re: Hilux hoppar þegar er bakkað??
Er nokkuð möguleiki að það vant tennur í bakkhjólið í gírkassanum hjá þér. Það gerðist hjá mér að það fóru úr því tennur, fyrst heyrðist smá bank þegar ég bakkaði, síðan fór hann að hristast svona í bakkinu og á endanum fór þetta alveg hjá mér. En ég lenti líka í því að hann festist ef ég ætlaði að bakka, reikna með því að tennurnar hafi þá staðist á.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 335
- Skráður: 01.feb 2010, 11:48
- Fullt nafn: Kári Gunnarsson
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Varmahlíð
Re: Hilux hoppar þegar er bakkað??
Þetta hljómar sífellt hræðilegar hjá ykkur....en mig minnir að hann geri þetta ekki í 4 hjóladrifinu, þó ekki alveg viss, kv,k.
Re: Hilux hoppar þegar er bakkað??
þá hljómar þetta kannski betur hjá þér ef hann gerir þetta ekki í fjórhjóladrifinu. Þetta bakkhjól í hilux er veikur hlekkur í kassanum, hjól sem er "utanvið" alla tannhjólastæðuna inn í kassanum, á einhversskonar koparfóðringu og ég held að kassinn grípi bara í ca hálfa breidd á hjólinu. Dálítið vangæft en virkar ef það er farið fallega með þetta :-)
Kv Beggi
Kv Beggi
-
- Innlegg: 8
- Skráður: 03.feb 2010, 22:02
- Fullt nafn: Svavar Þór Lárusson
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafa samband:
Re: Hilux hoppar þegar er bakkað??
Gerðist hjá mér á Cherokee, á blaðfjöðrum. Þá hafði brotnað úr upphækkunarklossa að aftan og hásingin reisti sig og skektist aðeins, skipti um klossa og allt í gúddi. en ath líka kassan.
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Hilux hoppar þegar er bakkað??
Er ekki bara séns að fjaðraklemmurnar séu lausar fyrst að það eru ný fjaðrablöð að aftan. Mig minnir að ég hafi þurft að herða uppá þessu hjá mér eftir að ég skipti um miðfjaðrabolta og klemmur þegar ég var í hilux bransanum.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 335
- Skráður: 01.feb 2010, 11:48
- Fullt nafn: Kári Gunnarsson
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Varmahlíð
Re: Hilux hoppar þegar er bakkað??
Takk fyrir góð svör, nú er bara að yfirfara og nota útilokunaraðferðina, kv, Kári.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur