Stormsveitin
Posted: 23.júl 2011, 23:12
Þó að Ferðaklúbburinn 4x4 sé örugglega stærsta félag jeppamanna á Íslandi eru víða starfandi minni jeppaklúbbar meðal starfsmannahópa og fleiri. Einn slíkur var stofnaður í janúar árið 2002 af nokkrum starfsmönnum Flugmálastjórnar. Klúbburinn var lengi nafnlaus en á endanum fékk hann nafnið Stormsveitin og tengist nafnið einkum þeirri áráttu Veðurstofu Íslands að spá oft og iðulega stormi þegar klúbburinn ætlaði að skipuleggja ferðir.
Eftir stofnun klúbbsins hefur það gerst að Flugmálastjórn var skipt upp í Flugstoðir og Flugmálastjórn og seinna varð Isavia til og undir því merki sameinuðust Flugstoðir, fjarskiptastöðin í Gufunesi og Keflavíkurflugvöllur. Stormsveitin stóð af sér allar þessar breytingar og nú eru flestir félagar starfsmenn Isavia.
Stormsveitin heldur úti einfaldri heimasíðu http://jeppaklubbur.com og má þar finna stuttar frásagnir af ferðum klúbbsins og ef farið er inn á heimasíðuna og smellt á "Myndir" opnast myndaalbúm þar sem skoða má myndir úr öllum ferðum klúbbsins. Ávallt er leitast við að setja skýringartexta við myndir til glöggvunar fyrir þá, sem nenna að skoða þær. Tilgangur þessa pistils var einmitt sá að vekja athygli áhugafólks um jeppamennsku á heimasíðunni og sérstaklega myndaalbúminu. Ath. Það getur tekið heimasíðuna nokkrar sekúndur að opnast.
Skoðið og njótið.
Kv. Sigurbjörn.
Eftir stofnun klúbbsins hefur það gerst að Flugmálastjórn var skipt upp í Flugstoðir og Flugmálastjórn og seinna varð Isavia til og undir því merki sameinuðust Flugstoðir, fjarskiptastöðin í Gufunesi og Keflavíkurflugvöllur. Stormsveitin stóð af sér allar þessar breytingar og nú eru flestir félagar starfsmenn Isavia.
Stormsveitin heldur úti einfaldri heimasíðu http://jeppaklubbur.com og má þar finna stuttar frásagnir af ferðum klúbbsins og ef farið er inn á heimasíðuna og smellt á "Myndir" opnast myndaalbúm þar sem skoða má myndir úr öllum ferðum klúbbsins. Ávallt er leitast við að setja skýringartexta við myndir til glöggvunar fyrir þá, sem nenna að skoða þær. Tilgangur þessa pistils var einmitt sá að vekja athygli áhugafólks um jeppamennsku á heimasíðunni og sérstaklega myndaalbúminu. Ath. Það getur tekið heimasíðuna nokkrar sekúndur að opnast.
Skoðið og njótið.
Kv. Sigurbjörn.