Styðjum mótorhjólamenn


Höfundur þráðar
Ofsi
Innlegg: 278
Skráður: 31.jan 2010, 22:32
Fullt nafn: Jón Garðar Snæland

Styðjum mótorhjólamenn

Postfrá Ofsi » 17.aug 2011, 18:26

Það er fleiri en jeppamenn sem verða fyrir því að soðin eru saman er lög og reglugerðir af mölétnum möppudýrum í reykfylltum bakherbergjum. Þessi pistill er af spjallsvæði Slóðavina, þar sem Slóðavinir eru hvattir til þess að styðja Sniglana. Ég hvet jeppamenn til þess að skoða málið og styðja mótorhjólamenn ef þetta samræmist skoðunum ykkar http://www.sniglar.is/sniglar/allarfrettir/item/696-höfum-áhrif-á-umræðuna. Kv Jón Snæland
.
„Hér er póstur sem gengur á milli mótorhjólamanna til hvatningar og áskorunnar á hjólafólk að skrifa undir (ég er búin að kvitta).
Eins og flest alvöru hjólafólk hefur tekið eftir hefur verið í gangi undirskriftarsöfnun til að mótmæla komandi umferðarlögum og þeim áhrifum sem þau munu hafa á þá sem hafa gaman af mótorhjólum. Nú eru lögin í lokameðferð samgöngunefndar og þar er í raun síðasta hálmsstrá okkar að hafa áhrif á þessa mjög svo óréttlátu lagasetningu. Ekki má gleyma því að í nefndinni sitja kjörnir fulltrúar okkar almennings sem stjórnast af einum hlut, atkvæðum! Þess vegna er það mikilvægt að við afhendum þeim þykkan bunka undirskrifta á komandi vikum. Til þess að svo megi vera þurfa allir sem lesa þetta að kvitta á sniglar.is og fá eins marga og hægt er til að gera það líka, einnig þá sem eiga ekki mótorhjól. Gildir einu hvort það séu fjölskyldumeðlimir eða vinir, svo lengi sem um lögráða einstaklinga er að ræða. Segið þeim þá frá því í leiðinni um hvers kyns skerðingu á réttindum mótorhjólafólks er að ræða. Við eigum að þola þriggja ára hækkun á prófaldri sem alltaf hefur fylgt bílprófsaldri, sem hækkar aðeins um eitt ár. Við munum ekki fá að reiða börnin okkar lengur, þótt þau mættu sitja á í öðrum löndum vegna fáránlegrar reglu um 150 sentímetra lágmarkshæð. Samkvæmt lögunum mega allir með bílpróf keyra skellinöðru og ef þeir eru eldri en tvítugir að reiða á þeim farþega. Eins og allt hjólafólk veit krefst slíkt þjálfunar og út í hött að veita fólki slík réttindi sem hefur enga þjálfun til þess. Síðast en ekki síst eigum við að klæðast hlífðarfatnaði samkvæmt lögum, en engir staðlar eru til í heiminum um hvað telst hlífðarfatnaður á bifhjóli. Þess vegna er ekki hægt að fylgja slíkum lögum eftir og markleysa að setja þetta í lög. Ég hef sjálfur fengið mig fullsaddan á litlum svörum ráðamanna þessa málaflokks þrátt fyrir margar tilraunir Snigla til að snúa ofan af þessari lagasetningu. Löggjafinn hefur ekki getað fært fram nein rök sem hald er í fyrir lagagreinum þessum. Þess vegna verður að líta á þetta sem fordóma gegn okkur bifhjólafólki sem þarf að svara! Ef við gerum það ekki verður næsta skref að lögsetja gul vesti á bifhjólafólk eins og er til dæmis til skoðunar núna í Frakklandi. Stöðvum þessa vitleysu strax og allir að kvitta!“



User avatar

nobrks
Innlegg: 327
Skráður: 31.jan 2010, 21:12
Fullt nafn: Kristján Arnór Gretarsson

Re: Styðjum mótorhjólamenn

Postfrá nobrks » 17.aug 2011, 20:29

Búinn að kvitta.
Hvernig er það Ofsi, er hjólið þitt komið í leitirnar?


kalliguðna
Innlegg: 87
Skráður: 08.des 2010, 12:52
Fullt nafn: guðmundur karl guðnason

Re: Styðjum mótorhjólamenn

Postfrá kalliguðna » 17.aug 2011, 20:32

já stopum þessa þvælu. búinn að senda undirskrift.
kv:Kalli


Höfundur þráðar
Ofsi
Innlegg: 278
Skráður: 31.jan 2010, 22:32
Fullt nafn: Jón Garðar Snæland

Re: Styðjum mótorhjólamenn

Postfrá Ofsi » 17.aug 2011, 21:13

Nei Kristján hjólið hefur ekki fundist, sennilega komið á markað í evrópu :-(


stjanib
Innlegg: 270
Skráður: 01.feb 2010, 04:35
Fullt nafn: Kristján Y. Brynjólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Styðjum mótorhjólamenn

Postfrá stjanib » 17.aug 2011, 23:29

Maður hefði nú haldið að þau hefðu nú eitthvað betra að gera en þetta.. búinn að skrifa undir.

K.v
Stjáni


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 16 gestir