Hjálp! - aurhlífar o.fl. á óbreyttan Tacoma


Höfundur þráðar
Taco
Innlegg: 18
Skráður: 12.nóv 2010, 15:09
Fullt nafn: Hrafnkell Konráðsson

Hjálp! - aurhlífar o.fl. á óbreyttan Tacoma

Postfrá Taco » 11.aug 2011, 12:08

Er að leita að aurhlífum o.fl. á óbreyttan Tacoma 2005 og nýrri, en hefur ekki gengið að finna. - Ef einhver hér á spjallinu veit um slíkt eða getur vísað mér áleiðis yrði ég afar þakklátur. Þegar Toyota Tacoma er breytt á 35" eða stærra þarf venjulega að skipta um aurhlífar, bremsudiska, bretti o.fl. og spurning hvort hægt sé að hafa upp á einhverjum sem haldið hefur orginal hlutunum til haga eftir breytingar.

s. 893 0447

Hér að neðan er mynd af því sem um ræðir:

p.s.
er líka til í að kaupa bremsudiska, hluti úr fjöðrum, hjólabúnaði, bretti og annað sem til hefur fallið við breytingar á Tacoma
Viðhengi
aurhlífar tacoma 05.jpg



User avatar

StefánDal
Innlegg: 1238
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: Hjálp! - aurhlífar o.fl. á óbreyttan Tacoma

Postfrá StefánDal » 11.aug 2011, 22:35

Mér dettur helst í huga að spurjast um í Arctic Trucks.

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Hjálp! - aurhlífar o.fl. á óbreyttan Tacoma

Postfrá Hfsd037 » 12.aug 2011, 13:46

Talaðu við Jamil partasala
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur


Höfundur þráðar
Taco
Innlegg: 18
Skráður: 12.nóv 2010, 15:09
Fullt nafn: Hrafnkell Konráðsson

Re: Hjálp! - aurhlífar o.fl. á óbreyttan Tacoma

Postfrá Taco » 15.aug 2011, 09:00

Sælir - og takk fyrir góðar ábendingar. Hjá Arctic trucks fékk ég að vita að í gegnum tíðina hefði orginal hlutum af Tacoma, eins og brettaköntum, bremskudiskum, stigbrettum o.fl., líklega verið hent við breytingar....þar hafa þó nokkrir þúsundkallarnir farið á haugana.....hnuss!!!!

Hafði, einhverra hluta vegna, ekki dottið Jamil í hug. Spjallaði við hann, og þótt hann hafi ekk átt aurhlífar, þá var hann með marga aðra hluti í Taco sem er bara skínandi gott.

Kv
Hrafnkell


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur