Síða 1 af 1
Ef þú ert hérna kæri þjófur
Posted: 20.júl 2011, 23:55
frá ragnarbj
Sá sem braust inní farangurskerruna mína á Sprengisandsleið um síðustu helgi og tókst frá mér verkfæri og f.l dót þá vill ég þakka þér fyrir að taka nú ekki startkaplana mína.
Þetta eru góðir kaplar og mér þykir ósköp gott að eiga þá ennþá.
En ég ætla að vona að Ginið og Rommið hafi nú farið vel í þig og ég vona að þú slasir þig nú ekki á verkfærunum sem þú tókst frá mér..
Ég vona líka að þú sofir rótt eftir verknað þinn.
Kveðja Ragnar
Re: Ef þú ert hérna kæri þjófur
Posted: 21.júl 2011, 00:18
frá Eli
hahahahaha!
Re: Ef þú ert hérna kæri þjófur
Posted: 21.júl 2011, 10:00
frá birgthor
Já maður er hvergi óhultur, bjsveitin mín er núna í hálendisgæslu og það var stolið af okkur bensíni um miðja nótt. Tunnan er á kerru hliðiná þrælmerktum bílunum uppvið kofa sem við erum vaktin er í.
Svo var líka stolið dráttarkúlu aftan úr bjsv bíl frá sveitinni sem var á undan.
Re: Ef þú ert hérna kæri þjófur
Posted: 21.júl 2011, 13:08
frá Kalli
Maður verður svo reiður út í þessa aumingja sem stela.
...
Re: Ef þú ert hérna kæri þjófur
Posted: 21.júl 2011, 19:13
frá arni87
Ég var í Hálendisgæslunni þegar kúlunni var stolið fyrir utan hjá okkur, við komumst að því þegar það átti að fara að nota hana við að ná bíl úr á, ég hefði brosað nett ef þessi kæri þjófur hefði þurft á okkur að halda.
En sumir taka greynilega kerru með sér á fjöll og gleima kúlunni ;)
Re: Ef þú ert hérna kæri þjófur
Posted: 21.júl 2011, 19:17
frá jeepson
Það er til hábornar skammar að menn skuli ekki geta látið hluti í friði. Mér fynst að það eigi hiklaust að birta nöfn og heimilisföng og bílnúmer hjá fólki sem gerir svona. allavega ef svona fólk fynst eftir þjófnaðinn.
Re: Ef þú ert hérna kæri þjófur
Posted: 21.júl 2011, 20:16
frá joisnaer
jeepson wrote:Það er til hábornar skammar að menn skuli ekki geta látið hluti í friði. Mér fynst að það eigi hiklaust að birta nöfn og heimilisföng og bílnúmer hjá fólki sem gerir svona. allavega ef svona fólk fynst eftir þjófnaðinn.
heyr heyr!
Re: Ef þú ert hérna kæri þjófur
Posted: 21.júl 2011, 21:49
frá Snorri Freyr
Félagi minn setti eitt sinn vatn í bensínbrúsa sem vara lltaf verið að tæma hjá honum svo beið hann bara og fylgdist með þegar þeir tæmdu brúsana og rúntaði svo um hverfið og fann þá með ónýta vél.. Bensínbrúsarnir fengu að vera í friði eftir þetta..
Re: Ef þú ert hérna kæri þjófur
Posted: 22.júl 2011, 10:47
frá gaz69m
er ekki bara fínt að setja upp gapastokk á vegamótunum við hveravelli og geima viðkomandi þjófa þar
Re: Ef þú ert hérna kæri þjófur
Posted: 22.júl 2011, 16:32
frá Stebbi
Snorri Freyr wrote:Félagi minn setti eitt sinn vatn í bensínbrúsa sem vara lltaf verið að tæma hjá honum svo beið hann bara og fylgdist með þegar þeir tæmdu brúsana og rúntaði svo um hverfið og fann þá með ónýta vél.. Bensínbrúsarnir fengu að vera í friði eftir þetta..
Snilld ! :)
Re: Ef þú ert hérna kæri þjófur
Posted: 22.júl 2011, 17:33
frá Sævar Örn
Partasali sem ég vann eitt sinn hjá stundaði þetta sömuleiðis, menn voru þar grimmir að skera á áfyllirör fyrir bensín og sjúga upp, bílar sem stóðu í portinu voru yfirleitt ekki á leiðinni á götuna aftur þannig þeir voru dassaðir af vatni ofl svo lengi sem verðmæti voru ekki í tönkunum(bensíndæla)
Væntanlega hefur þetta tafið þjófana eitthvað á laugarvegsrúntinum... :)
Re: Ef þú ert hérna kæri þjófur
Posted: 23.júl 2011, 00:52
frá Fetzer
versta við þetta.. að þetta gætu vel verið fólkið sem manni grunar síst
Re: Ef þú ert hérna kæri þjófur
Posted: 24.júl 2011, 20:32
frá peturin
Snilld.. Ekki var ég jafn yfirvegaður þegar að kastargrindinni framan á jeppanum mínum og tveimur þokukösturum var stolið í vetur :)