Síða 1 af 1
Laga ryð
Posted: 07.aug 2011, 19:29
frá Svenni30
Sælir. Hvernig er best að snú sér með ryð í gólfinu undir teppinu?
ÉG er að fara taka teppið úr bílnum og taka allt rið sem er undir því.
Það eru tjöru mottur á öllu gólfinu. Hvernig er best að taka það burt.
Það er töluvert rið þar en ekkert sem er í geng.
Hvernig er best að snúa sér í því og hvaða efni eru notuð.
Hvaða grunnur er bestur á þetta ?
Einn sem sagði mér að gera þetta
Losaðu allt laust ryð af gólfinu og berðu síðan á það Rust-Stop (frá David‘s) sem fæst hjá N1. Þú skalt ekki nota tjörumottur á gólf nema þú hafir þrifið upp allt laust ryð og bundið yfirborðið með Rust-Stop. Besti grunnur sem þú færð á gólf er Rauðmenja (íslensk) sem fæst m.a. í Húsasmiðjunni og víðar.
Ætala líka að taka nokkra ryðbólur í bodyinu. Hvað grunnur er góður á það ?
væri frábært að fá svona step by step hvernig á að gera þetta :)
Re: Laga ryð
Posted: 07.aug 2011, 21:05
frá StefánDal
Ég get allavegana sagt þér að það virkar vel að nota þurrís til að ná gömlu tjörumottunum úr. Passa að hafa allt opið á meðan.
Re: Laga ryð
Posted: 07.aug 2011, 21:08
frá Freyr
Til að losa tjöruborðana gætir þú prófað þetta (hef ekki reynt þetta sjálfur en hljómar vel): Náðu þér í þurrís, t.d. hjá ÍS AGA, og dreyfðu honum á gólfið og bíddu í smá stund. Notaðu svo lítinn kúluhamar til að berja tjöruborðana, þeir ættu að vera nógu stökkir til að molna og þá er hægt að sópa draslinu upp.
Þegar ég hreinsaði ryrðið af gólfinu hjá mér notaði ég vírskífur í slípirokk og vírhausa á borvél, það nær lang mestu en það verður alltaf e-ð eftir. Síðan málaði ég alla blettina með oxíðmenju frá slippfélaginu, hún er sérhönnuð til að grunna fleti sem næst ekki að ryðhreinsa 100%. ATH: oxíðmenja er mjöööööög lengi að þorna, held ég hafi gefið henni um viku áður en ég málaði yfir hana. Málaði yfir með einhverju vinnuvéla/trukkalakki. Vildi að ég hefði vitað af rust-converter þegar ég gerði þetta, hjálpar klárlega að nota hann.
Freyr
Re: Laga ryð
Posted: 08.aug 2011, 13:39
frá Svenni30
Takk fyrir þetta strákar. En hvað grunnur er góður í svona verkefni ?
Re: Laga ryð
Posted: 08.aug 2011, 14:29
frá gaz69m
hempadur zinkgrunnur fæst hjá flugger
Re: Laga ryð
Posted: 08.aug 2011, 15:08
frá jonogm
gaz69m wrote:hempadur zinkgrunnur fæst hjá flugger
ATH. Það má ekki setja zinkgrunn á rustconverter.
Re: Laga ryð
Posted: 08.aug 2011, 16:42
frá gaz69m
ok afhverju má ekki setja zinkgrunn á rustconverter
Re: Laga ryð
Posted: 08.aug 2011, 23:55
frá Svenni30
Keypti tveggja þátta epoxy grunn. er eitthvað vit í því ?
Re: Laga ryð
Posted: 09.aug 2011, 00:28
frá Freyr
Slippfélagið seldi mér tveggja þátta epoxy grunn til að setja á gamlar krómfelgur sem ekki voru ryðhreinsaðar 100% og beyttar vel með rust converter
Re: Laga ryð
Posted: 09.aug 2011, 23:22
frá Svenni30
Jæja er byrjaður á þessi helvíti. Þetta er nú meiri hausverkurinn.
Er búinn að rífa allt innan úr bílnum. Næst mál er að taka tjöru mottur burt.
En ætti ég að setja aftur tjöruborðar eða sleppa því ?
öll ráð vel þeginn
Re: Laga ryð
Posted: 10.aug 2011, 00:22
frá Kiddi
Ég myndi ekki setja tjöruborða, finnst eins og þeir dragi í sig raka.
Re: Laga ryð
Posted: 10.aug 2011, 10:25
frá Hfsd037
Svenni30 wrote:Jæja er byrjaður á þessi helvíti. Þetta er nú meiri hausverkurinn.
Er búinn að rífa allt innan úr bílnum. Næst mál er að taka tjöru mottur burt.
En ætti ég að setja aftur tjöruborðar eða sleppa því ?
öll ráð vel þeginn
Sælir, ég stóð einmitt í svipuðu ferli og þú ert í núna fyrir stuttu, ég notaði rust converter að mig minnir..
en síðan þakti ég allt gólfið með tjörumottum eftir á og get varla verið annað en sáttur með niðurstöðuna..
ég mundi ekki sleppa tjörumottunum, ekki nema þér sé slétt sama um hljóðeinangrunina í bílnum þínum
Tjörumotturnar fékk ég hjá bílasmiðinum upp á höfða, 2 og hálf mottur dugaði í gólfið, restin fékk að fara í afturgluggavegginn eða hvað sem maður kallar þetta, motturnar eru ódýrastar hjá bílasmiðinum..
Re: Laga ryð
Posted: 10.aug 2011, 11:05
frá Stjáni
aðalatriðið er að hreinsa ryðið mjög vel í burtu og jú 2 þátta epoxy er með því betra sem þú getur fengið
á bert járn, sérstaklega þar sem verið hefur hreinsað burtu ryð og þannig,
bara þrífa vel með fituhreinsi (hreinsiþynni)
Ég persónulega er hættur að standa í svona nema taka þetta almennilega og sandblása sem mest af svona
ryðógeði
Re: Laga ryð
Posted: 10.aug 2011, 23:31
frá Svenni30
Re: Laga ryð
Posted: 10.aug 2011, 23:59
frá StefánDal
Blessaður vertu náðu þér í þurrís. Ómögulegt að hamast á þessu svona.
Re: Laga ryð
Posted: 11.aug 2011, 00:05
frá Svenni30
Já veistu ég er mikið að spá í að gera það
Re: Laga ryð
Posted: 14.aug 2011, 22:33
frá Svenni30
Jæja þá er þetta búið. Var ansi mikil vinna.
Var sandblásið og grunnað tveggja þátta epoxy grunn og málað með vinnuvélalakki. setti holrúmsvax inn í öll holrúm og setti tjörumottu í gólfin og afturgluggavegginn. Þvílíkur munur.
Fór svo að skoðaði þetta núna áðan. það er búið að rigna alveg djöfullega í allan dag. Og það var allt á floti farþegameginn.
Það lekur vatn inn hjá hvalbak þar sem loft og rafmagnið fer í gegnum hvalbakinn inn í huddið.
Þannig ég þarf að rífa mælaborðið úr og laga þennan leka. Meira fjörið :)
Re: Laga ryð
Posted: 15.aug 2011, 00:26
frá spámaður
þetta er flott hjá þér svenni...en þetta er leiðinlegur anskoti svona riðlagfæringar.
kv hlynur(simmi)
Re: Laga ryð
Posted: 15.aug 2011, 12:38
frá Svenni30
Blessaður Simmi. Takk fyrir það, Já þetta helvítis ryð er óskemmtilegur asnskoti. Annars er bíllinn nokkuð laus við það sem betur fer
Re: Laga ryð
Posted: 16.aug 2011, 00:07
frá Svenni30