Gosstöðvar - Lokanir á vegum
Gosstöðvar - Lokanir á vegum
Sælir strákar einu er ég að velta fyrir mér og vona að ég sé nú ekki einn um það en það er þessi gríðarlega takmörkun umferðar í nágrenni gossins og þá meina ég ekki nálægt gosinu heldur eins og í fljótsdal því að þar er örugglega flott að sjá gosið að kvöldlagi sérstaklega, það er nú nokkuð fjarri og að auki norðan við gosið svo að ég held að við eigum nú ekki von á neinu hlaupi þaðan og að auki þá er þetta nú ekki slíka stórgosið að það þurfi nú að fara á límingunum í sambandi við rýmingu bæja og lokanir vega en yfirvöld gætu hinsvegar verið á tánum með víðtækari lokanir og brottflutning fólks, en ég
held að þarna sé nú farið aðeins offari miðað við stærð goss, ég hafði nú hugsað mér að kíja inn í fljótsdal´seinnipartinn í dag og kvöld ef yfirvöld leyfa það er einhver fundur hjá þeim kl 17:00.
Goskveðja Helgi
held að þarna sé nú farið aðeins offari miðað við stærð goss, ég hafði nú hugsað mér að kíja inn í fljótsdal´seinnipartinn í dag og kvöld ef yfirvöld leyfa það er einhver fundur hjá þeim kl 17:00.
Goskveðja Helgi
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Gosstöðvar - Lokanir á vegum
Ég held að þetta sé nú að hluta til vegna flóðar hættu sem getur skapast ef að gosið breytist.
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
-
- Innlegg: 15
- Skráður: 02.feb 2010, 17:18
- Fullt nafn: Árni Magnússon
-
- Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Gosstöðvar - Lokanir á vegum
Mikið ofboðslega er ég sammála.... afhverju má fólk ekki fara á sína eigin ábyrgð. Ég skil alveg rýminguna og lokanirnar á fyrstu stundunum þegar óvissuástandið var en við vitum núna helling um þetta litla gos (eða varðeld eins jarðfræðingar kalla það). Mér fannst það frekar súrt kl 14 í gær að hafa verið skipað að snúa við af óvingjarnlegum lögreglumanni á hellu og síðan var búið opna kl 15 og fyrir utan það heyrir maður að fólki sé hleypt í gegn af geðþótta. Mér finnst þetta doldið sýndarmennska í almannavörnum, jú við erum búin að sjá að rýmingarskipulagið virkaði skothelt og gekk með ólíkindum vel en nú finnst manni eins og þegar það finnst staður þar sem að gefst gott útsýni yfir gosstöðina, marg, marga, marga kílómetra í burtu að þá kemur hey, hey, hey, nei. nei... lokum þessari leið!
Ég held að almannavarnir verði aði passa að missa ekki trúverðugleikan sinn... það gekk allt svo vel upp í rýmingunni.
Síðan er alltaf talað um að þetta gæti vakið kötlum, það er náttúrulega stórt áhyggjefni en hversu lengi á að bíða eftir því. Seinast þegar gos í eyjafjallajökli "vakti" kötlu að þá var gos búið að standa yfir í 2 ár áður en það gerðist. þ.e.a.s. gos hófst 1821 stóð yfir með hléum til 1823, 1823 gaus síðan í kötlu.
Kv.
Óskar Andri
Ég held að almannavarnir verði aði passa að missa ekki trúverðugleikan sinn... það gekk allt svo vel upp í rýmingunni.
Síðan er alltaf talað um að þetta gæti vakið kötlum, það er náttúrulega stórt áhyggjefni en hversu lengi á að bíða eftir því. Seinast þegar gos í eyjafjallajökli "vakti" kötlu að þá var gos búið að standa yfir í 2 ár áður en það gerðist. þ.e.a.s. gos hófst 1821 stóð yfir með hléum til 1823, 1823 gaus síðan í kötlu.
Kv.
Óskar Andri
-
- Innlegg: 167
- Skráður: 18.feb 2010, 15:34
- Fullt nafn: Magnús Ingi Gunnarsson
- Bíltegund: Toyota 4Runner
Re: Gosstöðvar - Lokanir á vegum
Þið þurfið nú ekkert að fara lengra en innað fljótsdal til að sjá gosið þú sért það ekkert betur þarna fyrir innan
Re: Gosstöðvar - Lokanir á vegum
Það er opið inn að Fljótsdal og á þetta að sjást ágætlega þaðan, aftur á móti er leiðindaveður á svæðinu núna og sést lítið sem ekkert til gossins þannig að það er kanski ekki þess virði að koma um langan veg til að sjá ekkert. Betra að bíða eftir betra veðri.
Re: Gosstöðvar - Lokanir á vegum
Ég get nú vel skilið sjónarmið beggja hliða. Almannavörnum er ætlað það hlutverk að passa upp á almenning og er að gera það með þessum lokunum. Þeirra hlutverk er að passa upp á það að ekkert fólk fari þangað sem því er hætta búin því þeir búa jú oft yfir meiri upplýsingum heldur en við hin gerum. Þó lokanir kunni að virðast yfirdrifnar og óþarfar getur nú samt verið að þær séu líka til þess fallnar að auðvelda lögreglu og öðrum viðbragðsaðilum sín störf.
Ég skil til dæmis vel að á meðan skipurlag er í mótun og þróun þá vilji lögregla ekki fá hvern sem er inn á svæði þar sem fullt af húsum standa auð og eru því auðveld bráð innbrotsþjófa. Svo er til allskonar fólk sem æðir um allt, til dæmis inn í Þórsmörk í gær, lendir í veseni og þarf þá viðbragðsaðila til að láta sækja sig. Þarna eru þeir sem vilja ferðast á sinni eigin ábyrgð óbeint að leggja aðra í hættu komi til þess að þeir þurfi svo aðstoð. Þessu er einfaldlega afstýrt með því að loka svæðum.
Hinsvegar er ég einn þeirra sem finnst þetta afar áhugavert og eyddi gærkvöldinu í Fljótsdalnum og fannst það bara yfirdrifið nóg.
Ég skil til dæmis vel að á meðan skipurlag er í mótun og þróun þá vilji lögregla ekki fá hvern sem er inn á svæði þar sem fullt af húsum standa auð og eru því auðveld bráð innbrotsþjófa. Svo er til allskonar fólk sem æðir um allt, til dæmis inn í Þórsmörk í gær, lendir í veseni og þarf þá viðbragðsaðila til að láta sækja sig. Þarna eru þeir sem vilja ferðast á sinni eigin ábyrgð óbeint að leggja aðra í hættu komi til þess að þeir þurfi svo aðstoð. Þessu er einfaldlega afstýrt með því að loka svæðum.
Hinsvegar er ég einn þeirra sem finnst þetta afar áhugavert og eyddi gærkvöldinu í Fljótsdalnum og fannst það bara yfirdrifið nóg.
-
- Innlegg: 319
- Skráður: 01.feb 2010, 00:32
- Fullt nafn: Einar Steinsson
- Staðsetning: Austurríki
- Hafa samband:
Re: Gosstöðvar - Lokanir á vegum
Ég get skilið bæði sjónarmið en þessi mikla varkárni liggur væntanlega í því að þarna er jökull. Ef jörð rofnar skyndilega undir jökli, sem getur hæglega orðið, er á 15-30 mínútum komið ansi myndarlegt flóð niður í byggð undir Eyjarfjöllum eða niður í Þórsmörk og það er væntanlega ástæðan fyrir þessari varkárni. Eldgos undir jökli þó lítið sé er talsvert mikið hættulegra heldur en gos í t.d. Heklu.
Re: Gosstöðvar - Lokanir á vegum
Sælir aftur hér koma tvenn sjónarmið og er það vel og ekki er ég mæla á móti varkárni ...en stundum finnst mér nú yfirvöldum gjarnt að gera meira úr hlutunum en ástæða er til ég er til að mynda ekki sammála þessu að við megum ekki fara inn Fljótsdal því að þar erum við nú komnir NA fyrir t.d. flóð úr þórsmörkinni úr þessu gosi og ef þetta gos stækkar eða breytist ja þá er bara að breyta lokuninni aftur ekki satt :)
kveðja Helgi
kveðja Helgi
-
- Innlegg: 22
- Skráður: 22.mar 2010, 23:36
- Fullt nafn: Páll Antonsson
Re: Gosstöðvar - Lokanir á vegum
láttu mig vita ef þú ætlar að fara helgi kannski ég kíkji með :)
-
- Innlegg: 330
- Skráður: 19.mar 2010, 10:03
- Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson
Re: Gosstöðvar - Lokanir á vegum
Auðvitað á að loka svæðum sem gætu talist eða orðið að hættusvæðum. Það sýndi sig kannski einna best hvers vegna þarf að loka þegar mennirnir sem fóru inn á bannsvæði upp frá Skógum og festu sig í framhaldi af því upp á heiði og þurfti björgunarsveit til að losa þá. Ekki höfðu þeir vit fyrir sér eða vissu hvað þeir voru að gera og settu aðra í hugsanlegu hættu, ef gosið eða vindátt hefði breyst á þessum tíma, við björgun og það inni á bannsvæði.
Það er ekki sama að bera ábyrð á heilu byggðarlögunum - fjölda fólks eins og einstakir menn gera innan sveitarstjórnar og almannavarnar eða bara á sjálfum sér. Þess vegna hlýtur að koma til til víðtakra lokana af þeirra hálfu.
Það er ekki sama að bera ábyrð á heilu byggðarlögunum - fjölda fólks eins og einstakir menn gera innan sveitarstjórnar og almannavarnar eða bara á sjálfum sér. Þess vegna hlýtur að koma til til víðtakra lokana af þeirra hálfu.
Re: Gosstöðvar - Lokanir á vegum
Daginn drengir já tómas ég er sammála þessu sem þú segir um þessa vísindamenn, en ég er heldur ekki að tala fyrir því að að opna þessa leið það er mikill mismunur á þessari leið eða fljótsdalnum sem ég er að tala um ;) en ég hvet alla til að lesa pistilinn frá Óla Mag. á F4x4 um þetta hann kom orðum að mínum hugsunum á flottan hátt, en ég get ekki tjáð mig þar til að taka undir með honum.
kveðja Helgi
PS. Palli ég ætlaði í kvöld en ég verð að vinna fram á kvöld
kveðja Helgi
PS. Palli ég ætlaði í kvöld en ég verð að vinna fram á kvöld
Re: Gosstöðvar - Lokanir á vegum
Það er rosalegur tvískinnungur í gangi hjá þeim sem stjórna aðgerðum þarna fyrir austan. Ég veit ekki betur en að fréttamenn séu alltaf að reyna að komast að sprungunni, en um leið eru aðrir stoppaðir við afleggjarann inn í Fljótshlíð. Svo eru vélsleðamenn orðnir að hetjum af því þeir komust að sprungunni og náðu í smá gosösku í flösku. Það verður eitt að ganga yfir alla, a.m.k. hvað varðar þá sem vilja komast þangað í öðrum tilgangi en vísindalegum. Í fréttum í gær var viðtal við jeppakall sem var með vísindamann með sér og komust þeir upp á hálsinn frá Skógum. Hvers vegna fékk hann að fara upp veginn. Eru jeppamaður til trafala og líklegur til þess að þurfa á hjálp björgunarsveita að halda, ef hann er með öðrum jeppamönnum? En ef það er einn vísindamaður með í förinni, þá er þeim engin hætta búin !! Það verður engin sátt um þessar takmarkanir þegar mönnum er mismunað á þennan hátt. Fyrir utan það, að hópur reyndra jeppamanna er miklu betur í stakk búin að bjarga sér ef eitthvað kemur uppá, en hópur vísindamanna. Þessari móðursýki verður að linna.
Kveðja, Stefán Þórsson
Náttúrufræðingur og jeppamaður
Kveðja, Stefán Þórsson
Náttúrufræðingur og jeppamaður
-
- Innlegg: 167
- Skráður: 18.feb 2010, 15:34
- Fullt nafn: Magnús Ingi Gunnarsson
- Bíltegund: Toyota 4Runner
Re: Gosstöðvar - Lokanir á vegum
Ég held nú bara að fólk ætti að taka þessu einsvo þetta er og hætta þessu væli og virða þessar lokanir bara. Þetta voru nú vísindamenn sem voru þarna á ferð á jöklinum í gær ásamt Flubbó á Hellu.
Re: Gosstöðvar - Lokanir á vegum
Það er kannski bara spurning að fara austur, leggja bílnum hjá Skógafossi og labba uppeftir. Ég ætla ekki að missa af þeirri upplifun að sjá gosið í návígi. Fyrst að einhverjir Flugbjörgunarsveitaguttar mega leika sér í kringum sprunguna, þá hlusta ég ekki á svona kjaftæði.
Kv, Stefán Þórsson
Kv, Stefán Þórsson
-
- Innlegg: 270
- Skráður: 31.jan 2010, 15:47
- Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
- Staðsetning: Skagaströnd
- Hafa samband:
Re: Gosstöðvar - Lokanir á vegum
Af hverju halda menn endilega að einhverjar aðrar ástæður en almennt öryggi fólks liggi á bak við þessar lokanir. Ég held að þeir sem þarna stjórna séu einfaldlega að vinna vinnuna sína og gæta þess að fólk fari sér ekki að voða, eldgos og eldfjöll eru óútreiknanleg og allt getur gerst með leifturhraða og þá er nú ekki sniðugt að hafa nokkur hundruð manns á þvælingi um svæðið. Þetta fer að minna mann á ísbjarnarfárið, fallegur lítill bangsi en menn gleyma því hann er stórhættulegur og algjörlega óútreiknanlegur, það eru eldgos líka.
Nú þegar þetta er skrifað er búið að opna að mestu fyrir umferð á svæðinu og afmarka sérstakt hættusvæði.
Nú þegar þetta er skrifað er búið að opna að mestu fyrir umferð á svæðinu og afmarka sérstakt hættusvæði.
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Gosstöðvar - Lokanir á vegum
Það stendur nú til að sjá reyna að leyfa fólki að komast eins nálægt gosinu og hægt er til að sjá það. Það á víst að koma betur í ljós í dag skyldist mér.
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
-
- Innlegg: 167
- Skráður: 18.feb 2010, 15:34
- Fullt nafn: Magnús Ingi Gunnarsson
- Bíltegund: Toyota 4Runner
Re: Gosstöðvar - Lokanir á vegum
voru nú ekki Flubjörgunarsveitin að fara með vísinda menn held að hún hafi ekki verið að fara í neina skemmti ferð á jökulinn
Re: Gosstöðvar - Lokanir á vegum
Jæja hér er líf:) en og aftur þá verð ég að segja að ég held að þetta sé alllltof sterk forræðishyggja og valdabull í lögreglu og almannavörnum, banna og loka það virðist vera það sem blífur í dag, en nú ætla ég að segja ykkur hvað ég frétti í dag á hóteli í R.vík í dag þegar ég náði í mína ferðamenn, í lobbíinu var söluaðili að selja túristum GÖNGUFERÐ upp að gosinu ?
'eg bara spyr er ok að labba þarna að en okkur jeppamönnum er haldið í burtu frá svæðinu!!! mér er spurn, og er hættur að skilja þetta. Og Björn Ingi mér finnst nú skrifin þín aðeins lykta af þessari forræðishyggju sem yfirvöld eru að drepast úr í dag, það er STÓRHÆTTULEGT að labba um miðborg Reykjavíkur, á þá bara ekki að banna fólki að labba um bæinn? ;)
kveðja Helgi
'eg bara spyr er ok að labba þarna að en okkur jeppamönnum er haldið í burtu frá svæðinu!!! mér er spurn, og er hættur að skilja þetta. Og Björn Ingi mér finnst nú skrifin þín aðeins lykta af þessari forræðishyggju sem yfirvöld eru að drepast úr í dag, það er STÓRHÆTTULEGT að labba um miðborg Reykjavíkur, á þá bara ekki að banna fólki að labba um bæinn? ;)
kveðja Helgi
-
- Innlegg: 167
- Skráður: 18.feb 2010, 15:34
- Fullt nafn: Magnús Ingi Gunnarsson
- Bíltegund: Toyota 4Runner
Re: Gosstöðvar - Lokanir á vegum
Ég held að menn ættu að fara að lesa frettinar betur það stendur nú að það se lokað inn á emstrur vegna aurbleytu og einnig upp í tindfjöll
-
- Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Gosstöðvar - Lokanir á vegum
Skrítið... fannst ég heyra einhverstaðar að það væri fært fyrir óbreytta bíla upp úr fljótshlíðinni...
-
- Innlegg: 167
- Skráður: 18.feb 2010, 15:34
- Fullt nafn: Magnús Ingi Gunnarsson
- Bíltegund: Toyota 4Runner
Re: Gosstöðvar - Lokanir á vegum
það er færst fyrir óbreytta bíla innað einyirningi en það er bara svo blautt um þessa vegi þarna þessa stundina þeir bara þola ekki að fá mörg hundruð bíla akandi um sig á dag
Re: Gosstöðvar - Lokanir á vegum
Einnig lokað inn í Þórsmörk. Nema fyrir starfsmenn Veðurstofunnar og börn þeirra og barnabörn, ásamt frændum, frænkum, ömmu og afa. Að ógleymdum fjölskylduvinum.
Kv, Stefán Þ.
ps. Magnús Ingi, ert þú starfmaður Almannavarna Ríkisins
Kv, Stefán Þ.
ps. Magnús Ingi, ert þú starfmaður Almannavarna Ríkisins
-
- Innlegg: 167
- Skráður: 18.feb 2010, 15:34
- Fullt nafn: Magnús Ingi Gunnarsson
- Bíltegund: Toyota 4Runner
Re: Gosstöðvar - Lokanir á vegum
neinei ég er nú bara ungur skólastrákur. Finnst bara leiðinlegt þegar menn geta ekki virt þetta sem fólk er að gera þarna þeir eru bara að vinna vinnuna sína og tryggja öryggi annara
-
- Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Gosstöðvar - Lokanir á vegum
Það er búið að gera fólki grein fyrir hættuni og hvernig er hægt að ætlast til að maður virði þessari lokanir þegar einn fara í gegn en hinn ekki......
-
- Innlegg: 167
- Skráður: 18.feb 2010, 15:34
- Fullt nafn: Magnús Ingi Gunnarsson
- Bíltegund: Toyota 4Runner
Re: Gosstöðvar - Lokanir á vegum
Einhverstaðar heyri ég að þeir sem hafa farið í gegn hafi fengið leyfi hjá sýslumanni. þið geti öruglega farið þarna líka bara með leyfi frá sýslumanni. Þetta er bara það sem ég heyrði. Sel það samt ekki dýrar en ég keypti það
Re: Gosstöðvar - Lokanir á vegum
Jæja vinur, þú hefur ekkert minna til málanna að leggja þó þú sért ungur skólastrákur. Þetta snýst ekki bara um það að halda Íslendingum frá gosinu, heldur líka um þá óþolandi forræðishyggju sem tröllríður okkar samfélagi. Sterkasta vopn yfirvalda til að halda lýðnum í skefjum er það að segja þeim að skipta sér ekki af einhverju vegna þess að það sé þeim fyrir bestu, þetta gæti verið hættulegt fyrir það. Ef fólk beitir ekki gagnrýnni hugsun og neitar að hlýða, þá fer þetta bara út í vitleysu. Ef ísklifur væri þín ástríða, hvernig finndist þér þá ef það væri allt í einu bannað af því það er svo hættulegt. Ég held að þú værir ekki svona skilningsríkur eins og þú ert núna. Þú ert í miklu meiri lífshættu á þjóðveginum frá Reykjavík til Skóga, en þú værir í nálægð við gosið. Ekki hefur það verið hátt skrifað hjá stjórnvöldum að tvöfalda Suðurlandsveg og Vesturlandsveg þó svo það séu stórhættulegir vegir þar sem tugir manna hafa farist. Ég bý á Kjalarnesi og þarf að keyra með lítil börn á á einum hættulegasta vegakafla landsins, þar er ég og fjölskylda mín í stöðugri lífshættu þegar fjörutíu tonna trukkar sleikja hjá mér hliðarspeglana þegar ég mæti þeim. Hafðu þetta bak við eyrað Magnús minn, næst þegar reynt er að hafa vit fyrir þér. Það vill líka gleymast að flest okkar eru með heilbrigða skynsemi og engin ætlar sér að hoppa ofan í eldgígana á Fimmvörðuhálsi. Fólk vill bara fá að sjá og upplifa hið stórkostlega sjónarspil rétt eins og jarðeðlisfræðingarnir. Þannig hefur þetta verið alla tíð hjá okkur og engin slys eða dauðsföll hlotist af. Sá eini sem látist hefur hér á landi vegna þess að hann fór of nálægt glóandi hrauni, var Steinþór Sigurðsson, jarðfræðingur. Hann lést þegar glóandi hraunmoli valt ofan á hann í Heklugosinu 1947.
Kveðja, Stefán Þórsson
Kveðja, Stefán Þórsson
-
- Innlegg: 167
- Skráður: 18.feb 2010, 15:34
- Fullt nafn: Magnús Ingi Gunnarsson
- Bíltegund: Toyota 4Runner
Re: Gosstöðvar - Lokanir á vegum
já ég efast ekki um skinsemi manna. mér dauðlangar sjálfum að fara og skoða þetta. ég er nú í jeppamennskunu og auðvitað finnst mér leiðinlegt að það sé bannað að fara þarna. En þetta er nú bara mín skoðun sem ég er búinn að vera að reyna að halda fram hérna sem mér heyrist ekki vera vel liðnar sem betur fer eru ekki allir sammála.
En svona svo maður fari aðeins að reyna að rétta úr kútunum er ekki leyfinlegt að keyra upp sólheimajökull og einhvað í áttina að þessu mér dauðlangar að fara þó að' ég sé buinn að vera með einhverjar mikla yfirlýsingar hérna
En svona svo maður fari aðeins að reyna að rétta úr kútunum er ekki leyfinlegt að keyra upp sólheimajökull og einhvað í áttina að þessu mér dauðlangar að fara þó að' ég sé buinn að vera með einhverjar mikla yfirlýsingar hérna
Re: Gosstöðvar - Lokanir á vegum
...byrjaði vel en endaði í sandkassanum. Ef menn hafa einlægan áhuga á því að sjá gosið þá gætu menn þurft að skilja bílinn eftir eihversstaðar og ganga aðeins.
Síðast breytt af Alpinus þann 24.mar 2010, 19:46, breytt 1 sinni samtals.
-
- Innlegg: 133
- Skráður: 02.feb 2010, 15:00
- Fullt nafn: Andri Már Eyþórsson
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Gosstöðvar - Lokanir á vegum
eg verð nú að segja einsog er, að eg hló þegar eg horfði á þetta myndband/frétt
http://m5.is/?gluggi=frett&id=107079
þvílíkan hræðsluáróður hefur maður ekki heyrt í lengri tíma,
http://m5.is/?gluggi=frett&id=107079
þvílíkan hræðsluáróður hefur maður ekki heyrt í lengri tíma,
Re: Gosstöðvar - Lokanir á vegum
Jæja, nú geta menn hætt að kvarta.
Heimilt er að ganga á Fimmvörðuháls að eldstöðinni. http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/0 ... vorduhals/
Heimilt er að ganga á Fimmvörðuháls að eldstöðinni. http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/0 ... vorduhals/
-
- Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: Gosstöðvar - Lokanir á vegum
hér má sjá vefmyndavél á þórólfsfelli
http://www.mila.is/um-milu/vefmyndavela ... olfsfelli/
vita menn hvernig færið er upp sólheimajökul? :)
http://www.mila.is/um-milu/vefmyndavela ... olfsfelli/
vita menn hvernig færið er upp sólheimajökul? :)
Re: Gosstöðvar - Lokanir á vegum
Andri M. wrote:eg verð nú að segja einsog er, að eg hló þegar eg horfði á þetta myndband/frétt
http://m5.is/?gluggi=frett&id=107079
þvílíkan hræðsluáróður hefur maður ekki heyrt í lengri tíma,
Þetta er bara snilld :)
Re: Gosstöðvar - Lokanir á vegum
hefur einhver upplysingar hvernig færið er á mýrdalsjökli????
Re: Gosstöðvar - Lokanir á vegum
Jæja, strákar og Magnús Ingi þú étur upp hrátt bullið sem vegagerðin og forsjárhyggjuyfirvöld troða ofan í þig um færð og hvað er gott fyrir þig og ekki gott, ég fór við annan bíl í dag inn Fljótshlíð og inn Fljótsdal inn á Einhyrningsflatir og ekki sé ég þessa aurbleytu sem vegagerðin (einhver kall í Vik í Mýrdal skilst mér) kastar teningum um hvaða vegi skuli lokað og hverjum ekki, ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum þegar ég er að koma til baka í dag og rekst á starfsmann vegagerðarinnar að hamast við að negla skilti sem bannar alla umferð á móts við Húsadal á grjóthörðum MELUNUM , og ég spurði hvað væri í gangi og sagði honum að það væri snjór en ekki drulla fyrir ofan Einhyrning, já ég veit það sagði hann og hristi hausinn, og það er til dæmis alveg sama hversu margir bílar myndu keyra inn undir Tröllagjá en þar er best að horfa á gosið fyrir utan Valahnjúk, og þarna innfrá er bara MÖL ekki drulla, en þetta er að verða árvisst hjá vegagerðinni að skella bara lokunum á rétt furir páska þrátt fyrir að það sé að fara að frysta og jafnvel snjóa, jæja farinn að sofa góða nótt :)
Helgi
Helgi
-
- Innlegg: 167
- Skráður: 18.feb 2010, 15:34
- Fullt nafn: Magnús Ingi Gunnarsson
- Bíltegund: Toyota 4Runner
Re: Gosstöðvar - Lokanir á vegum
Ég var nú á ferðinnni á emstrum um síðustu helgi Helgi minn og mér fannst nú svoldið blautt í kringum tröllagjá. en mér fynnst allt í góðu að hafa opið þangað að, en mér fynnst eða fannst einsvo vergurinn var þá þar fyrir innan ekki þola mörg hundruð bíla umferð á dag
Re: Gosstöðvar - Lokanir á vegum
Verið þið ekki að þessu tuði drengir, það er búið að opna leið fyrir alla þá sem vilja komast að þessu til að skoða. Læsið bílnum á planinu við Skóga, reimiði skóna að trítlið þarna uppeftir. Meira vit í því en að sitja við tölvuna og rífast út í loftið.
Það er alveg augljóst að vegurinn upp á Háls er ekki ætlaður fyrir fleiri hundruð bíla traffík á einni helgi. Það finnst mér allavegna, þó ég sé ekki hvorki jarðfræði eða verkfræðimenntaður.
Það er alveg augljóst að vegurinn upp á Háls er ekki ætlaður fyrir fleiri hundruð bíla traffík á einni helgi. Það finnst mér allavegna, þó ég sé ekki hvorki jarðfræði eða verkfræðimenntaður.
-
- Innlegg: 330
- Skráður: 19.mar 2010, 10:03
- Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson
Re: Gosstöðvar - Lokanir á vegum
Æji ég veit það ekki. Eldgos er alvörumál og ekki neinn leikvöllur eða sandkassi. Hef svo sem ekki svo miklar áhyggjur af núverandi gosi en mig minnir að heyrt það einhvern tímann að þau skifti þegar Eyjafjallajökull hefur gosið frá landnámi þá hefur gosið í Kötlu í framhaldi af því og það er alvörumál. Núlifandi Íslendingar hafa ekki kynnst alvöru stórgosa hér á Íslandi og gera sér kannski ekki grein fyrir hvað gæti verið í vændum. Býst samt við að fara skoða gosið í Fimmvörðuhálsi úr því að það er leyft þó varla um þessa helgi því allhvasst og vindurinn í fangið sunnanmegin við gosið. Lapp upp á Þórólfsfell dugar í bili.
-
- Innlegg: 319
- Skráður: 01.feb 2010, 00:32
- Fullt nafn: Einar Steinsson
- Staðsetning: Austurríki
- Hafa samband:
Re: Gosstöðvar - Lokanir á vegum
Katla hefur gosið nokkuð reglulega að meðaltali u.þ.b. á 50 ára fresti frá landnámi þangað til á síðustu öld. Síðasta gos var 1918 þannig að sú gamla er komin vel fram yfir sinn tíma. Þó er talið að lítið gos sem ekki komst uppúr jöklinum hafi orðið 1955 en þá mynduðust sigkatlar í jöklinum og mikið hlaup kom í Múlakvísl sem tók af þáverandi brú á ánni.
En jafnvel þó að það sé talið með (jarðfreæðingar setja það svona "innan sviga") þá eru samt komin 55 ár síðan þannig að tíminn er komin hvernig sem á það er litið og miðað við reynsluna af tengingu milli Eyjafjallajökulsgosa og Kötlugosa má búast við Kötlugosi innan tveggja ára, það hefur verið raunin með öll þekkt gos í Eyjafjallajökli hingað til.
Hvað vegin upp á Fimmvörðuháls varðar held ég að það sé alveg ljóst að hann þolir ekki mikla umferð þannig að loka honum er mjög eðlileg aðgerð. Vonandi verður samt gerð undantekning fyrir þá sem ekki eru færir um að ganga þarna upp, hinir hafa bara gott af því.
En jafnvel þó að það sé talið með (jarðfreæðingar setja það svona "innan sviga") þá eru samt komin 55 ár síðan þannig að tíminn er komin hvernig sem á það er litið og miðað við reynsluna af tengingu milli Eyjafjallajökulsgosa og Kötlugosa má búast við Kötlugosi innan tveggja ára, það hefur verið raunin með öll þekkt gos í Eyjafjallajökli hingað til.
Hvað vegin upp á Fimmvörðuháls varðar held ég að það sé alveg ljóst að hann þolir ekki mikla umferð þannig að loka honum er mjög eðlileg aðgerð. Vonandi verður samt gerð undantekning fyrir þá sem ekki eru færir um að ganga þarna upp, hinir hafa bara gott af því.
Re: Gosstöðvar - Lokanir á vegum
Daginn drengir Haffi enginn að tuða :) og Magnús spurning hvað þú kallar bleytu eða aurbleytu til að það sé aurbleyta þá þarf aur, það er mold í jarðvegininum og þegar hún blotnar verður aurbleyta, en það er ekki mold í veginum á Einhyrningsflötum og þarafleiðandi getur ekki orðið aurbleyta þar, ekki satt? ef það kallast aurbleyta þá þyrfti að loka obbanum af sveitavegum og fjallvegum alltaf þegar rignir því þá blotna vegirnir, þannig að aurbleyta og blautur vegur er ekki það sama ok. ;)
En að öðru ég get ekki alveg skilið þessa ákvörðun að leyfa fólki að labba þarna upp þegar menn eru að tala um að þetta geti breyst til hins verra á stuttum tíma, eiga allir að hafa snjóþotu með sér til að renna sér niður í flýti ef eitthvað gerist?
kveðja Helgi
En að öðru ég get ekki alveg skilið þessa ákvörðun að leyfa fólki að labba þarna upp þegar menn eru að tala um að þetta geti breyst til hins verra á stuttum tíma, eiga allir að hafa snjóþotu með sér til að renna sér niður í flýti ef eitthvað gerist?
kveðja Helgi
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur