Síða 1 af 1
TOYOTA HIACE, VW TRANSPORTER 4 x 4.
Posted: 20.aug 2011, 16:30
frá steindór
Sælir allir hér, er nokkuð vit í að fá sér annan hvorn þessara bíla, klessa undir þá stærri dekkjum til að geta skrölt eitthvað upp um hálendið, veit einhver til að þetta hafi verið gert við þessa bíla. Er að spá í eitthvað svona sem er hægt að útbúa svefnaðstöðu í. Kv. Steindór
steindorh@simnet.is
Re: TOYOTA HIACE, VW TRANSPORTER 4 x 4.
Posted: 21.aug 2011, 01:06
frá Kiddi
Toyota Hiace væri klárlega mun líklegri kostur en Volkswagen.
Mjög seigir og viðhaldslitlir bílar.
Arctic Trucks hafa eitthvað verið að eiga við þessa bíla aðallega í Noregi. Þeir setja í þá millikassa og hækka upp. Spurning með að tala við þá og sjá hvort þeir geti skaffað eitthvað í þetta.
Re: TOYOTA HIACE, VW TRANSPORTER 4 x 4.
Posted: 21.aug 2011, 15:14
frá Stebbi
Hi-Ace hefur vinninginn þarna, þú getur þó opnað hurðirnar á honum í frosti.
Re: TOYOTA HIACE, VW TRANSPORTER 4 x 4.
Posted: 21.aug 2011, 16:59
frá smaris
Sæll.
Ég held að hvorugur þessara bíla sé góður kostur. Þekki reyndar Transporter ekki mikið en 98 og yngri Hiace er mjög takmarkað hægt að stækka dekkin auk þess sem vantar lága drifið. 97 og eldri Hiace er skárri kostur en það er nú orðið erfitt að finna þá í góðu standi.
Besti kosturinn af svona bílum er held ég Hyundai Starex. Ágætlega hátt undir hann, lítið mál að koma undir hann 33" dekkjum og svo er hann með lágu drifi. Aftur á móti er galli einungis stutti bíllinn fæst með fjórhjóladrifi.
Kv. Smári.
Re: TOYOTA HIACE, VW TRANSPORTER 4 x 4.
Posted: 21.aug 2011, 17:38
frá halendingurinn
Eftir að hafa átt starex í 3 ár get ég ekki annað en lofað þá bak og fyrir svo að ég myndi skoða þann kost líka.