Síða 1 af 1

Laga rifu á dekki

Posted: 03.aug 2011, 15:41
frá khs
Ég er með ca 3-4cm rifu á breidd í dekkinu og það fer dýpst inn ca 5-6mm þar sem dýpst er myndi ég halda. Ekkert loft lekur þarna út. Hverjir geta lagað svona svo það tolli til framtíðar? Þetta er 38" dekk.

Re: Laga rifu á dekki

Posted: 03.aug 2011, 18:34
frá Freyr
Hef heyrt að það sé einhver dekkjasnillingur á Húsavík það fær að menn sendi til hans dekk af öllu landinu. Hinsvegar hef ég ekki hugmynd um hver sá maður er eða á hvaða verkstæði hann vinnur, ef sagan er sönn þ.e.a.s......

Vonandi getur einhver staðfest þetta og jafnvel komið með ítarlegri upplýsingar.

Kv. Freyr

Re: Laga rifu á dekki

Posted: 03.aug 2011, 18:54
frá hobo
Þessa sögu hefur maður heyrt.
Ingvar Sveinbjörnsson, bílaþjónustan, Húsavík.

Ansi langt að senda dekk þangað, spurning að taka road trip og skella sér í hvalaskoðun á meðan hann gerir við dekkið :)

Re: Laga rifu á dekki

Posted: 03.aug 2011, 19:25
frá Kalli
Hef séð dekk eftir hann og var alger snild :O)

kv. Kalli

Re: Laga rifu á dekki

Posted: 04.aug 2011, 02:04
frá spámaður
já ingi sveinbjörnsson heitir hann á húsavík.hann á og rekur bílaþjónustuna á hú.
þeir gaurarnir löguðu eitt 38" dekk fyrir mig,vel gert.
svo er hann allment með sanngjarnt verð og besta þjónusta sem ég hef kynnst í verkstæðisbransanum.