Síða 1 af 1
Skemmtilegar sull myndir.
Posted: 31.júl 2011, 22:25
frá jeepson
Mér datt í hug að gera þráð um skemtilegar sull myndir. Semsagt þar sem að menn hafa verið að keyra hratt yfir læki eða litlar ár og ná gera gott splash :) Ætla henda inn 2 sem að ég afrekaði í dag og var 2ára sonur minn alveg að fíla þetta í botn, og heimtaði bara meira :) Endilega deilið með skemtilegum myndum af svona vatnssulli ;)


Re: Skemtilega sull myndir.
Posted: 31.júl 2011, 22:28
frá jeepson
Hér er ein sem tekin af mér fyrir allavega 4 eða 5 árum síðan. Þarna var ég á hrikalega skemtilegum ford ranger sem að ég átti og sé mikið eftir að hafa selt. Það er nú einhversstaðar til video af þessu líka. Ég var á hellvíti góðri siglingu þegar ég fór þarna yfir.

Re: Skemtilegar sull myndir.
Posted: 01.aug 2011, 10:36
frá Jónas
Re: Skemtilegar sull myndir.
Posted: 01.aug 2011, 10:51
frá MattiH
Hérna var ég á hungurfitjaleið á 35" Ram sem ég átti.

Re: Skemtilegar sull myndir.
Posted: 01.aug 2011, 11:45
frá Freyr
Ferroza í Steinholtsá:

Þarna er ég á Blazer sem ég átti að sulla í Grafarlandaá:

Ívar á F-350 í læk á leið að Tröllinu:

Re: Skemtilegar sull myndir.
Posted: 01.aug 2011, 12:20
frá jeepson
Sé að það er farþegi aftan á pallinum. slapp hann við gusurnar?
Re: Skemtilegar sull myndir.
Posted: 01.aug 2011, 20:55
frá Freyr
jeepson wrote:Sé að það er farþegi aftan á pallinum. slapp hann við gusurnar?
Hehe, farþeginn slapp þarna þó gusan hafi verið ætluð honum. Hinsvegar fékk bíllinn aðeins að kenna á því þar sem það var nær lóðréttur kantur upp úr læknum 30-40 cm hár......
Re: Skemtilegar sull myndir.
Posted: 02.aug 2011, 00:28
frá SHM
Hér er smáskvetta í Hengladalaá á Hellisheiði.
Re: Skemtilegar sull myndir.
Posted: 02.aug 2011, 16:10
frá jeepson
Gaman að sjá svona skemtilegar sull myndir. Vona að fleiri hendi inn svona skemtilegum myndum :)
Re: Skemtilegar sull myndir.
Posted: 02.aug 2011, 16:36
frá jeepcj7
Ég finn bara eina í tölvunni en það var líka fínt splass í gryfjunum við egilsstaði með 600+ hross. :o)

Re: Skemtilegar sull myndir.
Posted: 02.aug 2011, 18:33
frá -Hjalti-
Re: Skemtilegar sull myndir.
Posted: 02.aug 2011, 21:10
frá Freyr
Sæll Hjalti
Hvenær voru þessar myndir teknar í Helgladalaánni? Leysingunum í vor kannski? Hef aldrei séð svona mikið í ánni.
Kv. Freyr
Re: Skemtilegar sull myndir.
Posted: 02.aug 2011, 22:25
frá -Hjalti-
Freyr wrote:Sæll Hjalti
Hvenær voru þessar myndir teknar í Helgladalaánni? Leysingunum í vor kannski? Hef aldrei séð svona mikið í ánni.
Kv. Freyr
Hæ þetta var tekið 3Maí ;)



Re: Skemtilegar sull myndir.
Posted: 02.aug 2011, 23:20
frá Freyr
Töff myndir, 44" gleðigúmmí er mjög gott í að búa til gusur.
Re: Skemtilegar sull myndir.
Posted: 03.aug 2011, 01:17
frá Gulli J
Jeep Grand Cherokee 2005 á 33" túttum að koma úr kerlingarfjöllum í sumar
Re: Skemtilegar sull myndir.
Posted: 03.aug 2011, 12:22
frá Startarinn
Á leið í Herðubreiðarlindir með bjsv Strönd 2007
Re: Skemtilegar sull myndir.
Posted: 01.sep 2011, 19:34
frá jeepson
Hérna er eitt video af ranger sem að ég átti og sé mikið eftir að hafa selt.
Ég næ ekki að setja þetta hingað með þessu youtube dæmi sem er í teksta boxinu.
http://www.youtube.com/watch?v=puLCPHZMaPo
Re: Skemtilegar sull myndir.
Posted: 21.júl 2012, 19:30
frá jeepson
Jæja. Þessi var tekin í dag á leið heim frá Snæfelli 21/7-12
Lyfti hjólum yfir pínu hæð sem er á bakkanum. Stjani náði mér akkúrat þegar ég lenti :)

Re: Skemtilegar sull myndir.
Posted: 21.júl 2012, 20:08
frá SigmarP
Flottar myndir !
Re: Skemtilegar sull myndir.
Posted: 22.júl 2012, 01:02
frá arnargunn
Hér er ein af þúsundvatnalaeið !!

Re: Skemtilegar sull myndir.
Posted: 22.júl 2012, 04:17
frá -Hjalti-
Re: Skemtilegar sull myndir.
Posted: 22.júl 2012, 12:36
frá Magni

Fjallabak. Land Cruiser 70
Re: Skemtilegar sull myndir.
Posted: 23.júl 2012, 12:32
frá Dodge
Re: Skemtilegar sull myndir.
Posted: 23.júl 2012, 13:14
frá gislisveri
[youtube]R6iFkRgjr1M[/youtube]
Re: Skemtilegar sull myndir.
Posted: 23.júl 2012, 13:51
frá Óskar - Einfari
Eru menn ekkert að lenda í neinu klúðri í svona sulli?
Í fyrrasumar aðstoðaði ég útlenskt par á Dodge Durango í lygnu vaði sem náði réttsvo uppá kálfa. Bíllin var dauður í miðju vaðinu. Þegar ég opnaði síuhúsið var loftsían eins blaut tuska og það lak vatn úr intaksrörinu sem lá ofan á vélinni sem er þá sennilega í 50cm hæð fyrir ofan vatnsyfirborðið.... bíllin hefur væntanlega þurft að vera á doldið öflugri keyrslu til að vatn kæmist alla þessa leið að og í vélina!
Kv.
Óskar Andri
Re: Skemtilegar sull myndir.
Posted: 23.júl 2012, 17:52
frá H D McKinstry
Mér finnst þetta ótrúlega flott mynd sem Sæmi tók.
Re: Skemtilegar sull myndir.
Posted: 23.júl 2012, 20:04
frá -Hjalti-
H D McKinstry wrote:Mér finnst þetta ótrúlega flott mynd sem Sæmi tók.
Reyndar tók ég þessa mynd á auka vél hjá Sæma :)
Re: Skemtilegar sull myndir.
Posted: 23.júl 2012, 20:39
frá olafur f johannsson
ég þori ekki fyrir mitt litla líf að standa í svona vatna sulli er búinn að sjá alltof margar ónýtar véla eftir svona akstur bæði disel og bensín vélar
Re: Skemtilegar sull myndir.
Posted: 23.júl 2012, 20:51
frá ellisnorra
Ég hef nú setið í bíl (var ekki að keyra sjálfur) sem dró hjólin upp úr einum hylnum.... Nokkrum árum seinna rústaði ég 6 lítra perkings í traktor þegar ég var aðeins að skola hann. $$$. Hef verið mjög hræddur við þetta síðan, sérstaklega á dísel vélum.
Re: Skemtilegar sull myndir.
Posted: 23.júl 2012, 21:03
frá Snorri Freyr
Gaman að sjá svona myndir :D
En mér finnst að þegar verið er að setja inn svona myndir að segja frá hvar þær eru teknar.
Nokkrir hafa gert það og eiga þeir þakkir skyldar fyrir það.
KV
Snorri Freyr
Re: Skemtilegar sull myndir.
Posted: 24.júl 2012, 00:06
frá jeepson
Hvaða hvaða. Það er nauðsinlegt að skola undirvagninn :D hehe. Ég tók einusinni gott splass á cherokee sem að ég átti á 38" Það kostaðimig stoppí hálftíma á meðan að ég var að þurka kveikjulokið sem að tók slatta af vatni inná sig. Annars get ég ekki séð annað en að þetta sé í góðu lagi svo lengi sem að maður fái ekki vatn inní loft inntakið.
Re: Skemtilegar sull myndir.
Posted: 16.aug 2012, 00:16
frá Freyr
Re: Skemtilegar sull myndir.
Posted: 16.aug 2012, 16:39
frá Oskar K
þesi þráður ætti að heita "hvernig á ekki að fara yfir ár" :D
Re: Skemtilegar sull myndir.
Posted: 16.aug 2012, 19:08
frá jeepson
Oskar K wrote:þesi þráður ætti að heita "hvernig á ekki að fara yfir ár" :D
Kjaftæði hehe :)
Re: Skemtilegar sull myndir.
Posted: 16.aug 2012, 22:00
frá RunarG
Oskar K wrote:þesi þráður ætti að heita "hvernig á ekki að fara yfir ár" :D
alveg sammála því! :)
Re: Skemtilegar sull myndir.
Posted: 19.aug 2012, 01:47
frá Fúsi Fjallatrukkur
Freyr wrote:jeepson wrote:Sé að það er farþegi aftan á pallinum. slapp hann við gusurnar?
Hehe, farþeginn slapp þarna þó gusan hafi verið ætluð honum. Hinsvegar fékk bíllinn aðeins að kenna á því þar sem það var nær lóðréttur kantur upp úr læknum 30-40 cm hár......
Ég veit að það er ljótt að segja svona og leiðinlegt þegar að menn eru að skemma bíla en það var eiginlega pínu gott á þig :D
Re: Skemtilegar sull myndir.
Posted: 19.aug 2012, 09:10
frá dazy crazy
flottar myndir en það eru 2 m í skemmtilegur ef það hefur ekki komið fram
Re: Skemtilegar sull myndir.
Posted: 19.aug 2012, 12:13
frá jeepson
dazy crazy wrote:flottar myndir en það eru 2 m í skemmtilegur ef það hefur ekki komið fram
Ánægður? :)