Síða 1 af 1

Gat á dekki

Posted: 23.mar 2010, 13:07
frá Tómas Þröstur
Þurfti að setja þrjá tappa í hliðina á 35" BF Goodrich. Það er eitthvað lítið að vírum til að halda við gúmmíið eða líklega ekki neinir þarna á hliðinni. Er ekki hætt við að gatið stækki eða hvellspringi ! Ætli það hangi í lagi ef það yrði soðin bót í dekkið á dekkjaverkstæði. Lét einu sinni gera slíkt við hliðna á 36"DC dekki og það hékk svo sem í lagi en mér fannst samt gúlpurinn út frá viðgerðinni miðri vera frekar scary og fann mér þá annað óviðgert dekk. Eru dekkin ekki bara hálfónýt þegar gat kemur á hliðar ?

Re: Gat á dekki

Posted: 23.mar 2010, 18:16
frá JonHrafn
Þegar það er soðinn kappi innan í svona skemmdar þá halda þær oftast. En auðvitað kemur fyrir að dekk hvellspringi þar sem dekkið verður ekki fullkomið.

Síðan auka úrhleypingar líkurnar á að kappinn losni að innan.

Re: Gat á dekki

Posted: 02.apr 2010, 21:51
frá Fordinn
Bara forðast að hafa svona viðgerð dekk að frama, hafa þau frekar ad aftan mun betra að detta á rassinn enn trynið uta vegi.

Re: Gat á dekki

Posted: 03.apr 2010, 09:43
frá Ingaling
Já. bara láta sjóða í það og hafa það að aftan.

Re: Gat á dekki

Posted: 03.apr 2010, 10:23
frá draugsii
Ingi á Húsavík sauð í dekk fyrir mig fyrir nokkrum árum og það hefur alveg haldið
ég er búin að keira töluvert á því úrhleiptu og það er ekki farið að gefa sig ennþá
og þetta var svona um fimm sentimetra skurður

KV Hilmar