Laga húddhlíf ?


Höfundur þráðar
afc
Innlegg: 100
Skráður: 20.jún 2010, 11:47
Fullt nafn: Bjarni Pálmason
Bíltegund: Grand Cherokee

Laga húddhlíf ?

Postfrá afc » 03.aug 2011, 20:49

Getur einhver hérna sagt mér hvernig eða hvort það er hægt að laga húddhlíf, það er eiginlega allt hægt svo ég býst nú við því að hægt sé að laga húddhlífina.
Málið er þannig að annað gatið brotnaði og varð stærra en skrúfan sem var í gatinu sem heldur hlífinni uppi öðru megin.
Er eitthvað hægt að fylla upp í húddhlífina eða eitthvað þannig ?


35" Trooper ´00


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Laga húddhlíf ?

Postfrá Izan » 03.aug 2011, 21:30

Sæll

Mér dettur helst í hug resin eins og er notað í brettakanta en það er ekki til í neinum öðrum litum sem ég veit um allavega. Það væri þá bara hægt að laga hlífina og sprauta hana t.d. samlita bílnum.

Kv Jón Garðar


Höfundur þráðar
afc
Innlegg: 100
Skráður: 20.jún 2010, 11:47
Fullt nafn: Bjarni Pálmason
Bíltegund: Grand Cherokee

Re: Laga húddhlíf ?

Postfrá afc » 03.aug 2011, 21:37

Takk fyrir svarið Jón Garðar

Hvar fæ ég þannig efni ? þetta er bara örlítið sem þarf, gatið er það lítið svo ég myndi ekki stressa mig á örlitlum litamismun :)
35" Trooper ´00


Valdi 27
Innlegg: 150
Skráður: 13.feb 2010, 21:48
Fullt nafn: Valdimar Geir Jóhannsson

Re: Laga húddhlíf ?

Postfrá Valdi 27 » 05.aug 2011, 20:33

Sælir

Ég get nú ekki verið sammála því að nota bara resin, það þarf að hafa trebba með resíninu til að fá styrk. Eins þá væri resín eitt og sér svokölluð skítaredding sem fer eftir skamman tíma. Ekki veit ég nú úr hvaða heimsálfu þessi húddhlíf er úr í sambandi við hvernig efni er í henni er en best væri að plastsjóða í gatið sem hefur myndast og samlita bílnum, svona ef ég á að vera leiðinlegi gæjin sem skiptir sér af:P


Kv. Valdi


jongunnar
Innlegg: 220
Skráður: 14.jún 2011, 21:03
Fullt nafn: Jón Gunnar Mýrdal

Re: Laga húddhlíf ?

Postfrá jongunnar » 05.aug 2011, 21:07

EN ef að gatið er bara pínulítið stærra en skrúfuhausinn. Er þá ekki hægt að setja bara skinnu og aðeins lengri skrúfu???
Ef það er ekki olía undir enskum bílum þá er ekki olía á þeim


Höfundur þráðar
afc
Innlegg: 100
Skráður: 20.jún 2010, 11:47
Fullt nafn: Bjarni Pálmason
Bíltegund: Grand Cherokee

Re: Laga húddhlíf ?

Postfrá afc » 06.aug 2011, 08:27

svopni wrote:plastviðgerðir grétars eða trefjar hafnarfirði.


Takk fyrir þessar upplýsingar.

jongunnar wrote:EN ef að gatið er bara pínulítið stærra en skrúfuhausinn. Er þá ekki hægt að setja bara skinnu og aðeins lengri skrúfu???


Ég reddaði mér með tveimur skinnum, skrúfu og ró, en er bara að pæla hvort þetta springi meira út eða haldist svona lítið, gatið sko.
35" Trooper ´00


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 8 gestir