Síða 1 af 1

Fimmvörðuháls/ skógar / Mýrdalsjökull /Almennt

Posted: 25.aug 2011, 09:09
frá Pajero1
Er opið upp hjá skógum?
Eða þarf að fá leyfi hjá bóndanum?
Hvernig er Mýrdalsjökull þá?
Er hægt að keyra þá leið að Fimmvörðuhálsi í dag?

Re: Fimmvörðuháls/ skógar / Mýrdalsjökull /Almennt

Posted: 25.aug 2011, 09:33
frá AgnarBen
Það er lokað upp frá Skógum og almennt ekki hægt að fá leyfi hjá bóndanum. Veit ekkert um ástandið á Mýrdalsjökli.

Re: Fimmvörðuháls/ skógar / Mýrdalsjökull /Almennt

Posted: 26.aug 2011, 19:19
frá -Hjalti-
Afhverju eru menn að láta þetta yfir sig ganga?
þessi bóndi né nokkur annar hefur ekki rétt til að loka vegum sem að eru opnir almennri umferð - gildir þá einu hvort að leiðin liggur um hlaðið hjá honum eða ekki. Það skiptir heldur engu þó að umferð aukist um tíma vegna einhverra atburða.

Re: Fimmvörðuháls/ skógar / Mýrdalsjökull /Almennt

Posted: 26.aug 2011, 23:20
frá JonHrafn
Það er ólöglegt að loka vegum sem ríkið hefur lagt peninga í. Þessi "slóði" er merktur sem " vegaslóð " á korti þannig að það er alveg spurning hvor landeigandi hafi bara ekki fullan rétt til að loka honum gegnum jörðina sína.

Re: Fimmvörðuháls/ skógar / Mýrdalsjökull /Almennt

Posted: 27.aug 2011, 00:04
frá -Hjalti-
JonHrafn wrote:Það er ólöglegt að loka vegum sem ríkið hefur lagt peninga í. Þessi "slóði" er merktur sem " vegaslóð " á korti þannig að það er alveg spurning hvor landeigandi hafi bara ekki fullan rétt til að loka honum gegnum jörðina sína.


Veit ekki betur en Þetta sé Ríkisjörð.
Ekki að það skipti eitthverju. það má ekki loka á landsvæði í.almannaeign þó aka þurfi í gegnum í tún landeiganda.

Ágætis þráður um álíka dæmi.

http://www.f4x4.is/index.php?option=com ... gs#p109370