Síða 1 af 1

Grand Cherokee limited 4,7

Posted: 13.aug 2011, 12:34
frá asgrimur
Sælir meistarar...
Nú er úr vöndu að ráða !!! ég á 1999 / 2000 árg af Cherokee með V8 mótor og þessi eðalbíll hefur verið að stríða með varðandi gangsettningu, þetta lýsir sér að bíllinn þarf mikið start en fer sosum í gang, ég er að tala um að ég þarf að starta bílnum í ca 8-12 sek áður en hann fer í gang burt séð frá því hvort bíllinn er kaldur eða heitur og ef ég drep strax á honum aftur dettur hann í gang, en ef bílinn stendur svo í 15 -20 mín þarf aftur þetta langa start, það er búið að skipta um O - hring í bensíndælu, kerti, svinghjólanema og ath hin ýmsu reley, það kemur megn bensín lykt af honum þegar hann þarf þetta langa start og blár reykur... og ég heyri smá púff púff úr pústurröri þegar ég stend fyrir aftan bílinn þegar hann er kominn í gang og það virðis ekki vera 100 % jafn gangur í honum, en eðlileg vinnsla.....nú skuluð þig snillingar commenta og góðu Wiskí heitið þeim sem hittir naglan á höfuðið..
P.S ,,,Bíljöfur og fleyri eru ráðþrota....

Kv Ásgrímur
GSM 8407230

Re: Grand Cherokee limited 4,7

Posted: 13.aug 2011, 16:24
frá Stjáni
logar vélarljosið ekki í mælaborðinu?
spurning hvort hitaskynjari sé ekki að senda rétt boð til tölvu....

kv. Kristján

Re: Grand Cherokee limited 4,7

Posted: 13.aug 2011, 16:29
frá Stjáni
gæti verið pústskynjari farinn en það kemur ekki alltaf fram í tölvu ef þeir svíkja
en ég hef heyrt að þessir mótorar séu viðkvæmir fyrir því ef pústskynjari fer...

http://www.wjjeeps.com/oxygen.htm

Re: Grand Cherokee limited 4,7

Posted: 14.aug 2011, 11:28
frá asgrimur
Sælir piltar..
Nei vélarljósið logar ekki og engar villumeldingar, ok tek pústskynjarann fyrir næst...læt þig fylgjast með...
1000 þakkir..Kv Ási

Re: Grand Cherokee limited 4,7

Posted: 14.aug 2011, 12:12
frá birgthor
Prófaðu að taka báða pústskynjarana úr sambandi, settu í gang og sjáðu hvað gerist. Ef þetta lagast tengdu þá annan og sjáðu hvort þetta sé aftur gott, ef ekki er það sá skynjari sem er að rugla í þér.

Re: Grand Cherokee limited 4,7

Posted: 14.aug 2011, 12:30
frá Sævar Örn
Er búið að mæla bensínþrýsting við gangsetningu?

dælan fer í gang í sirka 2sek áður en þú startar(ef þú svissar á og bíður örlitla stund) og startar svo.

Þetta er gert til að byggja upp þrýsting á kerfinu fyrir gangsetningu. Ef dælan er óþétt eða spíssar standa opnir(sem gæti útskýrt að hann fái ríka blöndu og gangi ójafnt og með óvenjulegum útblásturshljóðum þá myndi ég kíkja á það.

AMK mæla bensínþrýstinginn þegar þú drepur á, hann á að haldast þokkalega nálægt því sem hann er þegar vélin er í gangi í amk. 2 mínútur, annars er eitthvað að.

Þegar þú startar og startar þá reynir hann að byggja upp þrýsting en það er erfitt þegar hann er um leið að opna spíssana og hleypa lofti inn á móti, en á endanum tekst bensíninu að komast að spíssinum og vélin fer í gang, en eftir töluvert start.


Þykir magnað að bíljöfur hafi gefist upp á bílnum, flott verkstæði að öðru leiti og hef ekkert heyrt annað en gott

Re: Grand Cherokee limited 4,7

Posted: 14.aug 2011, 13:25
frá asgrimur
Ok prufa þetta með pústskynjarana.. nei það er ekki búið að mæla bensínþrýsting, dælan fer í gang og drepur á sér eftir ca 3-5 sek og ég hef prufað að svissa á og bíða og svissa af og svo aftur á en það breytir engu, læt mæla þrýstinginn, er sú mæling eitthvað sem ég get gert hér í bílskúrnum hjá mér eða ??, þetta hljómar vel spíssar vs loft, er að keyra hann á einhverju efni sem sett var á hann í gærmorgun, en það virðist ekki hafa áhrif enn...það er kannski fullmikið sagt að Bíljöfur hafi gefist upp á bílnum, en fyrri eigandi hafði samt farið með bílinn þangað og Hlöðver sagið mér að þetta hefði verið hausverkur hjá þeim, ég bý á Egilsstöðum og hef þar af leiðandi ekki tök á að fara með bílinn til þeirra....Kv Ási

Re: Grand Cherokee limited 4,7

Posted: 14.aug 2011, 13:36
frá Sævar Örn
ok ekkert mál, þú getur mælt þrýstinginn heima ef þú átt í það mæli, passa bara að vélin sé köld svo ef í versta falli einhver leki kemur upp þá lendi hann ekki á sjóðandi pústgreinum :)

Re: Grand Cherokee limited 4,7

Posted: 14.aug 2011, 20:29
frá Stjáni
Og ef þú vilt mæla pústskynjarana sjálfur þá geturu notað venjulegann voltmæli, þarf bara að geta sýnt niður í 0.1 v
ég man að vísu ekki nákvæmlega hvaða vír það var sem þú átt að finna púls en "minnir" að hann sé grár
en ef þú mælir alla vírana (með bílinn í gangi) og passa að hafa góða jörð þá á einn af þessum 4 vírum að
hoppa upp og niður taktfast um einhver volt en ef allir mælast "kyrrir" þá bendir það á ónýtan skynjara

kv. Stjáni

Re: Grand Cherokee limited 4,7

Posted: 14.aug 2011, 20:32
frá Stjáni
mér finnst samt dáldið líklegt að það sé að koma nóg bensín miðað við að það komi bensínfýla af honum þegar hann er kominn í gang

Re: Grand Cherokee limited 4,7

Posted: 15.aug 2011, 08:44
frá asgrimur
Já það bendir allt til þess að hann fái bensín og þess vegna hef ég ekki haft áhyggur af þessum þrýsting

Re: Grand Cherokee limited 4,7

Posted: 15.aug 2011, 13:29
frá Kiddi
Ég held að Sævar hafi hitt naglann á höfuðið með bensínþrýsting.
Ef bensínþrýstingurinn er lágur þá fær hann ekki nógu mikið bensín, og þá getur hann verið erfiður í gang. Ef hann er lengi að taka við sér og bensíni er sprautað inn á meðan (þó það sé á lágum þrýsting) þá er eðlilegt að það sé megn bensínstækja úr pústinu.

Þetta er þekkt vandamál og þú ættir að skoða þetta: http://www.wjjeeps.com/tsb/tsb_wj_1400201.pdf

Mig langar að bæta við að þegar bílnum er startað þá tekur hann EKKI merki frá súrefnisskynjurum. Hann gerir það ekki fyrr en vélin hefur náð fullum vinnsluhita.

Set hérna inn upplýsingar um hvernig tölvan vinnur, þú getur þá séð hvaða skynjurum hún fer eftir þegar þú setur bílinn í gang.

Modes of Operation
As input signals to the powertrain control module (PCM) change, the PCM adjusts its response to the output devices. For example, the PCM must calculate different injector pulse width and ignition timing for idle than it does for Wide Open Throttle (WOT) .

The PCM will operate in two different modes: Open Loop and Closed Loop.

During Open Loop modes, the PCM receives input signals and responds only according to preset PCM programming. Input from the oxygen (O2S) sensors is not monitored during Open Loop modes.

During Closed Loop modes, the PCM will monitor the oxygen (O2S) sensors input. This input indicates to the PCM whether or not the calculated injector pulse width results in the ideal air-fuel ratio. This ratio is 14.7 parts air-to-1 part fuel. By monitoring the exhaust oxygen content through the O2S sensor, the PCM can fine tune the injector pulse width. This is done to achieve optimum fuel economy combined with low emission engine performance.

The fuel injection system has the following modes of operation:
Ignition switch ON
Engine start-up (crank)
Engine warm-up
Idle
Cruise
Acceleration
Deceleration
Wide open throttle (WOT)
Ignition switch OFF
The ignition switch On, engine start-up (crank), engine warm-up, acceleration, deceleration and wide open throttle modes are Open Loop modes. The idle and cruise modes, (with the engine at operating temperature) are Closed Loop modes.

Ignition switch (Key-on) Mode
This is an Open Loop mode. When the fuel system is activated by the ignition switch, the following actions occur:
The PCM pre-positions the Idle air control (IAC) motor.
The PCM determines atmospheric air pressure from the MAP sensor input to determine basic fuel strategy.
The PCM monitors the engine coolant temperature sensor input. The PCM modifies fuel strategy based on this input.
Intake manifold air temperature sensor input is monitored.
Throttle position sensor (TPS) is monitored.
The Auto Shutdown (ASD) relay is energized by the PCM for approximately three seconds .
The fuel pump is energized through the fuel pump relay by the PCM. The fuel pump will operate for approximately three seconds unless the engine is operating or the starter motor is engaged.
The O2S sensor heater element is energized via the ASD relay. The O2S sensor input is not used by the PCM to calibrate air-fuel ratio during this mode of operation.
Engine Start-up Mode
This is an Open Loop mode. The following actions occur when the starter motor is engaged.
The powertrain control module (PCM) receives inputs from:
Battery voltage
Engine coolant temperature sensor
Crankshaft position sensor
Intake manifold air temperature sensor
Manifold Absolute Pressure (MAP) sensor
Throttle position sensor (TPS)
Starter motor relay
Camshaft position sensor signal
The PCM monitors the crankshaft position sensor. If the PCM does not receive a crankshaft position sensor signal within 3 seconds of cranking the engine, it will shut down the fuel injection system.

The fuel pump is activated by the PCM through the fuel pump relay.

Voltage is applied to the fuel injectors with the ASD relay via the PCM. The PCM will then control the injection sequence and injector pulse width by turning the ground circuit to each individual injector on and off.

The PCM determines the proper ignition timing according to input received from the crankshaft position sensor.

Engine Warm-up Mode
This is an Open Loop mode. During engine warm-up, the powertrain control module (PCM) receives inputs from:
Battery voltage
Crankshaft position sensor
Engine coolant temperature sensor
Intake manifold air temperature sensor
Manifold absolute pressure (MAP) sensor
Throttle position sensor (TPS)
Camshaft position sensor signal
Park/neutral switch (gear indicator signal-auto. trans. only)
Air conditioning select signal (if equipped)
Air conditioning request signal (if equipped)
Based on these inputs the following occurs:
Voltage is applied to the fuel injectors with the ASD relay via the PCM. The PCM will then control the injection sequence and injector pulse width by turning the ground circuit to each individual injector on and off.
The PCM adjusts engine idle speed through the idle air control (IAC) motor and adjusts ignition timing.
The PCM operates the A/C compressor clutch through the A/C compressor clutch relay. This is done if A/C has been selected by the vehicle operator and requested by the A/C thermostat.
When engine has reached operating temperature, the PCM will begin monitoring O2S sensor input. The system will then leave the warm-up mode and go into closed loop operation.
Idle Mode
When the engine is at operating temperature, this is a Closed Loop mode. At idle speed, the PCM receives inputs from:
Air conditioning select signal (if equipped)
Air conditioning request signal (if equipped)
Battery voltage
Crankshaft position sensor
Engine coolant temperature sensor
Intake manifold air temperature sensor
Manifold absolute pressure (MAP) sensor
Throttle position sensor (TPS)
Camshaft position sensor signal
Battery voltage
Park/neutral switch (gear indicator signal-auto. trans. only)
Oxygen sensors
Based on these inputs, the following occurs:
Voltage is applied to the fuel injectors with the ASD relay via the PCM. The PCM will then control injection sequence and injector pulse width by turning the ground circuit to each individual injector on and off.
The PCM monitors the O2S sensor input and adjusts air-fuel ratio by varying injector pulse width. It also adjusts engine idle speed through the idle air control (IAC) motor.
The PCM adjusts ignition timing by increasing and decreasing spark advance.
The PCM operates the A/C compressor clutch through the A/C compressor clutch relay. This happens if A/C has been selected by the vehicle operator and requested by the A/C thermostat.
Cruise Mode
When the engine is at operating temperature, this is a Closed Loop mode. At cruising speed, PCM receives inputs from:
Air conditioning select signal (if equipped)
Air conditioning request signal (if equipped)
Battery voltage
Engine coolant temperature sensor
Crankshaft position sensor
Intake manifold air temperature sensor
Manifold absolute pressure (MAP) sensor
Throttle position sensor (TPS)
Camshaft position sensor signal
Park/neutral switch (gear indicator signal-auto. trans. only)
Oxygen (O2S) sensors
Based on these inputs, the following occurs:
Voltage is applied to the fuel injectors with the ASD relay via the PCM. The PCM will then adjust the injector pulse width by turning the ground circuit to each individual injector on and off.
The PCM monitors the O2S sensor input and adjusts air-fuel ratio. It also adjusts engine idle speed through the idle air control (IAC) motor.
The PCM adjusts ignition timing by turning the ground path to the coil on and off.
The PCM operates the A/C compressor clutch through the clutch relay. This happens if A/C has been selected by the vehicle operator and requested by the A/C thermostat.
Acceleration Mode
This is an Open Loop mode. The PCM recognizes an abrupt increase in throttle position or MAP pressure as a demand for increased engine output and vehicle acceleration. The PCM increases injector pulse width in response to increased throttle opening.
Deceleration Mode
When the engine is at operating temperature, this is an Open Loop mode. During hard deceleration, the powertrain control module (PCM) receives the following inputs.
Air conditioning select signal (if equipped)
Air conditioning request signal (if equipped)
Battery voltage
Engine coolant temperature sensor
Crankshaft position sensor
Intake manifold air temperature sensor
Manifold absolute pressure (MAP) sensor
Throttle position sensor (TPS)
Camshaft position sensor signal
Park/neutral switch (gear indicator signal-auto. trans. only)
Vehicle speed sensor
If the vehicle is under hard deceleration with the proper rpm and closed throttle conditions, the PCM will ignore the oxygen sensor input signal. The PCM will enter a fuel cut-off strategy in which it will no supply a ground to the injectors. If a hard deceleration does not exist, the PCM will determine the proper injector pulse width and continue injection.

Based on the above inputs, the PCM will adjust engine idle speed through the idle air control (IAC motor).

The PCM adjusts ignition timing by turning the ground path to the coil on and off.


This is an Open Loop mode. During wide open throttle operation, the PCM receives the following inputs. Wide Open Throttle Mode
Battery voltage
Crankshaft position sensor
Engine coolant temperature sensor
Intake manifold air temperature sensor
Manifold absolute pressure (MAP) sensor
Throttle position sensor (TPS)
Camshaft position sensor signal
During wide open throttle conditions, the following occurs:
Voltage is applied to the fuel injectors with the( ASD relay via the PCM. The PCM will then control the injection sequence and injector pulse width by turning the ground circuit to each individual injector on and off. The PCM ignores the oxygen sensor input signal and provides a predetermined amount of additional fuel. This is done by adjusting injector pulse width.
The PCM adjusts ignition timing by turning the ground path to the coil on and off.
Ignition switch Off Mode
When ignition switch is turned to OFF position the PCM stops operating the injectors, ignition coil ASD relay and fuel pump relay.

Re: Grand Cherokee limited 4,7

Posted: 15.aug 2011, 14:05
frá asgrimur
Ok glæsilegt....læt taka þetta fyrir

Re: Grand Cherokee limited 4,7

Posted: 15.aug 2011, 15:04
frá JoiVidd
ég er í sömu vandræðum með minn cherokee.. Væri gaman að sjá hvað er að þessum og þá get ég prófað að gera sama við minn..
Tekur hann ekkert við sér í þessar 8-12sec?
minn gerir það ekki

Re: Grand Cherokee limited 4,7

Posted: 16.aug 2011, 10:43
frá asgrimur
Sæll... Gott að vita að ég sit ekki einn í súpunni, nei hann tekur ekkert við sér í þessar sec. en ef ég botna helv... í startinu virðist sem hann sé fljótari í gang, en það munar samt ekki miklu að mér virðist... hann er að fara í þessa bensínþrýstingsmælingu á fimmtud.. og svo er ég búin að panta einhvern knastásskynjara og hann fer í ef ekkert kemur út úr bensínþrýstingi, einnig er búið að skipta um sveifarásskynjara en það breytti engu, á eftir að ath með þessa pústskynjara, en eftir uppl...frá Bíljöfri ættu pústskynjarar ekki að hafa áhrif á startið...
Kv Ási

Re: Grand Cherokee limited 4,7

Posted: 16.aug 2011, 11:38
frá GudniPall
Ég var í svipuðum vandræðum með BMW sem ég á. Hann var hundleiðinlegur í gang þegar hann var búinn að standa smá tíma og sérstaklega þegar hann var búinn að standa nótt. Hann gékk aðeins rikkjótt fyrst eftir að hann fór í gang en svo allt í lagi.
Ef maður var að keyra á jöfnum hraða og gaf í þá hikstaði hann aðeins en tók svo við sér.

Það var búið að mæla allt, prufa að skipta um hitt og þetta, t.d. tölvu.
Hann var búinn að vera í TB og hann fann ekki út úr þessu, svo var hann einhverja sólarhringi hjá B&L. Hann lagaðist aldrei.

B&L fundu svo á endanum hvað var að bílnum, innspítingarspíssarnir voru tærðir. Þeir hafa því væntanlega lekið og ekki verið að gefa rétt flæði og ýringu.
Þetta hefur líklega verið vegna raka í bensíni.
Hugsanlega hefur fyrri eigandi trassað að setja ísvara eða haft tankinn meira eða minna tóman á veturna.

Kv. Guðni

Re: Grand Cherokee limited 4,7

Posted: 16.aug 2011, 12:40
frá asgrimur
Sælir..
Já þetta ýtir enn frekar undir þessa spíssa umræðu, takk fyrir þetta....

Re: Grand Cherokee limited 4,7

Posted: 19.aug 2011, 10:01
frá asgrimur
Sælir..
Nú beinast augun á spíssa, búið að mæla bensínþrýsting og hann rýkur upp ( 47-49 bar ) er svissað er á bílinn en er fljótur niður aftur, nú er verið að taka upp spíssa og skoða þá , miðað við að hann er fljótari í gang ef bensíngjöfin er sett í botn rétt eftir að byrjað er að starta þá bendir allt til þess að hann sé að fá bensín inn en ekki í réttu magni og er þá líklegt að það sé lekur spíss... þetta er orðið spennandi reifari....

Re: Grand Cherokee limited 4,7

Posted: 25.aug 2011, 15:35
frá JoiVidd
er eitthvað komið út úr þessu?

Re: Grand Cherokee limited 4,7

Posted: 25.aug 2011, 16:12
frá asgrimur
Nei er að keyra hann á einhverju fíkniefni, vorum búnir að prufa eitthvað efni á hann ,en settum sterkara á núna

Re: Grand Cherokee limited 4,7

Posted: 26.aug 2011, 01:59
frá villizico
Minn 93 lét svipað.
Komst svo að því að bensínsian lak og það féll þrístingur þegar bíllinn stóð eða bensíndæla var ekki í gangi. bensín dælan hélt uppi nægum þrísting á keirslu en svo féll hann þegar ég parkeraði og í starti var ekki nægur þýristingur á kerfinu fyrir en eftir langt start.
Veit ekki hvort þetta er nákvælega eins kerfi en bensínsían er einnig þrístings jafnari og ef hún virkar ekki rétt eða er lek eða hleipir í gegnum sig aftur uppí tank gætu einkennin mögulega verið svipuð.

Re: Grand Cherokee limited 4,7

Posted: 26.aug 2011, 08:57
frá Sævar Örn
eg keypti nýverið v6 pajero sem lét svona, gat startað honum sirka 5-10 sek áður en hann fretaði hægt og bítandi í gang.

Tók úr honum spíssana, tengdi 8volt inn á þá til að opna þá og sprautaði brake cleaner og þrýstilofti á eftir þar til úðinn úr þeim varð snyrtilegur. í ljós kom að fjórir af sex láku töluverðu í gegn þrátt fyrir að ég hafi ekki verið búinn að opna þá með batterýinu, en þetta lagaðist með því að sprauta þrýstiloftinu og bremsuhreinsinum í gegn.

Eflaust er þetta ekki viðurkennd aðferð en hún virkaði í mínu tilviki og nú hrynur druslan í gang á fyrsta snúning og er mun aflmeiri en áður og eyðir talsvert minnu.



Noti hver þessar leiðbeiningar á eigin ábyrgð ég er búinn að aka pajeronum uþb 3500 km síðan ég gerði þetta án vandræða.

Re: Grand Cherokee limited 4,7

Posted: 26.aug 2011, 08:59
frá Sævar Örn
ps ég notaði 8 volt vegna þess að spíssar, amk í flestum innspýtingarbílum vinna á 5 voltum gegnum vélartölvuna, hafði áhyggjur af því að 12 voltin gætu skemmt spíssana, hef ekki nógu mikið vit á því samt en 8 voltin dugðu vel og spíssarnir opnuðust fullkomlega.

Re: Grand Cherokee limited 4,7

Posted: 26.aug 2011, 11:33
frá HaffiTopp
http://www.youtube.com/watch?v=7aT4S1lIBAY
Þessi notast bara við 12V rafgeymi. Spunring hvort það sé athugandi að fara að gera þetta við sinn bíl.
Var mikið mál að ná spíssunum úr Pajeronum Sævar?
Kv. Haffi

Re: Grand Cherokee limited 4,7

Posted: 30.aug 2011, 11:40
frá JoiVidd
Ekkert að frétta

Re: Grand Cherokee limited 4,7

Posted: 31.aug 2011, 09:51
frá asgrimur
Nei hann stendur enn óhreyfður fyrir utan verkstæðið K2M hér á Egs... eitthvað mannahallæri hjá þeim veikindi o.s.f.v.
Treysti mér ekki í þetta sjálfur ( er náttúrulega bara kjúklingur )
Hef verið að keyra hann á einhverju hreinsiefni og fljótlega eftir að ég setti það á bílinn datt allur gangur úr honum,, fór bara að ganga ílla og hósta og hósta, en enginn breyting á gangsetningu

Re: Grand Cherokee limited 4,7

Posted: 05.sep 2011, 08:09
frá asgrimur
Jæja 4 stk spíssar ónýtir, tærðir og leka...en þeir ekki til í landinu er í pöntun 22 þús pr stk, og þetta er nú sosum ekki allt,, vatnskassinn er á síðustu metrunum.. get ég ekki fangið hann á einhverri partasölu ???

Re: Grand Cherokee limited 4,7

Posted: 05.sep 2011, 09:07
frá Stebbi
Keypti vatnskassa í svona bíl í fyrra á Ljónsstöðum fyrir 28þús komin í mínar hendur. Þeir pöntuðu hann frá fyrirheitna landinu og hann var kominn á viku. Allir sem ég talaði við réðu mér frá því að kaupa notaða kassa afþví að plastið í botnunum á þessu er algjört drasl. Svo vilja menn fá upp undir 30 þús fyrir notaða kassa.

Re: Grand Cherokee limited 4,7

Posted: 05.sep 2011, 11:42
frá Kiddi
Þú færð spíssa og vatnskassa á góðu verði hjá Rockauto.com, þeir senda beint til Íslands og gefa upp flutningskostnað áður en þú pantar! Athugaðu bara að vatnskassinn og spíssarnir séu sendir frá sama birgja sem þýðir lægri flutningskostnaður, þú sérð þetta allt saman á síðunni hjá þeim ef þú skoðar þetta vel.

Re: Grand Cherokee limited 4,7

Posted: 05.sep 2011, 12:11
frá Sævar Örn
HaffiTopp wrote:http://www.youtube.com/watch?v=7aT4S1lIBAY
Þessi notast bara við 12V rafgeymi. Spunring hvort það sé athugandi að fara að gera þetta við sinn bíl.
Var mikið mál að ná spíssunum úr Pajeronum Sævar?
Kv. Haffi


Nei það var þokkalega gott, ég er með V6 3000 vél úr 1990 módeli, gæti vel verið sama vélin en ég sleit bara soggreinina af og þá var þetta barnaleikur

Re: Grand Cherokee limited 4,7

Posted: 20.sep 2011, 12:42
frá asgrimur
Jæja þá eru nýir spíssar loksins komin í bílinn en !!!! Allt við það sama, ílla pirrandi það...þannig að hvað í ansk..er til ráða strákar ???

Re: Grand Cherokee limited 4,7

Posted: 20.sep 2011, 15:07
frá olei
Skoðum bilunina lekir spíssar:

Þegar drepið er á bílnum er fullur þrýstingur á eldsneytiskerfinu, spíssarnir leka bensíni inn á soggreinina hægt og rólega eða þar til að þrýstingurinn í kerfinu er fallinn niður. Þetta tekur einhvern tíma eftir því hversu mikið spíssarnir leka og hversu margir. Þegar að þrýstingurinn er fallinn og bensínið úr kerfinu er komið inn á soggrein og jafnvel eftir atvikum inn á stimpla má búast við að:

-Ef reynt er að gangsetja er viðbótarskammtur af bensíni í soggreininni sem samanlagt við gangsetningarskammtinn frá spíssunum veldur allt of sterkri blöndu við gangsetningu og vélin fer ekki strax í gang. Hún er "drukknuð" í bensíni

- það þarf að starta vélinni nokkra hríð til að skola mesta bensíninu aftur í púst áður en blandan verður ákjósanleg til að vélin fari í gang. Eins og á yfirfullum blöndung þá hjálpar eitthvað að standa gjöfina í botni.. þ.e.a.s ef gjöfin er á annað borð mekanísk en ekki bara rafmagnsskynjari og þá er það "it depends"

- það má búast við búkhljóðum og freti úr pústinu þegar að stöku neisti nær að kveikja í of sterkri blöndnni sem síðan fer hálfbrunnin aftur í púst og veldur eldsvoða í pústkerfinu í því bensíni sem þangað hefur skubbast óbrunnið.

- Þegar vélin fer að taka við sér fer hún líklega nokkuð hratt í gang og þá má e.t.v sjá einhver reykmerki aftur úr pústinu eftir svona gangsetningu og finna bensínlykt. Ég reikna með því að hún gangi ekki alveg strax á öllum en jafni sig á mínútu eða svo.

Hinsvegar ef drepið er á bílnum og hann gangsettur strax aftur þá hafa spíssarnir ekki tíma til að leika sama leikinn og nær ekkert aukabensín er inni á soggreininni og fyrir vikið dettur bíllinn í gang eins og ekkert sé. Eftir atvikum, eftir því hversu mikið spíssarnir leka þá hefur leki ekki áhrif á gang bílsins. Helst mætti búast við truflun í hægagangi þar sem lekinn hefur hlutfallslega meiri áhrif þar en þegar meira eldsneyti þarf eins og á snúning undir álagi. Súrefnisskynjarar hliðra síðan til skamm- og langtíma breytum í tölvunni og ná að jafna upp áhrifin frá lekanum þegar þeir taka við stýringunni sem veldur því að það finnst ekki fyrir þessu í akstri.

Kunnuglegt?
----------------------------

Eftir góðar ráðleggingar hér á þræðinum er síðan bensínþrýstingur mældur og hann reyndist eðlilegur, en féll eftir að dælan hætti. Sem bendir einmitt á leka: út í loftið, aftur í tank, gegnum spíssana eða tengingar við þá, lagnir að þeim inni í soggrein ef einhverjar eru.

Eftir því sem ég kemst næst voru spíssarnir teknir út og þeir voru lekir ef marka má innlegg hér ofar. Ef það er tilfellið að þeir voru sannarlega lekir þá er þar fundin bilun sem skýrir þetta gangsetningarvandamál.

Þá er það spurningin: af hverju lagaðist ekki bíllinn við að skipta um spíssana?
Ég sé bara tvo möguleika:
Það er einhver önnur bilun á ferðinni sem lýsir sér eins og lekir spíssar, sem þýðir þá að það voru tvær bilanir í bílnum sem lýsa sér eins, annarsvegar lekir spíssar og síðan eitthvað annað. (að því gefnu að gömlu spíssarnir hafi lekið)

Hinsvegar er sá möguleiki að spíssarnir sem voru settir í séu líka lekir. T.d eitthvað svipað vandamál og hægt er að lesa um hér: http://www.jeepforum.com/forum/f11/2000 ... e-1126694/

Ég mundi fara beint í að smella bensínþrýstimæli á kerfið og sjá hvort að það heldur uppi þrýstingi eftir að drepið er á og vinna síðan áfram út frá því. Ef kerfið heldur ekki pottþétt uppi þrýstingi snýst málið um að útiloka spíssana algjörlega þannig að það sé öruggt að þeir séu ekki vandamálið. Ég þekki þetta kerfi ekki en það þarf að skoða hvort að bensín geti lekið inn á soggrein eftir öðrum leiðum en gegnum spíssa (sem gæti lýst sér svipað), skoða lagnir, kaldstartspíss (sem er líklega alls ekki í þessari vél) eða hvaðeina sem tengist soggreininni. Og endilega ekki hætta fyrr en bensínþrýstingurinn helst uppi löngu eftir að dautt er á dælunni.

Re: Grand Cherokee limited 4,7

Posted: 20.sep 2011, 18:05
frá Stebbi
Er búið að athuga slöngurnar og slöngutengin við tankinn? Það er gjarnt á að ryðga hressilega þar.

Re: Grand Cherokee limited 4,7

Posted: 20.sep 2011, 21:26
frá HaffiTopp
Athuga með að skifta um Þrýstijafnarann/stillinn á forðagreyninni fyrir spíssana.
Kv. Haffi

Re: Grand Cherokee limited 4,7

Posted: 21.sep 2011, 12:48
frá asgrimur
Sælir..Óli þetta er algjörlega kunnulegt já...eina sem hefur breyst er gangurinn´, núna er ekki þetta púff púff úr pústurröri og betri hægagangur....set bensínþrýstimælinn á djöfullinn og ath hvað gerist, áður rauk þrýstingur upp í 4,7 bör minnir mig en hann var fallinn í 0 á ca 1 mín.....takk takk strákar