Síða 1 af 1
Grand cherokee 2000 árgerð
Posted: 10.aug 2011, 22:42
frá frikki
Eða allir þeir sem hafa vit á þessum bílum.
Kannist þið við bank upp undir boddy þegar bíllinn fer í litlar misfellur(holur).
Finnst þetta vera að framan en greyni það ekki.
Þetta heyrist mjög vel þegar farið er ofan í hjólför t.d á ljósum og bíllinn vindur upp á sig. Ruggar og veltur. :))
Bíllinn flaug í gegnum skoðun 12.
Hvaðan kemur þetta bank og eru veikir punktar í þessum bílum sem framkalla þetta bank í littlum misfellum meira en t.d hraðahindrunum.
kv
Frikki.
Re: Grand cherokee 2000 árgerð
Posted: 11.aug 2011, 09:38
frá G,J.
Ballans stöng,laus dempari eða ónýt spindilkúla :)
Kv.Guðmann
Re: Grand cherokee 2000 árgerð
Posted: 11.aug 2011, 11:33
frá Þorri
Minn gamli xj cherokee gerði þetta þegar ég keypti hann fyrir mörgum árum síðan. Ástæðan var sú að hallinn á fram stífunum var of mikill það var búið að setja lengri og stífari gorma sem hækkuðu bílinn um ca 2". Ég keypti sett til að færa stífurnar niður og hækkaði bílinn meira (4 eða 5 tommu heildar hækkun) stífurnar voru nánast láréttar á eftir og bankið hætti. Ég hef líka lent í því að svona bank kom í dempara það var reyndar á fólksbíl en þá var smá dautt slag í demparanum sem ég fann ekki fyrr en ég tók hann úr.
Re: Grand cherokee 2000 árgerð
Posted: 11.aug 2011, 19:33
frá biggi72
Eru ekki efri spindilkúlur í þessum bílum?
Lenti í þessu á pajero sportinum hjá mér þá var eins og það væri eitthvað að detta í grindina eða boddýið bara þegar ég beygði til vinstri eins þegar hann ruggaði eins og að keyra uppá kantstein eða þess háttar.
Ég smellti koppafeiti í efri spindilkúluna fyrir rælni og viti menn hljóðið hætti.
Re: Grand cherokee 2000 árgerð
Posted: 11.aug 2011, 20:15
frá hobo
Ég skýt á lausa boddífestingu.
Prófa að taka á öllum boltunum/teinunum með lykli.
Þó ekkert sjáist getur boddíið verið ónýtt fyrir ofan púðann/upphækkunarklossann..
Re: Grand cherokee 2000 árgerð
Posted: 11.aug 2011, 21:26
frá Stebbi
hobo wrote:Ég skýt á lausa boddífestingu.
Prófa að taka á öllum boltunum/teinunum með lykli.
Þó ekkert sjáist getur boddíið verið ónýtt fyrir ofan púðann/upphækkunarklossann..
Það ekkert svoleiðis hestakerrudót í svona nýmóðins bílum. Athugaðu ballancestangar endana, það eru pinnarnir sem tengja stöngina við hásingu.
Re: Grand cherokee 2000 árgerð
Posted: 11.aug 2011, 22:12
frá frikki
Fór og lét hrista bilinn á skoðunarstöð þetta er sennilega linkurinn að aftan (jafnvægisstangarsamböndin)boltar og gúmi ónytt :))